Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2019. Verðlaun að upphæð 800.000 krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 3. júní 2019. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Haukur Ingvarsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 15. febrúar 2019. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni verðlaunahafa. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Í dag eru 87 dagar síðan Anne-Elisa- beth Hagen var rænt af heimili sínu í Lørenskog, úthverfi Óslóar í Noregi. Mannræningjarnir krefjast þess að Tom Hagen, eiginmaður hennar, greiði 85,9 milljónir norskra króna, sem svarar til 1,2 milljarða íslenskra króna, í lausnargjald. Norska lögreglan segir staðfest að Hagen hafi verið á lífi kl. 9.14 31. októ- ber, daginn sem henni var rænt, en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Yfirmaður rannsóknardeildar austur- umdæmis norsku lögreglunnar, Tommy Brøske, segir í samtali við blaðið Aftenposten að samskiptaforrit- ið sem mannræningjarnir hafi notað bjóði ekki upp á möguleika á því að senda sannanir um að Hagen sé á lífi og erfitt sé að greina þau samskipti sem hafi verið við ræningjana. Í samskiptum við ræningjana Fjölskyldunni barst í síðustu viku boð frá þeim sem segjast vera með Hagen í haldi. Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, greindi frá þessu á fundi með fjölmiðlum í vikunni. Hann segir fyrirspurn hafa borist frá hinum meintu ræningjum 16. janúar. „Við höfum skoðað þessi boð vand- lega með lögreglu og urðum sammála um að það væri rétt að greina fjölmiðl- um frá þessu,“ sagði Holden. Skila- boðin bárust á sama stafræna hátt og fyrri skilaboð sem fjölskyldan hefur fengið. „Skilaboðin sem við fengum voru ekki sönnun þess að hún væri á lífi, eða að sendandinn væri með Anne Elisa- beth Hagen í haldi í dag. Við lítum þó svo á að þetta sé jákvætt merki þess að hún sé enn á lífi,“ sagði Holden, sem ekki vildi tjá sig nánar um innihald sendingarinnar. Sagði Holden fjölskylduna leyfa sér að vera bjartsýna að fá Hagen aftur, en fyrst yrði að koma á samskiptum við ræningjana. „Tilgangur fjölmiðla- fundarins í dag [fyrradag] er að kom- ast í samband við ræningjana.“ Anne-Elisabeth Falkevik Hagen er 68 ára gömul og giftist fjárfestinum Tom Hagen þegar hún var 19 ára. Þau eiga þrjú börn og nokkur barnabörn. Tom Hagen er á lista Kapital-tímarits- ins yfir 200 auðugustu menn Noregs. Engar sannanir um að Hagen sé lífs  Anne-Elisabeth Hagen hefur verið saknað í 87 daga  Mannræningjarnir sendu skilaboð í sl. viku AFP Leitað Kafarar hafa leitað að Hagen í vatni nálægt heimili þeirra hjóna. Staðgengill utanríkisráðherra, George Katrougalos, flytur ræðu á þéttsetnu þingi Grikkja í Aþenu í gær þar sem rætt var um samkomulag sem Grikkland gerði við Makedóníu um að nafn síðarnefnda ríkisins yrði Lýð- veldið Norður-Makedónía. Þingið samþykkti sam- komulagið með 153 atkvæðum gegn 146. Deilt hefur verið um nafn Makedóníu í nærri þrjá áratugi, en hérað í norðurhluta Grikklands ber sama nafn. AFP Umdeild nafnbreyting samþykkt Donald Trump Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að náðst hefði sam- komulag milli flokkanna á Banda- ríkjaþingi sem myndi gera banda- rískum ríkisstofnunum kleift að starfa á nýjan leik, en þær höfðu þá verið lokaðar í 35 daga. Samkomulag flokkanna tryggir þeim ríkisstofnunum sem lokuðust fjármagn fram til 15. febrúar, auk þess sem þeir 800.000 ríkisstarfs- menn sem höfðu ekki fengið greidd laun muni fá þau fyrir þann tíma sem lokunin stóð. Ekkert er hins vegar minnst á fjármögnun „landamæramúrsins“ í samkomulaginu, en forsetinn hefur viljað fá 5,7 milljarða Bandaríkjadala fjárveitingu til þess að reisa stálgirð- ingar eða múr meðfram landamær- um Bandaríkjanna og Mexíkó. Demókratar, sem nú fara með völd í fulltrúadeild þingsins, hafa ekki vilj- að ljá máls á að svo hárri upphæð verði varið til aukinnar landamæra- vörslu. Varaði Trump við því í ræðu sinni, sem haldin var í rósagarði Hvíta hússins, að ef ekki næðist samkomu- lag um fjármögnun múrsins fyrir 15. febrúar myndi hann annaðhvort láta loka ríkisstofnununum aftur eða lýsa yfir neyðarástandi á landamærun- um. Slík yfirlýsing myndi mögulega gera forsetanum kleift að nýta fjár- magn sem heitið hefur verið til varnarmála í byggingu múrsins, en demókratar hafa hótað að þeir myndu reyna að fá slíkri yfirlýsingu hnekkt fyrir dómi. sgs@mbl.is Ríkisstofnanir opnaðar að nýju  Enn ekkert samkomulag um múrinn AFP Trump Forsetinn kynnti sam- komulag flokkanna í gær. Roger Stone, fyrrverandi kosninga- stjóri og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, var handtekinn í Flórída í gær að beiðni Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Stone, sem var einn af nánustu ráðgjöfum Trumps um tíma, var birt ákæra í sjö liðum, meðal ann- ars fyrir að gefa út fjölda ósannra yfirlýsinga um samskipti sín við Wikileaks. Í ákærunni segir að hann hafi verið í bæði tölvupóst- og smáskilaboðasamskiptum við Wiki- leaks um tölvupósta Demókrata- flokksins. Stone er einnig ákærður fyrir að hindra framgang réttvís- innar og fyrir að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Hann lýsti því yfir í gær, að hann væri saklaus og að ákæran væri gefin út af póli- tískum hvötum. Hann lýsti einnig stuðningi við Trump. Ákærurnar tengjast allar rann- sókn Muellers á meintum afskipt- um Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Stone mun koma fyrir rétt í Fort Lauderdale í Flórída. AFP Handtekinn Fyrrverandi ráðgjafi Trumps mætir fyrir dóm á næstunni. Ráðgjafi Trumps handtekinn í Flórída

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.