Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 52

Morgunblaðið - 26.01.2019, Page 52
Ljóðaleikur í anda Karls Einars- sonar Dunganons verður fluttur kl. 14 á morgun í Listasafni Íslands. Vínljóðin sem hann orti undir sam- heitinu In Vino Veritas, eða Í víni býr sannleikur, lofa þrúgur, vín og veislur. Einnig flytur Nýlókórinn í eigin útsetningu ljóð, sem Dung- anon orti á hinni óþekktu tungu Atlantis, landsins sem sökk í sæ. Vínóður – Ljóðaleikur í anda Dunganons LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.108 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Nýtt nafn verður ritað á heims- meistarabikar karla í handknatt- leik á morgun þegar tvær Norður- andaþjóðir mætast í úrslitaleik keppninnar í fyrsta skipti. Dan- mörk og Noregur slógu út Frakk- land og Þýskaland á glæsilegan hátt í Hamborg í gær og úrslita- leikur þeirra fer fram í Herning í Danmörku. »2 Nýir heimsmeistarar krýndir í Herning Armel-óperuhátíðin í Ungverjalandi hefur boðið Íslensku óperunni að sýna uppfærslu sína af óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason. Kór Íslensku óperunnar tekur þátt í upp- færslunni í Ungverjalandi og flestir flytjendur eru þeir sömu og í Eld- borg í sumar, utan ungversk hljóm- sveit sem tekur þátt undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Óper- an er byggð á dönsku kvikmyndinni Brothers eftir Susanne Bier og fjallar um tvo bræður sem hafa valið ólíkar leiðir í lífinu. Streymisveitan Opera Vision, sem sendir út valdar óperur og nær víða um heim, hefur ákveðið að sýna óperuna í febrúar. Brothers boðið á óperuhátíð í Búdapest ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Wyatt Woodbery, 17 ára bandarísk- ur menntaskólanemi í Atlanta með áhuga á málvísindum, vann skóla- verkefni innan rannsóknarverkefnis Sigríðar Sigurjónsdóttur og Eiríks Rögnvaldssonar, prófessora í ís- lenskri málfræði við Háskóla Ís- lands, undanfarnar þrjár vikur. „Ís- lenskan vakti áhuga minn,“ segir hann um óskina sem varð að veru- leika. Öndvegisverkefnið „Greining á málfræðilegum afleiðingum staf- ræns málsambýlis“, sem styrkt er af Rannsóknasjóði Íslands, hefur verið í vinnslu síðan 2016. Wyatt Wood- bery sá umfjöllun um það á vefnum, setti sig í samband við Sigríði sl. haust og bauð fram krafta sína í verkefninu. Hann gerði henni grein fyrir sér, lýsti yfir áhuga sínum á málvísindum og benti henni á að hann hefði kynnt sér grunnfræði- greinar málvísinda. „Fljótlega fékk ég jákvætt svar frá henni, sem stað- festi að það sakar aldrei að reyna.“ Sigríður tekur í sama streng. „Bréfið frá honum var svo einlægt og flott að ég sló til og sagði já,“ seg- ir hún. Mat færni í ensku Pilturinn kom á eigin vegum til landsins með föður sínum fyrir ára- mót og vann í þrjár vikur við það að meta ensk málsýni þátttakenda í öndvegisverkefninu. Sigríður segir að 130 manns 13 ára og eldri hafi komið í viðtal, þar sem þeir hafi m.a. verið beðnir um að tala ensku, ímynda sér að þeir væru að lýsa Ís- landi fyrir útlendingi. Vinna Wyatts hafi falist í því að meta íslenska hreiminn og færni viðkomandi í ensku. „Hann leysti verkefnið ótrú- lega vel af hendi,“ segir hún. Wyatt tekur undir það. „Þetta gekk betur en ég þorði að vona,“ segir hann. „Í raun vissi ég ekki hvað ég átti að gera fyrr en ég hitti Sigríði, hún spurði mig hvað ég vildi gera og stakk í kjölfarið upp á þessu verk- efni!“ Íslensk menning hefur heillað Wyatt og hún hafði einnig áhrif á áhuga hans á að vinna verkefni á Ís- landi. Áður en hann hafi byrjað að læra málið fyrr í vetur hafi hann hlustað á íslenska tónlist þar sem Ásgeir, Valdimar og Helgi Björns- son séu í miklu uppáhaldi. Hann hafi líka fengið að kynnast náttúru lands- ins, sem hann hafi fallið fyrir, þegar hann byrjaði að kynna sér land og þjóð. „Ég hef rétt skyggnst undir yfirborðið,“ segir kappinn, sem er þegar farinn að undirbúa næstu heimsókn. Víða erlendis stendur nú yfir for- keppni fyrir ólympíuleika í málvís- indum. Sigríður benti Wyatt á það og hann tók þátt í keppni fyrir val á ól- ympíuliði Bandaríkjanna í fyrradag. „Vonandi verð ég valinn,“ segir hann og þakkar Sigríði fyrir að minna sig á keppnina. „Hún er ein dásamleg- asta manneskja sem ég hef hitt og leiðsögn hennar er mér ómetanleg.“ Fræðimenn Sigríður Sigurjónsdóttir og Wyatt Woodbery unnu vel saman í öndvegisverkefninu. Íslensk rannsókn vekur athygli vestra  Bandarískur menntaskólanemi til liðs við prófessora ÞÁTTARÖÐIN ER KOMIN í Sjónvarp Símans Premium

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.