Morgunblaðið - 26.01.2019, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Nýtt ár er upp
runnið með nýjum
væntingum, nýjum
áskorunum.
Ekki vantar okkur
viljann til að gera enn
betur, sagði góður
bindindismaður á dög-
unum, en bætti svo
við, en hvað skal gera,
hvar skal verjast, hvar
ef mögulegt er skal
sækja fram, ná ár-
angri í stöðugri baráttu við áfengis-
árann sem er með fullar hendur fjár
og alltaf tilbúinn til illra verka?
Þessi vinur minn tekur alltaf sterkt
til orða og sparar ekki orðfærið
þegar um óvini mannanna er að
ræða. Og sannarlega er þessi ári
óvinur manna, hver sem gengur
honum á vald á erfitt með að losa
fantatökin. Og þetta innskot hans
um fullar hendur fjár er bæði dag-
satt og þarft um leið. Það er stund-
um eins og þeir sem dá og dýrka
þennan bölvald geri sér ekki grein
fyrir hverjum eða hverju þeir eru að
þjóna eða eigum við að segja látast
ekki gera það, allt í skjóli þess að
áfengi sé skaðlítið eða skaðlaust ef
menn kunna með það að fara og svo
er bætt við að það gjöri velflestir.
Einhver sannleikur kann að leynast
í því, en þá spyr ég: Hvað þá um
hina? Þarf kannski ekkert að hugsa
um þá af þessu rauðvínssullandi liði,
svo ég noti nú ekki hans sterku orð
um þetta fólk? Og þá er komið að
meginmálinu. Þetta lið sem hefur
sloppið þolanlega þrátt fyrir allt og
má ekki til þess hugsa að skellt sé
skuldinni á þennan einkavin þess
sem áfengið er. Þetta fólk þarf ekki
eða vill ekki hlusta á yfirlækninn á
Vogi um aðsóknina þar, oftast af
dauðveiku fólki, oft af fólki sem
glatað hefur lífsgæfunni á altari
þessa hjáguðs svo margra. Það þarf
eða vill ekki hlusta á það hversu
eldra fólk á alltof margt í glímu við
þessa nautn, fólk sem af einhverjum
ástæðum heldur það að huggun sé í
því að fá sér í glas, nær væri að
segja glös, en missir svo tökin og
fleiri sjúkdómavaldar
ná á þeim heljartökum
og eyðileggja elliárin.
Þetta er jafnvel fólk
sem áður var oft algert
reglufólk og einhverjir
sérfræðingar segja ein-
manaleik ellinnar eiga
hér stærstan hlut og
kann að vera að fólk sé
hreinlega að fara úr
öskunni í eldinn. Og
svo þarf að huga að
æskunni, umvefja hana
sem bezt af kærleika,
en einurð og vara hana við þeim
hættum sem beðið geta.
Ég heyrði um daginn þessa setn-
ingu: Ekki hræða heldur fræða.
Ekki veit ég hvernig fræðsla um
skaðsemi áfengis fer fram án þess
að benda á hætturnar sem vissulega
hræða og aldrei nógsamlega gerð
grein fyrir því sem til ófarnaðar eða
jafnvel ógæfu leiðir af neyzlu þessa
vímugjafa.
Einmitt sumir þeirra sem mest
tala um að neyta áfengis í hófi og
geta það kannski, kannski ekki,
lenda líka í ógöngum og ef allt
gengur upp hjá þeim blessunarlega
þá mega þeir heldur ekki tala af
slíku alvöruleysi sem oft er um
áfengið eins og hætturnar séu ekki
til. Það er nefnilega skylda okkar
allra að huga að þeim sem lúta
þarna í lægra haldi eða eru við
hættumörk þess. Þar liggur meira
að segja stundum líf við og er það
ekki fullgild ástæða til fullrar aðvör-
unar. Látum nýbyrjað ár verða
sóknarár í áfengismálum, þar sem
allir vímugjafar verða undir í þeirri
sókn til heilbrigðara lífs allra, alltaf.
Sóknarár til
heilbrigðara lífs
Eftir Helga Seljan
Helgi Seljan
» Það er skylda okkar
allra að huga að
þeim sem lúta þarna í
lægra haldi eða eru við
hættumörk þess.
Höfundur er formaður fjölmiðla-
nefndar IOGT.
