Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 35

Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 ✝ GunnsteinnSæþórsson fæddist í Prest- hvammi í Aðaldal 12. október 1933. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands 18. janúar 2019. Foreldrar hans voru Ragna Gísla- dóttir frá Prest- hvammi, f. 1. októ- ber 1899, d. 17. janúar 1986, og Sæþór Kristjánsson, f. 6. júní 1905, d. 2. janúar 1993. Systkini hans eru Kristján, f. 23. júlí 1929, d. 2. febrúar 2011, Helga, f. 21. apríl 1931, og Kristín Frið- rika, f. 25. október 1937. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðrún Matthildur Gunnars- dóttir, f. 1. febrúar 1941, frá Húsavík. Börn þeirra eru Sædís Gunnsteinsdóttir, f. 1958 gift Ás- grími Magnússyni. Þau eiga þrjár dætur og sex barnabörn. Elín Málfríður Gunnsteinsdóttir, f. 1962, gift Brynj- ari Jónssyni. Þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. Gunnhildur Gunn- steinsdóttir, f. 1968. Hún á þrjú börn og eitt barnabarn. Sæ- þór Gunnsteinsson, f. 1970, giftur Hildi Rós Ragnarsdóttur. Saman eiga þau fjögur börn. Gunnsteinn bjó fyrstu árin í Presthvammi en fluttist fimm ára gamall í Austurhaga í sömu sveit með foreldrum og syst- kinum og ólst þar upp. Árið 1958 fluttist hann til Húsavíkur og giftist Matthildi 8. mars 1959. Þau bjuggu í fjögur ár á Húsavík eða þar til þau fluttu 13. júlí 1962 í Presthvamm þar sem þau bjuggu alla tíð. Gunnsteinn verður jarðsung- inn frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag, 26. janúar 2019, klukkan 14. Afi minn var alvöru bóndi sem gekk á hvítbotna gúmmískóm, lagði sig með Eiðfaxa á nefinu eftir hádegið og söng í karlakór. Hann var vinnusamur, ósérhlíf- inn og duglegur. Leti var ekki til í hans orðabók og var hann að all- an daginn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að eyða tíu sumrum í Presthvammi hjá ömmu og afa þar sem þau kenndu mér allt sem ég kann í dag. Það eru mikil for- réttindi að hafa fengið að vera hjá þeim allan þennan tíma og læra það sem skiptir máli í lífinu. Ég á ótal góðar minningar með honum afa því hann var ótrúlega þolinmóður og duglegur að hafa mig með sér hvort sem það var í fjósi, fjárhúsi eða rúnt- andi um á jeppanum að líta eftir kindum. Allstaðar gat hann fund- ið fyrir mig hlutverk til að sinna og kenna mér réttu handtökin. Réttardagur í Hraunsrétt var hans hátíðisdagur og var ekkert skemmtilegra en fara ríðandi á réttina þar sem afi ítrekaði nokkrum sinnum á leiðinni að við yrðum að „láta fara fallega“ og hann söng alla leiðina niður á rétt. Söngur var hans áhugamál utan við bústörfin og söng hann í karlakórnum Hreimi í 40 ár. Í fjósinu voru alltaf stífar söng- æfingar og þá sérstaklega dag- ana sem kórinn hittist. Ég fæddist í byrjun sauðburð- ar og var mætt við fjárhúsvegg- inn tveggja vikna gömul og hef mætt á hverju ári síðan enda sauðburðurinn minn uppáhalds tími. Þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur skildi afi ómögulega að ég hefði ekki feng- ið metin öll þessi ár í sauðburði og útskrifast sem ljósmóðir í leið- inni. Hann var viss um að það væri ekkert sem háskólinn gæti kennt mér sem ég vissi ekki nú þegar og það gæti hann staðfest og skrifað upp á fyrir mig. Afi leit alltaf á mig sem eitt af börnunum þeirra ömmu en ekki barnabarn og þegar ég hitti hann á sjúkrahúsinu fyrir fjórum árum spurði ég hann hvort mamma hefði ekki komið í heimsókn, neit- aði hann því og sagði að Sædís & Ási hefðu hins vegar litið við fyrr um daginn og staðfesti þannig að þetta breyttist ekkert þó árin liðu. Afi var mín fyrirmyndi í einu og öllu, og er það reyndar enn þrátt fyrir að ég hafi ekki endað sem bóndi eins og planið var. Meiri dýravin er erfitt að finna og hans sýn á lífið var aðdáun- arverð. Lífsgæðakapphlaupið hljóp algjörlega fram hjá þessum sanna bónda sem vildi hvergi annarsstaðar vera en í Prest- hvammi og horfa á Kinnarfjöllin sáttur við sitt. Takk fyrir allt, elsku afi, það eru forréttindi að hafa fengið að eyða öllum þessum tíma í sveit- inni hjá ykkur ömmu. Takk fyrir að hafa kennt mér allt sem ég kann og gert mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag. Elska þig meira en nokkur orð geta lýst. