Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Það blikka ákveðin viðvörunar-ljós þegar við finnum að fólkier misboðið við það sem við
köllum klassískt myndmál. Þá finnst
okkur við vera farin að færast í átt
að einhverju sem gæti kallast rit-
skoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir,
forstöðumaður Listasafns Íslands,
þegar hún var í gær spurð út í þá
ákvörðun stjórnenda Seðlabanka Ís-
lands að fjarlægja og setja í geymslu
málverk eftir Gunnlaug Blöndal
(1893-1962), einn þekktasta og vin-
sælasta myndlistarmann þjóðar-
innar á sinni tíð.
Það spurðist út í fyrrasumar að
innan Seðlabankans væri skoðað
hvernig ætti að bregðast við kvörtun
starfsmanns yfir málverkum eftir
Gunnlaug, starfmaðurinn taldi verk-
in ósæmileg og vildi að þau yrðu
fjarlægð. Á föstudaginn var síðan í
Fréttablaðinu greint frá þeirri
ákvörðun bankans að fjarlægja um-
rædd nektarmálverk listamannsins
og voru þau sett í geymslu.
Seðlabankinn á glæsilegt og
vandað listaverkasafn sem prýðir
húsakynnin og hefur verið safnað af
miklum og virðingarverðum metn-
aði. Á seinni árum hefur bankinn í
stað þess að kaupa ný verk veitt
myndarlega og mikilvæga styrki til
listamanna í hinum ýmsu greinum.
Meira af list á vinnustaði
Skiljanlega vöktu þær umtal
fréttirnar af bannfæringu módel-
mynda Gunnlaugs Blöndal, einmitt
þeirra verka listamannsins sem hafa
til þessa dags verið hans vinsælustu.
Bandalag íslenskra listamanna
sendi frá sér yfirlýsingu og segir það
undarlega tímaskekkju „puritan-
isma“ að ritskoða list með þessum
hætti.
Undirritaður óskaði í gær eftir
gögnum frá Seðlabankanum sem
skýrðu á hvaða forsendum ákvörð-
unin um að taka listaverk eftir
Gunnlaug niður byggðist, og spurði
jafnframt hvort leitað hefði verið til
Listasafns Íslands eða sérfræðinga
eftir ráðgjöf. Harpa, forstöðumaður
Listasafns Íslands, sagði aðspurð að
ekki hefði verið leitað eftir neinni
ráðgjöf hjá safninu. Þá væri lista-
verkaeign bankans safninu alveg
óviðkomandi.
„Seðlabankinn gengur afar vel
um verk sín og það er ekkert við það
að athuga að bankinn eigi listaverk,
heldur er það hið besta mál. Og það
ætti að kaupa meira af myndlist inn
á stóra vinnustaði,“ segir hún.
„Við höfum átt farsælt samstarf
við bankann og höfum meira að
segja fengið lánuð þaðan verk eftir
Gunnlaug Blöndal á sýningar. Meðal
annars umrætt málverk. Það ætti að
vera staðfesting á gæðum þegar við
fáum lánuð verk til að sýna.
Þessi verk Gunnlaugs vöktu at-
hygli og vissulega sýndist sitt hverj-
um en þau voru mjög vinsæl alla tíð.
Góð módelmynd eftir Gunnlaug
Blöndal er eftirsótt,“ segir Harpa.
Verða sýnd á Safnanótt
Síðdegis í gær barst svar frá
Stefáni Jóhanni Stefánssyni, rit-
stjóra á skrifstofu seðlabanka-
stjóra. Hann segir umræðuna um
nefnd málverk eiga langan aðdrag-
anda. „Starfsmenn hafa lýst þeirri
skoðun sinni að ekki sé æskilegt að
konur þurfi að bera upp erindi sín
við karlkyns yfirmenn með málverk
af berum konum fyrir framan sig,“
segir hann. „Með hliðsjón af
jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti
og áreitni var ákveðið að bregðast
við þessum ábendingum, m.a. með
hliðsjón af jafnréttisáætlun. Þessi
ákvörðun [um að fjarlægja mál-
verkin] hefur ekkert að gera með
Brjóstamyndir Gunn-
laugs inni í geymslu
listrænt mat og felur ekki í sér neinn
dóm um þessar myndir. Hér var um
að ræða uppsetningu vinnuum-
hverfis og þar sem myndirnar virt-
ust á þessum stað hafa truflandi
áhrif var sátt um að þær gætu ekki
verið þar. Um er að ræða tvö verk
eftir Gunnlaug Blöndal.“ Þá bætir
Stefán Jóhann við að búið sé að taka
ákvörðun um að sýna verkin í Seðla-
bankanum á Safnanótt hinn 8. febr-
úar næstkomandi – búast má við því
að sú sýning veki áhuga.
Sérstaða Gunnlaugs Blöndal
Hér er rétt að huga aðeins að
málverkum af nöktum konum eftir
Gunnlaug sem augsýnilega þykja nú
ekki allsstaðar við hæfi. Ítarlega er
fjallað um myndsköpun og feril
Gunnlaugs í Íslenskri listasögu, 2.
bindi, en það var sumarið 1930 sem
málverk hans af nöktum fyrirsætum
og draumkenndu landslagi vöktu
nokkra athygli í París. Velgengni
hans þar í borg er sögð hafa verið
með nokkrum ólíkindum en list
Gunnlaugs spratt af franskri hefð.
