Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 10

Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður Alþingis telur að Seðlabanki Íslands hafi ekki leyst með fullnægjandi hætti úr erindi forstjóra Samherja um afturköllun ákvörðunar um álagningu stjórn- valdssektar vegna ásakana bankans um brot hans á reglum um gjaldeyr- ismál. Svar bankans hafi ekki verið í samræmi við lög. Beinir umboðs- maður því til Seðlabankans að taka erindi forstjórans til nýrrar með- ferðar, óski hann þess. Settu formsatriði fyrir sig Seðlabanki Íslands lagði 1,3 millj- óna króna stjórnvaldssekt á Þor- stein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Hann var sakaður um að hafa ekki skilað innan tilskilinna tímamarka erlendum gjaldeyri sem hann fékk greiddan á árinu 2010 vegna endurgreiðslu láns til fjár- málafyrirtækis. Þá hafi lánveiting hans til erlends félags á sama ári falið í sér brot gegn reglum um gjaldeyrismál. Á þessum tíma voru í gildi gjaldeyrishöft. Nafn þess sem kvartaði til um- boðsmanns kemur ekki fram í álit- inu en Þorsteinn Már staðfestir að það snúist um hann. Málið hafi kom- ið upp í tengslum við rannsókn á svokölluðu Samherjamáli, þegar Seðlabankinn rannsakaði meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrisviðskipt- um. Stjórnvaldssekt sem Seðla- bankinn lagði á Samherja í því máli var felld niður með dómi Hæsta- réttar. Þorsteinn Már skýrir sitt persónulega mál þannig að hann hafi átt fjármuni í Noregi sem hann lánaði syni sínum sem bjó erlendis. Þorsteinn Már hélt því alltaf fram að bankann hefði skort heimildir til að gera honum að greiða stjórn- valdssekt vegna brota á reglunum og að auki hefði ekki verið um neitt brot að ræða. Á árinu 2017 fékk hann afrit af úrlausnum ríkissak- sóknara í sex málum þar sem stað- festar voru ákvarðanir sérstaks saksóknara um að hætta rannsókn mála sem vörðuðu ætluð brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál og byggðust á kærum Seðlabanka Íslands. Á þeim grundvelli fór Þor- steinn Már fram á „afturköllun“ stjórnvaldsákvörðunarinnar um stjórnvaldssekt. Auk fyrri rök- semda og röksemda saksóknara skrifaði hann að Seðlabankinn hefði, ólíkt honum, haft vitneskju um afstöðu ríkissaksóknara, þegar bankinn gerði honum stjórnvalds- sekt. Í svari bankans var það tekið fram að ef Þorsteinn Már óskaði eftir að málið yrði endurupptekið á grundvelli stjórnsýslulaga yrði hann að leggja fram beiðni þar að lútandi. Umboðsmaður bendir á að formkrafa Seðlabankans hafi verið óþörf og ekki í samræmi við lög, eins og málið lá fyrir bankanum. Athugasemdir við skýringar Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, áréttar í álitinu sjónarmið sem hann kom á fram- færi við stjórnvöld, þar á meðal Seðlabanka Íslands, 2. október 2016 um þann lagagrundvöll sem bankinn hefur byggt á vegna brota á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Hann bendir einnig á afstöðu ríkissak- sóknara til hluta þeirra álitaefna. „Í samræmi við þá reglu að stjórnvöld þurfa að gæta þess að ákvarðanir þeirra byggi á réttum lagagrund- velli tel ég að seðlabankinn hafi, og þá að því marki sem erindi Þor- steins Más var ekki þegar ráðið til lykta á grundvelli þeirra raka sem hann færði fram í beiðni sinni, jafn- framt þurft við úrlausn málsins að huga að lagagrundvelli hinnar fyrri ákvörðunar frá 1. september 2016 [ákvörðun um stjórnvaldssekt] í heild þegar leyst var úr erindi um afturköllun ákvörðunarinnar,“ segir meðal annars í niðurstöðum álitsins. Þá gerir umboðsmaður athuga- semdir við svör og skýringar Seðla- banka Íslands til sín vegna máls Þorsteins Más, meðal annars í ljósi þess eftirlits sem umboðsmanni er falið lögum samkvæmt. Heldur um- boðsmaður því meðal annars fram að honum hafi verið gerð upp af- staða í fyrri samskiptum og áliti til réttlætingar á gerðum Seðlabank- ans, án þess að farið hafi verið rétt með. Svar ekki í samræmi við lög  Umboðsmaður Alþingis gerir margar athugasemdir við stjórnsýslu Seðlabanka Íslands varðandi af- greiðslu á