Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 12
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ég hef oft fundið á eiginskinni hve mikilvægt er aðeinfalda heimiliið, dag-skrána og allt sem fylgir því að reka heimili og eiga fjölskyldu,“ segir Gunnhildur Stella Pálmars- dóttir IIN-heilsumarkþjálfi. Ætla má að nú á fyrstu mánuðum nýs ár hafi margir reynt að finna leiðir til að ein- falda heimilislífið, skipuleggja skápa, skúffur, dagatalið og annað eftir at- vikum. Nóg af óþarfa hlutum Sjálf minnist Gunna Stella, eins og hún kýs að kalla sig, þess að þegar hún var ófrísk að sínu fjórða barni ár- ið 2015 hafi hún fengið nóg af öllu því lausadóti og óþarfa hlutum sem finna mátti á heim- ili fjölskyldunnar. Hún hafi því bók- staflega hringsnú- ist í kringum sjálfa mig. „Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem fylgir stórri fjölskyldu. Mér fannst ég ekki gera neitt annað við tímann minn en vinna og laga til. Á þessum tíma hóf ég vegferð sem ég kalla einfaldara líf,“ segir Gunna Stella. Daglegur tími í sjálfsræktina Í starfi sínu sem heilsumark- þjálfi, kennari og fyrirlesari segist Gunna Stella hafa kynnst því vel að fólk þráir að einfalda lífið og gera við- fangsefni dagsins auðleystari. „Fólk þráir að eiga meiri tíma til að sinna áhugamálum sínum. Aldrei fyrr hafa eins margir glímt við kvíða og margir stefna hratt í „burnout“. Það að taka sér tíma daglega í sjálf- rækt og andlega uppbyggingu hjálpar en það að heimilið sé streitulaus griðastaður hjálpar líka.“ Streitulaus griðastaður Skipulag til bóta! Líf nú- tímafólks er flókið enda hrærumst við í ringul- reiðinni. Mikilvægt er að sjá til lands og þar koma aðferðir mark- þjálfans Gunnu Stellu í góðar þarfir og satt að segja svínvirka! Getty Images/Thinkstock Fataskápurinn Allt í röð og reglu og gengið að flíkum á vísum stað. Getty Images/Thinkstock Kaffibollinn Ætíð hressa droparnir tíu. Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir Morgunblaðið/Ómar Íþróttir Hlaup hreinsa og núllstilla hugann, sem er mikil sálubót. Meira þarf að fylgja svo lífið verði gott. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 NÁNAR Á S A L U R I N N . I S 03/02 kl. 20:00 SPÆNSKUR LJÓÐALEIKUR OG ÁSTAR- LJÓÐAVALSAR TÓNLEIKARÖÐ 2 0 1 8–2 0 1 9T Í B r Á Fj öl ni rÓ la fs so n, H an na D ór a St ur lu dó tt ir, H ra fn hi ld ur Á rn ad ót tir ,H rö nn Þr ái ns dó tt ir, M at th ild ur A nn aG ísl ad ót tir og Þo rs te in n Fr ey rS ig ur ðs so n fly tja Á st ar ljó ða va lsa Br ah m s og íS pa ni sc he sL ie de rs pi el ef tir Sc hu m an n flu tt ir. Áfram birtast í þáttunum Ófærð sem nú eru sýndir á RÚV leikmyndir sem vekja eftirtekt. Meðal annars hafa sést reisuleg kirkja og íbúðarhús og eru þetta guðshúsið og prestsetrið að Reynivöllum í Kjós. Í þáttunum hafa einnig sést leiftur frá bænum Möðruvöllum í Kjósinni. Kunnastur staða í Ófærð er væntanlega bærinn að Ingunnarstöðum sem er í Brynju- dal í Kjósinni. Þar stendur hið hrör- lega íbúðarhús sem vakið hefur at- hygli margra. Bær þangað sem lögreglubílar og sérsveitarmenn hafa sést flykkjast að í Ófærð er Fellsendi í Þingvallasveit. Sá bær er nærri mótum Þingvalla- og Kjósaskarðsvega, stendur í aflíðandi brekku og blasir við á vinstri hönd þegar ekið er úr Mosfellsdal austur á bóginn. – Að stórum hluta er Ófærð þó tekin á Siglufirði, sem er vinsæll staður í bíómyndagerð. Ófærðarþættirnir teknir upp á stöðum víða um landið Reynivellir í Kjós sviðsmynd á