Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019
Matarstefna
Reykjavíkurborgar
2018-2022 var lögð fyr-
ir borgarráð 30. apríl
2018. Markmið borg-
arinnar í matarmálum
eru vissulega metn-
aðarfull. Þær aðgerðir
sem stefnt er á að ljúka
á þessu ári eru t.d. að
bæta starfsaðstöðu
kokka/matartækna
með þróun og innleiðingu á að-
stöðustaðli. Ábyrgð á þessari aðgerð
hefur svokallað Mathús Reykjavík-
ur. Segir í stefnunni að starfsemi
Mathúss Reykjavíkurborgar eigi að
hefjast 2019.
Hvað er Mathús
Reykjavíkurborgar?
Mathús Reykjavíkur á að verða ný
deild á skrifstofu þjónustu og rekst-
urs sem hefur meðal annars það
hlutverk að styðja máltíðaþjónustu
borgarinnar og fræðslu og símennt-
un mötuneytisstarfsfólks borg-
arinnar. Þetta er byggt á fordæmi
Köbenhavns Madhus. Á móti kostn-
aði á að koma m.a. minni matarsóun.
Stefnt er að því að þarna verði 3-5
stöðugildi til að byrja með og 30-60
m.kr. fari í reksturinn í fyrstu og
hækki upp í 100-130 m.kr. á næstu
þremur árum.
Mötuneytin í Reykjavík
Í upplýsingum frá borgaryf-
irvöldum við fyrirspurn frá borg-
arfulltrúa Flokks fólks-
ins um mötuneyti,
rekstur og fleira þeim
tengt, kom fram að alls
eru 110 mötuneyti í
leik- og grunnskólum
borgarinnar, þar af 20
með aðkeypta mötu-
neytisþjónustu. Um
það bil 19.800 leik- og
grunnskólabörn njóta
þjónustu mötuneyta.
Skrifstofa þjónustu og
reksturs rekur tvö
mötuneyti, í Ráðhúsi
og á Höfðatorgi. Velferðarsvið rekur
18 mötuneyti. Mötuneyti á Lind-
argötu sendir mat í 15 móttöku-
eldhús. Ennfremur kemur fram í
svari að ekki er haldið utan um
rekstur allra þessara mötuneyta á
einum stað. Segir í svari frá Reykja-
víkurborg að óljóst sé hver mat-
arsóun er í mötuneytum og ekki er
vitað hversu miklum mat er hent af
þeim sem nýta þjónustuna.
Matarsóun og græni fáninn
Samkvæmt matarstefnunni á
minni matarsóun að koma á móti
kostnaði hins nýja Mathúss. Það er
vissulega rétt að heilmikil vitund-
arvakning hefur orðið í borginni
hvað varðar að sporna við mat-
arsóun. Í mörgum skólum (ekki vit-
að hve mörgum) er það vigtað sem
hent er og það skráð. Það hefur þó
einnig verið staðfest að ekki er vitað
hve miklu er hent af þeim sem nýta
sér þjónustu mötuneyta skóla- og
frístundasviðs. Vel færi á því að allir
skólar væru grænfánaskólar. Í
þessu sambandi er vert að segja frá
því að tillaga Flokks fólksins þess
efnis fékk ekki hljómgrunn hjá
meirihlutanum og var felld í borg-
arstjórn.
Kostnaður við að gerast græn-
fánaskóli er 135 kr. á hvern nem-
anda skólans en þó að lágmarki
25.000 kr. á skóla og að hámarki
75.000 kr. Grænfánaskólar í borginni
eru 14 grunnskólar og 23 leikskólar
en skólar í Reykjavík eru alls 43
grunnskólar og 79 leikskólar. Með
því að stíga þetta skref væri borgin
að leggja sitt á vogarskálarnar í um-
hverfismálum þótt vissulega geti
skólar verið grænir og heilsueflandi
þótt þeir séu ekki grænfánaskólar.
Fáninn er engu að síður skýr mæli-
kvarði og merki um að skóli hafi náð
ákveðnu viðmiði í umhverfismálum.
Fátt er eins hvetjandi fyrir börnin
og að fá sjálf að taka virkan og
áþreifanlegan þátt í að sporna við
matarsóun í nærumhverfinu með að-
gerðum sem sýna þeim strax mæl-
anlegan ávinning.
