Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 ✝ Hreinn JakobElvar Guð- mundsson fæddist í Hnífsdal 31. maí 1951. Hann lést á heimili sínu, Frum- skógum 1b Hvera- gerði, 24. janúar 2019. Foreldrar hans voru Kristný Rós- inkarsdóttir og Sigurður Guð- laugur Elíasson. Þegar Hreinn var ársgamall var hann ætt- leiddur af hjónunum Guðmundi Rósinkarssyni (bróður Kristn- ýjar), f. 27.1. 1924, d. 19.4. 1989, og Ragnhildi Hallgríms- dóttur, f. 23.2. 1924, d. 2.5. 2009. Þau bjuggu á Seltjarn- arnesi. Guðmundur og Ragn- hildur skildu þegar Hreinn var um 10 ára gamall. Hann bjó fyrsta árið eftir skilnaðinn hjá móður sinni, dvaldi síðan einn samfeðra; Jónu Sigurð- ardóttur. Systkini Hreins, börn Guð- mundar og Sigurlínu, eru þrjú; 1) Ingibjörg Rósa f. 1966. Maki hennar er Aðalsteinn Már Ólafsson og eiga þau þrjú börn; Guðmund Frey, Huldu Sólrúnu og Sigurlín Elfu. 2) Sigurborg Sólveig f. 1968, gift Ásmundi Helgasyni og eiga þau fjögur börn; Líneyju Rut, Helga Guðmund, Ásdísi Emblu og Baldur Jökul. 3) Auðun Már fæddur 1971. Hann á fjögur börn; Pétur Snæ, Öldu Lín, Ai- den Lin og Alisu Lin. Árið 1971 flutti Hreinn á Kleppspítala en hann hafði greinst með geðklofa nokkrum árum fyrr. Þar bjó hann í nokkur ár og síðar á ýmsum sambýlum fyrir geðfatlaða í Reykjavík. Fyrir um 20 árum flutti Hreinn í Hveragerði, í búsetuúrræði á vegum geð- deildar Landspítalans og Dval- arheimilisins Áss. Þar undi hann hag sínum vel og bjó til dánardags. Útförin fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 4. febrúar 2019, klukkan 15. vetur hjá föð- ursystur sinni El- ísabetu Rósink- arsdóttur og hennar fjölskyldu en flutti þá til föð- ur síns og seinni konu hans, Sigur- línu Sigurð- ardóttur, f. 20.8. 1940. Á sumrin dvaldi Hreinn á Fjarðarhorni í Hrútafirði hjá Jósep Rósink- arssyni, föðurbróður sínum, og hans fjölskyldu. Hreinn var alltaf í góðu sambandi við líffræðilega móð- ur sína Kristnýju og hennar mann Aðalbjörn og átti systk- ini þeim megin; Ester, Guð- mundur Árni , Jón, Haraldur, Jakobína og Rósinkar. Guð- mundur Árni og Hreinn voru albræður. Einnig á Hreinn eina systur Elskulegur stóri bróðir minn, Hreinn, er látinn. Einhvern veginn kom andlát hans mér í opna skjöldu og í uppnám, enda enginn aðdragandi. Það er þó gott til þess að hugsa að hann fékk að fara á friðsælan hátt, lagði sig eftir matinn og sofnaði svefninum langa. Saga Hreins er svolítið öðruvísi en gengur og gerist. Þegar hann var agnar- smár, eins árs, var hann ætt- leiddur af pabba og fyrri konu hans, Ragnhildi. Þau höfðu frumkvæði að því að ættleiða Hrein en móðir hans, Kristný, sem var systir pabba, var þá ein með þrjú lítil börn. Hún fór með Hrein til pabba og Ragn- hildar og var með honum í að- lögun hjá þeim í einhvern tíma og gaf þeim þá fallegustu gjöf sem nokkur getur gefið, litla drenginn sinn. Hjá pabba og Ragnhildi ólst Hreinn upp og bjuggu þau á Seltjarnarnesi. Það hefur eflaust verið erfitt fyrir Hrein, þá um 10 ára gam- all, þegar foreldrar hans skildu og heimilið leystist upp. Hann bjó fyrst um sinn hjá móður sinni en flutti síðan til pabba okkar og mömmu eftir að hafa verið einn vetur hjá Elsu frænku okkar. Með mömmu og pabba bjó hann fyrst á Háaleit- isbraut en svo flutti þau á Ás- brautina í Kópavogi stuttu eftir að Inga systir mín fæddist. Á Ásbrautinni bættist ég við og síðan Auðun. Ég man lítið eftir að Hreinn hafi búið með okkur enda var ég bara þriggja ára gömul þeg- ar hann flutti á Kleppsspítala. Þá var hann að verða tvítugur og veikindi hans farin að áger- ast. Hann dvaldi þó alltaf reglu- lega hjá okkur og man ég eftir mörgum ferðum með pabba inn á Klepp að sækja hann. Hreinn var ætíð afskaplega góður við okkur litlu systkini sín og lagði okkur oft lífsreglurnar, svo sem að passa okkur á umferðinni. Eftir að ég átti börnin mín lagði hann alltaf ríka áherslu á að passa vel upp á þau enda var honum ávallt umhugað um vel- ferð barna. Hreinn hafa ríka kímnigáfu og gat alltaf séð það jákvæða í tilverunni. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hann hallmæla nokkrum og varð ekki vör við neinn biturleika í garð fólks. Hreinn átti heima í Hvera- gerði síðustu 20 ár ævi sinnar, í búsetuúrræði á vegum Geðsviðs Landspítalans og Dvalarheimil- isins Áss. Hann var sérlega ánægður þar og fannst gott að búa í Hveragerði og vil ég þakka starfsfólki Áss fyrir að hafa hugsað vel um hann í öll þessi ár. Elsku Hreinn, nú ert þú kominn til pabba okkar, sem var akkerið í þínu lífi. Hann mun passa vel upp á þig eins og hann gerði ætíð og ég veit að þið munið hlæja saman. Hvíl í friði. Sigurborg S. Guðmundsdóttir. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson) Elsku besti bróðir minn; það var ólýsanleg sorg að fá símtal- ið frá Hveragerði um andlát þitt 24. janúar síðastliðinn. Ég og Alli hittum þig fyrir 10 dögum heima hjá þér og áttum góða stund saman og þér virtist líða vel. Þú varst jákvæður að eðl- isfari og aldrei heyrði ég þig kvarta; tókst hlutunum bara af æðruleysi og sættir þig við orð- inn hlut. Þú hafðir svo gaman af því þegar við komum með Júlíu Rós með okkur í yndislegu vorveðri og sjá hana hlaupa um allt túnið hjá þér. Afi hennar að eltast við hana þegar hún fór út á götuna. Þú varst 15 ára þegar ég kom í heiminn. Um leið og ég fór að hreyfa mig um, skreið ég inn í herbergið þitt til að skoða ýmsa hluti. Þetta var mömmu oft ekki til mikillar ánægju heyrði ég seinna. T.d. kom hún að mér með munninn fullan af gömlu flassperunum sem voru settar ofan á myndavélarnar. Rúmum tveimur árum seinna eignaðist þú svo aðra systur; Sigurborgu og varst þá orðinn 17 og hálfs árs. Svo fæddist Auðun þegar þú varst alveg að verða tvítugur, ég fjögurra og hálfs og Sigurborg rúmlega tveggja ára. Fljótlega eftir það þurftir þú að flytja af heimilinu og inn á Kleppsspítala þar sem þú dvald- ir í mörg ár held ég og svo á flestum sambýlum fyrir geðfatl- aða í Reykjavík. En þér líkaði langbest að búa í Hveragerði og dvaldir þú þar í 20 ár held ég. Þú áttir skellinöðru og komst oft á henni heim til okkar þegar göturnar voru auðar. Pabbi fór annars og sótti þig en þegar ég fékk bílpróf mátti ég fara til þín og ég man eftir þeim skiptum sem voru mjög skemmtileg. Ég held að ég hafi saknað þín mjög mikið eftir að þú fluttir. Mér fannst gott að vera nálægt þér og þú varst góður við okkur krakkana. Svo þegar við stofn- uðum okkar eigin fjölskyldur og eignuðumst börn þá var þér umhugað um okkur. Það var okkur öllum mjög erfitt og mikil sorg þegar pabbi okkar lést fyrir 30 árum. Hann var kletturinn í lífi þínu. Takk fyrir allt og allt, elsku Hreinn minn, og ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér. Æ, hvar er leiðið þitt lága, ljúfasti bróðir? Þar sem þú tárvota vanga á vinblíða móður mjúklega lagðir, er lífið lagði þig, bróðir minn kæri, sárustu þyrnunum sínum, þótt saklaus þú værir og góður. Æ, hvar er leiðið þitt lága? Mig langar að mega leggja á það liljukrans smáan, því liljurnar eiga sammerkt með sálinni þinni og sýna það, vinur minn besti, að ástin er öflug og lifir þótt augun í dauðanum bresti. (Jóhann Sigurjónsson) Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Hreinn Jakob Elv- ar Guðmundsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA SIGMARSDÓTTIR, lést að morgni þriðjudagsins 29. janúar á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Bjarnason Alda Benediktsdóttir Björg Bjarnadóttir Sigmar Bergvin Bjarnason Þóra Berg Jónsdóttir Alma Bjarnadóttir Perrone Antonio Perrone Bjarni Bjarnason Margrét Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAFN ÓLAFSSON, Gröf 3, Grundarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 25. janúar. Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 9. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Grundarfjarðarkirkju. Hrafnhildur Lilla Guðmundsdóttir Kristbjörn Rafnsson Oddný Gréta Eyjólfsdóttir Bárður Rafnsson Dóra Aðalsteinsdóttir Unnur María Rafnsdóttir Eiríkur Helgason Héðinn Rafn Rafnsson Jóhanna Beck Ingibjargard. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BLÖNDAL KRISTMUNDSSON, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, lést á hjartadeild Landspítala 30. janúar. Útför auglýst síðar. Sigríður Jóna Kjartansdóttir Halldóra N. Björnsdóttir Birgir Þór Baldvinsson Kristín Björnsdóttir Ingvi Geir Ómarsson Kjartan Þór Birgisson Hrefna Gunnarsdóttir Sigríður Þóra Birgisdóttir Óli Hörður Þórðarson Halldóra Þóra Birgisdóttir Jón Kristinn Helgason Kristín Þóra Birgisdóttir Hjördís Birna Ingvadóttir Kristmundur Ómar Ingvason Hrafnkell Steinarr Ingvason og langafabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA DÓRA GÚSTAFSDÓTTIR, lést sunnudaginn 27. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. febrúar klukkan 13. Einar Ósvald Lövdahl Sigurlaug Ingibjörg Lövdahl Jóhanna Sólveig Lövdahl Ragnhildur Hjördís Lövdahl Birgir Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ BOGADÓTTIR, Boðaþing 18, áður Reynihvammi, lést fimmtudagsinn 31. janúar Í faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki B2, Landspítala, Fossvogi, fyrir umönnun og hlýju. Þorsteinn E. Einarsson Heiða Þorsteinsdóttir Sigurður B. Gilbertsson Hildur M. Þorsteinsdóttir Björgvin Ingvason Þórey Una Þorsteinsdóttir Gísli Páll Davíðsson Helgi Þorsteinsson Leifur Már Þorsteinsson Gréta Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURHELGA STEFÁNSDÓTTIR (Helga), Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði fimmtudaginn 31. janúar. Kristín Bogadóttir Kristján Björnsson Sigurbjörn Bogason Kristrún Snjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN PÉTUR PÉTURSSON skipstjóri, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 29. janúar sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim er vilja minnast hans er bent á SOS barnaþorp. Guðlaug Pétursdóttir Sigurlína Pétursdóttir Halldór Pétursson Bryndís Björnsdóttir Ingi Pétursson Þorsteinn Pétursson Snjólaug Aðalsteinsdóttir Elsku amma okk- ar, nú er komið að kveðjustund. Þú ert nú komin á góðan stað í sumarlandinu með afa Ása. Hún amma okkar var alltaf jafn hress og glæsileg, gekk ávallt um bein í baki og með fín- ustu skartgripi. Hún var mjög gestrisin og maður var ávallt vel- kominn í heimsókn til hennar og afa jafnvel þó að maður hefði ekki gert boð á undan sér. Við munum varla eftir henni sitjandi, hún var alltaf eitthvað að græja í eldhúsinu og erum við sannfærð um að hún gerði heims- ins bestu kleinur, maður fór aldr- ei svangur heim frá ömmu. Hún var alltaf tilbúin að sinna okkur, spila veiðimann, dansa við okkur eða segja sögur fyrir Hildigunnur Eyfjörð ✝ HildigunnurEyfjörð fædd- ist 11. maí 1929. Hún lést 14. janúar 2019. Útför Hildigunn- ar fór fram 26. jan- úar 2019. svefninn þegar mað- ur gisti, eins og t.d. söguna um stúlkuna sem óð yfir lækinn. Ömmu var mjög illa við það að fljúga, en hún bætti upp vegalengd flugferð- anna með því að vera dugleg að fara í göngutúra. Við tök- um með okkur þá mikilvægu lexíu frá henni út lífið um mikilvægi hreyf- ingar. Við munum sakna þess að koma í heimsókn til þín og afa og finna lyktina af nýbökuðu brauði, hlusta á útvarpið og gæða okkur á nammimolum eða öðru góð- gæti. Við munum aldrei gleyma þér og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Þín barnabörn, Fannar Hólm, Steinar Freyr, Berglind Birta, Friðfinnur Steindór, Heiðrún Anna, Brynjar Hólm, Arnar Pálmi, Ásdís Marín, Hildur Ólöf og Margret Fanney Storm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.