Það er fagnaðarefni
að í fyrirliggjandi til-
lögu til þingsályktunar
um samgönguáætlun til
2033 er m.a. að finna
markmið um greiðar og
öruggar samgöngur.
Vonandi haldast þessi
markmið óbreytt í með-
förum alþingis.
Umsögn Verkfræð-
ingafélags Íslands
Tilefni greinaskrifanna er umsögn
Verkfræðingafélags Íslands, VFÍ, um
umhverfismat samgönguáætlunar
2019-2033, send til samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytisins í bréfi,
dags. 23. ágúst 2018 og undirritað af
formanni VFÍ. Í umsögninni er lagt
til að markmiðið um greiðar sam-
göngur verði fellt út og í stað þess
komi markmið um hreyfanleika og
aðgengi (e. mobility). Ég er algjör-
lega ósammála því að fella út mark-
miðið um greiðar samgöngur. Greið-
ar samgöngur spara tíma og fé ein-
staklinga jafnt sem fyrirtækja, stuðla
að bættum þjóðarhag og auka sam-
keppnishæfni landsins. Ég geri mér
grein fyrir því að í þéttbýli kunna
önnur markmið að vega þyngra en al-
mennt gildir fyrir landið. Í því sam-
bandi má benda á, að í samgöngu-
áætlun eru líka önnur markmið, t.d.
um öryggi og jákvæða byggðaþróun,
sem taka þarf tillit til. Af þessu leiðir
að útfærsla í hönnun þjóðvega er
öðruvísi í þéttbýli en dreifbýli og há-
marksökuhraði er gjarnan lægri í
þéttbýli. Það er því alger óþarfi að
fella út almennt markmið um greiðar
samgöngur á þjóðvegum landsins.
Skýrsla verkefnahóps
samgönguráðherra og SSH
Á grundvelli viljayfirlýsingar milli
samgönguráðherra og sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu frá því í
september sl. var settur á laggirnar
verkefnahópur til að vinna að breyt-
ingum á tillögu að samgönguáætlun
2019-2033. Verkefnahópurinn skilaði
skýrslu, dags. 19. nóvember sl., með
tillögum til ráðherra. Í
skýrslunni er lögð
áhersla á öruggt og gott
flæði bílaumferðar á
mikilvægustu þjóðveg-
um á svæðinu. Jafn-
framt verði tekið frá
rými fyrir nýjar út-
færslur á Sundabraut
og Ofanbyggðavegi.
Eftirfarandi er bein til-
vitnun í skýrsluna:
„Meginstofnvegur
liggur norður suður í
gegnum svæðið. Við
þennan stofnveg er aðal inn- og út-
flutningshöfn landsins og aðal inn- og
útflutningsflugvöllur landsins. Sá
meginstofnvegur samanstendur af
Reykjanesbraut frá Sundahöfn og
suður úr og Vesturlandsvegi frá
Reykjanesbraut og norður úr. Þriðja
megintenging höfuðborgarsvæðisins
við aðliggjandi svæði, Suðurlands-
vegur frá Vesturlandsvegi og austur
úr, er einnig í fyrsta flokki
meginstofnvega. Á þessum meg-
instofnvegum verður umfram aðra
meginstofnvegi og stofngötur hugað
sérstaklega að greiðu og öruggu flæði
einka- og þungaumferðar.“
Rétt er að vekja athygli á því að
þarna er ekki rætt um Sundabraut
sem meginstofnveg, enda liggur ekki
enn þá fyrir samkomulag milli ríkis-
valdsins og Reykjavíkurborgar um
brautina. Þegar Sundabraut kemur,
þá má telja fullvíst að hún verði flokk-
uð sem meginstofnvegur. Brautin
verður mikil samgöngubót sem leiðir
til fækkunar slysa og styttir umtals-
vert akstursvegalengdir. Síðast en
ekki síst er Sundabraut mikilvæg fyr-
ir almannavarnir á höfuðborgarsvæð-
inu.
