Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 55
arliðsins á Keflavíkurflugvelli frá
1967; deildarverkfræðingur þar frá
1971; yfirverkfræðingur frá 1981 og
framkvæmdastjóri verkfræðideild-
ar frá 1987 til 2000. „Við sáum um
allt sem getur komið fyrir einu í
bæjarfélagi, viðgerðir á húsum og
rafmagni auk þess að sjá um við-
gerðir um allt sem viðkom flugvell-
inum. Þótt æðsta stjórn hafi verið
Bandaríkjamenn þá voru þeir ekki
margir í verkfræðideildinni, en þeg-
ar Víetnamstríðið var í gangi voru
strákar stundum sendir til okkar til
þess að jafna sig.“
Eftir starfslok tók Björn punga-
próf frá Sjómannaskólanum, þar
sem hann átt hlut í bát og jörð á
Kaldrananesi II á Ströndum.
Björn sat í stjórn lífeyrissjóðs
Verkfræðingafélags Íslands 1979-
85. Hann er frímúrari og var í árav-
ís í stjórn Bridgefélags eldri borg-
ara, bæði sem gjaldkeri og seinna
formaður.
Björn er slyngur laxveiðimaður
og veiðir enn, veiddi síðasta sumar
lax á flugu í Straumum við Hvítá í
Borgarfirði. „Ég er lögblindur en
gat nú veitt samt, en ég verð að píra
aðeins augun þegar ég er að spila
bridge.“ Hann hefur spilað bridge
frá menntaskólaárunum og spilar
enn þrisvar í viku. Þess má geta til
gamans að Björn kynntist El-
ísabetu eiginkonu sinni á bridge-
móti á Bifröst í Borgarfirði.
Björn hefur mikinn áhuga á þjóð-
legum fræðum og sótti ásamt konu
sinni fjölmörg námskeið hjá Jóni
Böðvarssyni í Endurmenntun HÍ
og fór í söguferðir bæði innan- og
utanlands.
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Elísabet
Sigurðardóttir, f. 15.9. 1935, við-
skiptafræðingur. Foreldrar hennar
voru hjónin Sesselja K. Fjeldsted, f.
7.11. 1900, d. 3.4. 1983, húsmóðir í
Borgarnesi. og Sigurður Guð-
brandsson, f. 4.4. 1903, d. 25.4. 1984,
mjólkurbússtjóri í Borgarnesi.
Börn: 1) Kristín, f. 7.8. 1957, rekstr-
arhagfræðingur í Reykjavík, eig-
inmaður hennar er Hörður Olavson
tölvunarfræðingur; 2) Sigurður, f.
2.11. 1960, barnaskurðlæknir í
Reykjavík; 3) Daði, f. 11.10. 1966,
MSc. landfræðingur í Reykjavík,
eiginkona hans er Anna G. Gunn-
arsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsu-
fræðingur. Barnabörn Björns og
Elísabetar eru 10 talsins.
Systkini: Jónína, f. 4.4. 1926, d.
10.3. 2015, ritari í Reykjavík, og
Valdimar M., f. 23.2. 1933, tré-
smíðameistari og stýrimaður í
Reykjavík.
Foreldrar: Hjónin Pétur Ey-
vindsson, f. 18.11. 1884, d. 26.6.
1951, trésmiður í Reykjavík, og
Guðrún Daðadóttir, f. 17.5. 1898, d.
1.4. 1994, húsmóðir og matráðskona
í Reykjavík.
Úr frændgarði Björns Eyvindar Péturssonar
Björn Eyvindur Pétursson
Guðrún Daðadóttir
húsfreyja og matráðskona í Rvík
Daði Daníelsson
bóndi á Litla-Langadal í
Snæfellshr.og Dröngum
á Skógarströnd
Ingibjörg Daðadóttir
húsfreyja á Litla-Langadal
Daníel Sigurðsson
bóndi á Litla-Langadal
Sveinbjörg Eyvindsdóttir
húsfr. og verkakona á
Akranesi
Eyvindur Valdimarsson
verkfræðingur í Rvík
Valdimar M.
