Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 24

Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 ✝ Njáll TraustiÞórðarson fæddist 12. októ- ber 1934 á Þórðar- stöðum á Húsavík. Hann lést á heimili sínu, Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ, 7. janúar 2019. Foreldrar hans voru Dalrós Hulda Jónasdóttir, fædd 28. september 1910 í Móbergi á Húsavík, d. 2001, og Þórður Friðbjarnarson, fæddur 7. nóv- ember 1898 að Rauðuskriðu í Skriðuhverfi í Aðaldal, d. 1966. Systkini hans eru Kristín Aðal- heiður, f. 1930, d. 2018, Kristján Sigurður, f. 1932, d. 1997, Rósa, f. 1937, Jónas Þór, f. 1940, Jón- asína Kristjana, f. 1942, Frið- björn, f. 1943, Vigdís Guðrún, f. 1946, Skarphéðinn, f. 1948, d. sambýlismaður Kári Þorgríms- son, börn þeirra eru Hildigunnur og Þór og barnabörnin eru tvö. 4) Þórdís Anna, f. 18. ágúst 1964, gift Erlendi Salómonssyni, börn þeirra eru Finnur Már, Birgitta Rún og Salómon Gunnar og barnabörnin eru þrjú. 5) Kol- finna, f. 20. febrúar 1971, gift Óskari Birgissyni, börn þeirra eru Aldís, Birgir Þór, Árni Björn og Eyþór Trausti og eiga þau eitt barnabarn. Njáll Trausti ólst upp að Jódísarstöðum í Skriðuhverfi og á Húsavík. Skólagangan var ekki löng, farskóli í sveitinni og tveir vetur í Gagnfræðaskóla Húsavík- ur. Hann lauk sveinsprófi í vél- virkjun og starfaði í gegnum æv- ina sem vörubílstjóri, ökukennari og við vélagæslu, vélaviðgerðir, járnsmíði og bifvélavirkjun. Einnig starfaði hann lengi hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann var meðlimur í Lions-hreyfing- unni og var virkur í störfum fyrir stéttarfélög ásamt því að vera áhugasamur hagyrðingur. Útför Njáls Trausta verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 22. janúar 2019, klukkan 13. 1974, og Sólveig f. 1950. Hinn 1. apríl 1956 kvæntist hann Kol- finnu Árnadóttur, f. 25. júní 1933 á Þórs- höfn. Þau hófu bú- skap á Þórshöfn, bjuggu síðar í Kefla- vík og á Húsavík. Frá árinu 2017 hafa þau verið búsett í Reykjanesbæ. Dætur þeirra eru: 1) Ástfríður Svala, f. 8. september 1953, var gift Fróða Jónssyni, dætur þeirra eru Súsanna Björg, Hallveig og Una Dís og barnabörnin eru sex. 2) Árný Dalrós, f. 11. júní 1957, gift Gísla Sigurðssyni, synir þeirra eru Njáll Trausti, Sig- urður (látinn), Gísli Árni og Jó- hann, barnabörnin eru fjögur og barnabarnabörnin eru þrjú. 3) Jóhanna, f. 9. nóvember 1962, Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft hönd mína á enni föður míns þegar síðasti andardrátturinn var tekinn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað sagt honum allt það sem mér lá á hjarta á þeirri stundu. Það létti mér viðskilnað- inn sem var óumflýjanlegur og jafnframt svo sýnilegur. Tíminn stóð í stað. Faðir minn var laus úr viðjum þeirra félaga Parkinson og Lewy Body sem héldu honum í heljargreipum og höfðu gert síðustu ár. Þeir höfðu haft af honum styrk hans og sjálfsmynd, sjálfstæði og gleði, sjálfsbjörg og getuna til þess að geta notað orðin sem voru honum svo mikilvæg. Dauðinn var honum því líkn þótt hann sé harmur okkar sem eftir sitjum. Þetta var pabbas- telpunni afar erfitt en verra var að horfa á þennan sterka mann fjarlægjast okkur inn í heim sem við þekktum ekki og svipta hann öllum lífsgæðum. Ég er stolt af honum fyrir æðruleysið og dugn- aðinn og trúi því að hann sé kom- inn á betri stað. Faðir minn var einstakur maður, hann var rólegur, trúr og traustur og fjölskyldan skipti hann öllu máli. Hann var stoltur af okkur dætrum sínum og naut samvista við barnabörnin. Hann átti alltaf súkkulaðimola til að lauma að þeim