Morgunblaðið - 22.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2019
Sigurður Már Jónsson blaða-maður fjallar í pistli á mbl.is
um vaxandi efasemdir um evr-
una. Ræðir hann sérstaklega um
bókina Eurotragedy eftir hag-
fræðinginn Ashoka Mody.
Hann segirMody engan
venjulegan hag-
fræðing því hann
hafi verið innsti
koppur í búri hjá
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum, einn
valdamesti maður
sjóðsins og stýrt
aðgerðum hans á Írlandi eftir
bankahrunið.
Mody bendir að sögn Sig-urðar Más á að fyrir evr-
unni hafi verið pólitískar ástæð-
ur fremur en efnahagslegar og
þó að skynsamlegt hafi verið að
setja upp eitt efnahagssvæði þá
hafi „það verið einstaklega
óskynsamlegt að setja upp eitt
myntsvæði og hugmyndin um
sameiginlega peningastefnu
gangi ekki upp.“
Þá segir Mody að „hver og einþjóð verði að taka ábyrgð á
peningastefnu sinni og ná um
leið tökum á hallarekstri eigin
ríkissjóðs og skuldasöfnun.“
Þetta er svo sem ekki flókið ogætti ekki að koma á óvart,
en sérkennilegt er í ljósi átakan-
legrar harmsögu evrunnar að
enn finnist hér á landi þeir sem
vilja taka upp evru í stað krónu.
Enn sérkennilegra er að umþað skuli hafa verið mynd-
uð sérstök stjórnmálasamtök og
jafnvel fleiri en eitt, óburðug að
vísu, sem ganga aðallega eða ein-
göngu út á þetta eina mál.
Sigurður Már
Jónsson
Harmsaga
evrunnar
STAKSTEINAR
Hekla var það nafn sem flestum
stúlkubörnum var gefið í fyrra og
flestum drengjum var gefið nafnið
Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á
vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu
nafngjafir síðasta árs.
Alls var 15 stúlkubörnum gefið
nafnið Hekla, 14 fengu nafnið Embla
og þrettán stúlkur fengu nafnið
Anna. Jafnmörgum var gefið nafnið
Emilía og nöfnin Alexandra, Bríet
og Júlía voru hvert um sig gefin tólf
stúlkum. Í næstu sætum á lista Þjóð-
skrár koma svo nöfnin Sara, Andrea
og Freyja.
Þrjátíu drengjum var gefið nafnið
Aron, nafnið Kári fengu 22 drengir
og 20 var gefið nafnið Brynjar. Átján
drengir fengu nafnið Alexander og
jafnmargir fengu nafnið Óliver.
Í næstu sætum yfir nöfn sem
drengjum voru gefin í fyrra koma
svo nöfnin Daníel, Guðmundur,
Emil, Jóhann og Jökull.
Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin
Næstvinsælust voru Embla, Anna, Emilía, Kári, Brynjar og Alexander
Morgunblaðið/Ásdís
Ungbarn Hekla og Aron voru þau nöfn sem oftast voru gefin í fyrra.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
2 0 - 5 0 % a f s l át t u r a f ú t s ö l u v ö r u m
1 0 % a f s l át t u r a f n ýj u m v ö r u m
J A N Ú A R Ú T S A L A
Trace leðursófi kr. 298.700
Nú kr. 195.000
-30%
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Um fimmtungur landsmanna er með
húðflúr, ef marka má niðurstöður
Þjóðarpúls Gallup, og margir þeirra
gætu hugsað sér að fá fleiri. Þá gæti
ríflega fimmtungur þeirra sem eru
ekki nú þegar flúraðir hugsað sér að
fá sér húðflúr.
Fram kemur í Þjóðarpúlsi að kon-
ur séu frekar með húðflúr en karlar,
eða nær 24% á móti tæpum 17%
karla. Húðflúr séu algengust hjá fólki
milli þrítugs og fertugs, svo hjá fólki
undir þrítugu, þá hjá fólki milli fer-
tugs og fimmtugs en sjaldgæfust hjá
fólki yfir fimmtugu.
Þeir sem eru flúraðir eru að meðal-
tali með 3 húðflúr. Af þeim sem eru
með húðflúr er fólk yngra en þrítugt
að meðaltali með flest húðflúr en fólk
milli þrítugs og fertugs og fólk milli
fimmtugs og sextugs með næstflest.
Fólk milli fertugs og fimmtugs og
fólk eldra en sextugt er að meðaltali
með færri húðflúr.
Mikill munur er eftir því hvaða
stjórnmálaflokk fólk kysi til Alþingis
en langflestir eru með húðflúr meðal
þeirra sem kysu Pírata, eða 42%, og
fæstir meðal þeirra sem kysu Fram-
sóknarflokkinn, eða tæplega 4%.
AFP
Húðflúr Um fimmtungur landsmanna er með húðflúr og margir óflúraðir
gætu hugsað sér að láta húðflúra sig, skv. niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup.
Fimmtungur lands-
manna með húðflúr