Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Fjallastund Snjónum hefur kyngt niður sunnan heiða undanfarna daga og nætur, skíðaunnendum og útivistarfólki til mikils fögnuðar. Þessi röski skíðagarpur naut stundarinnar fyrir ofan snævi þakið Eldborgargil í Bláfjöllum. Hari Helga Vala Helga- dóttir skrifar furðu- lega grein um Morg- unblaðið í nefnt blað, en segir jafnframt að til að koma málum sín- um á framfæri neyðist hún til að skrifa um þau þar, því enginn miðill nái til viðlíka fjölda landsmanna – og takið eftir – hún hefur aldrei þessu vant rétt fyrir sér, það er um vin- sældir blaðsins. Hún fer ófögrum orðum um rit- stjórann Davíð Oddsson og þykist reka illsku hans langt aftur á síð- ustu öld. Samt var það þessi sami ritstjóri sem úthlutaði henni ramma á tíu daga fresti á leiðarasíðu blaðsins. Kannski lítur hún á það sem tákn mannvonsku ritstjórans gagnvart lesendum blaðsins, en það mun hún eiga við sjálfa sig. En hins veg- ar mætti álykta, að því er Morgunblaðið svona víðlesið að ritstjórinn er slíkur ágætismaður og á þvílíka samleið með lesendum sínum að ekki verður saman jafnað. Hitt þykist ég þó vita að ill- yrtir pistlar á tíu daga fresti eru ekki það sem dregur að lesendur. Vera má að Golfstraumurinn vermi land okkar, sólin skíni hátt á himni og fiskurinn gangi á grunn- mið fyrir náð Samfylkingarinnar, en hitt vita færri hvað stofnandi hennar hafðist við í hjáverkum á þeim sama tíma og hún varð til. „Eftir stendur viðfangsefnið, stundum laskað, stundum fíleflt, en fjölmiðillinn, og þar af leiðandi hið upplýsta samfélag, ber skaðann.“ Eftir Kristján Hall » Því er Morgunblaðið svona víðlesið, að rit- stjórinn er slíkur ágætis- maður og á þvílíka sam- leið með lesendum sínum að ekki verður saman jafnað. Kristján Hall Höfundur er lesandi og áskrifandi Morgunblaðsins. Viðbrögð við pistli Helgu Völu Eins og komið hefur fram síðustu daga var skipaður átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðis- markaði, en tillögur hópsins voru kynntar í vikunni. Vinna hópsins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mikilvægur liður í samtali ríkis- stjórnarinnar, sveitar- félaga og heildasamtaka á vinnumark- að fyrir yfirstandandi kjaraviðræður. Átakshópurinn skilaði af sér 40 til- lögum sem allar eru til þess fallnar að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Allir hagsmunaaðilar eru sammála um að tryggja þurfi aukið framboð íbúða á hagkvæman og skjótvirkan hátt og bæta stöðu þeirra sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði, ekki síst stöðu leigjenda. Tillögurnar varða allt frá almennu íbúðakerfi, húsnæðis- félögum og leiguvernd, til skipulags- og byggingarmála, samgönguinnviða og ríkislóða, auk upplýsingamála og eftirlitsmála ýmiss konar. Niðurstaða hópsins er að töluverður skortur er á húsnæði hér landi, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli, en sem stendur vantar á bilinu 5.000-8.000 íbúðir á landinu öllu. Um 10.000 nýjar íbúðir eru á leið á markaðinn á næstu þremur árum en vegna fyrirsjáanlegrar fólks- fjölgunar mun okkur vanta í kringum 2.000 íbúðir í upphafi árs 2022. Jafnvel mun vanta enn fleiri íbúðir ef aðflutt vinnuafl sem hingað hef- ur komið ákveður að festa rætur hér. Stjórnvöld þurfa því að bregðast við með sérstökum aðgerð- um sem auka framboð húsnæðis og lækka húsnæðiskostnað al- mennings. Húsnæðismálin eru dreifð innan stjórnkerfisins og lutu nokkrar tillögur hópsins að því að einfalda stjórn- sýsluna. Þessi staða hefur leitt til minni samhæfingar, óþarfa flösku- hálsa og ógagnsæis á