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu ei storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Karl O. Runólfsson og Cæsar/Valdimar Hólm Hallstað) Sandra Ásgrímsdóttir. Við Gunnsteinn Sæþórsson vorum systkinasynir. Gísli afi okkar og Helga amma hófu bú- skap í Presthvammi í Aðaldal laust fyrir næstsíðustu aldamót. Frá því að þau létu af búskap hafa afkomendur þeirra setið jörðina og sitja enn. Gunnsteinn bjó þar myndarbúi í u.þ.b. hálfa öld þar til Sæþór sonur hans tók við. Það er næsta víst að búskap- urinn átti alla tíð líf hans og sál og var hans lífsfylling. Hann þurfti ekki annað að leita til að öðlast hana. Gunnsteinn var einstaklega vel giftur Matthildi Gunnarsdótt- ur, myndarkonu og dugnaðar- forki. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna, eignuðust fjögur mann- vænleg börn, sem örugglega hafa notið þess að alast upp í traustum föðurgarði. Þótt nokkur aldurs- munur væri á okkur Gunnsteini ræktuðum við frændsemina eftir föngum. Það var mér mikið gleði- efni þegar atvikin höguðu því svo að Gunnsteinn tók við jörðinni Presthvammi og festi síðar kaup á henni. Báðir vorum við fæddir þar og jörðin okkur sérstaklega kær. Ég flutti um svipað leyti til Reykjavíkur þannig að vík varð á milli vina. Ég má þó segja að á nær hverju sumri hafi ég og Mar- grét kona mín lagt leið okkar norður í Presthvamm og notið þar einstakrar gestrisni þeirra hjóna og glaðværðar. Sennilega má segja að Gunnsteinn hafi verið nokkuð seintekinn en þegar af stað var komið var hann allra manna skemmtilegastur, átti margvíslegar frásagnir í fórum sínum og hermdi ágætlega eftir mönnum þegar svo bar undir. Þessar stundir eru okkur hjónum eftirminnilegar. Það var og mikið ánægjuefni að sjá búskapinn sí- fellt eflast, þar sem voru móar og mýri eru nú gróin tún. Ný útihús risu og síðast byggðu Sæþór son- ur þeirra hjóna og Hildur kona hans nýtt íbúðarhús. Gamla húsið var endurbætt enda komið til ára sinna. Því má þó ekki gleyma að þau Sæþór og Hildur eiga drjúg- an þátt í því hve jörðin er vel setin. Ef til vill er mér eftirminnileg- ast þegar ég eitt sinn fór með tvo hesta norður og reið um gamlar slóðir. Þá riðum við Gunnsteinn saman suður Presthvammsdal og fram í Kasthvamm. Að hluta til fórum við gamlar reiðgötur sem Gunnsteinn sagði að nauðsynlegt væri að halda við. Við áðum við gömlu sundlaugina og beitarhús- in á dalnum. Það var sérstök nautn að komast með þessum hætti í snertingu við náttúruna með kjarri og skógi vaxnar hlíðar á aðra hlið og Laxá niðandi á hina. Eitt sinn átti að leggja þennan fagra dal undir stíflulón, en því betur varð ekki af þeirri fyrirætlan og verður vonandi aldrei. Þessi reiðtúr verður ekki endurtekinn og Gunnstein verð- ur ekki fyrir að finna næsta sumar. Það veit heldur enginn hvenær ævi hans er öll, þannig að ekki er heldur víst að næsta sum- ar komi til mín. Með þessum fáu orðum vil ég úr fjarlægð kveðja síðustu kveðju frænda minn og vin, Gunnstein Sæþórsson, og fari hann heill hvert sem leiðin liggur. Matthildi og afkomendum þeirra Gunn- steins sendum við Margrét inni- legar samúðarkveðjur. Friðgeir Björnsson. Gunnsteinn Sæþórsson lést föstudaginn 18. janúar eftir bar- áttu við illvígan parkinsons-sjúk- dóm sem hann greindist með 2013. Haustið 2016 lærbrotnaði hann illa og náði aldrei fullum bata af því. Hann átti þó eftir það góðan tíma heima í Presthvammi við einstaka umönnun konu sinnar, Matthildar. Hann var fæddur í Prest- hvammi í Aðaldal þar sem hann átti síðar eftir að eyða mestum hluta starfsævi sinnar en ólst upp í Austurhaga í sömu sveit. Nokk- ur ár stundaði hann almenna vinnu og fór á vertíðir eins og títt var en 1959 giftist hann Möttu eins og hún er jafnan kölluð og bjuggu þau á Húsavík fyrstu ár- in. En hugurinn leitaði í sveitina og 1962 tóku þau jörðina Prest- hvamm á leigu og bjuggu þar alla tíð síðan. Árið 1987 keyptu þau jörðina og ólu þar upp börn sín fjögur, þrjár dætur sem fluttu að heiman í tímans rás en sonurinn Sæþór settist að heima. Tók hann formlega við búi af foreldrum sín- um 1999 eftir