Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá
líður mér mjög illa og Jónína veit ekk-
ert hvað er í gangi,“ segir Hjalti
Skaptason sem fylgdi eiginkonu sinni,
Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, til
Húsavíkur með áætlunarflugi í gær-
morgun en Jónína var greind með
heilabilunarsjúkdóm fyrir tveimur ár-
um. Jónína fékk hvíldarinnlögn í sex
vikur á hjúkrunarheimili á Húsavík
en hún hefur búið með eiginmanni
sínum í Hafnarfirði.
„Húsavík var eini kosturinn fyrir
Jónínu í hvíldarinnlögn. Ég er farinn
að nálgast áttrætt og án þess að vera
að kvarta þá er mikil vinna og álag að
vera á vaktinni 24 klst. á sólarhring
en Jónína þarf aðstoð við allar dag-
legar þarfir,“ segir Hjalti sem kvíðir
sex vikna aðskilnaði við lífsförunaut
sinn til 35 ára.
Húsavík eina úrræðið
„Jónína á rétt á átta vikna hvíldar-
innlögn á ári vegna sjúkdóms síns.
Hún fékk tveggja vikna innlögn yfir
jól og áramót í Mörkinni og undi hag
sínum vel þar. Ég þumbast við það að
hugsa um Jónínu og hef hingað til
ekki þegið alla hjálp sem hægt er að
sækja um. Af þeim sökum er Jónína
ekki í forgangi þegar kemur að út-
hlutun í hvíldarinnlögn eða plássi á
hjúkrunarheimili,“ segir Hjalti og
bendir á að eina tenging þeirra hjóna
við Húsavík sé dóttir Jónínu, sem býr
þar og starfar á sjúkrahúsinu.
Hjalti segir það hafa verið dóttur
Jónínu sem fyrst léði máls á því að
kanna hvort möguleiki væri á að móð-
ir hennar fengi hvíldarinnlögn á
hjúkrunarheimili í Húsavík þrátt fyr-
ir að 470 km myndu skilja hjónin að.
„Ég er sáttur við að hún komst í
hvíldarinnlögn á Húsavík að því leyti
að ég veit að það verður hugsað vel
um hana bæði af starfsfólkinu og
dóttur hennar. Það sem hefur hjálpað
til í öllu ferlinu er að Jónína er dagfar-
sprúð og hefur sloppið við reiðiköst og
þess háttar sem oft fylgir minnissjúk-
dómum. En auðvitað hef ég áhyggjur
af konunni minni, því allar breytingar
eru mjög erfiðar fyrir hana, ég verð
langt í burtu, og hún gerir sér enga
grein fyrir aðstæðum,“ segir Hjalti,
sem dvelur í Hafnarfirði meðan á
hvíldarinnlögn Jónínu stendur.
Hjalti reiknar með að hann hafi tök
á því að komast einu sinni í heimsókn
til konu sinnar í þær sex vikur sem
hún verður í burtu.
Færnin fór á tveimur árum
Hjalti gerir sér ekki fullkomlega
grein fyrir því hvenær fyrst var vart
við heilabilunarsjúkdóm Jónínu.
Hann hafi byrjað með minnisleysi en
fyrir tveimur árum hafi Jónína orðið
óörugg og ekki treyst sér til að keyra
lengur. Það hafi ekki tekið nema tvö
ár að ræna hana færninni til þess að
geta hugsað um sig sjálf og í dag þurfi
hún hjálp við allt.
Hjalti vill að það komi skýrt fram
að tilgangur hans með því að koma
fram með þá stöðu sem Jónína er í, sé
ekki að ásaka neinn. Hann segist
sjálfur hafa gott bakland en það eigi
ekki við um alla og margir séu í vondri
stöðu. Hans vilji sé að benda á stöðu
fólks með heilabilunarsjúkdóma og
aðstandenda þeirra.
Þarf sólarhringsumönnun
„Jónína getur ekki verið ein. Hún
þarf sólarhringseftirlit. Ég komst á
þorrablót um daginn vegna þess að
stjúpdóttir mín kom og gætti Jónínu á
meðan. Dætur Jónínu eru betri en
enginn í baráttuni. Ein þeirra kannar
alltaf hvort það sé komið ljós hjá mér
á morgnana og bróðir minn hringir á
hverjum degi til þess að kanna hvort
allt sé í lagi,“ segir Hjalti sem veit
ekki hvernig hann hefði farið að ef
Jónína hefði ekki fengið dagvist í
Drafnarhúsi í Hafnarfirði en þar hef-
ur Jónína unað sé vel. Hjalti segir
Erlu Einarsdóttur, forstöðukonu í
Drafnarhúsi, hafa hjálpað sér mikið
og telur að hann hefði ekki komist í
gegnum ferlið varðandi veikindi Jón-
ínu ef hennar hefði ekki notið við.