Mislæg gatnamót á
meginstofnvegum
Ég tel nokkuð víst að bæði Vega-
gerðin og flest sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu (ef ekki öll nema
Reykjavíkurborg) séu hlynnt mis-
lægum gatnamótum á meginstofn-
vegum. Líklegast hefur Reykjavíkur-
borg haft þau áhrif að í ofangreindri
tilvitnun er ekki sagt beint að öll
gatnamót á fyrsta flokks meginstofn-
vegum á höfuðborgarsvæðinu skuli
vera mislæg. Andstaða meirihluta
borgarstjórnar við mislæg gatnamót
er öllum kunn, sbr. deiluna um mis-
læg gatnamót á Reykjanesbraut við
Bústaðaveg. Borgarstjórnarmeiri-
hlutinn virðist loksins hafa gefið sig
varðandi þessi gatnamót, enda vart
stætt á öðru. Hins vegar fréttist ný-
lega um ágreining varðandi væntan-
leg gatnamót Arnarnesvegar og
Breiðholtsbrautar. Vegagerðin og
Kópavogsbær vilja mislæg gatnamót
en Reykjavíkurborg er á móti. Þarna
munu mætast tveir stofnvegir, þ.e.
Breiðholtsbraut og Arnarnesvegur,
auk þess sem landslagið býður upp á
mislæg gatnamót. Gatnamótin eru í
lögsögu Reykjavíkur, og núverandi
meirihluti borgarstjórnar getur því
miður nýtt sér það að borgin fer með
skipulagsvaldið.
Reiknað hefur verið út að árlegur
kostnaður við umferðarslys á Íslandi
sé um 50 milljarðar. Meira en helm-
ingur slysanna á sér stað á suðvestur-
horni landsins, þar sem umferðin er
mest. Til skamms tíma var fjöldi
dauðaslysa á hverja 100.000 íbúa á Ís-
landi með því lægsta í heiminum, en á
síðustu árum höfum við dregist aftur
úr. Það er ánægjulegt að bæði núver-
andi og fyrrverandi samgönguráð-
herra eru að beita sér fyrir átaki í
fækkun umferðarslysa. Sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu verða
líka að leggja hönd á plóginn. Sam-
staða um að öll gatnamót á megin-
stofnvegum á svæðinu verði mislæg
myndi verða stórt skref í rétta átt.
Mikilvægi greiðra og öruggra
samgangna á þjóðvegum
Eftir Þórarin
Hjaltason » Greiðar samgöngur
spara tíma og fé
einstaklinga jafnt sem
fyrirtækja, stuðla að
bættum þjóðarhag og
auka samkeppnis-
hæfni landsins.
Þórarinn Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og MBA.
thjaltason@gmail.com
Árskógar 6, íbúð 12-02 - 109 Reykjavík
874,7 m2 Hótel við Krók í Ölfusi. Eignin er skráð, herbergisálma 580,1 m2 með 21
gistiherbergi og þjónustuhús 294,6 m2 matsal, snyrtingar og vinnurými.
Hjallakrókur 62,9 m2 sumarhús við Hjallakrók í Ölfusi.
Óskað er eftir kauptilboði í eignina.
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080
fastmos.is // fastmos@fastmos.is
Sigurður Gunnarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 899 1987
Ingimar Óskar Másson
Löggiltur fasteignasali
S. 612 2277
Krókur, Hótel Hlíð - 816 Ölfus
Op
ið
hú
s 108,7 m
2, íbúð á 12. hæð með frábæru útsýni,
ásamt bílastæði í bílakjallara, í lyftuhúsi fyrir 60
ára og eldri. Íbúðin skiptist í þrjár stofur,
forstofuhol, baðherbergi/þvottahús, svefnherbergi,
eldhús og sér geymslu í kjallara. V. 56,9 m.
Opið hús sunnudaginn 27. janúar
frá kl. 14:00 til 14:30
Elías Haraldsson
löggiltur fasteignasali
Erlendur Davíðsson
löggiltur fasteignasali
Laufásvegur 50
OPIÐ HÚS í dag, laugardag, kl 14.00-14.30
Mjög fallegt og virðulegt
140,7 fermetra eldra stein-
hús (kjallari, hæð og ris)
ásamt 32,2 fermetra bílskúr,
byggt 1926 sem stendur
við eina af eftirsóttustu
götu miðbæjarins. Vel byggt
hús sem býður upp á mikla
möguleika en þarfnast
endurnýjunar. Sér íbúð
í kjallara. Laust við
undirritun kaupsamning.
OPIÐ
HÚS
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG
PÍPARA?