þegar komið var í heimsókn. Faðir minn var fróður um land- ið sitt og hafði unun af því að ferðast um það. Í æsku á ég minn- ingar um jeppaferðir um hálendið þar sem gist var í tjöldum, setið og sungið við varðeld og ekið eftir vegaslóðum og yfir óbrúaðar ár. Oftast var veiðistöngin höfð með í för og rennt var fyrir silung eða lax sem matreiddur var í ferðinni. Áhugi hans sneri að öllu sem tengdist bílum en bíll var í hans huga ekki bara bíll og mörgum stundum hefur hann notið ofan í vélarhúddi. Minningar koma fram um litla hnátu sem dvaldi löngum stundum með föður sín- um í bílskúrnum. Hann var eins og svo margoft að laga bíl og hnátan spurði um allt það sem fram fór ásamt öllu því sem henni datt í hug þá stundina. Alltaf fékk hún svar og aldrei þreyttist fað- irinn á spurningarflóði dótturinn- ar yngstu. Þessar stundir áttum við tvö saman og fyrir þær er ég þakklát. Faðir minn fór ungur að heim- an. Hann talaði hlýlega um stund- irnar sem hann dvaldi á Jódísar- stöðum hjá Nönnu og Njáli föðurbróður sínum. Hann var einkar duglegur að rifja upp upp- vaxtarár sín og ræða um gamla tíma og nýja. Faðir minn var vinnusamur og ósérhlífinn og var yfirleitt í alla- vega tveimur störfum. Í æsku minni vann hann í Dráttarbraut Keflavíkur og hjá Brunavörnum Suðurnesja. Í þá daga hringdi síminn heima langri hringingu við brunaútköll og þegar svarað var komu upplýsingar um brunastað. Ég minnist þess ekki að faðir minn hafi svarað símanum, hann var lagður af stað upp í slökkvi- stöð án umhugsunar. Nú er komið að leiðarlokum, þinn bátur er kominn og ferðalag- ið er hafið. Þú gerðir þetta á þinn hátt og ákvaðst sjálfur stundina. Þú lést stelpurnar ekki stjórna þessu frekar en vanalega, við munum gera það sem við lofuð- um. Þetta verður allt í lagi. Hafðu þökk fyrir allt, elsku pabbi. Ég kveð þig þar til við hitt- umst á ný. Þín dóttir, Kolfinna. Núna hefur pabbi fengið hvíld- ina. Þessi rólyndismaður tók veikindum sínum af æðruleysi. Við pabbi náðum ætíð vel saman. Þegar hann var að kenna á bíl þegar ég var barn, og ég var illa haldin af bíladellu, fékk ég stund- um að svala henni með því að sitja í þegar hann var með nemanda í bílnum. En þá þurfti ég líka að láta fara lítið fyrir mér og það fannst mér ódýr farmiði að góð- um bíltúr. Það lék allt í höndum hans, það sást best þegar hann rétti hjálp- arhönd þegar við byggðum húsið okkar. Við kunnum varla að halda á hamri, hvað þá meir, en hann hjálpaði og leiðbeindi okkur svo upp komst húsið. Takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín dóttir Árný Dalrós. Elsku besti afi. Mikið er það gott að þú skulir vera búinn að fá hvíldina þína en söknuðurinn er samt svo mikill. Ég minnist þín sem besta afa sem hægt er að hugsa sér og ég er þakklát fyrir að Nóel hafi fengið að kynnast því áður en sjúkdómurinn tók öll völd. En þó þú hafir átt erfiðara með að leika við hann þá gerðir þú það samt, lagðist á gólfið með honum eins og þú gerðir alltaf og fórst í boltaleik. Við systkinin vorum svo hepp- in að hafa ykkur ömmu svolítið út af fyrir okkur þegar við vorum lít- il heima á Húsavík. Þú varst dug- legur að koma eftir vinnu að kíkja á okkur og klikkaðir ekki á því að koma með Prins Póló, okkur til mikillar gleði. Það var mikið sport að kíkja í bílskúrinn með þér og hvað þá á rúntinn á bensanum með topplúguna opna. Svo var afi Njáll alltaf rosa ríkur enda með fullan vasa af klinki sem við feng- um stundum að skoða og jafnvel fá einn, tvo. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem við fengum saman, sérstak- lega á sjúkrahúsinu á Akureyri og svo dagana áður en þú kvaddir. Þú hefur ekki viljað að ég sæi þig kveðja og ég er sátt við það í dag. Það var samt erfitt því ég ætlaði rétt að skjótast og ná mér í mat og fannst eins og ég hefði gleymt að kveðja þig nóg áður en ég rauk út. En þú hefur verið að passa upp á mig, elsku besti afi minn, eins og þú gerðir alltaf. Góða nótt, elsku afi, takk fyrir allt, ég elska þig. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Birgitta Rún. Við Una erum að leika okkur á Greniteignum. Unu er illt í bak- inu. Hún segir að afi eigi meðal og við förum inn. Afi gefur okkur báðum súkkulaðidropa, þeir hafa áður læknað sambærilega bak- verki. Ég hugsa með mér að það sé skrýtið að afi uppgötvi ekki að bakverkirnir eru orðum auknir til að leysa út dropa. Afi og amma eru flutt í Bröttu- hlíð og orðið stutt að renna upp í Mývatnssveit. Þegar græni Bens- inn sést koma upp heimreiðina kemur ylur í brjóstið og fiðrildi í magann. Afi man alltaf eftir því að koma með eitthvað gott í poka. Oft er líka seðill í veskinu hans eða töskunni hennar ömmu sem ratar í lítinn lófa. Það er best ef það er bústinn, svartur poki í skottinu. Þá ætla þau að gista. Afi situr inni í stofu og fylgir leiðbeiningum leikstjórans sem er búinn að setja hann í aukahlut- verk með viskustykki og plast- hjálm á höfðinu. Leikstjórinn er sjálf stjarnan í sýningunni. Við amma hlæjum og hlæjum, en afi heldur andlitinu samkvæmt leik- stjórn. Hann dottar aðeins á milli þátta, en það gerir ekkert til. Það er heyskapur, eins og allt- af í kapphlaupi við úrkomu og vélabilanir. Jafnaðargeðið gengur í bylgjum í Garði á slíkum dögum, en afi heldur ró sinni og slær, snýr og rakar eftir því sem þörf er á. Svitinn lekur af honum við að setja baggana á færibandið, en honum dytti aldrei í hug að gera hlé að óþörfu, inn skal heyið. Ég er orðin stúdent og amma og afi láta sig ekki vanta. Við för- um út að borða og þegar á að fara að gera upp kemur í ljós að afi hefur laumast frá borðinu og borgað fyrir alla. Það er ekkert að þakka, verði þér að góðu. Dagur minn Kári er fæddur og fær nafn. Afkomendur afa eru nú komnir á fjórða tug en hann tekur enn að sér að vagga, leika, hugga. Í gestabókinni leynist vísa til Dags. Þó að við séum mörg fær hver sitt. Við erum á leiðinni heim eftir heimsókn sem ég veit er ein af þeim síðustu. Dagur spyr hvers vegna ég sé leið. Ég svara að það sé erfitt að sjá stóran og sterkan afa hverfa, týnast, glata orðunum sem hann hafði á valdi sínu og gat fengið til að raðast saman á undraverðan hátt í vísur og sögur. Og ljóðið þitt, sem fraus í lömuðum strengjum er vetrarþögnin þung með þjáning fyllti skammdegið, það brumar eins og björkin og byltist um í huga þér. Svo fær það nýja vængi og flýgur út í sólskinið. (Jakobína Sigurðardóttir) Með þökk, Hildigunnur. Njáll Trausti Þórðarson ✝ AðalheiðurHalldóra Arn- þórsdóttir (Heiða) fæddist 29. janúar 1963. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 13. jan- úar 2019. Foreldrar: Ásdís Sigurpálsdóttir og Arnþór Pálsson. Fósturfaðir Árni Þorsteinsson. Systkini hennar í móðurætt eru Ómar Þ. Árna- son og María S. Árnadóttir. Bræður hennar í föðurætt Sigurpáll Helgi, Logi Rafn og Guðmundur Karl. Útför Aðal- heiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 22. janúar 2019, og hefst hún klukkan 13.30. Leiðir okkar Heiðu lágu sam- an fyrir rúmum tveimur áratug- um síðan. Við höfum ýmislegt brallað síðan þá og höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman. Þessi kona hefur kennt mér svo margt og fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Heiðu