Þegar Jónína var í hvíldarinnlögn í
Mörkinni nýtti Hjalti tímann til þess
að hvíla sig og safna kröftum áður en
hún kom heim aftur. Hann segist hafa
miklar áhyggjur af því ástandi sem
geti skapast ef hann veiktist.
„Það hafa allir nóg með sitt og erf-
itt að bæta álagi á aðra. Ég er við
þokkalega heilsu í dag en með viðvar-
andi álagi gæti það breyst,“ segir
Hjalti sem veit til þess að aðstand-
endur hafi þurft að grípa til þess úr-
ræðis að fara með einstakling með
heilabilunarsjúkdóm á bráðamót-
tökuna og sagt að það gæti ekki tekið
sjúklinginn með sér heim aftur.
Sumir sjúklingar hafi þurft að bíða
á bráðmóttökunni um langa hríð.
Hjalti segist tvisvar sinnum hafa
þurft að fara með Jónínu á bráðamót-
tökuna vegna andnauðar og það hafi
farið illa með hana að vera á ókunnug-
um stað með ókunnugu fólki.
Frá Hafnarfirði til Húsavíkur
Einstaklingur í Hafnarfirði með heilabilunarsjúkdóm fær hvíldarinnlögn á Húsavík Hjón aðskilin
í sex vikur á sitt hvorum enda landsins Fær ekki forgang nema nýta sér alla þjónustu sem í boði er
Morgunblaðið/Eggert
Kvíði Jónína Þ. Arndal og Hjalti Skaptason hafa ruglað saman reytum í 35 ár. Þau verða aðskilin næstu sex vikurnar.
Hjalti Skaptason segir að hann væli ekki yfir örlögum sínum vegna að-
stæðna eiginkonu sinnar, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal. Hann sé hins
vegar að verða gamall og hafi áhyggjur af því hvað við taki ef eitthvað
komi fyrir hann.
Hjalti segist fyrst og fremst koma fram með sögu þeirra hjóna til þess
að varpa ljósi á vandamál og skort á úrræðum fólks með heilabilunar-
sjúkdóma. Hann segist ekki ásaka neinn fyrir það að þau hjónin séu að-
skilin hvort í sínum landshlutanum en telur það óforsvaranlegt að fólki
sem búið sé að borga skatta og skyldur til samfélagsins alla starfsævina
sé gert að dvelja í sitt hvoru lagi þegar kemur að ævikvöldinu. Hjalti segir
Jónínu ekki vera eina um að fá ekki viðunandi þjónustu, því ef það væri
tilfellið væru mál hennar auðleyst.
Vælir ekki yfir örlögum sínum
ÚRRÆÐALEYSI FÓLKS MEÐ HEILABILUNARSJÚKDÓMA
Nýverið var einni milljón króna úthlutað til þriggja
verkefna úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu, en markmið
hans er að stuðla að þróun og nýjungum í málefnum
aldraðra.
Sjóðurinn er í eigu Sjómannadagsráðs höfuðborgar-
svæðisins og er opinn öllum þeim sem stunda nám eða
rannsóknir sem stuðlað geta að jákvæðri þróun í mál-
efnum aldraðra. Berglind Soffía Blöndal næringar-
fræðingur og doktorsnemi í næringarfræði fékk styrk til
að vinna að rannsóknarverkefni sínu: Næringarmeðferð
aldraðra einstaklinga eftir útskrift af Landspítala.
Elfa Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aldr-
aðra fékk styrk til að leggja grunn að markvissum leiðum til að meta ár-
angur af breyttu verklagi í umönnun fólks með heilabilun.
Þá fengu hjúkrunarheimilin Hulduhlíð og Uppsalir í Fjarðabyggð styrk
til verkefnisins Ungur nemur gamall temur. Það felur í sér að grunnskóla-
börn koma á heimilin og lesa þar fyrir íbúana sem veita þeim leiðsögn.
Hrafnista Verk-
efnin eru fjölbreytt.
Hrafnista styrkir fjölbreytt verkefni
Krónan hefur sett upp sérstakt af-
pökkunarborð fyrir viðskiptavini í
tveimur verslunum sínum, í Lindum
og á Granda. Í fréttatilkynningu frá
Krónunni segir að um sé að ræða
visst milliskref hjá versluninni.
Við borðin geta viðskiptavinir
tekið umbúðir utan af vörunum sín-
um sem þeir telja sig ekki þurfa,
flokkað þær og skilið þær eftir.
Krónan sér til þess að umbúðirnar
séu flokkaðar og endurunnar á
réttan hátt. Í tilkynningunni segir
að ástæðan fyrir þessu sé að versl-
unin vilji finna leiðir til að minnka
heimilissorp. Langtímamarkmiðið
sé að lágmarka umbúðir í samstarfi
við birgja og er sú vinna hafin hjá
Krónunni.
Ljósmynd/Krónan
Umbúðir Krónan leggur sitt af mörkum til
að minnka heimilissorp viðskiptavina.
Krónan tekur
við umbúðunum
STUTT
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu