Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 22

Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 22
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Í mars næstkomandi munu sérfræð- ingar frá OECD í samstarfi við ís- lensk yfirvöld framkvæma sam- keppnismat á ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Umfang þessara tveggja geira nam 15% af landsfram- leiðslu árið 2016. Í matinu verður gildandi regluverk greint með að- ferðafræði OECD. Hin danska Ania Thiemann mun stýra matinu sem stendur yfir í átján mánuði. OECD hefur nýlega framkvæmt sambæri- legt mat í Portúgal og á Grikklandi. Ríkisstjórnin og samkeppniseftir- litið sýndu því áhuga að fá slíkt sam- keppnismat framkvæmt hér á landi en þar til bærir aðilar munu einnig auka þekkingu sína og getu til þess að taka á slíkum málum í framtíðinni, að sögn Thiemann. „Þessir aðilar lýstu yfir áhuga á að fá þetta mat vegna þess árangurs sem hefur náðst í öðrum löndum,“ segir Thiemann við Morgunblaðið, sem sló á þráðinn til höfuðstöðva OECD við Boulogne-skóginn í París en OCED mun ásamt innlendum sérfræðingum framkvæma matið í samtali við hags- munaaðila. „Við munum fara vand- lega yfir regluverkið og reyna að sjá hvort gildandi reglur hamli á ein- hvern hátt markaðnum til að starfa á sem skilvirkastan hátt.“ Kaffiverð lækkaði um 50% Spurð hvort neytendur muni sjá einhvern áþreifanlegan árangur af samkeppnismatinu segist Thiemann binda vonir við að svo verði. „Við reynum að reikna út kostnaðinn sem hlýst af þeim viðskiptahindrunum sem við finnum samfara þeim ábata sem hlýst af því að breyta þeim,“ seg- ir Thiemann og tekur dæmi frá Grikklandi en OECD gerði sambæri- lega rannsókn þar í landi á fjórum geirum. Þar nam ábatinn af matinu um 5,2 milljörðum evra, eða sem nam 2,5% af landsframleiðslu. „Á Grikklandi lögðum við fram til- lögu um að aflétta banni á sölu á kaffi til þess að taka með, en það máttu bara kaffi- og veitingahús gera. Þegar þessu banni var aflétt lækkaði verð á kaffi um 50%. En við munum ekki horfa á kaffiverð á Íslandi en þetta er gott dæmi um það hverju litlar breyt- ingar á regluverkinu geta skilað,“ segir Thiemann sem býst aftur á móti ekki við jafn umfangsmiklu reglu- verki hér á landi. Í ljósi þess að matið hefur ekki far- ið fram er óljóst hvaða tillögur OECD mun gera en Thiemann telur þó að vísbendingar séu um að of flókið sé að fá byggingarleyfi hér á landi og vísar í skýrslu Alþjóðabankans. 17 skref til að fá byggingaleyfi „Ísland er nokkuð neðarlega á lista þegar kemur að því að fá bygging- arleyfi og er í 71. sæti af 180 löndum og langt á eftir helstu nágrannalönd- um. „Fjöldi skrefa sem þarf að taka er nokkuð mikill miðað við að þetta er lítið hagkerfi. Það eru 17 skref og get- ur tekið allt að 84 daga. Sem er nokk- uð hátt í samanburði við hátekjulönd. En við munum einnig skoða ástæð- urnar fyrir því, sem geta átt rétt á sér.“ Í sambandi við ferðaþjónustuna nefnir hún áskoranir við deilihag- kerfið sem stundum geti verið vanda- samar. Hún segir stóran gagnagrunn OECD vera einn af styrkleikum stofnunarinnar. „Það er ein ástæðan fyrir því að lönd leita til okkar vegna þess að við getum byggt á þessum gögnum. Okkar mat byggist alltaf á gögnum og er að auki alltaf ráðgef- andi,“ segir Thiemann. Spurð hvort hún hafi mætt and- stöðu hagsmunahópa í þeim löndum þar sem slíkt mat hefur farið fram segir Thiemann að það séu alltaf ein- hverjir sem hagnist á óbreyttu reglu- verki. „Ég held að það sé hluti af mannlegu eðli að vera hrædd við breytingar. Það eru alltaf fyrirtæki eða einstaklingar sem hagnast á kerf- inu eins og það er. En við reynum að útskýra fyrir fólki að það hafi ekkert að óttast. Við höfum ekki ákveðna hugmyndafræði um það hvernig markaðurinn eigi að líta út. Við mun- um meta þessa tvo geira, skoða reglu- verkið og meta það með tilliti til þess hvert markmiðið er.