að hafa um árabil rekið búið með þeim. Gunnsteinn var góður bóndi með blandaðan búskap, kindur, kýr og hesta, en fyrst og fremst var hann sauð- fjárbóndi, naut þess að umgang- ast kindur sínar og vinna öll þau verk sem þeim búskap fylgir. Hann hafði einnig mikið yndi af hestum og átti góð reiðhross. Ekki veitti af að eiga góða hesta þegar farið var í margra daga göngur á Þeistareyki. Og eftir að Sæþór hafði tekið við búsforráð- um hélt Gunnsteinn áfram að fara í fjósið og fjárhúsin. Við Gunnsteinn vorum svilar, giftir systrum, Matthildi og Vig- dísi Gunnarsdætrum, og varð fljótt mikill vinskapur milli heim- ila okkar. Óteljandi eru þær ferð- ir sem við Vigga höfum átt í Presthvamm og alltaf notið þar mikillar gestrisni, enda veislu- borð Möttu orðlagt. Eftir að við fluttum á annað landshorn höfum við átt þar margar gistinætur. Sama má segja um dætur okkar, ævinlega hefur þeim verið tekið opnum örmum. Gunnsteinn var mikill fjölskyldumaður, unni sín- um nánustu og var hreykinn af þeim öllum. Það leyndi sér ekki þegar boðið var að glæstu veislu- borði hjá Möttu eða rætt um dugnað Sæþórs við öll verk. Og á engan held ég sé hallað þó að sagt sé að alnafni hans, Gunn- steinn Sæþórsson yngri, hafi ver- ið í sérstöku uppáhaldi hjá afa sínum. Gunnsteinn átti líka sínar tóm- stundir sem einkum byggðust þó á því að hann hafði góða söng- rödd. Hef ég fyrir satt að hann hafi oftast sungið við fjósverkin, e.t.v. til að gera þau skemmti- legri! Hann söng í kirkjukórnum við Grenjaðarstaðarkirkju í ára- tugi og í karlakórnum Hreimi, einn af stofnendum kórsins 1975 og söng með honum eins lengi og heilsan leyfði. Og þó að sumarfrí eða ferðalög væru ekki árvissir atburðir fóru þau hjónin í nokkur ferðalög bæði innan lands og ut- an með kórnum. Munu það hafa verið einu ferðir Presthvamms- bóndans á erlenda grund og naut hann þeirra vel. Árvisst var að taka einn góðan sumardag í að fara með fjölskylduna á Þeista- reyki og varð fjölskylda okkar þeirrar ánægju aðnjótandi að taka stundum þátt í því „sumar- fríi“. Við Vigga sendum Möttu og aðstandendum öllum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Guðmundur Bjarnason. Gunnsteinn Sæþórsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær dóttir mín og systir okkar, RANNVEIG PÁLSDÓTTIR læknir, Strandvegi 7, Garðabæ, lést miðvikudaginn 16. janúar. Jarðarför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Soffía Stefánsdóttir Svana Pálsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Gísli Pálsson Soffía Pálsdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar og afi, EINAR GUÐNASON, bílstjóri, Víðiteig 2f, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 18 janúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 28. janúar, klukkan 13. Börn og barnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS KJELD læknir, Dalsbyggð 19, varð bráðkvaddur á bráðamóttökudeild Landspítalans 16. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. janúar klukkan 13. Marcella Iñiguez Matthías Kjeld Alfreð Kjeld Alexandra Kjeld Sveinn Ingi Reynisson Símon Reynir Sveinsson Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og barnabarn, EINAR GYLFASON, Suðurmýri 36, Seltjarnarnesi, lést í Víetnam mánudaginn 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Svava Árnadóttir Gylfi Einarsson Ragnheiður Helgadóttir Erna Kristín Gylfadóttir Ragnheiður Þórdís Gylfad. Björn Viðarsson og systradætur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Logafold 171, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 22. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 13. Páll Steinar Hrólfsson Ragnheidur Guðmundsd. Bjarni Sigurbjörnsson Hildur Guðmundsdóttir Guðmundur Erlingsson Gunnar Páll Pálsson Eyjólfur Pálsson Sigríður S. Pálsdóttir Gunnar Konráðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést að morgni 24. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Sigfúsdóttir Þorgeir Jóhannesson Jón Ólafur Sigfússon Alda Skarphéðinsdóttir Kristján Þór Sigfússon Ágústa Magnúsdóttir Haukur Sigfússon Díana Olsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.