Öll þurfum við að borða
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Í Reykjavíkurborg
er óljóst hver matar-
sóun er í mötuneytum
og ekki er vitað hversu
miklum mat er hent af
þeim sem nýta þjón-
ustuna.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og borg-
arfulltrúi Flokks fólksins.
kolbrun.baldursdottir@reykjavik.is
Iðjuþjálfar vinna
með einstaklingum
með það í huga að
þeir nái jafnvægi í
daglegu lífi á eigin
forsendum. Við erum
að styrkja ein-
staklinginn í að
bjarga sér sjálfur.
Iðjuþjálfun getur
brúað bilið milli þess
sem við getum, vilj-
um og þurfum að
gera í lífinu. Iðjuþjálfun er til að
þú finnir leiðina til að gera hlutina
sjálfur, stundum þarf aðeins að
sjá hlutina í öðru ljósi. Þess vegna
eru verkefni iðjuþjálfa eins fjöl-
breytt og þau eru mörg. Það sem
hefur mikla þýðingu fyrir mig hef-
ur ekki sömu þýðingu fyrir þig.
Hvort sem þú ert ungur eða gam-
all, kona eða maður þá viljum við
öll finna tilgang í lífi okkar. Öll
viljum við gera gagn, við viljum
vera til staðar fyrir aðra, við vilj-
um gefa og þiggja. En við áföll í
lífinu getur þetta orðið erfitt.
Hlutverk eru tekin af okkur á ör-
skammri stundu. Líf getur breyst
meðal annars vegna bílslyss, sjúk-
dóms, kulnunar eða áfalls. Þá þarf
að finna nýja leið. Iðjuþjálfar
finna ekki leiðina fyrir þig, við að-
stoðum þig til að finna þína leið, á
þínum forsendum. Iðjuþjálfar
veita margvíslega og fjölbreytta
þjónustu sem er aðlöguð getu og
þörfum hvers og eins. Við notum
meðal annars matstæki, þjálfun,
endurhæfingu, útvegum ýmis
hjálpartæki ásamt því að veita
hagnýta fræðslu og ráðgjöf. Mark-
miðið er að styðja og styrkja ein-
staklinginn í að taka þátt í þeirri
iðju sem veitir honum ánægju og
skiptir hann máli. Iðjan getur
þróast og mótast þegar á líður,
tekur mið af þörfum og óskum
einstaklingsins.
Hvað er svo iðja? Þessa spurn-
ingu fá iðjuþjálfar oft. Er það ekki
að prjóna eða stunda handverk?
Jú, það er það meðal annars. En
iðja er allt það sem fólk tekur sér
fyrir hendur í þeim tilgangi að
annast sig og sína, njóta lífsins og
leggja sitt af mörkum til sam-
félagsins. Við höfum þörf fyrir að
stunda iðju sem veitir okkur til-
gang, ýtir undir þroska og eykur
færni okkar. Dæmi um iðju getur
verið að geta séð um sig sjálfan,
klæða og snyrta, elda mat, stunda
atvinnu, hjóla, keyra bíl, lesa,
spila tölvuspil, borða, lesa, fara í
göngutúr og í sjálfu sér allt það
sem við gerum í daglegu lífi. Iðja
er öllum nauðsynleg og rann-
sóknir sýna að ef við lendum í að-
stæðum þar sem við getum ekki
stundað okkar iðju þá hefur það
neikvæð áhrif á heilsufar okkar og
líf.
Nám í iðjuþjálfunarfræði
Nám í iðjuþjálfun hófst við Heil-
brigðisvísindasvið Háskólans á
Akureyri haustið 1997 og útskrif-
uðust iðjuþjálfarnir
vorið 2001. Námið
varir í þrjú ár (180
ECTS) grunnnám til
BS-gráðu í iðjuþjálf-
unarfræði og þar til
viðbótar eins árs (60
ECTS) viðbótarnám á
meistarastigi sem
veitir diplómu í iðju-
þjálfunarfræðum.
Brautskráning úr við-
bótarnáminu tryggir
leyfisveitingu Emb-
ættis landlæknis til að
starfa sem iðjuþjálfi á Íslandi.
Hægt er að leita sér nánari upp-
lýsinga á heimasíðu Háskólans á
Akureyri.
Iðjuþjálfastéttin og
fagfélag iðjuþjálfa
Iðjuþjálfar eru rétt rúmlega 300
og starfa víðs vegar í samfélaginu.