“ Thiemann segir að samkeppnismat af þessu tagi hjálpi til við að leggja mat á kostnað og að gögn OECD sýni að óþarflega þungt regluverk geti virkað á sama hátt og auðhringir (e. cartel) þar sem verð er allt að því 20% hærra en það þarf að vera. „Við erum ekki að segja að reglur séu slæmar en reglusetning þarf að vera snjöll.“ Ekki á móti reglum heldur með snjallri reglusetningu Morgunblaðið/Eggert Samkeppni Byggingargeirinn og ferðaþjónustan verða í brennidepli. Samkeppnismat » Hefst í mars og tekur um 18 mánuði. » Byggingargeirinn og ferða- þjónustan til skoðunar. » Sérfræðingar OECD munu vinna að matinu með inn- lendum sérfræðingum og hagsmunaaðilum.  OECD framkvæmir samkeppnismat á ferðaþjónustu og byggingargeiranum 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 PFAFF • Grensásvegi 13 • 414 0400 • www.pfaff.is Verð áður 9.900 kr. Tilboð: 6.500 kr. Verð áður 29.900 kr. Tilboð: 15.000 kr. Verð áður 59.900 kr. Tilboð: 25.000 kr. Verð áður 45.900 kr. Tilboð: 35.000 kr. LjÓMaNdI ÚTsÖLuLoK ENN MEIRI VERÐLÆKKUN! 26. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.28 120.86 120.57 Sterlingspund 156.83 157.59 157.21 Kanadadalur 90.03 90.55 90.29 Dönsk króna 18.271 18.377 18.324 Norsk króna 14.035 14.117 14.076 Sænsk króna 13.253 13.331 13.292 Svissn. franki 120.88 121.56 121.22 Japanskt jen 1.0952 1.1016 1.0984 SDR 167.28 168.28 167.78 Evra 136.42 137.18 136.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9631 Hrávöruverð Gull 1279.75 ($/únsa) Ál 1877.0 ($/tonn) LME Hráolía 61.02 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Íslandsbanki hefur sent frá sér uppfærða þjóðhagsspá. Gerir bank- inn nú ráð fyrir því að 1,1% hag- vöxtur verði á árinu en að hann aukist á árinu 2020 og nemi þá 3,1%. Í spá bankans er talið að hag- vöxtur hafi numið 3,7% allt árið í fyrra. Íbúðafjárfesting muni leiða vöxt fjárfestingar í landinu og hún muni vaxa um 52% út árið 2020. Þrátt fyrir hægari vöxt ferðaþjón- ustu geri bankinn ráð fyrir að við- skiptaafgangur muni áfram verða viðvarandi og muni nema 2,7% af vergri landsframleiðslu út áratug- inn. Í spánni er gert ráð fyrir að verð- bólga verði talsverð á næstunni en að draga muni úr henni að nýju á næsta ári. Þannig verði 3,6% verðbólga á þessu ári en 3,2% á árinu 2020. Þá gerir bankinn ráð fyrir að kaupmáttur launa muni vaxa um 1,9% í ár og hið sama verði uppi á teningnum á næsta ári. Spá 1,1% hagvexti í ár og 3,1% á árinu 2020 STUTT Af þeim fyrirtækjum sem hættu starfsemi árið 2015 voru flest þeirra í tækni- og hugverkaiðnaði eða um 12%. Þetta kemur fram á vef Hag- stofunnar. Fyrirtæki teljast hætt starfsemi hafi þau hvorki starfs- menn né rekstrartekjur í tvö ár en 2.895 fyrirtæki hættu starfsemi árið 2015 að undanskilinni fjármála- og vátryggingastarfsemi. Rekstrar- tekjur þessara fyrirtækja námu 36,5 milljörðum króna og höfðu þau um 3.000 stafsmenn. 92% þessara fyrir- tækja voru með 0 til 1 starfsmann. Fæst fyrirtæki hættu starfsemi í framleiðslu án fiskvinnslu, eða um 6% og 8% lögðu upp laupana í sjávar- útvegi. 10% fyrirtækja í byggingar- starfsemi hættu árið 2015. Á árunum 2011-2015 voru 12 til 13% sem hættu starfsemi í tækni- og hugverkaiðn- aði, ef undanskilið er árið 2013 þegar 10% þeirra hættu. „Einkenni þessara fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði er mikil nýsköpun. Þessi fyrirtæki eru að verja fjármunum í rannsóknir og þróun og þar með er verið að reyna á ný tækifæri til verðmætasköpunar. Þegar vel tekst til er það grundvöllur fyrir aukna verðmætasköpun og út- flutningstekjur. Nýjar greinar verða til. En á móti kemur að það er meiri áhætta að vera í brautryðjenda- starfi. Það er mikil gróska í greininni og þrátt fyrir þetta er fyrirtækjum í þessari grein að fjölga. Starfs- mannafjöldinn vex og verðmæta- sköpun greinarinnar eykst. Svona fyrirtæki eru mikils virði fyrir hag- kerfið og fyrir vöxt þess,“ segir Sig- urður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. AFP Hætta Flest fyrirtæki hættu starf- semi í tækni- og hugverkaiðnaði. Mest brottfall tæknifyrirtækja  Fæst fyrirtæki hætta starfsemi í framleiðslugreinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.