Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 20

Morgunblaðið - 26.01.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Storkaskæri 3.960 kr. NÝ SENDING AF SPÆNSKU EÐALSTÁLI Þynningarskæri 6.480 kr. Hárskæri 4.890 kr. Sax 16 cm 4.880 kr. Brauðhnífur 20 cm 3.390 kr. Kokkahnífur 10 - 25cm 1.995 - 4.310 kr. Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Keramik hnífur 3.980 kr. Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10- 16 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Rifjárn 1.980 kr. Ahliðahnífur 25 cm 4.510 kr. Steikarhnífur 1.495 kr. Rioja hnífur 8.760 kr. Hnífasegull 30 - 60cm 2.090 - 2.980 kr. Gaffall 2.760 kr. Rafmagnsbrýni 13.980 kr. Santoku Hnífur 4.940 kr. Takkaskæri 5.980 kr. Bróderskæri 2.410 kr. Klæðskeraskæri Stærðir 8“-12“ 5.890 - 9.590 kr. Leður póleringar brýnni 8.980 kr. Rakbursti 980 kr. Stál 4.980 kr. Tappatogari þjóna 1.120 kr.Tappatogari 975 kr. Steinbrýni 7.980 kr. Hnífabrýni 2.875 kr. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mb.is Tyrkneska skipasmíðastöðin Sanmar Shipyard Istanbul hefur sent kæru- nefnd útboðsmála erindi og krafist ógildingar á útboði Faxaflóahafna sf. á nýjum dráttarbáti eða álits á bótum. Faxaflóahafnir hafa frest til 8. febr- úar til að svara. Sem kunnugt er samþykkti stjórn Faxaflóahafna að ganga til samninga við hollensku skipasmíðastöðina Damen Shipyards um að smíða bát- inn. Smíðinni mun því seinka um þann tíma sem tekur að fá niðurstöðu í þetta kærumál. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnar- stjóra Faxaflóahafna, er forsenda kærunnar sú að Sanmar Shipyard er ósátt við ákvæði útboðsgagna um mat á gæðum, en tilgreint var að verð gilti 50% og gæði 50%. Á útboðstímanum og við opnun komu engar athuga- semdir við gögnin, að sögn Gísla. Til- kynning um niðurstöðu útboðsins hafði verið send öllum bjóðendum 2. janúar. Þá tók við ákveðinn frestur samkvæmt lögum sem snýr að því að bjóðandi getur gert kröfu um að stöðva samningsgerð en sá frestur rann út án kæru. Hins vegar er al- mennur kærufrestur samkvæmt 106. grein laga um opinber útboð 20 dagar og sl. mánudag, 21. janúar, barst síð- an kæran. Niðurstaða ráðgjafa Faxaflóahafna á gæðamati var borin undir alþjóð- lega flokkunarfyrirtækið Lloyd’s sem staðfesti mat ráðgjafanna. Allir bátar Faxaflóahafna eru skráðir hjá Lloyds, sem tryggir ákveðin gæði og eftirlit, að sögn Gísla. Útboðið var auglýst í september sl. Beðið var um tilboð í dráttarbát sem væri 32-35 metra langur og með 80 tonna togkraft áfram og aftur á bak. Báturinn skyldi afhentur Faxa- flóahöfnum á þriðja ársfjórðungi 2020. Áætlað var að bátur með 80 tonna dráttargetu myndi kosta á bilinu 7,5-8,0 milljónir evra, eða ná- lægt 1.000 milljónum. Átta skipasmíðastöðvar gerðu til- boð í smíðina, en þau voru opnuð 21. nóvember. Tilboðin voru frá Kína (3 tilboð frá 3 aðilum), Tyrklandi (9 til- boð frá 4 aðilum), Hollandi (1 tilboð) og Spáni (2 tilboð frá 1 aðila). Lægsta tilboðið var frá Med Marine Holding í Tyrklandi, 5.970.000 evrur, jafnvirði 818 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi 11. janúar sl. að heimila Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að ganga frá smíðasamningi á nýjum dráttar- báti samkvæmt tilboði Damen Shipyards í Hollandi. Tilboðið hljóðaði upp á 7.594.00 evrur, eða jafnvirði tæplega 1.040 milljóna íslenskra króna. Tilboð Sanmar Shipyard Istanbul hljóðaði upp á 7.095.000 evrur eða jafnvirði 972 milljóna. Það var hið þriðja lægsta. Tyrkir kæra útboð á dráttarbáti  Skipasmíðastöðin Sanmar hefur kært útboð Faxaflóahafna sf  Ósátt við ákvæði útboðsgagna um mat á gæðum  Búið var að samþykkja tilboð frá hollenskri stöð í smíðina  Smíði bátsins mun seinka Tölvumynd/Damen Nýr dráttarbátur Svona getur nýr dráttarbátur mögulega litið út. Þetta er tilgátumynd og útlitið getur breyst. Mikil þörf er talin á stærri dráttarbáti en nú er í þjónustu hafnanna við Faxaflóa, m.a. vegna þess að skemmti- ferðaskip sem hingað koma verða sífellt stærri. Í fyrra kom til Reykjavíkur risaskip, MSC Meraviglia, 167.600 brúttótonn. Það kemur aftur hingað í sumar og auk þess mörg skip sem eru stærri en 100 þúsund tonn. Þá eru ný skip Eimskips, sem verið er að smíða í Kína, u.þ.b. 76% stærri í brúttótonnum en stærstu gámaskip sem nú sigla til Íslands. Faxaflóahafnir sf. eru með í þjónustu sinni fjóra dráttar- og hafnsögubáta með samtals 87 tonna tog- kraft. Magni er stærstur, tæplega 23 metra langur og með 40 tonna togkraft. Hann kom í þjónustu hafn- anna árið 2006. Síðan þá hafa orðið miklar framfarir í smíði dráttar- báta. Mikil þörf á stærri báti FAXAFLÓAHAFNIR Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.