Pétursson
résmíðameistari
og stýrimaður
í Rvík
tEinir Valdimarssonverkfræðingur í BNA
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja í Hólsbúð
Andrés Andrésson
bóndi og formaður
í Hólsbúð í Flatey
María M.Andrésdóttir
húsfreyja á Litla-Langadal og Dröngum (varð 106 ára)
Herdís Andrésdóttir skáldkona
Ólína Andrésdóttir skáldkona
Margrét Jónsdóttir
húsfreyja á Kalastöðum
Jón Bjarnason
bóndi á Kalastöðum í
Hvalfjarðarstrandarhreppi
Jónína M. Jónsdóttir
húsfreyja í Akrakoti
Björn Bjarnarson alþm., bóndi og hreppstjóri í Gröf og
Grafarholti, Pétur Eyvindsson fór í fóstur til Björns og var
Björn Pétursson (afmælisbarnið) skírður í höfuðið á honum
Þórunn Ástríður Björnsdóttir ljósmóðir í Reykjavík
Steinunn Björnsdóttir hjúkrunarkona og gerðist nunna, fyrst
allra íslenskra kvenna eftir siðaskiptin, kölluð systir Hilda
Eyvindur Björnsson
bóndi í Akrakoti og á Stóru-Drageyri í Skorradal
Sólveig Björnsdóttir
húsfreyja á Vatnshorni
Björn Eyvindsson
bóndi og hreppstjóri á Vatnshorni í Skorradal
Pétur Eyvindsson
trésmiður í Reykjavík
Veiðimaðurinn Björn á veiðistaðn-
um Straumum síðasta sumar.
ÍSLENDINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
Tvö svefnherbergi
Tvö baðherbergi
Einkagarður með sundlaug
Þakverönd
Göngufæri í miðbæinn
Ótal golfvellir í næsta nágrenni
Stutt á strönd (15km)
Verð frá 23.800.000 Ikr.
(175.000 evrur, gengi 1evra/136Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
DAYA NUEVA – FRÁBÆRT VERÐ
Falleg raðhús í rólegum spænskum bæ
Thyra Ingibjörg JensdóttirLoftsson fæddist 7. febrúar1901 í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru hjónin Jens Severin
Lange frá Randers á Jótlandi, f.
1872, d. 1931, málarameistari í
Reykjavík, og Þuríður Jakobsdóttir
Lange, f. 1872, d. 1961, handavinnu-
kennari í Reykjavík. Foreldrar Þur-
íðar voru hjónin Jakob Jósefsson,
bóndi á Árbakka á Skagaströnd, og
Björg Jónsdóttir.
Thyra varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1920 og út-
skrifaðist tannlæknir frá Tann-
læknaskólanum í Kaupmannahöfn
1925. Hún var fyrsta íslenska konan
sem lauk tannlæknaprófi. Hún fór í
námsferðir til Norðurlandanna að
kynna sér tannlækningar.
Thyra var aðstoðartannlæknir við
Dje Sjællandske Sygekassers
Tandklinik í Holbæk í Danmörku
1926-27 og afleysingatannlæknir um
tíma. Hún tók við forstöðu skólatann-
lækningastofu Reykjavíkur í Mið-
bæjarskólanum árið 1927 og gegndi
því starfi til ársloka 1968. Hún var
því skólatannlæknir í rúm 40 ár.
Thyra var meðstofnandi Tann-
læknafélags Íslands (TFÍ) 30.10.
1927 og var gjaldkeri félagsins 1928-
1951 og 1954-56. Hún sat í fræðslu-
og útbreiðslunefnd TFÍ um tíma. sat
í stjórn styrktarsjóðs TFÍ 1944-70
og formaður 1946-69 og sat í
skemmtinefnd TFÍ 1952-59. Hún sat
í stjórn Skandinavíska tannlækna-
félagsins 1940-60 og var meðstofn-
andi og sat um tíma í stjórn Félags
íslenskra kvenstúdenta. Thyra var
kjörin heiðursfélagi TFÍ á 40 ára af-
mæli félagsins 1967 og sæmd heið-
ursmerki félagsins úr gulli.
Eiginmaður Thyru frá 3.7. 1932
var Pálmi Anton Loftsson, f. 17.9.
1894, d. 18.5. 1953, skipstjóri og for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins. Kjör-
dóttir þeirra er Björg Tryggvason, f.
18.12. 1945, húsmóðir í Danmörku.
Dætur Pálma frá fyrra hjónabandi:
Sigríður, f. 1923, húsmóðir í Reykja-
vík, og Guðríður, f. 1925, d. 1928,
húsmóðir í Reykjavík.
Thyra lést 23.10. 1970.