húsnæðis- markaði. Meðal annars til að bregðast við þessu lagði ég fram frumvarp sem varð að lögum á síðasta ári þar sem ég fól Íbúðalánasjóði aukið hlutverk að safna upplýsingum um húsnæðismál og vera stjórnvöldum innan handar þegar kemur að stefnumótandi ákvörðunum varðandi húsnæðis- markaðinn. Um síðust áramót færðist Mannvirkjastofnun undir félagsmála- ráðuneytið. Aukið samstarf Íbúðalána- sjóðs og Mannvirkjastofnunar mun gera stjórnvöld betur í stakk búin að samhæfa greiningar á framboði og eftirspurn á húsnæðismarkaði og eftir- liti með byggingarmarkaðinum. Þess- ar breytingar munu nýtast mjög vel við að hrinda í framkvæmd þeim að- gerðum sem átakshópurinn lagði til á húsnæðis- og vinnumarkaði. Verkefnið fram undan er stórt en í góðu samstarfi við aðila vinnumark- aðar og aðra hagsmunaaðila er ég sannfærður um að við getum náð til- ætluðum árangri. Húsnæðistillögurnar sem kynntar voru eftir samráð stjórn- valda og aðila vinnumarkaður eru góðar. Þær sýna okkur að samtal og samvinna getur skilað árangri. Stjórn- völd eru tilbúinn til samtals um frekari útfærslur þessara tillagna og um önn- ur mikilvæg mál sem tengjast kjara- málum. En forsenda slíks er auðvitað alltaf sú að aðilar vinnumarkaðar nái saman um skynsamlegar lausnir sín á milli. Ég er sannfærður um að ef allir leggjast á eitt er mögulegt að ná hag- stæðri niðurstöðu þessara mála. Eftir Ásmund Einar Daðason » Verkefnið er stórt en í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðar og aðra hagsmunaaðila er ég sannfærður um að við getum náð tilætluðum árangri. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. asmundur.dadason@frn.is Átak í húsnæðismálum og kjarasamningar Við viljum stuðla að því að íslenskir vísinda- og fræði- menn hafi greiðan aðgang að nútíma- legum rannsókn- arinnviðum sem standast alþjóð- legan samanburð. Í vikunni mælti ég fyrir frumvarpi um breytingar á lög- um um opinberan stuðning við vís- indarannsóknir. Inntak þess snýr að tveimur mikil- vægum sjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar. Ann- ars vegar er um að ræða Innviðasjóð sem veitir styrki til kaupa á rann- sóknarinnviðum eins og tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði. Hins vegar tengist frumvarpið Rannsóknasjóði sem styrkir vís- indarannsóknir og rannsókna- tengt framhaldsnám. Markvissari uppbygging rannsóknarinnviða Með samþykkt frumvarpsins verður sú breyting gerð að sér- stök stjórn verður sett yfir Inn- viðasjóð sem mun skerpa á stefnumótandi hlutverki hans og málefnum rannsóknarinn- viða. Góðir rannsóknarinnviðir stuðla að auknum gæðum í rannsóknastarfi, samstarfi um rannsóknir og hagnýtingu þekkingar í þágu lands og þjóð- ar. Á árinu 2018 bárust 67 um- sóknir að upphæð 679 milljónir kr. til Innviðasjóðs og voru 27 þeirrar styrktar, að upphæð alls 296 milljónir kr. eða 43,6% um- beðinnar upphæðar. Nýlega voru skilgreindar í opnu sam- ráði þær samfélagslegu áskor- anir sem brýnast er talið að ís- lenskt vísindasamfélag takist á við. Innviðasjóður mun meðal annars gegna mikilvægu hlut- verki í því að mæta þeim áskor- unum. Auknir möguleikar í alþjóðlegu samstarfi Önnur breyting sem gerð yrði með samþykkt frumvarps- ins er að veita stjórn Rann- sóknasjóðs heimild til þess að taka þátt í samfjármögnun al- þjóðlegra rannsóknaáætlana í samstarfi við erlenda rann- sóknasjóði. Slík samfjármögnun felur í sér að rannsóknasjóðir frá mismunandi löndum koma sér saman um áætlanir með áherslu á sérstök svið ásamt því að skipa sameiginlega fagráð til að meta umsóknir. Þetta er já- kvæð breyting enda er