Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.02.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2019 SÉRBLAÐ Tíska& förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. febrúar Fjallað er um tískuna í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur o.fl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Túskildingsóperan eftir Ber-tolt Brecht og Kurt Weiller eitt af tímamótaverkumliðinnar aldar. Sérstaða hennar blasir ef til vill ekki við áhorfendum í upphafi 21. aldarinnar, en á sínum tíma markaði óperan um hrappinn Makka hníf, sem tælir Polly Peachum til að giftast sér og kallar yfir sig reiði og hefndarhug föður hennar, beltarakonungs Lund- úna, vatnaskil. Hryllingsbragurinn um Makka hníf varð fleygur með upphafslínunum Hákarls ásýnd opnu gini allar tennur sýnir þér; Makki lumar á litlum kuta – litla kutann enginn sér. Í kvikmyndinni Makki hnífur – Túskildingsmynd Brechts eru í raun sagðar tvær meginsögur í einu. Við fylgjumst með kvikmyndun Túskild- ingsóperunnar og um leið deilu Brechts og Weill við framleiðend- urna sem hafa keypt kvikmynda- réttinn. Þar stangast á róttækar hugmyndir Brechts og ætlun fram- leiðendanna um að skemmta án þess að stuða. Brecht hefur alltaf verið umdeild- ur. Hann hrökklaðist undan nas- istum frá Þýskalandi og endaði í Bandaríkjunum. Á tímum McCarthyismans bar hann vitni fyrir óamerísku nefndinni og fór síð- an til Austur-Þýskalands þar sem hann lést 1956 aðeins 58 ára gamall. Í ævisögunni Brecht: A Choice of Evils, sem kom út þremur árum síð- ar, skrifar Martin Esslin: „Á meðan Vestrið kunni að meta skáldskap hans og vantreysti kommúnism- anum nýttu kommúnistarnir sér pólitíska sannfæringu hans en voru fullir grunsemda í garð listrænna markmiða hans og afreka.“ Brecht hafði ákveðnar hugmyndir um leikhús og tilgang þess. Hann var frumkvöðull þess sem kallað er epískt leikhús þar sem áhersla er á að vekja til umhugsunar frekar en að segja sögu, sem áhorfandinn getur lifað sig inn í. Þetta kemur fram í því að atburðarásin er brotin upp með ýmsum hætti, meðal annars með því að leikarar snúa sér út í sal og ávarpa salinn. Myndin er trú þessum aðferðum. Brecht á það til að horfa í myndavél- ina og tala beint til áhorfenda. Í miðju atriði úr Túskildingsóperunni er allt í einu hrópað fram í, leik- ararnir hætta og myndavélin sýnir framleiðandann í uppnámi á skrif- stofu sinni. Túskildingsóperan var frumsýnd í lok þriðja áratugar liðinnar aldar, 31. ágúst 1928 í Berlín. Í Weimar- lýðveldinu var mikil gróska og sam- félagið í deiglu gagngerra breytinga. Nasistar voru í uppgangi og oft heitt í kolunum milli þeirra og komm- únista. Brecht hafði þegar stigið sín fyrstu skref sem leikritahöfundur þegar kom að Túskildingsóperunni. Hann hefur þó alls ekki fest sig í sessi og á degi frumsýningar ríkti mikil óvissa og uppnám. Þessu er komið til skila í myndinni. Þar kem- ur fram að leikararnir eru með flaut- ur, tilbúnir að svara fyrir sig ef áhorfendur skyldu púa. Þegar söngvaverkið Mahagonny eftir Brecht og Weill var sýnt í Baden- Baden árið áður höfðu leikararnir einmitt gripið í flautur þegar áhorf- endur fóru að baula úti í sal. Í bók- inni Weimar Germany segir Eric D. Weitz að Brecht og Weill hafi þetta kvöld hvað varðar bæði stíl og inntak valdið byltingu í músíkleikhúsi. Eitt af lögunum, sem flutt voru þetta kvöld, var Alabama Song, sem síðar var iðulega á dagskrá hjá bæði hljómsveitinni Doors og söngv- aranum David Bowie. Segir Weitz að Brecht og Weill hafi meðvitað leitað að formi og stíl, sem endurspeglaði hraða, harðan ágreining og væntingar nútímans. Þeir vildu skapa leikhús sem bæði ögraði og skírskotaði til almennings, eða eins og Brecht orðaði það vildi hann ekki höfða til tilfinninganna heldur skynseminnar. Tónlist Weills var ekki síður byltingarkennd með áhrifum frá djassi og kabarett. Í upphafi frumsýningarinnar á Túskildingsóperunni voru áhorf- endur hikandi, en þegar kom að Ka- nónulaginu þar sem vinirnir Makki hnífur og Brown lögreglustjóri syngja um hermennskutíð sína á Indlandi í augljósri ádeilu á þýska hernaðarhyggju ætlaði allt um koll að keyra: Við byssukjaftinn þeir byggja upp kraftinn frá Cap til Couch Behar. Á vígaröltinu í vopnabröltinu framandi fjölda af þjóðum á fjarlægum vígaslóðum þeim svörtu og gulu við hentugleika í hrásteik er breytt. Í málgagni nasista var leikritið kallað „eitruð rotþró“ og það fór greinilega fyrir ofan garð og neðan hjá kommúnistum sem sögðu það „gersneytt félagslegri eða pólitískri háðsádeilu“. Boðskapurinn var beitt- ur og mátti heyra sungnar setningar á borð við „Því fortakslaust má segja um sérhvern mann:/Á sóðaverkum einum blómstrar hann“ og „fyrst kemur maginn – næst er siðferðið“, sem reyndar heyrist ítrekað í mynd- inni. Hjá Brecht er stutt á milli hrappanna og góðborgaranna, utan hvað hinir fyrrnefndu eru jafnvel hugrakkari, ef eitthvað er. Því var hins vegar vel tekið og myndin end- urspeglar hvernig Brecht og Weill skjótast upp á stjörnuhimininn. Inn- an árs hafði það verið fært upp í yfir 50 leikhúsum og sýnt 4.000 sinnum. Fjórum árum síðar hafði það verið þýtt á 18 tungumál og sýnt við fögn- uð víða um Evrópu. Nótur að lögum úr leikritinu rokseldust og þau voru leikin í kaffihúsum og á dansstöðum. Fyrsta upptakan var gerð nokkrum vikum eftir að leikritið var frumsýnt og kvikmynd byggð á því í leikstjórn G.W. Pabst kom út 1931. Þegar kemur að kvikmyndinni skilja leiðir myndarinnar og veru- leikans og skáldskapurinn tekur við. Sú útgáfa af Túskildingsóperunni sem Brecht vill gera í myndinni var aldrei gerð. Hins vegar er tekið fram að öll þau orð, sem lögð séu Brecht í munn, hafi hann sagt með einum eða öðrum hætti. Lars Eidinger leikur Brecht. Eidinger er ein af stjörnum þýsks leikhúss og hefur gert garðinn frægan í Schaubühne am Lehniner Platz í Berlín. Hann passar vel inn í hlutverk Brechts og gerir vel. Engu að síður er Brecht veikasti þátturinn í myndinni. Sú ákvörðun að láta að- eins um varir hans fara úthugsaðar setningar, sem eigna má Brecht, gera að verkum að hann verður iðu- lega eins og gangandi spakmælavél frekar en maður af holdi og blóði. Í heild er myndin hins vegar vel heppnuð, leikmyndirnar glæsilegar og dans- og söngvasenur grípandi og eggjandi. Í lokin er Túskildings- myndin tengd við nútímann þegar hrapparnir ganga sigri hrósandi með uppreista æru um götur Lund- úna jakkafataklæddir með skjala- töskur og upp spretta í fjarska há- hýsi fjármálahverfis Lundúna eins og það lítur nú út. Þess má geta að lokum að texta- brotin eru fengin úr þýðingu Þor- steins Þorsteinssonar á Túskild- ingsóperunni frá 1977 og þýddu Þorsteinn frá Hamri, Sveinbjörn Beinteinsson og Böðvar Guðmunds- son söngva án þess að gefið sé upp hver þýddi hvað. „Fyrst kemur maginn – síðan siðferðið“ Öflugt tvíeyki Robert Stadlober í hlutverki Kurts Weills og Lars Eidinger í hlutverki Bertolts Brechts. Þýskir kvikmyndadagar Makki hnífur – Túskildingsmynd Brechts bbbmn Leikstjóri: Joachim Lang. Leikarar: Lars Eidinger, Tobias Moretti, Hannah Herzsprung, Joachim Król, Claudia Mic- helsen og Robert Stadlober. Þýskaland, Belgía, 2018. 180 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Samsýningin From the edge of the world var opnuð í galleríinu Ekkisens um helgina en á henni má sjá verk tólf listamanna frá Ís- landi og Los Angeles sem vinna með málverkið á fleti. Sýningin verður opin til 16. febrúar og verður auglýst frekar síðar hve- nær opið er. Sýnendur eru Alison Woods, Carlos Beltran Arechiga, David Leapman, David Spanbock, Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf, Gul Cagin, Jenny Hager, Karen Björg Jóhannsdóttir, Kristinn Már Pálmason, Kristín Morthens og Max Presneill en sýningarstjórar eru Presneill og Freyja Eilíf. Ekkisens er að Bergstaðastræti 25B og stofnaði Freyja Eilíf það haustið 2014, í fyrrverandi vinnu- stofu afa síns heitins, myndlist- armannsins Völundar Draum- lands. Um nafn gallerísins segir á Facebook að það sé bæði gamalt blótsyrði sem amma þín ætti að kannast við sem og listamanna- rekið rými í miðbæ Reykjavíkur. Málverk frá Los Angeles og Íslandi Morgunblaðið/Ófeigur Litríkur Listmálarinn Davíð Örn Halldórsson gerir litrík og fjörleg verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.