sjónvarpsskjánum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kjós Fallegar byggingar setja svip á staðinn. Kirkjan er í hefðbundnum stíl íslenskra kirkna og prestsetrið er hátt og reisulegt; kjallari, hæð og ris. Vænst er alls um 1.200 gesta á þorrablót Grafarvogsbúa í Reykjavík sem haldið verður í Egilshöll í kvöld. Miðasala hófst 15. október og þá strax seldust 800 miðar. Því var af- ráðið að flytja samkomuhaldið úr íþróttahúsinu við Dalhús í Egilshöll. Það er mun stærra hús og gefst fleir- um kostur á að sækja samkomuna, sem verður æ fjölmennari. Þorrablótið er haldið af ungmenna- félaginu Fjölni og á ári hverju er ákveðið þema í skemmtiatriðum og tónlist og í ár eru það lög Abba. Listamennirnir sem koma fram í ár eru Margrét Eir, Ingó Veðurguð, Selma Björnsdóttir, Regína Ósk, Jó- hanna Guðrún og Helgi Björnsson. Á borðum verður matur frá Múlakaffi. Víða í sveitum landsins er þorra- blótshefðin afar sterk, svo sem á Norðurlandi. Víða í þéttbýlinu eru einnig haldin stór þorrablót þar má nefna það sem er á Selfoss í kvöld – og hefur unnið sér fastan sess í bæjarlífinu. Í Garðabæ var þorrablót íþróttafélagsins Stjörnunnar haldið í gærkvöldi. Þorrablót í Grafarvoginum Grafarvogur Á blóti Fjölnis í fyrra. Í dag, laugardag kl. 13 og fram eft- ir degi, er opið hús í gömlu rafstöð- inni í Elliðarárdal í Reykavík. Þar bjóða Orka náttúrunnar og Veitur bjóða upp á skemmtun og fræðslu um rafmagnið fyrir alla fjölskyld- una. Það er vel þess virði að kíkja inn í þessa fallegu rafstöð sem tekin var í notkun árið 1921 og er í sinni upprunalegu mynd, segir í tilkynn- ingu. Í húsnæði Hins hússins, sem er skammt frá virkjuninni, verður Vísindasmiðja Háskólalestarinnar með rafmagnstengdar tilraunir, tæki, þrautir og óvæntar uppgötv- anir sem allir aldurshópar hafa gaman af. Börnum er boðið að spreyta sig á að búa til einfalt vasa- ljós til að taka með sér heim. Rafstöðin í Elliðarár- dal er til sýnis í dag Elliðaárdalur Rafstöðin þykir fallegt hús. 1. Yfirborðið. Farðu um heimilið með þvottabala og settu allt sem þú sérð og er ekki á réttum stað ofan í þennan bala. Gakktu síðan frá hlutunum á rétta staði. Ef hlut- urinn á ekki heimili þá er um að gera að gefa hann á næsta nytjamarkað. 2. Sjálfrækt. Gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. Eitthvað sem gerir það að verkum að þú slakar á. 3. Baðherbergið. Losaðu þig við allt sem þú ert ekki að nota úr baðskápunum. 4. Vikan. Skipuleggðu næstu viku. Hvað ætlarðu að hafa í matinn? Er eitthvað sérstakt sem þú þarft að gera? 5. Ísskápurinn. Losaðu þig við óþarfa úr ísskápnum. Út- runninn mat og svo framvegis. 6. Þakklæti. Hvað ertu þakklát/ur fyrir? Náðu í blað og blýant og skrifaðu niður öll þau atriði sem þér dettur í hug á tíu mínútum. 7. Fataskápurinn. Hvaða föt vekja þér jákvæðar tilfinn- ingar? Haltu þeim og gefðu restina á nytjamarkað, þar sem tekið er á móti fegins hendi. 8. Læra eitthvað nýtt. Svo lengi lærir sem lifir. Hvernig væri að prófa nýja uppskrift, læra nýja setningu í tungu- málinu sem þig langar svo að læra. 9. Inngangurinn. Taktu til í anddyrinu og þvottahúsinu. Losaðu þig við þau útiföt og þá skó sem þið notið ekki. 10. Framtíðin. Spyrjið ykkur eftirfarandi spurninga. Hvaða árangri vil ég ná í að einfalda lífið? Hver eru næstu skref til þess að ná fram þessum breytingum sem geta skipt miklu fyrir alla tilveruna? Þakklæti, árangur tiltekt og lærdómur SKEMMTILEG VIÐFANGSEFNI OG 10 GÓÐAR LEIÐIR AÐ EINFALDARA LÍFI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.