Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áformað er að hefja framkvæmdir við
breytingar á Hólmgarði í febrúar. Byggt
verður við húsið með stálgrind.
Hólmgarður er hluti af verslunarsögu
Reykjavíkur. Skráð byggingarár er 1957
en hann var lengi verslunarkjarni fyrir
Bústaðahverfið. Þar var m.a. kjörbúð og
apótek, eins og rakið er hér til hliðar.
Með tilkomu stórmarkaða og stærri
verslunarkjarna harðnaði samkeppnin.
Áttu kjarnar eins og Hólmgarður þá undir
högg að sækja. Nokkuð er síðan versl-
unarrekstri var hætt en Skátasamband
Reykjavíkur á hluta hússins og hefur þar
aðstöðu. Við húsið er fjöldi bílastæða.
Fyrirtækið Jakobssynir ehf. fer með
endurgerð Hólmgarðs. Það er í eigu
Ásgeirs Arnar Hlöðverssonar.
Verklok áformuð með haustinu
Ásgeir Örn segir að reist verði stálgrind
frá Danmörku ofan á húsið. Með því bæt-
ist við tvær hæðir sem verði jafn háar og
miðhluti byggingarinnar er nú. Á jarðhæð
verði verslun og þjónusta en íbúðir á efri
hæðum. Skátarnir verði áfram með að-
stöðu í húsinu. Gangi allt að óskum verði
verklok með haustinu. Íbúðirnar verði að
jafnaði 80 til 100 fermetrar og seldar á al-
mennum markaði. Á baklóðinni séu
geymslur sem verði endurbyggðar og til
afnota fyrir íbúana.
„Stálvirkið kemur utan um og grípur
allt húsið eins og það er fyrir. Stálbitar
verða festir á núverandi steypta veggi og
tvær hæðir byggðar ofan á húsið. Timbur-
einingar verða smíðaðar milli stálvirkisins.
Núverandi steypt þakplata yfir fyrstu
hæð verður styrkt. Þykkir veggir og góð
steypa eru í húsinu sem verður klætt með
læstri álklæðningu,“ segir Ásgeir Örn.
Félag í eigu Seðlabankans eignaðist
Hólmgarð árið 2012. Húsið var selt 2013
og deiliskipulag vegna viðbyggingar sam-
þykkt 2013. Jakobssynir keyptu það síðar.
Ásgeir byrjaði fyrir ári að kaupa út
aðra eigendur að húsnæðinu. Þeir hafi
verið um sjö talsins og það því tekið nokk-
urn tíma.
Hólmgarður í endurnýjun lífdaga
Byggt verður við gamalt verslunarhús í Bústaðahverfinu 10 íbúðir koma í sölu með haustinu
Hólmgarður 34 Þakið á miðhluta gamla verslunarkjarnans hefur verið fjarlægt.
Teikning/JakobssynirMorgunblaðið/Eggert
Byggt við húsið Stálgrind verður reist ofan á húsið. Með því verður rúm fyrir íbúðir.
Hinn 25. nóvember 1990 fjallaði Guðrún Guð-
laugsdóttir, þá blaðamaður á Morgunblaðinu,
um sögu Hólmgarðs í opnugrein í blaðinu. Til-
efni greinarinnar var að „óvenjumikið af versl-
unarhúsnæði“ væri þá til sölu eða leigu í
Reykjavík. Þar á meðal Hólmgarður.
Segir þar að grunnur hússins hafi verið tek-
inn 1950. Áður en verslunarrekstur hófst í hús-
inu hafi íbúar hins nýja Bústaðahverfis þurft að
sækja mjólk og ýmsar aðrar nauðsynjar í Soga-
mýrina. Ný og glæsileg nýlenduvöruverslun hafi
verið opnuð í Hólmgarði, Ólabúð, sem nefnd var
eftir eigandanum, Óla Hallgrímssyni.
„Mjólkursamsalan setti upp stóra og
myndarlega mjólkurbúð og í horninu hjá henni
hafði Alþýðubrauðgerðin aðstöðu. Mogensen
lyfsali kom á fót apóteki og Gunnar M. Magnús-
son rithöfundur setti upp bókabúð. Ólafur Jó-
hannsson seldi konunum í Bústaðahverfinu
efni í föt á barnahrúguna, auk ýmiskonar ann-
ars varnings. Kjötbúðina rak Sigurður Jónsson
og síðast en ekki síst seldi Steingrímur
„Skátarnir voru með eitt herbergi á annarri
hæðinni í miðskipinu og allt risið. Bókasafnið
var með aðra hæðina fyrir utan þetta eina her-
bergi skátanna, þar sem Jón Björnsson rithöf-
undur réði ríkjum. Á jarðhæð voru vefnaðar-
vöruverslun og bókabúð. Fiskbúðin var í
vesturendanum,“ segir Ásgrímur. Steingrímur
fisksali hafi haft frumkvæði að því að reisa
geymslurnar á baklóðinni og síðar boðið versl-
unareigendum að fá aðstöðu í Grímsbæ.
Óli í Ólabúð hafi þá verið að hætta rekstri
vegna aldurs.
Steingrímur hafi leyft börnunum að taka
sundur dagblöð til að auðvelda honum að pakka
fiskinum. Hann hafi verið góður og natinn við
börnin. Gegnt Hólmgarði hafi verið Hreyfilsstaur
en þar biðu bílstjórar Hreyfils eftir símtölum.
„Það var meiriháttar fyrir krakkana að hafa
bókasafnið. Krakkarnir biðu eftir því að safnið
yrði opnað til að ná í jólabækurnar. Það mynd-
aðist skiptibókamarkaður. Ef maður náði í flotta
bók gat maður fengið aðra góða.“
[Bjarnason] fisksali fisk,“ skrifaði Guðrún um
fyrstu árin. Hún rakti hnignun Hólmgarðs 34 til
þess að Steingrímur Bjarnason fisksali fékk
leyfi til að reisa nýtt verslunarhús neðan við
Bústaðaveg, sem fékk nafnið Grímsbær. „Tún
og gamlir sumarbústaðir hurfu undir þessa
byggð og strákarnir í Bústaðahverfinu urðu að
leita á nýjar slóðir í leikjum sínum,“ skrifaði
hún.
Ásgrímur Guðmundsson jarðfræðingur ólst
upp í Hólmgarði. Hann neitar því ekki að því
fylgi fortíðarþrá að rifja upp sögu verslunar-
kjarnans. Hólmgarður hafi verið stór versl-
unarkjarni á sínum tíma og félagsmiðstöð fyrir
hverfið. Það hafi sparað húsfreyjum sporin og
hlaupabörnum þeirra að hafa búðirnar nærri.
Mjólkurbúðin hafi selt mjólk á flöskum og í
lausu á brúsa þar til hyrnurnar tóku við.
Búðin Kjöt og ávextir hafi jafnan verið kölluð
Kjötbúðin. Mogens A. Mogensen lyfsali hafi
opnað Garðsapótek sem nú er á horni Soga-
vegar og Réttarholtsvegar.
Var lengi vel helsta verslunarhús Bústaðahverfis
HÓLMGARÐUR STYTTI ÍBÚUNUM SPORIN
Morgunblaðið/Úr safni
Hólmgarður fyrstu árin Síðar var þar m.a. rakarastofa, innrömmunarstofa, hárgreiðslustofa, bókaútgáfan Skjaldborg, efnalaug og verkstæði fyrir píanóstillingar.