Morgunblaðið - 26.01.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sprengingin var hávær og brak
með brestum heyrðist um alla íbúð-
ina. Við hrukkum upp af værum
blundi og gerðum okkur enga grein
fyrir því hvað
væri að gerast.
Fórum svo stig-
ann niður á jarð-
hæð og þar blasti
sprunginn far-
síminn við
okkur,“ segir
Díana Dögg Víg-
lundsdóttir í
Hafnarfirði.
Með þessum
orðum lýsir hún
hvað gerðist á heimili fjölskyldu
sinnar í fyrrinótt þegar hávær hvell-
ur skók allt í íbúðinni. Þetta var
klukkan 3.30 að nóttu og þegar í
stofuna kom tók þar þykkur reykur
á móti fólki og sót á gólfi.
Lán í óláni
Áður en Díana og hennar fólk
gekk til náða á fimmtudagskvöldið
var sími einnar af dætrunum á
heimilinu settur í hleðslu og lagður á
parketgólfið. Segir Díana það hafa
verið lán í óláni og algjöra hunda-
heppni: venjulega leggi þau símann
á teppi og hefði eldur úr tækinu bor-
ist í voðina hefði getað illa farið.
„Í stofunni barst að vitum okkar
sviðalykt og daunn, væntanlega frá
sýru í rafhlöðu símans. Mér finnst
annars merkilegt hvað mikil og
sterk lykt getur komið úr svona
agnarsmáu tæki. Íbúðin var alveg
mettuð svo við opnuðum allar dyr og
glugga til að hleypa þessum ósköp-
um út. Höfum sjálfsagt verið hálfan
annan tíma og það berfætt og á
náttfötunum í þessu brasi. Náðum
svo að festa blund aftur um klukkan
fimm svo óneitanlega voru bæði full-
orðnir og börn vansvefta þegar í
vinnu og skóla kom,“ segir Díana
sem segist fegin að síminn hafi ekki
verið nærri sofandi fólk þegar þessi
ósköp dundu á. Þá hefði getað illa
farið; sviðablettir á parketi sem
tryggingafélagið væntanlega bæti
séu léttvægt atriði í þessu sam-
hengi.
Daman var döpur
„Daman var döpur að tapa síman-
um sínum en við kaupum nýjan um
helgina,“ segir Díana og bætir við að
valið verði vandað – en í gær var á
netmiðlum af þessu tilefni rifjað upp
að nokkrum sinnum á undanförnum
árum hefði kviknað í Samsung-síma,
rétt eins og umrætt tæki var. Eru
ástæður þess raktar til ofhitnunar.
Ljósm/Úr einkasafni
Framhlið Brunablettur á skjá símans sem ekki verður notaður aftur.
Bakhlið Plastið verptist og bráðnaði vegna mikils hita í tækinu.
Farsíminn sprakk
Tæki í hleðslu ofhitnaði Brak og
brestir Íbúðin var reykmettuð
Díana Dögg
Víglundsdóttir
ÚTSALA
Klapparstíg 44
50%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
DÖMUSKÓM Á ÚTSÖLU
facebook// Fransí instagram// fransi_skoverslun
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Meiri verðlækkun!
Nú50-70% afsláttur
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
ÚTSALA
aukaafsláttur af
allri útsöluvöru
Vorum að fylla á
2.000 og 3.000 kr.
hengin
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
ÚTSALAN
Í FULLUM GANGI
GERRY WEBER - BETTY BARCLAY
TAIFUN OG FL.
GÆÐAFATNAÐUR
50-70% afsláttur
• Kristján Davíðsson
• Georg Guðna
• Louisu Mattíasdóttir
• Nína Tryggvadóttir
• Karólínu Lárusdóttir
• Þorvald Skúlason
• Gerður Helgadóttir
• Sæmund Valdimarsson
• Og fl.
Skoða allt – Upplýsingar í síma 8973357 og atlason.halli@gmail.com.
Málverk listaverk/
Óska eftir að kaupa málverk/listaverk eftir þekkta Íslenska myndlistarmenn.