gjaldeyrismáli forstjóra Samherja  Mál hans verði tekið til nýrrar meðferðar, óski hann þess Morgunblaðið/Hari Mætt í Seðlabankann Þorsteinn Már Baldvinsson fór fyrir sínu fólki þegar það fór á fund bankaráðs Seðlabankans fyrr í vetur. Hann segir að sitt mál sem álit umboðsmanns hefur nú birt álit um sé af sama meiði. Skipulagsráð Kópavogs og skipu- lags- og samgönguráð Reykjavíkur hafa samþykkt tillögu að deiliskipu- lagi vegna brúar yfir Fossvog. Til- lagan fer nú til bæjarráðs í Kópavogi og borgarráðs Reykjavíkur. Í henni er gert ráð fyrir um 270 metra langri brú fyrir almenningssamgöngur, hjólastíg og göngustíg yfir voginn. Á fundi skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur í vikunni bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að mikilvægt væri að væntanleg sam- göngutenging með brú yfir Fossvog nýttist sem best fyrir fjölbreyttan ferðamáta. „Samflot 3ja og fleiri er liður í að minnka álag á gatnakerfið. Rétt væri að kanna áhrif þess að leyfa samflot í tengslum við brú yfir Fossvog hvað varðar álag í um- ferðarmódeli. Hér er tækifæri til að hvetja fólk til samflots með jákvæð- um hætti. Þá liggur ekki fyrir hvern- ig staðið verður að fjármögnun um mannvirkið sem talið er að kosti 2.500 milljónir,“ segir í bókun sjálf- stæðismanna. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð- ismanna, segir aðspurður að þessi leið gæti orðið til að létta á umferð- inni. Ekki væri hugmyndin að leyfa almenna umferð, en ef þrír eða fleiri væru í bíl gegndi öðru máli. Hann sagði það vilja sjálfstæðismanna að skoðað yrði hvernig mætti nýta þessa fjárfestingu sem allra best. Fossvogsbrú nýtist sem best  Samflot myndi létta á umferðinni „Þetta er auðvitað hluti af þessari umræðu sem verið hefur í gangi um sýklalyfjaónæmi. Stór partur af því er að stuðla að skynsamlegri sýklalyfjanotk- un,“ sagði Þór- ólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá embætti land- læknis, í samtali við mbl.is, en fram kemur í nýj- asta tölublaði Farsóttafrétta að lekandabakteríur sem eru fjölónæmar fyrir sýklalyfj- um séu vaxandi vandamál erlendis og því væntanlega tímaspursmál hvenær sú verði raunin hér á landi. „Hvað lekandann áhrærir þá er þetta erlendis og við höfum verið að benda á að margir smitast þar. Ráð- legging okkar hvað það varðar er fyrst og fremst að fólk gæti að sér í kynlífi erlendis sem og innanlands,“ sagði Þórólfur. Margar sýkingar af kyn- sjúkdómum eigi sér ennfremur stað erlendis. „Við höfum verið að hvetja fólk til þess að passa sig í kynlífi, nota smokkinn.“ Fram kemur í Farsóttafréttum að lekandatilfellum hafi haldið áfram að fjölga á síðasta ári og lekandafarald- urinn sé fyrst og fremst innlendur eða í allt að 80% tilvika. Mikill meiri- hluti þeirra sem greinst hafi árið 2018 séu karlmenn eða 84%. Ennfremur segir að mikil aukning hafi orðið á fjölda greindra með HIVsýkingu á árinu 2018 en klamyd- íusýkingum hafi hins vegar fækkað umtalsvert miðað við árin á undan. Þá hafi heldur dregið úr fjölda þeirra sem greinst hafi með sárasótt. Besta vörnin er öruggt kynlíf Þórólfur Guðnason  Lekandatilfellum fjölgaði í fyrra Æskulýðs- og fræðslusjóður LAUF Æskulýðs- og fræðslusjóður LAUFs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum En í 3. grein samþykkta hans segir m.a. „Tilgangur sjóðsins er að styrkja og styðja við æskulýðsstarf í þágu barna og ungmenna með flogaveiki, og skal miðað við að verkefni sem til greina koma gagnist sem flestum börnum og ungmennum; svo og að styðja við kynningu og fræðslu til almennings um flogaveiki og lífið með flogaveiki“. Viljum við hvetja alla þá sem eru að vinna að ofangreindum markmiðum til að sækja um styrk. Að þessu sinni verður úthlutað allt að kr. 350.000.- sem getur farið til eins aðila ellegar dreifst á nokkra. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2019 og skulu umsóknir sendar á netfangið lauf@vortex.is Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu félagsins www.lauf.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.