Morgunblaðið - 04.02.2019, Side 32

Morgunblaðið - 04.02.2019, Side 32
Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Honeywell keramik hitarar Kalt? Hitaðu uppmeðHoneywell Viftur Hitarar Lofthreinsitæki Höfundakvöld Norræna hússins með finnska rithöfundinum Rosa Liksom verður haldið kl. 19.30 mið- vikudaginn 6. febrúar. Hún var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013 fyrir bók sína Hytti nro. 6 og hefur skrifað fjölda bóka, þá fyrstu 1985. Margar hafa verið þýddar á önnur tungu- mál, þ.á m. íslensku. Rosa Liksom er höfundarnafn Anni Ylävaara. Kvöldstund með Rosa Liksom rithöfundi MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Hafdís Sigurðardóttir virðist komin í sitt besta form að nýju eftir barn- eignir og hún fagnaði sigri í lang- stökki á Reykjavíkurleikunum í gær með 6,49 metra stökki. Það er að- eins sentimetra frá lágmarkinu fyrir EM, og Hafdís kveðst orðin svolítið þreytt á að vera svo nálægt lágmark- inu því þetta er í annað sinn sem hún á 6,49 metra stökk. »4 Hafdísi vantaði aftur sentimetra upp á ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sergio Agüero hefur nú skorað 10 þrennur fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Aðeins einn leikmaður hefur gert betur í þeim efn- um. Agüero skoraði öll mörk City í 3:1-sigri á Arsenal sem komið er niður fyrir Chelsea og Manchester United, í 6. sæti. Englands- meistarar City eru hins vegar aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða gegn West Ham í Lund- únum í kvöld. »6 Agüero með þrennu og Arsenal komið í 6. sæti Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fjórar stúlkur frá Félagsmiðstöðinni 100og1 fóru með sigur af hólmi í hönnunarkeppninni Stíl sem haldin var á laugardaginn. Stelpurnar hönnuðu föt sem þær vildu að sýndu sterka stelpu sem er óhrædd og felur sig ekki á bak við tjöldin. „Við unnum mestallt frá grunni og saumuðum sjálfar en við gerðum skóna náttúrlega ekki frá grunni,“ segir Veronica Salka Firth, fyrirsæta hóps- ins og ein af hönnuðunum. Auk Veronicu voru Ingi- björg Unnur Þórisdóttir, Jóhanna Júlíusdóttir og Hildigunnur Grétarsdóttir í hönnunarteyminu. Innblásnar af Gwen Stefani Veronica segir þær hafa haft litla reynslu af fata- hönnun og textílvinnu áður en þær hófust handa. „Þetta var samt alls ekki eins erfitt og við bjugg- umst við.“ Það tók stelpurnar um það bil fimm mánuði að hanna og sauma fatnaðinn en þema keppninnar var tíundi áratugurinn (e. nineties). „Það var mjög gam- an að vinna með þemað. Svo kom hugmyndin okkar frá Gwen Stefani,“ segir Veronica sem kveðst mjög hrifin af söngkonunni og tískuhönnuðinum sem var afar áberandi um aldamótin. Veronica segir að fatnaður annarra keppenda hafi verið mjög flottur og því hörð samkeppni á Stíl. „Við vorum frekar hissa á að vinna.“ Stelpurnar öðluðust mikinn áhuga á hönnun eftir ferlið og Veronica segist jafnvel hafa áhuga á að leggja hönnun fyrir sig. „Ég væri til í það og ég veit að Jóhanna væri það líka, hún hefur oft talað um það.“ Sá sig sem rokkara Eins og áður segir sýndi Veronica fötin. Hún segir að það hafi verið örlítið stressandi að ganga um í föt- unum frammi fyrir fullum sal af fólki. „Ég hef aldrei verið módel áður svo þetta var smá stressandi. En ég blindaðist af ljósunum því þau skinu beint í augun á mér svo þetta var bara fínt. Ég sá mig bara sem svaka rokkara.“ Stelpurnar fengu glæsilega verðlaunagripi og ýmsan varning í verðlaun. Á Stíl koma árlega saman yfir 150 unglingar á aldrinum 13 til 16 ára hvaðanæva af landinu. Þar er ekki einungis keppt í fatahönnun heldur einnig hár- greiðslu, framkomu og förðun. Ýmissa grasa kenndi í hönnunarkeppninni, köflótt efni var áberandi, lita- gleði og túberað hár. Verðlaun fyrir hár fékk fé- lagsmiðstöðin Hraunið í Hafnarfirði og félagsmið- stöðin Friður í Skagafirði hlaut verðlaun fyrir förðun. Sigruðu með hönnun fyrir sterkar stelpur Morgunblaðið/Samfés Rokkari Veronica segir að sér hafi liðið eins og rokkara í fötunum sem hún hannaði með vinkonum sínum.  Vildu sýna hugrakka stelpu sem felur sig ekki á bak við tjöldin Hönnuðir Hildigunnur, Ingibjörg Unnur, Jóhanna Júlíusdóttir og Veronica Salka báru sigur úr býtum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.