Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 6

Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 sp ör eh f. Fararstjóri: Björk Håkansson Í þessari áhugaverðu ferð til Jórdaníu kynnumst við menningu og listum Miðausturlanda og upplifum stórbrotna og margbreytilega náttúru. Við heimsækjum Wadi Rum í undurfagri rauðsteins eyðimörkinni, fljótum um í Dauðahafinu og skoðum hina fornu borg Petru sem er ein af sjö nýju undrum veraldar. Þetta verður sannkölluð menningar-, ævintýra- og landkönnunarferð! 8. - 17. október Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 28. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Konungsríkið Jórdanía Veður víða um heim 25.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Hólar í Dýrafirði 1 skýjað Akureyri -3 skýjað Egilsstaðir -3 snjóél Vatnsskarðshólar 2 léttskýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló -3 snjókoma Kaupmannahöfn -3 snjókoma Stokkhólmur -3 snjóél Helsinki -5 skýjað Lúxemborg -1 þoka Brussel 1 súld Dublin 10 skýjað Glasgow 9 alskýjað London 10 skúrir París 3 þoka Amsterdam 3 súld Hamborg -3 alskýjað Berlín -3 snjókoma Vín -1 léttskýjað Moskva -12 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 6 heiðskírt Aþena 11 skýjað Winnipeg -31 heiðskírt Montreal -8 snjókoma New York 2 heiðskírt Chicago -18 léttskýjað Orlando 10 heiðskírt  26. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:27 16:55 ÍSAFJÖRÐUR 10:51 16:40 SIGLUFJÖRÐUR 10:35 16:22 DJÚPIVOGUR 10:01 16:19 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Hæg breytileg átt, þurrt og bjart og frost 5-15 stig. SA 5-10 síðdegis SV-til, þykknar upp og minnkar frost með snjókomu um kvöldið. Á mánudag 3-10 m/s, snjókoma eða él. Norðan 3-8 en 8-13 með austurströndinni. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunn- an heiða. Frost 2 til 12 stig. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tillögur átakshóps í húsnæðismálum eru ágætar svo langt sem þær ná en í þær vantar aðgerðir í hinum dreifðu byggðum landsins. Þetta er álit Aðalsteins Á. Baldurssonar, for- manns Framsýnar, sem hefur sent forsætisráðherra og félagsmálaráð- herra bréf vegna málsins. ,,Þessar tillögur eru ágætar fyrir höfuðborgarsvæðið og stærstu þétt- býliskjarnana en það er ekkert talað um aðgerðir í hinum dreifðu byggð- um landsins sem þurfa á aðstoð og sértækum aðgerðum að halda. Þessi hópur virðist ekki hafa verið með fingur á púlsi vanda landsbyggðar- innar,“ segir Aðalsteinn. Mikil fundahöld standa yfir á milli Starfsgreinasambandsins og Sam- taka atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga en enn sér ekki til lands í þeim. Að sögn Aðalsteins ganga sérkjaraviðræður SGS og SA þó ágætlega og kveðst hann vonast til að hægt verði að ljúka þeim mál- um í kringum næstu mánaðamót. Tillögur SA árás á verkafólk Hann kveðst hins vegar hafa áhyggjur af stóra málinu, launalið væntanlegra samninga í viðræðun- um. Þá hafi borið á því í viðræðunum að atvinnurekendur settu fram óað- gengilegar hugmyndir um breyting- ar á vinnutíma. Verkalýðshreyfingin fari fram á styttingu á virkum vinnu- tíma launafólks án launaskerðinga en atvinnurekendur svari með því að leggja til að launafólk afsali sér neysluhléum. ,,Það er að mínu mati stórhættulegt og mér finnst afar slæmt að forystumenn innan verka- lýðshreyfingarinnar skuli taka þátt í að vilja skoða þetta,“ segir hann og gagnrýnir harðlega tillögur SA, sem feli í sér að verkafólk eigi að afsala sér kaffitímum og öðrum neyslu- hléum án nokkurrar launahækkunar á móti. ,,Þá standa menn uppi með sama kaup fyrir færri vinnustundir en hafa misst neysluhléin,“ segir Aðalsteinn og minnir á að VIRK starfsendurhæfing hvetur þvert á móti til að menn hugi betur að því að draga úr álagi á vinnustöðum. Til- lögur SA að taka neysluhléin og kaffitímana af starfsfólki séu hins vegar til þess fallnar að auka á kuln- un í starfi og stoðkerfisvandamál. ,,Verkalýðshreyfingin barðist fyrir þessum réttindum í áratugi en nú dettur einhverjum í hug að taka þetta af fólki. Ég sagði SA og mínum mönnum innan hreyfingarinnar að ég muni gera allt til að berjast gegn þessu enda er þetta árás á verka- fólk,“ segir Aðalsteinn. Kasta á milli sín textum Samninganefndir iðnaðarmanna- félaganna og Samtaka atvinnulífsins funduðu í gær. Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, segir að enn þá sé vinna í gangi við að fara yfir málin og menn kasti á milli sín textum um breytingar á ákvæðum kjarasamn- inga. „Þetta er í ágætisfarvegi,“ segir Kristján. Næsti fundur er boð- aður á mánudaginn og segir hann að nýta eigi tímann vel á næstunni. Ekkert fyrir dreifðar byggðir  Formaður Framsýnar segir átakshóp í húsnæðismálum ekki með púlsinn á vanda landsbyggðarinnar  Sérkjaraviðræðum gæti lokið um mánaðamót  Viðræður iðnaðarmanna og SA í ágætisfarvegi Samninganefndir verkalýðs- félaganna Framsýnar og Þing- iðnar og PCC og SA áttu samningafund í gær vegna kjarasamnings fyrir starfs- menn verksmiðju PCC á Bakka. Unnið hefur verið að því að setja upp sérkjarasamn- ing og þróa nýtt kaup- aukakerfi. Um 130 starfa í verksmiðjunni. Er ágætur andi sagður vera í viðræðunum. Ágætur andi í viðræðum VERKSMIÐJA PCC Niðurstöður úr íslensku ánægju- voginni fyrir árið 2018 voru kynnt- ar í gær, en þetta var í tuttugasta sinn sem ánægja viðskiptavina með íslensk fyrirtæki var mæld með þessum hætti. Ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rann- sóknir um framkvæmd á könn- uninni. Þar kom í ljós að Costco mældist efst á eldsneytismarkaði með 82,3 stig af 100 mögulegum, og voru við- skiptavinir bensínstöðvar félagsins ánægðustu viðskiptavinir á Íslandi. Athygli vekur hins vegar að smá- söluverslun Costco mældist með þriðju lægstu einkunnina á þeim markaði eða 65,9 stig af 100. Niðurstöður könnunarinnar á öðrum mörkuðum voru þær að við- skiptavinir Nova reyndust þeir ánægðustu á farsímamarkaðnum með 75,8 stig og vínbúðir ÁTVR fengu 73,6 stig á smásölumarkaði. Viðskiptavinir BYKO voru þeir ánægðustu á byggingavörumark- aðnum og viðskiptavinir Icelandair reyndust ánægðari en viðskipta- vinir WOW á flugmarkaði. Ekki reyndist marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu ein- kunnar hjá tryggingafélögum, raf- orkusölum, matvöruverslunum og hjá bönkunum. sgs@mbl.is Bensínstöð Costco efst í ánægjuvoginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Costco Viðskiptavinir Costco eru ánægðir með bensínstöðina. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessar vikurnar fara fram samtöl milli forstöðumanna og fulltrúa við- komandi ráðuneyta. Fólk er að taka stöðuna, við erum ekki komin lengra en það,“ segir Margrét Hauksdóttir, starfandi formaður Félags forstöðu- manna ríkisstofnana. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær tók nýtt matskerfi for- stöðumanna ríkisstofnana gildi um áramótin. Forstöðumenn heyrðu áð- ur undir kjararáð en fjármálaráðu- neytið metur núna laun hvers og eins og um leið forsendur grunnmats starfa þeirra. „Niðurstaða fjármálaráðuneytis- ins er að einn þriðju forstöðumanna lækkar í launum, einn þriðji stendur í stað og einn þriðji fær einhverja hækkun. Þetta er allt metið út frá eðli starfa og umfangs þeirra,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að félagið hafi haft að- komu að undirbúningi þessa mats- kerfis en ákvörðun launa sé alfarið á hendi ráðuneytisins. „Vissulega er það erfitt fyrir þessa 1/3 forstöðumanna sem sæta lækk- unum í þessu matskerfi. Þó þeir sæti ekki krónulækkun þá eru laun þeirra fryst í tiltekinn tíma þar til þeir ná upp í sinn stað í matskerfinu. Félagið hefur lagt áherslu á og náð því fram að hver og einn forstöðumaður hefur möguleika á að óska eftir endurskoð- un í þessu matskerfi launa. Við telj- um þetta mjög mikilvægt því for- stöðumenn tilheyra ekki neinu stéttarfélagi og hafa þar af leiðandi ekki samningsrétt eða verkfalls- rétt.“ Hún segir að félagið hafi ekki farið í greiningu á því hvað ráði því hverjir hækki og hverjir lækki eða af hverju. Ekki sé til að mynda sjálfgefið að þó hlutverki ríkisstofnunar sé breytt þá þýði það að lækka eigi laun forstöðu- mannsins. „Ef stofnunin minnkar verður oft einmitt meira álag á for- stöðumanninn. Starf hans getur vax- ið að umfangi þrátt fyrir að stofn- unin minnki því þá eru oft færri sérfræðingar við störf þar.“ Þriðjungur forstöðu- manna lækkar í launum  Unnið að útfærslu matskerfis forstöðumanna ríkisstofnana Morgunblaðið/Eggert Atvinna Forstöðumenn ríkisstofnana fengu bréf frá fjármálaráðuneytinu í desember með niðurstöðu úr nýju matskerfi. Þeir funda nú um sín mál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.