Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 26

Morgunblaðið - 22.01.2019, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019 Ylströndin Nauthólsvík Sími: 411 5000 • www.itr.is Mánudagar – Föstudagar 11-14 og 17-20 Laugardagar 11-16 Lengri afgreiðslutími á ylströnd Verið velkomin í Nauthólsvík Sigríður Margrét Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, á50 ára afmæli í dag. Hún var á leið út í flugvél þegar blaða-maður hafði samband við hana í gær. „Við erum að skipta um húsnæði og ætlum því að halda upp á af- mælið erlendis. Maðurinn minn er að fara í vinnuferð til Toronto og ég ákvað að fara með honum, hann verður sem sagt í vinnuferð og ég í dekurferð.“ Eiginmaður Sigríðar, Karl Jónsson, er flugstjóri hjá Air Iceland Connect og fer með flugmenn í hæfnispróf og nýþjálfanir til Toronto. „Ég hef farið nokkrum sinnum með honum þangað. Mér finnst Toronto mjög skemmtileg, það er reyndar mjög kalt þarna núna en maður er nú vanur ýmsu.“ Sigríður er Akureyringur í húð og hár og hefur alla tíð búið á Akureyri fyrir utan eitt ár þegar maðurinn hennar var í námi. Hún vinnur á almennu göngudeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Áhugamál Sigríðar eru fjölskyldan, söngur og svo eru gönguferðir að koma sterkt inn hjá henni. „Ég er í Kór Akureyrarkirkju, búin að vera síðustu þrjú til fjögur árin þar en var líka í kórnum áður en börn- in mín fæddust. Svo höfum við hjónin tvö síðustu sumur farið á Horn- strandir og það var mjög spennandi og mig langar að gera meira af því í framtíðinni.“ Börn Sigríðar og Karls eru Fanney Margrét, f. 1991, Jón Emil, f. 1996, og Kristjana Elva, f. 1997. Í Lech Sigríður á ferðalagi í Austurríki með eiginmanninum 2014. Hjónin í dekurferð og vinnuferð Sigríður Margrét Jónsdóttir er fimmtug G ísli Heimir Sigurðsson fæddist 22. janúar 1949 á Akureyri. Þar ólst hann upp og gekk í barnaskólann á Brekk- unni, sem hét þá Barnaskóli Íslands. Síðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Akureyrar og þaðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann tók stúdentspróf þaðan 1969. Eftir eitt ár í Bandaríkjunum við nám í efnafræði settist Gísli í lækna- deild við Háskóla Íslands og útskrif- aðist þaðan 1976. Eftir kandidatsár á Íslandi hélt hann til Svíþjóðar í sér- nám í svæfinga- og gjörgæslulækn- ingum við Háskólann í Lundi. Hann lauk sérnámi 1982 og doktorsnámi 1983. Gísli var aðstoðaryfirlæknir á Há- skólasjúkrahúsinu í Lundi 1984-1985, yfirlæknir og prófessor á Háskóla- sjúkrahúsinu Kúveit 1985-1990, og Gísli H. Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir – 70 ára Fjölskyldan Í aftari röð eru feðgarnir, frá vinstri: Halldór, Hjalti og Gísli. Í fremri röð eru Theodór, Brynjar, Birna, Birna með Nikulás og Þorbjörg með Búbbólínu sem gægist bak við runna. Á myndina vantar tengdadæturnar og Martein Sebastían sem var rétt ófæddur þegar myndin var tekin árið 2017. Læknir með alþjóðlega reynslu og tengsl Hjónin Birna og Gísli á góðri stundu, en þau gengu í hjónaband 3. júlí 1971. Ólafsfjörður Rúrik Óli Hilmars- son fæddist 15. maí 2018 kl. 22.20. Hann vó 3.890 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Adda María Ólafsdóttir og Hilmar Símonarson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.