Merkir Íslendingar
Thyra
Loftsson
90 ára
Björn E. Pétursson
Jónína Ásgrímsdóttir
Liesel Sigríður Malmquist
Sigurbjörg Sigurðardóttir
85 ára
Gunnar Ingvarsson
Unnur Stefánsdóttir
Þórunn Melsteð
80 ára
Ásbjörg Forberg
Birna Sigríður Ólafsdóttir
Björn Jónsson
Björn Magnús Egilsson
Gunnar Þór Gunnarsson
Ingibjörg Þórdís Sigurðard.
Sigrún Dagmar Elíasdóttir
75 ára
Margrét Guðlaugsdóttir
Óskar M. Alfreðsson
Páll Bragi Kristjónsson
Sveinn Óskar Ólafsson
70 ára
Bjarki Árnason
Finnur Eyjólfur Eiríksson
Haukur Margeirsson
Hjalti Hjaltason
Norbert Alfreðsson Piffl
Sigríður Ágústsdóttir
Sverrir Jensson
Unnar Þór Jóh. Jensen
Þórarinn Magnússon
60 ára
Anna Ólafía Sigurðardóttir
Ásbjörn Jónsson
Emil Emilsson
Guðfinnur Jón Birgisson
Guðjón Bjarnason
Guðmundur K. Einarsson
Ingibjörg Eggertsdóttir
Lovísa Sigurðardóttir
Páll Gunnar Guðmundsson
Sigurborg Rögnvaldsdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Snorri Þórisson
50 ára
Baldur Gylfason
Einar Gunnar Þórisson
Guðrún Árný Árnadóttir
Guðrún Sigríður Þorgeirsd.
Hafdís Sigurðardóttir
Hildigunnur Smáradóttir
Orri Ragnar Árnason Amin
Slawomir Sitkowski
Sólborg Jónsdóttir
Viðar Sigurður Hjálmarsson
Víðir Sveins Jónsson
Örn Árnason Amin
40 ára
Emil Kári Ólafsson
Guðrún Unnarsdóttir
Heiðrún Klara Johansen
Hildur Ævarsdóttir
Jan David Tysk
Jónas Unnarsson
Margret Elva Sigurðardóttir
Ólafur Hjörtur Ólafsson
Óskar Marinó Sigurðsson
Sigurður Ingi Árnason
Sonja Mannhardt
Trausti Björgvinsson
Zita Erdei
Þyrí Thorberg Óskarsdóttir
30 ára
Andri Már Johnsen
Anna Maria Jasinska
Elín Helga Jónsdóttir
Gabriela A. Rajewska
Gunnar Andrésson
Ingunn Tryggvadóttir
Jóhann Reynir Gunnlaugss.
Jón Heiðar Sveinsson
Kristófer Már Tryggvason
Pathumrattana Svavarsson
Sandra Dögg Vatnsdal
Þórarinn Guðnason
Til hamingju með daginn
40 ára Rúnar er frá Laug-
arvatni en býr á Efri-
Reykjum í Biskups-
tungum. Hann er búfjár-,
sumarbústaða- og hita-
veitubóndi.
Maki: Eva Hálfdanar-
dóttir, f. 1979, gegnir
sömu störfum og Rúnar.
Börn: Ásta Rósa, f. 2005,
Gunnar Geir, f. 2007, og
Þórhildur Eva, f. 2016.
Foreldrar: Gunnar Vil-
mundarson, f. 1953, og
Jóna Bryndís Gestsdóttir,
f. 1954.
Rúnar
Gunnarsson
40 ára Helen er uppalin
á Seltjarnarnesi en býr á
Selfossi. Hún er með BA-
próf í spænsku og er
verkefnastjóri hjá Lands-
virkjun á Sogssvæðinu.
Maki: Jón Stefán
Þórðarson, f. 1963, raf-
virki hjá Raflagnaþjón-
ustu Selfoss.
Sonur: Eldar Elí, f. 2012.
Foreldrar: Garðar Guð-
mundsson, f. 1946, og
Kristín Magnúsdóttir, f.
1947, bús. á Seltjarnar-
nesi.
Helen
Garðarsdóttir
30 ára Fannar er Norð-
firðingur og býr í Nes-
kaupstað. Hann er smiður
hjá Nípukolli og þrívídd-
arlistamaður.
Systkini: Júlía Dröfn, f.
1977, og Aðalheiður, f.
1980.
Foreldrar: Árni Guð-
jónsson, f. 1954, húsa-
smíðameistari og eigandi
Nípukolls, og Bryndís
Þóra Jónsdóttir, f. 1959,
stuðningsfulltrúi á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað.
Fannar
Árnason