Þá segir: „Konumyndir Gunnlaugs
hafa sérstöðu, því enginn annar ís-
lenskur málari hefur gert nektina að
myndefni á sama hátt og hann … Í
konumyndum hans má greina sterk
áhrif frá pólska listmálaranum
Moise Kisling, sem hafði verið vinur
Amedeos Modigliani, en hann setti
sterkan svip á tímabilið með
munúðarfullum stúlkumyndum,
svartri randteikningu og express-
jónískri litanotkun.“
(Það er spurning hvað væri gert
við myndir eftir hinn ofurvinsæla
Modigliani í Seðlabankanum, en þær
vektu mögulega lukku í musteri fjár-
magnsins vegna verðmiðans á þeim:
eitt var selt á uppboði í fyrra fyrir
sextán milljarða króna. Málverk af
nakinni konu.)
Aftur að Gunnlaugi í Listasög-
unni: „En það er kvenlíkaminn, og
fyrst og fremst áherslan á hörundið,
sem skapar Gunnlaugi sérstöðu.
Hann notar framsætt sjónarhorn
sem var dæmigert fyrir Parísarskól-
ann. Þéttum formum líkamans er
haldið saman með afmörkuðum en
léttum útlínum … áherslan er ætíð á
ljósið og með tónaspili og blæbrigð-
um fær hann flötinn til að lifna við og
ljóma í léttleika teikningarinnar og
gegnsæi litanna. Hann lætur litina
titra, lærir að setja loft í litinn eins
og Auguste Renoir, hvernig á að fá
hörundið til að ljóma og hvernig
þunnt lag olíulita kallar fram birtu,
en það er einmitt gegnsæ birtan sem
verður einkenni Gunnlaugs og skap-
ar honum sérstöðu …“
Poseidon fór úr Ráðhúsinu
Viðlíka viðbrögð hafa vissulega
komist í fréttir hér á landi áður.
Eftirminnilegt er að árið 1992 var
stórt málverk eftir Helga Þorgils
Friðjónsson af Poseidon fjarlægt úr
Ráðhúsi Reykvíkinga því það „þótti
ögra skrifstofustúlkum“ í húsinu, að
sögn DV á þeim tíma. Stór, nakinn
sjávarguðinn starði þar á nærstadda
úr verkinu og stuðaði typpið stúlk-
urnar svo verkið fór úr húsinu – en
hefur oft verið sýnt á öðrum vett-
vangi. Vitaskuld hringja viðvörunar-
bjöllur víða ef það á að fara að rit-
skoða eða reyna að bæla frjálsa
listsköpun. Forpokuð fordæming á
sköpunarverkum framsækinna og
oftast mikilvægra listamanna skýtur
af og til upp kollinum – alræmdastar
eru sýningar nasista á því sem þeir
kölluðu úrkynjaða list en þar mátti
sjá verk eftir margra helstu meist-
ara þess tíma. Eins setti Jónas frá
Hriflu árið 1942 upp hér svokallaða
háðungarsýningu á verkum sam-
tímalistamanna sem hann kunni ekki
að meta. Og svo setti hann upp sýn-
ingu með verkum sem hann hafði
velþóknun á – þar á meðal voru verk
eftir Gunnlaug nokkurn Blöndal!
Fleiri nakta karla?
Rök bankans um „að ekki sé
æskilegt að konur þurfi að bera upp
erindi sín við karlkyns yfirmenn með
málverk af berum konum fyrir fram-
an sig“ eru skiljanleg, að vissu leyti,
og ekki síst ef karlmenn eru í meiri-
hluta starfsmanna og kynjajafn-
vægið mögulega óheppilegt á vinnu-
staðnum. En það eru margar hliðar
á málinu. Konur vilja nú frelsa geir-
vörtuna og þær vilja ögra karla-
veldinu með berum brjóstum eins og
í sýningu Borghildar Indriðadóttur á
Austurvelli á Listahátíð í fyrra. En á
sama tíma vilja þær – ef þeir sem
kvörtuðu í bankanum eru konur –
ekki sjá málverk af nöktum brjóst-
um kynsystra. Falleg verk þar sem
litirnir titra, loft er í litnum og hör-
undið ljómar, svo vitnað sé í Lista-
söguna. Hefðu þeir sem kvörtuðu
frekar átt að fara fram á að sjá jafn
margar myndir af nöktum körlum?
Fá Poseidon Helga Þorgils lánaðan?
Því hvað er eðlilegra í myndlist en
einmitt módelmyndin; mannslíkam-
inn sem allir listamenn verða að
spreyta sig á í námi og glíma enda-
laust við að ná réttum og áhrifamikl-
um – enda maðurinn í Guðs mynd
sagður hápunktur sköpunarverks-
ins. En, í geymsluna með brjóstin.
Harpa Þórsdóttir sagði það um-
hugsunarvert að fólk vildi fjarlægja
verk af nöktum líkömum. „Ef þetta
snýst um smekk þá er það erfiður út-
gangspunktur. En það kemur aftan
að okkur þegar jafn klassískt mynd-
mál og módelmálverk eða módel-
höggmynd á í hlut. Við þekkjum úr
listasögunni að þegar svona kröfur
koma fram er það oft upphaf á
ákveðinni hnignun.“
Það verður spennandi að sjá
málverkin á Safnanótt.
» Því hvað er eðli-legra í myndlist en
einmitt módelmyndin;
mannslíkaminn sem
allir listamenn verða að
spreyta sig á …
Umdeilt? Eitt málverka Gunnlaugs Blöndal, Módel með spegil, frá 1930.
Verkið mun ekki vera í Seðlabankanum en var selt á uppboði árið 1992.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s
Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s
Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 Lokas.
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s
Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Mið 23/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 7. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s
Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Insomnia (Kassinn)
Sun 27/1 kl. 19:30 Lokas.
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 24/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30
Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30
Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30
Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00
Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30
Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200