Rann- sóknasjóður afar þýðingamikill fyrir rannsókna- og vísindastarf í landinu. Fyrr í mánuðinum út- hlutaði sjóðurinn 850 milljónum kr. til 61 rannsóknarverkefnis. Árangurinn talar sínu máli Boðaðar breytingar í frum- varpinu eru til þess fallnar að bæta enn frekar stoðkerfi rann- sókna og vísinda á Íslandi og auka möguleika íslenskra vís- indamanna á að taka þátt í al- þjóðlegu rannsóknasamstarfi. Það er ánægjulegt að geta þess að íslenskir vísindamenn eru eftirsóttir í alþjóðlegu samstarfi og hafa staðið sig einstaklega vel. Skýrt dæmi um það er árangur íslenskra að- ila í Sjóndeildarhring 2020 (e. Horizon 2020), áttundu ramma- áætlun Evrópusam- bandsins um rann- sóknir og nýsköpun. Í gegnum þá áætlun hafa um 8 milljarðar kr. runnið til íslenskra aðila frá árinu 2014 og er árangurshlutfallið rúmlega 18% sem telst mjög gott. Annað dæmi er úthlutanir Evrópska rannsóknar- ráðsins sem styður við brautryðjandi rann- sóknir færustu vís- indamanna heims, en fjórir íslenskir vís- indamenn hafa fengið styrk frá ráðinu á síð- ustu árum. Ísland, norður- slóðir og vísindi Annar vettvangur þar sem Ísland hefur látið að sér kveða í alþjóðlegu vís- indasamstarfi er á norðurslóðum þar sem rannsóknir á lífríki, um- hverfi og samfélögum norðurslóða eru í brennidepli. Vísindarann- sóknir og vöktun breytinga á svæðinu veita veigamikla und- irstöðu fyrir stefnumótun stjórn- valda en alþjóðlegt vísinda- samstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við af- leiðingum hlýnunar á umhverfi og samfélög norðurslóða. Íslenskir vísindamenn og stofnanir búa yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á fjölmörgum sviðum slíkra rann- sókna, má þar sem dæmi nefna rannsóknir á samfélagslegum áhrifum loftslagsbreytinga, jökl- um, breytingum á vistkerfi sjávar og kortlagningu hafsbotnsins. Ljóst er að miklir hagsmunir eru fólgnir í því fyrir Ísland að taka þátt í alþjóðlegu vísindasamtarfi tengdu norðurslóðum. Hringborð norðurslóða (e. Arctic Circle) gegnir þar lykilhlutverki sem þungamiðja samvinnu og þekking- armiðlunar fyrir þjóðir heims sem láta sig málefni svæðisins varða. Þá mun Ísland í samstarfi við Japan standa að ráðherrafundi um vísindi norðurslóða árið 2020 (e. Arctic Science Ministerial 3). Fundurinn verður haldinn í Jap- an. Ákvörðun þessi var tekin á hliðstæðum ráðherrafundi um vís- indi norðurslóða í Berlín 2018. Sá fundur var skipulagður í sam- starfi Þýskalands, Finnlands og framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og sóttu hann leiðtogar 25 ríkja auk fulltrúa Evrópusam- bandsins og sex samtaka frum- byggja. Áfram veginn Rannsóknir, vísindi og hagnýt- ing hugvits er forsenda fjöl- breytts atvinnulífs, velferðar og styrkrar samkeppnisstöðu þjóða. Ég lít björtum augum til fram- tíðar vitandi af þeim öfluga mann- auði í vísinda- og rannsóknastarfi sem við eigum. Ég er sannfærð um að íslenskt vísindasamfélag muni halda áfram að eflast og hafa jákvæð áhrif á samfélagið hér innanlands sem og samfélög erlendis. Við ætlum að halda áfram að byggja upp öflugt þekk- ingarsamfélag hér á landi því af- rakstur þess mun skila okkur betri lífsgæðum, menntun, heilsu og efnahag. Fyrrnefnt frumvarp er mikilvægt skref í að efla um- gjörð vísindastarfs og mun færa okkur fram á veginn á því sviði. Framfaramál fyrir íslenskt vísindasamfélag Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Dögg Alfreðsdóttur »Ég lít björt- um augum til framtíðar vit- andi af þeim öfl- uga mannauði í vísinda- og rannsóknastarfi sem við eigum. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.