Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2019
Ens og hefð er fyrir býður Reykja-
víkurborg upp á árlega tónleika á
Kjarvalsstöðum á morgun, 27. jan-
úar, klukkan 15, í tilefni þess að það
er afmælisdagur tónskáldsins W.A.
Mozarts sem fæddist á þessum degi
árið 1756.
Að þessu sinni verður boðið upp á
tónlist fyrir blásaraoktett. Fluttar
verða tvær kvöldlokkur, í c-moll
KV 388 og í Es-dúr KV 375. Flytj-
endur eru Matthías Nardeau, Peter
Tompkins, Rúnar Óskarsson, Grím-
ur Helgason, Bryndís Þórsdóttir,
Brjánn Ingason, Frank Hammerin
og Emil Friðfinnsson. Sigurður
Ingvi Snorrason fjallar um tón-
skáldið og tónlistina.
Brjánn Ingason hefur nokkrum
sinnum áður komið fram á þessum
árlegu tónleikum og segir Mozart
hafa skrifað mikið af fallegri tónlist
fyrir blásara. „Báðar þessar sere-
nöður eru stór kammerverk þar
sem flautur fá ekki að vera með en
horn koma inn í staðinn. Liturinn er
dekkri en til að mynda hjá hefð-
bundnum blásarakvintett,“ segir
hann. „Þetta eru tvö af okkar uppá-
halds Mozart-verkum, allt sem ger-
ir svo skemmtilegt að spila óperur
hans og sinfóníur er líka að finna í
þessum verkum, bara saman-
þjappað fyrir okkur blásarana.
Á þessum árlegu tónleikum heyr-
ast annars oft stykki sem eru ekki
oft á dagskrá tónleika hér. Við höf-
um öll spilað þessi verk áður í ein-
hverju samhengi en það er orðið
langt síðan og gaman að koma að
þeim að nýju.“
Brjánn segir þennan hóp blásara
hafa komið saman fyrir þetta til-
efni. Fjórir þeirra hafi komið fram
sem blásarakvintett fyrir tveimur
árum undir heitinu Norðangarri
„og ætli þetta sé þá ekki Norðan-
garri og félagar,“ segir hann og
hlær. Allir starfa blásararnir með
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Brjánn segist hafa leikið fyrst
með svona hljóðfærahóp þegar
hann var 17 ára, með Blásarakvin-
tett Reykjavíkur og félögum, fyrir
bráðum fjörutíu árum. „Þá var ég
langyngstur en nú er ég elstur! Það
er skemmtilegast að vera sá reyndi
í hópnum …“
Brjánn er ánægður með þá hefð
að minnast Mozarts með tónleikum
á fæðingardegi, rétt eins og þá ein-
stöku hefð að Sálumessa tónskálds-
ins er árlega flutt hér á landi á
dánarstund Mozarts. „Það er aldrei
of mikið af Mozart!“ segir hann.
efi@mbl.is
Ljósmynd/Einar Jóhannesson
Flytjendurnir Sjö af átta blásurum sem koma fram á Kjarvalsstöðum á
sunnudag og flytja tvær af kvöldlokkum tónskáldsins.
„Það er aldrei of
mikið af Mozart“
Tónleikar á fæðingardegi Mozarts
Myndlistarmaðurinn Jakob Veigar
Sigurðsson opnar í dag, laugardag,
kl. 16 sýningu í galleríi Fold við
Rauðarárstíg. Sýninguna kallar
hann Óreiðu.
Í tilkynningu segir að Jakob
Veigar sé ungur og upprennandi
listamaður sem „hefur óstjórnlega
ástríðu fyrir málaralist. Abstrakt-
verk hans sýna meðal annars kraft-
miklar sprengingar og litaflóð sem
næstum flæða út fyrir strigann. Þó
svo að stundum megi greina lands-
lag eða uppstillingu í verkum hans
lúta þau eigin reglu og lögmálum
þyngdaraflsins er á stundum ýtt til
hliðar. Áhorfandans bíður að sog-
ast inn í þessar „náttúruhamfarir“
á striganum. Málun verksins er
jafnmikilvægur gjörningur og loka-
útkoman“.
Jakon Veigar útskrifaðist frá
LHÍ árið 2016 og hélt þá til Vínar-
borgar til áframhaldandi náms og
þar býr hann og starfar nú.
Sprengingar Hluti af einu málverka
Jakobs Veigars á sýningunni.
Jakob Veigar sýnir
í Galleríi Fold
Síðastliðnar tvær vikur hafa út-
skriftarnemendur við myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands dvalið á
vegum Alþýðuhússins á Siglufirði.
Nemendurnir hafa starfað undir
handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur og Sindra Leifssonar ásamt
því að hafa kynnst heimamönnum
og menningarstarfsemi í Siglufirði
og Eyjafirði.
