Morgunblaðið - 07.02.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 07.02.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 PI PA R\ TB W A • SÍ A 15-50% afsláttur af umgjörðum ÚTSALA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Barátta íbúanna við Furugerðigegn borgaryfirvöldum held- ur áfram enda hefur enn sem kom- ið er ekkert verið hlustað á eðlileg- ar athugasemdir þeirra við fráleitum hugmyndum um „þétt- ingu byggðar“ í götunni.    Málið snýst umað borgaryf- irvöld vilja láta byggja 32 nýjar íbúðir við Furu- gerði, á lóð þar sem aðalskipulag gerir aðeins ráð fyrir 4-6 íbúðum.    Borgarstjóri hefur sagt að hlust-að verði á málefnaleg sjón- armið, en hefur þrátt fyrir það haft vel rökstuddar ábendingar íbúanna að engu og nú er svo kom- ið að þeir hafa séð sig knúna til að fá lögmann til að gæta hagsmuna sinna.    Íbúarnir hafa, sem skiljanlegt er,áskilið sér rétt til að krefja Reykjavíkurborg um bætur vegna tjóns sem þeir munu verða fyrir ef af þessum byggingarfram- kvæmdum verður.    Í bréfi frá lögmanni íbúanna tilborgarinnar segir meðal ann- ars: „Þau byggingaráform sem fram koma í auglýstri tillögu eru algerlega fráleit miðað við stærð lóðarinnar og umhverfi hennar og bera vott um hreina græðgi á kostnað íbúa í nágrenninu og þeirra sem eiga eftir að búa í við- komandi húsi.“    Þá vekur lögmaðurinn athygli áað Furugerði sé þegar þröng gata, aðgengi erfitt og mikil slysa- hætta. Ætli þetta séu nægilega málefnaleg sjónarmið til að borg- arstjóri leggi við hlustir? Dagur B. Eggertsson Hvað þarf til að borgin hlusti? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alls voru tilkynnt og skráð 157 atvik hjá Rannsóknanefnd sjóslysa, sigl- ingasviði, á síðasta ári en voru 136 árið á undan og 104 árið 2016. Fjöld- inn í fyrra er um 9% yfir meðaltali áranna 2007-2017 samkvæmt því sem fram kemur í ársyfirliti nefnd- arinnar. Níu atvik eru skráð þar sem um eld um borð var að ræða með mismunandi afleiðingum en voru fimm 2017 og eitt 2016. Þetta sýnir að um er að ræða slæma þróun í þessum efnum, segir í skýrslunni. Skráð slys á fólki hjá RNSA voru 54 á árinu en 41 árið 2017. Bent er á að 2017 stóð verkfall sjómanna í um tvo mánuði sem væntanlega skýri að stórum hluta þessa breytingu. Af þessum slysum urðu 32 þeirra um borð í togveiðiskipum. Meðalaldur slasaðra 39 ár Meðalaldur í slysum sem skráð voru hjá nefndinni var 39 ár en 43 ár 2017. Yngsti slasaði 2018 var 20 ára háseti á togveiðiskipi og sá elsti var 70 ára farþegi á farþegaskipi. Eins og áður eru undirmenn á skipum í miklum meirihluta þeirra sem slas- ast í skráðum slysum eða um 79%. Athygli vekur að veruleg fækkun var á milli ára á slysum á farþegum fólksflutningaskipa af ýmsum gerð- um. Einn farþegi var skráður slas- aður 2018 en sjö 2017 og átta 2016. Fjórir bátar sukku á árinu eins og 2017. Tveir þeirra sukku vegna elds, einn í höfn vegna leka og einn missti stöðugleika og fór á hliðina en mar- aði svo í kafi. Honum var bjargað á land eins og einum bát sem hvolfdi. Fleiri árekstrar Fjórtán atvik voru skráð þegar skip strönduðu eða tóku niðri en þau voru ellefu árið 2017. Tvö af þessum atvikum voru sannarlega vegna þess að stjórnandi sofnaði, segir í skýrsl- unni, en rannsókn sumra þessara at- vika er ekki lokið. Átta tilvik árekstr- ar/ásiglingar voru skráð í fyrra en voru fjögur á 2017. Fjórar af þessum ásiglingum urðu í höfn. Þeim atvikum fjölgaði þegar skip voru aðstoðuð og/eða dregin til hafn- ar af ýmsum ástæðum. Árið 2018 voru skráð 55 slík atvik en voru 53 árið 2017. Meðalfjöldi þessara atvika er um 45 á ári frá 2007. Undanfarin ár hafa flest atvikin verið hjá strand- veiðibátum en eru nú um helmingur af þeim. aij@mbl.is Eldur um borð í níu tilvikum  Slæm þróun segir í yfirliti RNSA Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttinda- félagsins, hafa undirritað samning um að félagið sinni fræðslu, nám- skeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna næsta árið. Greið- ir forsætisráðuneytið tíu milljónir króna vegna þessa. „Við vitum að þekking er mikilvægasta tækið til að takast á við kynjakerfið og þess vegna skiptir miklu að rótgróið fé- lag eins og Kvenréttindafélagið hafi tök á að sinna fræðslu- og upplýs- ingamálum,“ segir Katrín. Tíu milljónir í fræðslu um jafnrétti Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.