Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Nýjustu aðgerðir kínverskra stjórn- valda til að smyrja hjól atvinnulífs- ins munu felast í skattalækkunum sem beinast að tilteknum hópum. Reuters greinir frá að skattgreið- endur sem vinna sjálfstætt, fólk sem nýlega hefur útskrifast frá háskóla, og þeir sem hafa verið án atvinnu í meira en sex mánuði muni geta lækkað skattbyrði heimila sinna um allt að 12.000 júan (um 213 þús. kr) samanlagt á komandi þremur árum. Þá munu fyrirtæki sem ráða til sín fólk sem teljast vera í „brýnni þörf“ fyrir starf fá skattafslátt sem nemur 6.000 júan á hvern starfsmann ár hvert næstu þrjú árin. Einnig hafa stjórnvöld í landinu tilkynnt að til standi að lækka skatt- byrði smáfyrirtækja og smærri iðn- fyrirtækja samhliða því að leitað verði leiða til að örva smásölu. ai@mbl.is Hjól atvinnulífsins Fyrirtæki munu fá skattaafslátt fyrir að ráða til sín fólk í brýnni þörf fyrir starf. Frá Jangshu.  Reyna að örva hag- kerfið með lægri sköttum á láglauna- fólk og nýtúskrifaða AFP Kína grípur til skattalækkunar Goldman Sachs, fimmti stærsti banki Bandaríkjanna, hefur ákveðið að freista bónusgreiðslu til Lloyd Blankfein, fyrrverandi stjórnanda bankans, á meðan beðið er eftir nið- urstöðum rannsóknar á 1MDB- hneykslinu. Stjórn bankans segir jafnframt að hún gæti beðið stjórn- endur að endurgreiða bónusa síðasta árs að hluta eða í heild vegna áhrifa 1MDB. Stjórnvöld í Malasíu hafa höfðað mál á hendur Goldman Sachs fyrir að hafa þegið 600 milljóna dala greiðslu í tengslum við sölu skuldabréfa ríkis- fjárfestingasjóðs- ins 1MDB fyrir samtals 6,5 millj- arða dala. Eiga óprúttnir aðilar sem stýrðu sjóðn- um að hafa tekið megnið af tekjum skuldabréfasöl- unnar til sín í gegnum flókinn mútu- og peningaþvættisvef. Að því er FT greinir frá hefur Tim Leissner, sem áður var meðeigandi hjá Goldman, þegar játað sekt sína í málinu, en bankinn sjálfur neitar sök. Að sögn Reuters áætlar banda- ríska dómsmálaráðuneytið að um 4,5 milljörðum af fé 1MDB hafi verið ráðstafað með óeðlilegum hætti. Blankfein kvaddi bankann í lok síðasta árs eftir að hafa starfað þar í 36 ár og setið í bankastjórastólnum frá 2006. Var þá áætlað að hann hefði áunnið sér starfstengda bónusa allt fram til ársins 2024 og gæti átt von á samtals tæplega 85 milljóna dala greiðslu frá bankanum við starfslok. Auk Blankfein mun Goldman fresta bónusgreiðslum til Mike Ev- ans, sem áður var varaformaður stjórnar og Michael Sherwood sem áður stýrði alþjóðastarfsemi bank- ans. Nema greiðslurnar a.m.k. 7 milljónum dala í tilviki bæði Blank- fein og Evans. Óttast markaðsgreinendur að 1MDB-málið geti leitt til þess að Goldman þurfi að greiða milljarða dala í bætur og sektir bæði í Malasíu og í Bandaríkjunum. ai@mbl.is Blankfein bíður eftir bónusnum  Stjórn Goldman Sachs bíður átekta vegna sekta sem hlotist gætu af 1MDB Lloyd Blankfein Nýjustu tölur úr rekstri japanska tæknirisans Sony voru ekki í sam- ræmi við væntingar markaðsgrein- enda og munaði þar ekki síst um að tekjur af sölu tölvuleikja- og leikja- tölva drógust saman um 14% á fjórða ársfjórðungi 2018. Hagnaður af rekstri félagsins jókst um 7,5% og nam tæpum 377 milljörð- um jena (412 milljörðum króna) en greinendur höfðu að meðaltali vænst um 383,6 milljarða jena afgangs. Tölvuleikir hafa verið einn helsti burðarstólpinn í rekstrinum undan- farin ár en leikjatölvan PlayStation 4 þykir komin til ára sinna og sést það á sölutölunum. Er von á nýrri leikja- tölvu á þessu ári eða því næsta. Þá hefur Sony lækkað spár sínar fyrir tekjur af framleiðslu myndflaga vegna minnkandi sölu á snjallsímum. Hefur Reuters eftir stjórnendum fyr- irtækisins að Sony vænti þess að eft- irspurn eftir myndflögum muni fara vaxandi og að ætlunin sé að auka framleiðslugetuna í takt við það. Einskiptishagnaður vegna kaupa á tónlistarrisanum EMI hafði þau áhrif að síðasti ársfjórðungur var sá besti í sögu félagsins og þykir Sony almennt hafa markað rétta stefnu með því að styrkja stöðu sína á afþreyingar- markaði, eftir að hafa gengið misvel á raftækjamarkaði þar sem verðsam- keppni getur verið mjög hörð. ai@mbl.is AFP Úrval Í vörumframboði Sony má m.a. finna rafhvolpinn vinlega Aibo. Tölvuleikir Sony dala  Hægt hefur á sölu PlayStation 4 Stöðugildum fjölgaði mikið á bandarískum vinnumarkaði í jan- úar og þarf að leita aftur til febr- úar á síðasta ári til að finna mán- uð þar sem fyrirtæki vestanhafs voru jafndugleg að ráða til sín starfsfólk. Bættust við 304.000 ný stöðugildi, þegar landbúnaður er undanskilinn, og var aukningin einkum drifin áfram af húsbygg- ingarverkefnum, smásölu, stoð- þjónustu við atvinnulífið, veit- ingastöðum, hótelum og skemmtigörðum. Reuters bendir á að áhugavert sé að lokun ríkisstofnana í janúar virðist ekki hafa valdið deyfð á vinnumarkaði. Atvinnuleysi jókst þó á meðan lokunin varði, fór upp í 4,0% og hefur ekki mælst meira í sjö mánuði. Þá voru vinnumark- aðstölur nóvember- og desem- bermánaðar endurskoðaðar og lækkuðu um samtals 70.000 stöðu- gildi. Með vextinum í janúar hefur störfum vestanhafs fjölgað í 100 mánuði samfellt. Þá mældist at- vinnuþátttaka Bandaríkjamanna 63,2% og hefur ekki verið meiri í fimm ár. ai@mbl.is Góðar at- vinnutölur vestanhafs AFP Vöntun Bandarísk fyrirtæki vilja núna ólm bæta við sig nýju fólki.  Lokun ríkisstofn- ana hafði lítil áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.