Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum að sigla inn í síðasta ár- ið í verkefninu og erum að biðla til sveitarfélagsins um að gefa nú aðeins í með okkur,“ segir Helga Íris Ingólfsdóttir, verkefnastjóri Hrísey - Perla Eyjafjarðar sem er hluti af áætlun Byggðastofnunar til að efla brothættar byggðir. Verkefnið hófst síðla árs 2015 en íbúum í Hrísey fækkaði um 20 það ár. Íbúatalan hefur síðan ver- ið í nokkru jafnvægi, rúmlega 150. Helga segir raunar að árangur verkefnisins sé frekar mældur í ánægju íbúa en fjölda. Markmið hafa náðst Staða verkefnisins var kynnt á íbúafundi í Hrísey fyrir skömmu og í kjölfarið var það kynnt í bæj- arráði Akureyrarbæjar sem Hrís- ey tilheyrir. „Við fórum yfir öll markmið og skoðuðum hvað hefði tekist og hvað ekki,“ segir Helga. Telur hún að verkefnið hafi geng- ið ágætlega. Eitt markmiðið var að renna styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna og opna veit- ingastað. Það hefur náðst, veit- ingstaður hefur verið opnaður og ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað. Þá hefur verið opnað gistiheimili. Annað markmið var að styrkja tvö álitleg sprotafyrirtæki við ný- sköpun. Stærstu sprotarnir eru saltframleiðsla og eggjabú með ís- lenskum landnámshænum. Fjölga fólki og auka vinnu Helga segir að verkefnis- stjórnin hafi áhuga á að auka markaðssetningu á Hrísey, ekki aðeins til að laða að fleiri ferða- menn heldur einnig íbúa, fjárfesta og fyrirtæki. Nýta sérstöðu eyj- arinnar til að koma upp atvinnu- rekstri. Eitt af erindum stjórn- arinnar við byggðarráð Akur- eyrarbæjar var að óska eftir stuðningi við það. „Þetta er ein- stök eyja með einstaka sögu. Ég tel að fjárfestar gætu séð hér hag í að fjárfesta,“ segir hún. Á fundinum var sett nýtt mark- mið sem áhersla verður lögð á í ár. Það er að fá lagðan ljósleiðara til Hríseyjar. Helga Íris er jafnframt verk- efnastjóri sambærilegs verkefnis sem unnið er að í Grímsey og nefnt er Glæðum Grímsey. Þar er unnið að samskonar stöðumati með íbúunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Brothætt Elstu húsin í Hrísey eru næst höfninni, eins og víða annars staðar. Vilja auka kynn- ingu á Hrísey  Íbúar óska eftir ljósleiðara út í eyju Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Mér finnst þetta ekki ásættanleg nýting, það segir okkur að það sé eitthvað að reglunum,“ segir Kol- brún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um nýtingu á frí- stundakortum Reykjavíkur- borgar. Hún lagði ný- verið fram tillögu í borgarráði þess efnis að víkka þyrfti notkunar- reglur kortsins. „Ég vil víkka reglurnar, þannig að að lokum verði nýtingin 100% í öll- um hverfum borgarinnar. Það er ekki nema 70-80% nýting sums stað- ar og við eigum ekki að linna látum fyrr en börnin okkar í borginni geta nýtt sér þetta með einhverjum hætti.“ Ekki hægt að kaupa sundkort Kolbrún segir að með því að víkka reglurnar sé mögulegt að nýta kortið á fjölbreyttari hátt en nú er gert. „Þá væri hægt að nýta kortið í allt er varðar tómstundir og hreyfingu,“ segir Kolbrún og tekur sem dæmi að hægt væri að nýta frístundakortið til þess að kaupa sundkort. Eins og staðan er núna er einungis hægt að greiða fyrir sundæfingar með kortinu en ekki mögulegt að kaupa sundkort. „Það geta komið upp fleiri hug- myndir en þetta var bara byrjunin. Ég ætla að sjá hvernig þessu verður tekið áður en ég fer af stað með næstu tillögu, að systkini gætu notað kortið saman. Svo mun ég finna meira. Síðan liggja þessir peningar sem búið er að taka frá í þetta bara ónot- aðir en hægt væri að nota þá í að hjálpa fólki miklu meira.