Sýning verður á afrakstri vinnu
nemendanna þessar vikur og verð-
ur opnuð í Segli 67 á Siglufirði kl.
15 í dag, laugardag. Sýningin, sem
nemendurnir kalla Suðsuðves, mun
jafnframt verða opin á morgun,
sunnudag, frá klukkan 14 til 17.
Átján nemendur eiga fjölbreytileg
verk á sýningunni. Styrktar- og
samstarfsaðilar LHÍ við verkefnið
eru Alþýðuhúsið, Aðalbakarí,
Fjallabyggð, Húsasmiðjan, Kjör-
búðin, Norðurorka, Ramminn hf.,
Segull 67, Torgið og Uppbygg-
ingasjóður Eyþings.
Undirbúningur Einn nemendanna sem
sýna við vinnu að verki á Siglufirði.
Nemendasýningin
Suðsuðves opnuð
Damsel
Metacritic 63/100
IMDb 5,6/10
Bíó Paradís 20.00, 22.15
First Reformed
Metacritic 85/100
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 21.50
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 17.10
Shoplifters
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.40, 19.30
Nár í nærmynd
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 19.50
Underdog
Metacritic 37/100
IMDb 4,8/10
Bíó Paradís 17.30
Suspiria
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 64/100
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 20.00
Mary Queen of
Scots 16
Metacritic 60/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 19.50, 22.25
Háskólabíó 20.50
Borgarbíó Akureyri 19.30
Skýrsla 64 16
Nokkur óleyst mannshvörf
frá árinu 1987 vekja athygli
hjá deild Q í dönsku lögregl-
unni rúmum tuttugu árum
seinna.
IMDb 7,8/10
Smárabíó 19.40, 22.20
Háskólabíó 18.10, 20.40
Borgarbíó Akureyri 19.30,
22.00
The Upside Metacritic 45/100
IMDb 5,5/10
Laugarásbíó 19.50, 22.25
Háskólabíó 15.30, 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.00,
22.00
Green Book 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 70/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Sambíóin Kringlunni 16.10,
19.00, 21.45
Escape Room 16
Metacritic 50/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 19.50, 22.10
Aquaman 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.40
Sambíóin Egilshöll 14.00,
22.30
Sambíóin Akureyri 19.30
Holmes og Watson 12
Metacritic 24/100
IMDb 3,4/10
Smárabíó 17.30, 22.10
Robin Hood 12
Metacritic 32/100
IMDb 5,4/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Sambíóin Akureyri 22.20
Mary Poppins
Returns 12
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 14.20,
15.00, 17.50, 19.40
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.00
Sambíóin Kringlunni 13.30
Sambíóin Akureyri 16.40
Second Act IMDb 5,8/10
Laugarásbíó 17.20
Bumblebee 12
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 14.40,
17.10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.25
Smárabíó 13.00 (LÚX),
16.00 (LÚX)
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.10,
19.00
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Laugarásbíó 14.00, 16.30
Sambíóin Keflavík 14.30
Smárabíó 13.20, 14.40,
16.30, 16.50, 19.30
Ótrúleg saga um
risastóra peru IMDb 6,2/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 13.10, 15.20,
17.30
Borgarbíó Akureyri 15.00,
17.30
Halaprúðar hetjur IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 12.50,
13.10
Sambíóin Akureyri 14.00
Sambíóin Keflavík 14.30
Nonni norðursins 2 Laugarásbíó 14.00
Smárabíó 14.30
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 14.30,
17.00
Sambíóin Egilshöll 14.00
Sambíóin Kringlunni 13.40
Sambíóin Akureyri 14.30
Sambíóin Keflavík 16.15
Smáfótur Metacritic 60/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 12.50
Kevin Crumb, David Dunn, og Elijah Prince,
öðru nafni hr. Glass, eru allir staddir saman á
geðspítala, og eru þar í sérstöku prógrammi
fyrir fólk sem heldur að það sé ofurhetjur.
Metacritic 41/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 16.30 (VIP), 19.30, 21.50 (VIP), 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00
Sambíóin Kringlunni 21.45
Sambíóin Keflavík 22.00
Smárabíó 19.00, 19.30, 21.50, 22.20
Glass 16
Instant Family
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Metacritic 57/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka
14.50, 17.20, 19.50, 22.20
Sambíóin Egilshöll 14.00,
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni
13.45, 16.15, 18.45
Sambíóin Akureyri 17.00, 19.30
Sambíóin Keflavík 17.00, 19.30
The Mule 12
90 ára plöntusérfræðingur og fyrrverandi hermaður er grip-
inn með þriggja milljóna dala virði af kókaíni sem hann er að
flytja fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring.
Metacritic 58/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 14.00,
17.20, 19.20, 19.50, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30, 22.40
Sambíóin Kringlunni 21.15
Sambíóin Akureyri 22.00
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna