Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það er upplifun tannlækna, heil- brigðisstarfsfólks og þeirra sem koma að geðverndarmálum að tannheilsa fólks með geðraskanir sé lakari en hjá þeim sem ekki þjást af slíkum sjúkdómum. Þessi hópur er oft, vegna heilsufars síns, ekki nægilega vel í stakk búinn til að sinna daglegri munnhirðu. Efnahagur fólks með geðraskanir, sem oft er verri en annarra, getur líka haft áhrif í þessu sambandi. Árleg tannverndarvika Embætt- is landlæknis og Tannlæknafélags Íslands hefst í dag og þar verður sérstök áhersla lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, fagnar þessu framtaki. Hún segir að tals- vert sé um að fólk með geðrask- anir leiti til félagsins vegna slæmr- ar tannheilsu. Ásta Óskarsdóttir, tannlæknir á tannlæknastofunni Valhöll, hefur talsvert sinnt fólki með geðrask- anir. Að hennar sögn er tannheilsu fólks í þeim hópi í mörgum til- vikum mjög ábótavant, sérstaklega hjá mjög veiku fólki. „Margir sem eru með geðraskanir eru á lyfjum sem geta valdið munnþurrki og þannig margfaldað ýmis vandamál í munni,“ segir hún. Ungir með illa farnar tennur Hún segir að engar rannsóknir eða kannanir hafi verið gerðar hér á landi á tannheilsu fólks í þessum hópi, en það sé tilfinning tann- lækna og heilbrigðisstarfsfólks að hún sé lakari en annarra. „Þetta er eitthvað sem flestir tannlæknar kannast við. Ekki er óalgengt að ungt fólk með geðraskanir sé með margar illa farnar tennur.“ Ásta segir að margt fólk með geðraskanir leiti mjög seint til tannlækna, jafnvel ekki fyrr en vandinn er orðinn verulegur og margþættur. „Það krefst því oft mikilla aðgerða sem ekki hefði þurft að fara í að öðrum kosti,“ segir hún. Undir þetta tekur Anna Gunn- hildur. Hún segir að upplýsingar um tannheilsu þessa hóps hafi ekki verið teknar saman, eftir því sem hún komist næst, en það sé tilfinn- ing hennar að hún sé verri en hjá öðrum hópum. „Okkar skjólstæð- ingar hafa gjarnan minni fjárráð en aðrir og tannlækningar eru dæmigerðar fyrir þá þætti sem sæta afgangi í daglegu lífi fólks sem hefur lítið handa á milli. Svo hafa lyfin þarna líka áhrif, en mörg lyf sem fólk með geðraskanir tekur hafa slæm áhrif á tannheils- una.“ Hafa ekki efni á hollum mat Annað sem Anna Gunnhildur bendir á í þessu sambandi er að hollari matvæli, sem stuðli gjarnan að betri tannheilsu, séu oft dýrari en óhollari matur og fólk með geð- raskanir hafi oft hreinlega ekki efni á að velja hollari kostinn með tilheyrandi afleiðingum. Hún segir að nokkuð sé um að fyrirspurnir berist til Geðhjálpar um niðurgreiðslu á tannlækna- kostnaði og hvert hægt sé að snúa sér til að fá aðstoð við að mæta slíkum kostnaði. „Við bendum fólki þá á að hafa samband við sín stétt- arfélög, en mörg þeirra veita styrki til að fara til tannlæknis,“ segir hún. „Annars verðum við sí- fellt meira vör við að fólk fari utan, oft til Austur-Evrópu, til að fara til tannlækna. Oft, þegar illa er komið fyrir tannheilsu fólks, er það gjör- samlega ókleift fyrir öryrkja að sækja sér tannlæknaþjónustu hér á landi.“ Spurð hvers vegna þessi hópur hafi orðið fyrir valinu í Tannvernd- arvikunni segir Ásta að í þessu samstarfi Tannlæknafélagsins og Embættis landlæknis hafi ýmsir hópar verið skoðaðir hingað til, m.a. eldri borgarar. Eftir samtöl við fagfólk innan heilbrigðiskerf- isins hafi verið ákveðið að leggja áherslu á fólk með geðraskanir. Vilja horfa til lengri tíma Við undirbúning Tannverndar- vikunnar hefur verið rætt við heil- brigðisstarfsfólk á geðdeildum um hvernig best sé að standa að þessu verkefni. Meðal þess sem lögð verður áhersla á er vitundarvakn- ing um nauðsyn þess að hugsa um tennur sínar daglega. Veitt verður hópfræðsla, bæði þeim