Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
Donald Trump Bandaríkjaforseti
segir að hernaðarleg íhlutun í Vene-
súela sé valkostur, en vesturveldin
hafa aukið þrýsting sinn á að sósíal-
istaleiðtoginn Nicolas Maduro afsali
sér forsetavaldinu. Rússar brugðust
við yfirlýsingu hans í gær með því að
vara Trump við „skaðlegri afskipta-
semi“ í Venesúela.
Bandaríkin, Kanada og nokkur
ríki Rómönsku Ameríku hafa svarið
Maduro af sér eftir umdeilt endur-
kjör hans í fyrra og viðurkennt Juan
Guaido sem hefur lýst sig réttmætan
forseta. Frakkar og Austurríkis-
menn sögðust í gær myndu einnig
viðurkenna Guaido sem forseta hafn-
aði Maduro kröfum um frjálsar og
réttlátar kosningar.
Í stjórnartíð Maduro hefur efna-
hagur Venesúela hrunið og milljónir
íbúa landsins hafa yfirgefið landið.
Hann hefur hafnað tillögum um afsal
valda til Guaido. Nýtur hann stuðn-
ings Rússa, Kínverja og Tyrkja og –
það sem skiptir mestu máli – stuðn-
ings heraflans.
Í samtali við CBS-stöðina í gær,
sunnudag, sagði Trump hernaðar-
íhlutun í Venesúela til skoðunar.
„Vissulega, það er eitthvað sem er í
spilunum, það er valkostur,“ sagði
Trump. Hann sagði Maduro hafa far-
ið fram á fund með sér fyrir nokkrum
mánuðum. „Ég hafnaði því, það var
of seint,“ sagði Trump. Stjórn hans
greip í síðustu viku til refsiaðgerða
gagnvart ríkisolíufélaginu PDVSA
sem öðrum fyrirtækjum fremur hef-
ur aflað Venesúela gjaldeyristekna.
„Alþjóðasamfélagið ætti að koma
Venesúela til hjálpar án skaðlegrar
afskiptasemi erlendis frá,“ sagði Al-
exander Stsjetínín, deildarstjóri í
rússneska utanríkisráðuneytinu, við
Interfax-fréttastofuna í gær.
Bandaríska hjálparstofnunin
USAID undirbýr umfangsmikla
matvælaaðstoð við Venesúela. Óljóst
er hvort samtökin fá að koma til
landsins þar sem Maduro og ríkis-
stjórn hans neita því að mannúðar-
kreppa sé í landinu og óvíst er að
stjórnin hleypi nokkurri erlendri
neyðaraðstoð inn í landið.
Ýmsir embættismenn hafa gengið
Guaido á hönd, síðastur þeirra Jo-
nathan Velasco, sendiherra Vene-
súela í Írak, í gær. Flughershöfðing-
inn Francisco Yanez hvatti einnig
liðsmenn heraflans í myndbandi til
að snúa baki við Maduro. Engin
merki sjást þó um liðhlaup.
agas@mbl.is
Trump útilokar ekki íhlutun
Maduro neitar að afsala sér völdum Viðurkenna ekki neyðina og hafna hjálp-
argögnum Hershöfðingi hvatti liðsmenn heraflans til að snúa baki við Maduro
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, segist „vopnuð nýju um-
boði“ er hún heldur til samninga-
viðræðna við ráðamenn Evrópu-
sambandsins (ESB) um breytingar
á fyrra samkomulagi um útgöngu
Breta úr ESB, Brexit.
May sagðist einnig með nýjar
hugmyndir í farteskinu sem hún
sagðist binda vonir við að mættu
skilningi hjá samningamönnum
ESB. Þeir hafa aftur á móti sagst
undanfarið ekki vilja taka sam-
komulagið upp og endursemja.
Í grein sem May skrifaði í Sunday
Telegraph í gær kvaðst hún „ætla
að berjast fyrir Bretland og Norð-
ur-Írland“ til að fá breytt atriðum í
Brexit-samkomulaginu sem breska
þingið hefur hafnað, ekki síst sem
varða framtíð landamæra Norður-
Írlands. „Stöndum við saman og töl-
um einni röddu tel ég að við getum
fundið leið til árangurs,“ sagði
May. agas@mbl.is
BRETLAND
AFP
Bjartsýn Theresa May fer til Brussel.