Við erum með fagfélag sem heitir
Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) og
þjónar það margþættu hlutverki
eins og að gæta hagsmuna iðju-
þjálfa, efla samvinnu og samheldni
innan stéttarinnar. Félagið stuðlar
að bættri menntun og aukinni fag-
legri vitund iðjuþjálfa. IÞÍ stendur
vörð um gæði iðjuþjálfunar á Ís-
landi og eflir þróun fagsins. Félag-
ið kynnir menntun og störf iðju-
þjálfa og stuðlar að betra
heilbrigði landsmanna. IÞÍ er vax-
andi félag og í ár ákvað félagið að
staða formanns yrði fullt starf og
stendur því félagið frammi fyrir
formannskosningum í fyrsta skipti
í sögu félagsins. Allt það góða og
frábæra starf sem farið hefur fram
í IÞÍ síðustu áratugi og sú ómælda
vinna iðjuþjálfa í félaginu er ein-
stök. Ég hef verið þátttakandi í
því starfi ásamt fjölmörgum öðr-
um og vil halda því áfram. Ég er
með átján ára starfsreynslu og hef
unnið mest í öldrunargeiranum.
Síðastliðin 15 ár hef ég starfað á
Hrafnistu þar sem ég var fyrsti
iðjuþjálfinn sem hóf störf á heim-
ilinu. Mikil stefnumótandi vinna
hefur farið fram síðastliðin 15 ár
sem fólst í að byggja upp deild
iðjuþjálfunar. Í dag er iðjuþjálfun
á öllum Hrafnistuheimilunum og
af því er ég afar stolt. Iðjuþjálfun
er komin til að vera á öldr-
unarheimilum.
Undirrituð er varaformaður fé-
lagsins síðan árið 2016 og býður
sig fram sem formann Iðjuþjálfa-
félags Íslands 2019-2021. Rafræn-
ar kosningar fara fram 4.-8. febr-
úar og geta aðeins atkvæðisbærir
félagsmenn Iðjuþjálfafélags Ís-
lands kosið. Hægt er að sjá nánar
um framboð mitt á heimasíðu Iðju-
þjálfafélags Íslands www.ii.is og á
fb-síðunni @sibbaframbod.
Jafnvægi
í daglegu lífi
Eftir Sigurbjörgu
Hannesdóttur
» Við erum að styrkja
einstaklinginn
í að bjarga sér sjálfur.
Sigurbjörg
Hannesdóttir
Höfundur er varaformaður IÞÍ.
sibba32@hotmail.com
Fram hefur verið
lagt frumvarp á Al-
þingi með það að mark-
miði að setja fyrir þann
leka sem verið hefur
um árabil úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra
til reksturs en ekki
uppbyggingar hjúkr-
unarrýma fyrir þennan
hóp. Fyrsti flutnings-
maður frumvarpsins er
Ólafur Ísleifsson alþingismaður og
mælti hann fyrir því í liðinni viku og
gekk það til velferðarnefndar. Er
greinarhöfundur meðal meðflutn-
ingsmanna að frumvarpinu.
Afmörkuð gjaldtaka
Sjóðurinn er fjármagnaður með
sérstöku gjaldi sem lagt er á alla þá
sem skattskyldir eru á aldrinum 16-
70 ára, svokallað gjald í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Sjóðnum er
ætlað að stuðla að uppbyggingu og
efla öldrunarþjónustu um allt land og
skal fé úr honum varið til byggingar
stofnana fyrir aldraða, þjónustu-
miðstöðva og dagdvala og mæta
kostnaði við nauðsynlegar breytingar
á slíku húsnæði, auk annarra verk-
efna sem stuðla að uppbyggingu öldr-
unarþjónustu. Framangreint frum-
varp um breytingu á lögum nr. 125
frá 1999 um málefni aldraðra gengur
einfaldlega út á að fella brott ákvæði
til bráðabirgða, sem heimilar að fé
renni annað en í ofangreinda liði, eins
og í almennan rekstur dvalarrýma.
Skýrt hlutverk
Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra er alveg skýrt, bæði hvert hlut-
verk hans átti að vera og er enn.
Sjóðurinn hefur skýrar tekjur, sem
hver skattþegn greiðir sérstaklega,
og sú skipan mála er gerð til þess að
skattgreiðendur sjái og viti hvert
þessir skattpeningar þeirra renna,
nefnilega til framkvæmda til bygg-
ingar hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
En hver er svo raunin?
