Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 14

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Vetrar Werð HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Taktu vel á móti vetri í Volkswagen jeppa á lægra verði. Volkswagen er með breiddina í jeppum sem fást allir fjórhjóladrifnir og tilbúnir fyrir veturinn. Nú mætum við hvaða færð sem er og lækkum verðið á öllum jeppum frá Volkswagen. Komdu í HEKLU og náðu þér í einn á lægra verði. Hlökkum til að sjá þig! Volkswagen jeppar á lægra verði. 5 á ra á b yr g ð f yl g ir f ó lk sb ílu m H E K LU a ð u p p fy llt um á kv æ ð um á b yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð f in na á w w w .h ek la .is /a b yr g d Sýningarsalurinn okkar á netinu er opinn allan sólar- hringinn. Skoðaðu úrvalið! www.hekla.is/vwerslun 5 á ra á b yr g ð f yl g ir f ó lk sb ílu m H E K LU a ð u p p fy llt um á kv æ ð um á b yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð f in na á w w w .h ek la .is /a b yr g d Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Íslandi mun óma frá fjöru til fjalla á Íslandi á laugardaginn á degi tónlistarskólanna sem þá er efnt til eins og hefð er fyrir að sé gert árlega á öðr- um laugardegi í febrúar. Skólarnir eru alls um 90 talsins og í mörgum þeirra verður opið hús þar sem nemendur leika fyrir gesti, hljóm- sveitir koma fram, söngvarar stíga á svið, efnt verður til hljóð- færakynninga og svo mætti áfram telja. Alls eru nemendur tónlistar- skólanna í landinu um 15 þúsund og munu margir úr þeim hópi koma fram á laugardag. Sterkar hefðir „Tónlistin er stór hluti af sam- félagi okkar, stærri en margir ætla. Fyrir utan tónlistarnámið er meðal Íslendinga sterk hefð fyrir kórstarfi og ófáir eru í hljómsveitum. Allt skiptir þetta máli,“ segir Júlíana Rún Indriðadóttir, formaður Sam- taka tónlistarskólastjóra. „Fyrirkomulag tónlistarkennsl- unnar í landinu er gott, en ýmist eru skólarnir reknir af sveitarfélög- unum eða njóta stuðnings þeirra. Vissulega má þó gera betur og leggja þarf áherslu á að börn efna- minni foreldra og barna af erlend- um uppruna fái tækifæri í tónlist- arnámi með auknum stuðningi sveitarfélaganna,“ segir Júlíana. Flóra ólíkra skóla Á höfuðborgarsvæðinu er fjöl- breytt flóra lítilla sem stórra tón- listarskóla. Sumir sérhæfa sig til dæmis í söng eða ákveðnum kennsluaðferðum en aðrir bjóða fjölbreyttar námsleiðir. Hvarvetna gegna skólarnir mjög mikilvægu menningarlegu hlutverki og í sum- um bæjum úti á landi er tónlistar- lífið afar sterkt fyrir tilstuðlan skól- anna. Má þar nefna staði eins og Ísafjörð, Þorlákshöfn og Reykja- nesbæ. Júlíana Rún er skólastjóri Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Um 600 nemendur stunda nám við skólann, sem er með tvær starfs- stöðvar í Reykjavík, við Engjateig 1 og í Hraunbergi í Breiðholti auk þess sem sinnt er kennslu í nokkr- um grunnskólum. Og um tónlist- arnámið í borginni segir Júlíana: „Í sumum hverfum mætti að- sóknin vera meiri en á hinn bóginn eru víða mjög langir biðlistar eftir að komast til dæmis í píanó-, fiðlu- og gítarnám sem jafnan eru vinsæl- ustu hljóðfærin.“ Víkingar mæta barokkinu Meðal þess sem bryddað verð- ur upp á nú á laugardaginn, á degi tónlistarskólanna, eru stórtónleikar í Langholtskirkju kl. 16 þar sem fram koma fjórar norrænar barokk- sveitir í fremstu röð ásamt tónlist- arnemum frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Yfirskrift verk- efnisins er Víkingar mæta barokk- inu og eru tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu í röð þessa sam- norræna verkefnis. Þátttakendur frá öllum lönd- unum hafa ferðast á milli Norður- landanna í vetur og tónleika- dagskráin hefur þegar verið flutt við góðar undirtektir í Stokkhólmi, Helsinki og Osló með yfir 400 manns á sviðinu í stærstu atrið- unum. Þar á meðal eru nemendur úr Tónskóla Sigursveins og Tónlist- arskóla Kópavogs. 15.000 manns eru í tónlistarnámi Hljómar óma! Dagur tónlistarskólanna er á laugar- daginn og mikið stendur til. Hljóðfæraleikur, söngur og kynningar. Norrænt barokk í Langholtskirkju. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfing Íslenskir þátttakendur í víkingabarokkinu á æfingu í húsnæði Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar nú í vik- unni. Starf þess skóla og annarra er fjölbreytt og eru tónleikar og músíkfundir hvers konar oft í hverjum mánuði. Skólastjóri Júlíana Rún hefur verið í tónlistarstarfi í fjöldamörg ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fíólín Það er vinsælt að læra á fiðlu því hljómurinn er einkar fallegur. Tónlistin er stór hluti af samfélagi okkar. Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar heldur Dag tónlistar- skólanna hátíðlegan að venju, með dagskrá í Stapa og í húsnæði skólans sem hvort tveggja er í Hljóma- höll. Dagskráin hefst kl. 10.30 með stuttum tón- leikum nemenda í forskóla 2, við undirleik kenn- arahljómsveitar. Á sama tíma verður kaffihús bjöllu- kórs tónlistarskólans opnað í skólanum, þar sem gestum og gangandi verður boðið upp á kaffi og meðlæti, en ágóðinn rennur í ferðasjóð kórs- ins. Að tónleikunum loknum færa nemendur og gestir sig yfir í tónlistar- skólann, þar sem forskólanemendurnir fá hljóðfærakynningu í kennslu- stofum skólans á þau hljóðfæri sem hæfir þeim að hefja nám á með tilliti til aldurs. Nemendur mega jafnframt prófa hljóðfærin. Aðrir áhugasamir, á hvaða aldri sem er, eru einnig velkomnir á hljóðfærakynninguna. Meðan á hljóðfærakynningunni stendur verða tónleikar á Torginu á efri hæð skólans, þar sem hljóðfæranemendur koma fram í samleiksatriðum. Formlegri dagskrá lýkur kl. 12 en kaffihúsið verður opið hálftíma lengur. Forskóli 2 og bjöllukórinn HÁTÍÐ Í HLJÓMAHÖLLINNI Í REYKJANESBÆ Gítarspil Einn af fjölmennustu tónlistarskólum landsins er í Reykjanesbæ og starfið þar öflugt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.