sem starfa við umönnun geðsjúkra og skjól- stæðingum þeirra og þá verða ein- staklingum mögulega veittar leið- beiningar. „Núna er staðan þannig að þeg- ar ungur einstaklingur leggst inn á endurhæfingargeðdeild er ástand tanna hans ekki skoðað kerfis- bundið. Við erum að vonast til þess að það geti breyst í þá veru að hver einstaklingur á leið í end- urhæfingu geti fengið skoðun og viðeigandi meðferð hjá tannlækni,“ segir Ásta. „Við vonumst til að sú reynsla og þekking sem kemur út úr þessu verkefni leggi grunninn að bættri tannheilsu ungs fólks með geðraskanir til lengri tíma.“ Í fyrra breyttust endurgreiðslur Sjúkratrygginga á þann veg að aukin var greiðsluþátttaka vegna kostnaðar við almennar tannlækn- ingar fólks með geðraskanir sem er 18 ára og eldra. „Núna er vissulega auðveldara fjárhagslega fyrir þennan hóp að þiggja tannlæknaþjónustu en það er ekki víst að allir séu meðvitaðir um það,“ segir Katrín Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Tann- læknafélags Íslands. Tannheilsa geðsjúkra oft slæm  Tannverndarvika hefst í dag og þar verður lögð áhersla á tannheilsu fólks með geðraskanir  Lyf og efnahagur hafa mikil áhrif  Talsvert er um að fólk með geðraskanir fari til tannlækna í útlöndum Ljósmynd/Thinkstock Hjá tannlækni Í Tannverndarviku, sem hefst í dag, verður áhersla lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir. Þessi hópur er oft, vegna heilsufars síns, ekki nægilega vel í stakk búinn til að sinna daglegri munnhirðu sinni. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Ásta Óskarsdóttir Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is ÚTANSK ÞORRAMATUR www.veislulist.is BLÓTUM ÞORRANN EINS OG SÖNNUM ÍSLENDINGUM SÆMIR Allt um þorramatinn, verð og veislur á heimasíðu okkar veislulist.is Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og doktorsnemi við læknadeild Há- skóla Íslands, segir að rannsókn sem hún vann leiði í ljós að mörgum körlum á Íslandi finnst ekkert að því að beita maka sinn ofbeldi. „Ég velti fyrir mér hvað við er- um að gera rangt sem uppalendur, af hverju finnst svona mörgum drengjum og körlum svona hegðun í lagi?“ Í rannsókninni er tekið saman hver upplifun kvenna af heimilis- ofbeldi er en Drífa vildi skrá hana niður á skipulagðan hátt. Af 202 konum sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi svöruðu 118 konur spurningunni um kynferðislegt of- beldi játandi. Ef hlutfall kvenna sem greindu frá kynferðislegu ofbeldi í hverri viku, oft í viku og daglega er lagt saman kemur í ljós að hlutfallið er 38%. Nær allar konurnar (98%) sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi en um 62% þeirra höfðu einnig reynslu af líkamlegu og 60% kvennanna höfðu einnig reynslu af kynferð- islegu ofbeldi. Morðhótanir algengar Morðhótanir eru jafnframt al- gengar í ofbeldissamböndum og sögðust 23% kvennanna hafa fengið morðhótun frá núverandi eða fyrr- verandi maka sínum. Meira en helmingur svarenda greindi frá fjár- hagslegu ofbeldi (54%) og 24% frá stafrænu ofbeldi. Að sögn Drífu getur fjárhagslegt ofbeldi sett konur í mjög erfiða stöðu þegar þær reyna að brjótast út úr ofbeldissamböndum. Þær eiga oft erfiðara með að taka af skarið og fara, ekki síst ef börn eru í spilinu. Nánast allar (90,9%) konurnar sögðu að maki þeirra hefði kennt þeim um ofbeldið sem hann beitti. Drífa segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir. „Sem er at- hyglisvert. Að það sé sama hvar þú býrð í heiminum, aðstæðurnar, kröf- urnar og ranghugmyndirnar eru af mjög svipuðum toga.“ Viðtalið má nálgast í fullri lengd á mbl.is. guna@mbl.is Ofbeldismenn kenna konum um  Ný rannsókn á upplifun þolenda Drífa Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.