Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Frá kr. 209.995 Madeira Hin sívinsæla gönguferð á 29.apríl í 10 nætur Fararstjóri: Níels Rask Vendelbjerg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Áhersla lögð á málefni aldraðra  Heilbrigðisráðherra skoðar hvaða verkefni er hægt að ráðast í til að einfalda kerfi sem er of flókið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra ætlar að leggja sérstaka áherslu á málefni aldraðra á þessu ári. Hún átti í gær fund með sér- fræðingum á sviði heilbrigðisþjón- ustu við aldraða. Það var fyrsti fundurinn af nokkrum sem Svan- dís hyggst halda og kalla til sér- fræðinga og notendur til að ræða um ýmsar hliðar heilbrigðisþjón- ustu við aldraða, m.a. forvarnir og heilsueflingu aldraðra, verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga, sjónarmið not- enda og fleira. Hún segir að heilbrigðisstefna til 2030 sé komin til Alþingis. Þar birtist heildar- sýn á uppbygg- ingu heilbrigðis- þjónustunnar. „Á rúmu ári sem ég hef gegnt embætti heilbrigðisráðherra hef ég séð ákveðna hluta heilbrigð- isþjónustunnar þar sem eru brota- lamir og skipulagið ekki sem skyldi. Þetta er mjög mismunandi eftir málaflokkum en tilteknir þættir heilbrigðisþjónustunar rata oftar en aðrir á forsíður blaðanna vegna þess að það er skortur á skipulagi, núningur á milli kerfa eða einhver slík kerfislæg vanda- mál,“ sagði Svandís. Sóknaráætlun og tilraunaverkefni Hún kvaðst eftir nokkra yfirlegu hafa ákveðið að leggja sérstaka áherslu á nokkra málaflokka á árinu 2019. Einn þeirra er ávana- og fíkniefnamál og annar er heil- brigðisþjónusta við aldraða. Svan- dís sagði krefjandi verkefni lúta að samþættingu þjónustu á milli stjórnsýslustiga, milli ríkis og sveitarfélaga, milli heilbrigðis- og félagsþjónustu og á milli einstakra stiga heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það er þegar fólk sem ætti að vera á hjúkrunarheimili er á bráðamóttöku Landspítalans. Þá er ekki verið að veita heilbrigð- isþjónustuna á réttum stað. „Þetta allt gefur mér tilefni til að setja heilbrigðisþjónustu við aldraða sem áherslumál á árinu 2019.“ Svandís kvaðst vera að skoða hvaða verkefni er hægt að ráðast í til að einfalda kerfi sem í dag er allt of flókið bæði fyrir þá sem veita þjónustuna og þá sem njóta hennar. Hún nefndi einnig sóknar- áætlun í uppbyggingu hjúkrunar- heimila og tilraunaverkefni um að nýta rekstrarfé sem annars hefði farið í hjúkrunarrými fyrir dag- dvalarþjónustu. Þá er nú lögð auk- in áhersla á öldrunarmál hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að ráða öldrunarhjúkr- unarfræðinga til starfa. „Það er því ýmislegt að gerast,“ sagði Svandís. Svandís Svavarsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis kemur saman til fundar í dag. Fram hefur komið óánægja sumra nefndarmanna með að Bergþór Óla- son, Miðflokki, gegni áfram for- mennsku. Bergþór sagði í gær að ekki væri samstaða á meðal fulltrúa stjórnarandstöðunnar um nefndar- formanninn. „Við í Miðflokknum höfum lagt fram ákveðnar tillögur að lausn en það hefur ekki orðið sátt um þær á meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Við erum í nokkuð þröngri stöðu að bjóða betur öðruvísi en að samkomu- lagið um fyrirkomulag nefnda- formennsku stjórnarandstöðuflokk- anna verði tekið upp. Annaðhvort er samkomulagið á milli allra eða það flosnar upp. Við reiknum ekki með að stjórnarflokkarnir sætti sig við að hafa bara samkomulag við hluta stjórnarandstöðunnar.“ Bergþór sagði fráleitt að aðrir flokkar gerðu kröfur um hvernig til- tekinn flokkur skipar sínum mönn- um í nefndir. „Slík afstaða er þeirrar gerðar að við erum komin á mjög skrítinn stað ef flokkar ætla að ráða því hvernig aðrir flokkar skipa sín- um mönnum í sæti,“ sagði Bergþór. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðis- flokki, er 1. varaformaður nefndar- innar. Hann segir að samkomulag sé í gildi á milli flokkanna á Alþingi um að minnihlutaflokkarnir velji for- mann nefndarinnar. „Að mínu mati og margra annarra þá er það verk- efni minnihlutaflokkanna að vinna úr því. Ef þeir geta ekki komið sér sam- an um formennskuna þá er þetta samkomulag einfaldlega fyrir bí. Þá þarf að bregðast við því,“ sagði Jón. Þingflokksformenn meirihlutans á Alþingi hittust á óformlegum fundi í gær þar sem meðal annars var rætt um stöðu mála varðandi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for- maður þingflokks VG, sagði að það væri verkefni fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma sér saman um frambjóðanda. Stjórnarandstaðan ekki á eitt sátt um formennskuna  Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Morgunblaðið/Ómar Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra kom á fund utan- ríkismálanefndar í gær, ásamt embættis- mönnum ráðu- neytisins, til að ræða málefni Venesúela. „Þarna fóru fram umræður um stuðninginn sem utanríkisráðherra veitti á mánudag, hvernig hann virkaði og hvernig önnur lönd í kringum okkur væru að bregðast við,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utan- ríkismálanefndar. „Það er varla hægt að segja að skiptar skoðanir hafi verið um að láta sig málefni Venesúela varða. Almennt var nokk- uð góður samhljómur nefndarmanna með að það væri ekki óeðlilegt að fylgja Evrópuríkjum eins og Norð- urlöndunum að málum varðandi þá ákvörðun að viðurkenna Juan Guaidó sem forseta Venesúela til bráðabirgða.“ Samskipti utanríkismálanefndar við utanríkisráðherra í tengslum við svona ákvarðanir voru einnig rædd á fundinum. Ræddu um málefni Venesúela Guðlaugur Þór Þórðarson  Ráðherra hitti ut- anríkismálanefnd Fjölmargir borgarfulltrúar voru meðal gesta á íbúafundi sem haldinn var í Vesturbæjarskóla í gærkvöldi. Fundarefnið var málefni Hringbrautarinnar en aðgerðaleysi yfirvalda hefur verið gagnrýnt eftir að ekið var á barn þar í síðasta mánuði. Á myndinni sést Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sem boðaði til fundarins, í pontu. Fulltrúum lögreglu, Vegagerðar, samgönguráðuneytis, Samgöngustofu og Reykjavíkurborgar var boðið að sitja fyrir svörum. Funduðu um framtíð Hringbrautarinnar Morgunblaðið/Hari Íbúafundur í Vesturbænum í gærkvöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.