Theresa May komin
með „nýtt“ umboð
Frans páfi varð í
gær fyrstur kaþ-
ólskra páfa til að
heimsækja Arab-
íuskagann er
hann kom í heim-
sókn til Samein-
uðu arabísku
furstadæmanna
(UAE).
Þangað bauð
honum krónprins
Abu Dhabi, Mohammed bin Zayed
al-Nahyan, til þátttöku í trúarráð-
stefnu þar sem ólík trúarbrögð
kæmu saman. Hann mun messa á
morgun, þriðjudag, og er búist við
að 120.000 manns muni sækja mess-
una.
Við brottförina frá Róm nefndi
páfi stríðsástandið í Jemen sér-
staklega og sagði beiðni borg-
aranna um hjálp „rísa alla leið upp
til Guðs. Þjóðin er þjáð eftir lang-
vinn átök og börn þjást af hungri en
fá ekki aðgang að matvæladreif-
ingu“.
Páfi hefur fordæmt stríðið í Jem-
en sem furstadæmin eru aðilar að
með þátttöku í aðgerðum fjöl-
þjóðahers undir forystu Sádi-
Arabíu. agas@mbl.is
ARABÍUSKAGINN
Páfi heimsækir
furstadæmin
Frans páfi
kveður í Róm.
Íbúar í og í grennd við borgina Townsville í
Ástralíu hafa verið varaðir við flóðum sem munu
ekki eiga sér nein fordæmi. Vegna áframhald-
andi monsúnrigninga voru stíflulokur opnaðar
upp á gátt í gær til að reyna að lækka í flóð-
unum. Meðal annarra hafi stífla á ánni Ross Ri-
ver ekki undan flaumnum. Allt að 20.000 hús
voru talin í stórhættu. Hefur straumvatnið hrifið
með sér flest lauslegt, þar á meðal bíla og skepn-
ur. Hafa hjarðir villtra hesta drepist. Á myndinni
má sjá margra metra djúpt flóðvatnið æða yfir
brú á Aplins Weir-stíflunni í Townsville.
AFP
Fordæmalaus flóð í Ástralíu
Hverfi Bretar samningslausir úr Evrópusamband-
inu (ESB) og fari allt á annan endann í London er
Elísabet önnur drottning tilbúin til eigin brott-
ferðar – til ótilgreinds staðar.
Breska stjórnin hefur dustað rykið af neyð-
aráætlun um brottflutning drottningar á hættutím-
um heima fyrir sem dregin var upp á tímum kalda
stríðsins. Gerir hún ráð fyrir undirbúningi brott-
flutnings konungsfjölskyldunnar í öruggt skjól
komi til óeirða og ofbeldisaðgerða og stórfelldra
líkamsmeiðinga.
Greint var frá þessum áformum í dagblöðunum
Sunday Times og Mail on Sunday í gær. Óttinn við
róstusama útgöngu hefur aukist í Bretlandi und-
anfarið í kjölfar þess að þingið samþykkti að The-
resa May forsætisráðherra yrði að semja upp á
nýtt um brottförina úr ESB, og fá sérstaklega fram
breytingar á ákvæði um landamæri Norður-
Írlands.
Hvorki May né aðrir þingleiðtogar hafa lagt
fram sérstaka breytingartillögu og samningamenn
ESB segja engar aðrar leiðir til en áður hafi verið
samið um. Leiðtogar Evrópuríkja og háttsettir
embættismenn í Brussel hafa þó sagt, að samn-
ingar verði ekki teknir upp án verulegra breytinga
á svonefndum „rauðum línum“ Breta.
Óljóst var hversu alvarlega breska ríkisstjórnin
liti líkurnar á brottflutningi konungsfjölskyld-
unnar, ef til uppþota kæmi í London. Bæði
Times og Mail sögðu þó að embættismenn hefðu
áhyggjur af vaxandi tilraunum til að draga fjöl-
skylduna inn í hinar erfiðu og logandi deilur um
Brexit í landinu.
Drottningin hefur almennt ekki látið heift-
úðlegar Brext-deilur til sín taka. Hún virtist þó
gera það, að vísu á hárfínan og óræðan hátt, í ræðu
nýverið þar sem hún hvatti þegna sína til að „leita
að sameiginlegri afstöðu“ og missa ekki sjónar á
„stærri myndinni“. agas@mbl.is
Drottningin færð í öruggt skjól