Morgunblaðið - 26.01.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 26.01.2019, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019 Útivist & ferðalög NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 28. janúar. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Útivist og ferðalög föstudaginn 1. febrúar Meira fyrir lesendur Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir viðskiptafræðingur á 40 ára afmælií dag. Hún rekur sitt eigið fyrirtæki sem heitir Veganmatur ogsamanstendur af heildsölurekstri, vefverslun og veitingasölu. „Það er rúmt ár síðan ég hóf fullt starf við fyrirtækið og við erum með innflutning á ýmsum vörumerkjum, m.a. Oumph! sem er líklega þekktasta vörumerkið okkar. Við erum síðan að fara að opna skyndi- bitastað í Reykjavík. Við vorum með Jömm skyndibita á Street Food- markaðnum í Skeifunni síðasta sumar og ætlum að snúa aftur í varan- lega staðsetningu auk þess að hafa nýlega hafið dreifingu á Jömm- samlokum í verslanir. Svo erum við með veganbudin.is sem er sérversl- un á netinu.“ Eiginmaður Sæunnar, Magnús Reyr Agnarsson, er meðeigandi en auk Sæunnar eru tveir aðrir starfsmenn í fullri vinnu hjá fyrirtækinu. Þess má geta að vegan er ekki það sama og að vera grænmetisæta því vegan nýtir engar dýraafurðir eins og mjólk, egg eða hunang. Spurð um áhugamál þá segir Sæunn vinnuna vera aðaláhugamálið og hún ætlar meira að segja að vinna í dag. „Mér finnst afmælisdagar ekkert merkilegri en aðrir dagar. Talandi um áhugamál þá á ég þrjá ketti og einn hund og sá litli tími sem fer ekki í vinnuna og fjölskylduna fer í þau.“ Börn Sæunnar eru Jóhanna Friðsemd 20 ára, Viktor Andri 18 ára, Marín Birta 17 ára og stjúpsonur hennar er Sölvi Reyr. Í Kaliforníu Sæunn stödd í vegan-húsdýraathvarfi síðasta sumar þar sem sameinaðist ást hennar á veganisma og dýrum. Nýr veganstaður væntanlegur Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir er fertug G uðmundur Jónsson fæddist 26. janúar 1924 á Rauðabergi í Mýra- hreppi en ólst upp að Hoffelli í Nesjahreppi. Hann lauk námi frá Alþýðuskól- anum á Laugum 1944 og fór í húsa- smíðanám til Reykjavíkur 1945, lauk sveinsprófi 1949 og varð húsa- smíðameistari 1952. Guðmundur flutti til Hafnar 1950 og stofnaði Trésmiðju Hornafjarðar sem hann rak, ásamt konu sinni, Sigrúnu Eiríksdóttur, í næstum fjóra áratugi. Hann stundaði al- menna húsasmíði og verkstæð- isvinnu, auk verktakastarfsemi. Hann var mikill athafnamaður og frumkvöðull og var jafnan með fjölda fólks í vinnu. Hann var mjög fær í sínu fagi og byggði sem ungur maður flóknar byggingar eins og til dæmis Bjarnaneskirkju í Nesjum. Guðmundur stofnaði Steypustöð Hornafjarðar, ásamt Sigurði Geirs- syni frá Reyðará, og starfræktu þeir hana í tæplega tuttugu ár. Þá gerði Guðmundur út aflaskipið Jón Eiríksson í tæp tíu ár í félagi við Ástvald Valdimarsson skipstjóra. Guðmundur er einn stofnenda Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar og sat þar í stjórn og gegndi for- mennsku í nokkur ár. Hann var um- sjónarmaður með fasteignum Kaup- félags Austur-Skaftfellinga 1983-91, sat í hreppsnefnd Hafnarhrepps Guðmundur Jónsson húsasmíðameistari – 95 ára Með börnunum Guðmundur ásamt Eiríki, Jóni, Ástu Halldóru og Svövu Kristbjörgu. Athafnamaður á Höfn Hestaræktandinn Guðmundur heilsar upp á Flóka, yngsta folaldið sitt. Reykjavík Magnús Þór fæddist 3. maí 2018 kl. 10.31. Hann vó 3.620 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Ólafía Huld Erlendsdóttir og Magnús Torfi Ólafsson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.