“ Systkini geta ekki samnýtt Aðspurð segir Kolbrún að kortið ætti að vera í meira mæli nýtt til þess að auka jöfnuð. „Það hafa ekki komið fram hug- myndir um það frá þeim í meirihlut- anum eftir því sem ég best veit. Þú sérð til dæmis að systkini geta ekki notað sama kortið. Ég vil að við hjálp- um börnum sem eru undir fátæktar- mörkum. Við erum til dæmis með til- lögu um að þau fái frítt í frístunda- heimili.“ Börn undir fátæktarmörkum Kolbrún segir nauðsynlegt að líta í auknum mæli til þeirra barna sem hafa það verst. „Það eru um 700 börn í borginni sem eru undir fátækramörkum og við þurfum auðvitað að einblína sérstak- lega á þennan hóp. Mér finnst allt of lítið gert af því í borginni að horfa á þessi börn og þessa fátæku foreldra. Þetta er bara einn liður í því og fyrst það er búið að fjármagna þessi kort þá er bara um að gera að leyfa börnum að nota þetta til þess að nýta þennan pening í eitthvað sem for- eldrarnir þyrftu annars að greiða fyrir.“ Tölur um nýtingu frístundakorts- ins árið 2018 eru ekki tilbúnar en ár- ið 2017 var nýtingin minnst í Breið- holti eða tæp 69% en mest í Vesturbæ og Háaleitis- og Bústaða- hverfi eða tæp 90%. Frístundakort nýtt í takmörkuðum mæli  Borgarfulltrúi segir nauðsynlegt að víkka reglur um kortin Frístundakort » Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkur- borg til barna á aldrinum 6 til 18 ára. Það er hægt að nota frí- stundakortið til að borga fyrir þátttöku í tilteknum íþróttum, listum og tómstundum. » Það er einungis hægt að nota frístundakortið hjá fé- lögum og samtökum í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæðinu. » Hvert frístundakort gildir frá 1. janúar til 31. desember. Ef frístundakortið er ekki notað á þessum tíma er ekki hægt að nota kortið seinna. Kolbrún Baldursdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Veittir hafa verið styrkir úr verkefn- inu Ísland ljóstengt til að tengja 4.100 staði í dreifbýli í 43 sveitar- félögum. Áætlað er að 1.900 lögbýli og fyrirtæki til viðbótar uppfylli kröfur sem gerðar eru. Er því útlit fyrir að alls um 6.000 staðir fái styrki til að tengjast ljósleiðara en í upphafi var áætlað að 3.900 staðir myndu geta notið verkefnisins. „Þetta hefur gengið vonum fram- ar. Menn brostu út í annað þegar við ætluðum að vera búnir að tengja allt landið við ljósleiðara á árinu 2020. Þótt það dragist fram á árið 2021 að ljúka tengingum verður væntanlega búið að ganga frá öllum styrkveit- inum í lok ársins 2020,“ segir Páll Jó- hann Pálsson, nýskipaður formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs. Sameiginlegt verkefni „Það er áhugavert hvað tekist hef- ur að tengja marga, fyrir ekki meiri fjármuni,“ segir Páll Jóhann. Hann segir að sveitarfélögin hafi komið inn í þessi verkefni af krafti enda væri þetta sameiginlegt verkefni ríkisins, sveitarfélaganna, fjarskiptafélag- anna og íbúanna. Markmiðið var að tengja 99,9% lögheimila utan þeirra svæða sem fjarskiptafyrirtækin sinna, staði með heilsársbúsetu og/eða atvinnustarf- semi allt árið. Fjarskiptasjóður hef- ur þegar veitt 1.350 milljónum í verkefnið og ríkið hefur veitt 200 milljónum í byggðastyrki til viðbót- ar. Páll Jóhann hefur ekki upplýs- ingar um hlutfallið í þeim verkefnum sem styrkt hafa verið en segir að í sumum sveitarfélögum hafi öll býli verið tengd. Hins vegar hátti sums staðar þannig til að afar dýrt sé að tengja einstaka staði. Reynt sé að gera það með aðkomu fleiri aðila. Nokkur svæði eru enn eftir, sér- staklega landmikil og dreifbýl sveit- arfélög. Unnið er að undirbúningi styrkveitingar fyrir árið í ár. 6.000 staðir verða tengdir  Vel gengur með ljósleiðaraverkefnið Morgunblaðið/Jónas Mýrdalur Mörg handtök eru við lagningu ljósleiðara um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.