Raunin er sú að nú um
áralangt skeið, en bráða-
birgðaákvæði þetta hef-
ur verið framlengt árum
saman frá því það var
sett í tíð norrænu
velferðarstjórnarinnar
2010, hefur lunginn af
tekjum sjóðsins verið
notaður í eitthvað allt
annað. Allan þennan
tíma hefur hinn skýri til-
gangur og það tæra
hlutverk þessara laga
verið lagt til hliðar og féð notað í allt
annað en upphaflegt markmið var.
Féð veitt í annað
Á venjulegu máli kallast þetta
blekking. Skattgreiðendur eru
blekktir með því að skjóta bráða-
birgðaákvæði inn í lögin og heimila að
stór hluti þessa fjármagns sé settur í
allt aðra hluti en upphaflega mark-
miðið var með þessu gjaldi og nafnið á
sjóðnum gefur til kynna, Fram-
kvæmdasjóður aldraðra.
Væntingar gjaldenda
Gjaldendur hafa væntanlega í upp-
hafi, þegar þessi lög voru sett, kyngt
þessu nýja gjaldi í þeirri trú að aurinn
færi í þetta góða og brýna málefni
sem það er að byggja hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða. Þannig hefur rúmur
helmingurinn af fé sjóðsins runnið til
rekstrar á undanförnum árum og til
samans er það fjármagn vel á 11 millj-
arð króna á núvirði.
Stórátak
Því var það eftirtektarvert í fyrra-
vor, þegar ráðherra kynnti til sög-
unnar stórátak í uppbyggingu hjúkr-
unarheimila og gerir ráð fyrir að til
verkefnisins verði settir níu millj-
arðar á næstu fjórum árum. Það vek-
ur einnig athygli að með átakinu skal
verja fé af almennu skattfé, þar sem
aldraðir eru líka í hópi greiðenda öf-
ugt við þá sem greiða í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Sú upphæð
dugir ekki einu sinni til að upphefja
það fé sem hefur verið veitt út úr
Framkvæmdasjóðnum í rekstur frá
hruni.
Ekki dugir að koma með nýtt lof-
orð um að nú eigi að veita sérstakt
fjármagn í þessu sama skyni og að nú
megi vænta stórátaks í byggingu
hjúkrunarheimila. Slíkt er aumt yf-
irklór, því að sjálfsögðu á fyrst að
snúa sér að því að láta Fram-
kvæmdasjóð aldraðra sinna sínu
rétta og upphaflega hlutverki.
Snúum af rangri braut
Þetta ofangreinda frumvarp okkar
snýr einmitt að því að afnema þetta
bráðabirgðaákvæði sem heimilar
stjórnvöldum að veita fé úr sjóðnum í
allt annað en hlutverk hans upp-
haflega var. Mikilvægt er að gengið
verði í það sem bráðast að fjölga
verulega hjúkrunarrýmum fyrir aldr-
aða og dvalarrýmum fyrir þann hóp.
Það er ekkert nýtt og hefur verið fyr-
irséð lengi, að öldruðum er að fjölga
og mun fyrirsjáanlega fjölga. Ekki
síst þarf að fjölga þessum rýmum
með skjótum hætti vegna þess að
fjöldi aldraðra liggur inni á sjúkra-
stofnunum, þrátt fyrir að eiga fremur
heima á annars konar dvalarheim-
ilum. Þetta er bagalegt, ekki einungis
fyrir heilsu hins aldraða og líðan,
heldur einnig fyrir sjúkrastofn-
anirnar sem fá ekki sinnt sínu hlut-
verki á meðan. Við þurfum að gera
miklu betur við eldri borgara þessa
lands. Þau komu okkur þangað sem
við erum núna og þau eiga það inni
hjá okkur.
Framkvæmdasjóður aldraðra
sinni hlutverki sínu
Eftir Karl Gauta
Hjaltason
Karl Gauti Hjaltason
» Gjaldendur hafa í
upphafi kyngt þessu
gjaldi í þeirri trú að aur-
inn færi í þetta brýna
málefni sem það er að
byggja hjúkrunarheim-
ili fyrir aldraða.
Höfundur er alþingismaður utan
flokka. kgauti@althingi.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.