og við háðum ýmsa baráttu saman sem ég er stolt yfir að hafa tekið þátt í með henni. Baráttuandi Heiðu var aðdá- unarverður og lét hún ekki deig- an síga þótt hún mætti mótlæti og engan þekki ég sem hefur staðið jafn vel með sjálfri sér og Heiða gerði. Þetta er þeim einum lagið sem hafa sterkan persónuleika og það hafði Heiða svo sannarlega. Heiða var höfðingi heim að sækja, mikil húsmóðir í sér og þegar gesti bar að garði var boðið upp á kaffi og bakkelsi. Oft sett- umst við niður og ræddum um heima og geima, þá var oft glatt á hjalla en einnig voru alvarlegri mál rædd og var Heiðu oft mikið niðri fyrir að koma sínum málum á framfæri. Ekki vorum við alltaf sammála en reyndum að finna lausn sem við báðar gátum verið sáttar við. Oftar en ekki enduðu okkar samtöl á faðmlagi og brosi. Heiða hafði afskaplega mikið dálæti á börnum og var ánægð þegar þau komu í heimsókn til hennar. Hún var mjög natin við þau og gaf sig alla í leik með þeim. Samkennd var henni í brjóst borin, hún mátti ekkert aumt sjá og alltaf boðin og búin að bjóða fram aðstoð sína. Hún var mikill dýravinur og leið vel innan um dýr og þau hændust að henni. Heiða var mikil félagsvera og leið best þegar það voru nógu margir í kringum hana. Á manna- mótum lék hún á als oddi, hafði sérstaklega gaman af því að syngja og á böllum dansaði hún frá fyrsta lagi til þess síðasta og ekkert slegið af. Hún var gjarnan fyrst á staðinn og síðust út. Þau voru ófá ferðalögin sem við fórum saman, oft var brunað í borgina og þess notið sem hún hafði upp á að bjóða og lentum við í ýmsum ævintýrum sem ég minnist með bros á vör. Heiða fór vítt og breitt um landið í sum- arbústaði og hafði mikla ánægju af, fór ekki endilega til að slaka á heldur hélt uppi fjöri allan tím- ann og svo var keyrt um nálægar sveitir því Heiða hafði unun af að vera í bíl. Heiða hlakkaði til helganna því þá var hefð fyrir því að fara í bíl- túr og kaupa sér ís og ekki var hægt að fara heim fyrr en búið var að fara einn rúnt í bæinn. Þegar hún vildi gera sérstak- lega vel við sig þá fékk hún sér Bailey’s-glas og skálaði. Alltaf var Heiða fín í tauinu, helst í kjól og voru rauður og bleikur hennar uppáhaldslitir og ekki var verra að hafa glimmer á dressinu. Svo var sett upp háls- men og eyrnalokkar, armböndum raðað á höndina að ógleymdu úrinu og þá fyrst var hægt að byrja daginn. Það liðu aldrei margir dagar á milli okkar samfunda og því er tómleikinn mikill en minningarn- ar létta lundina. Ég hef þá trú að núna líði Heiðu minni vel og allir erfiðleikar sem hún glímdi við séu horfnir. Ég minnist hennar með gleði í hjarta. Þín vinkona Guðrún Guðmundsdóttir. Aðalheiður Hall- dóra Arnþórsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SÆVAR ÓSKARSSON, íþróttakennari frá Siglufirði, sem lést á Landspítalanum 17. janúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 25. janúar klukkan 13. Ómar Sævar Harðarson Ingibjörg Kolbeins Harpa Sjöfn Harðardóttir Anna Sigurborg Harðardóttir Óskar Sigurður Harðarson Arndís K. Kristleifsdóttir Jón Hugi Svavar Harðarson barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MAGNÚS GUÐNASON, Rauðalæk 21, lést á Landspítalanum í Fossvogi 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Helga Jónsdóttir Brynja Jónsdóttir Hannes Már Sigurðsson Þór Jónsson Ásta Björg Pálmadóttir Guðni Geir Jónsson Halldóra Erlendsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn SIGMAR SIGURGEIR JÓNSSON úrsmiður, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hömrum 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.