Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 40
L
étt spurning: Hvenær á árunum
2004-14 liðu fæstir Íslendingar
skort samkvæmt lífsgæðakönn-
un?
Náttúruhamfarir, hryðjuverk,
hungursneyð og misskipting gæða blasa við
okkur á hverjum degi. Vinir mínir í Samfylk-
ingunni tala oft um sex þúsund fátæk börn í
þingræðum. Skattbyrði þeirra sem lægst hafa
launin á Íslandi hefur aukist.
Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst 27. jan-
úar með staðreyndum um ólöglega innflytj-
endur: „Febrúar er ekki einu sinni byrjaður og
kostnaðurinn í ár við ólöglega innflytjendur
fram að þessu er 18.959.495.168 dalir. Kostn-
aðurinn á föstudaginn var 603.331.392 dalir.
Það eru að minnsta kosti 25.772.342 ólöglegir
innflytjendur, ekki þessar 11.000.000 sem hefur
verið talað um í mörg ár, í landinu okkar. Svo fáránlegt!“
Trump er með puttann á púlsinum, hefur kostnaðinn á
hreinu upp á dollar. Tók að vísu ekki eftir því að kostn-
aðurinn þennan umrædda föstudag var minni en með-
alkostnaðurinn í mánuðinum, en hey, hver tekur eftir því
þegar við erum að tala um 18.959.495.168 dali
(2.279.500.104.048 kr.)?
Ég reikna með að flestir lesendur þessa pistils, að
tveimur undanskildum, hristi nú hausinn og segi: Hver
tekur mark á Trump? Svar: Nærri 50 þúsund manns
áframtístu staðreyndum Trumps.
Í bókinni Factfulness eftir sænska lækninn Hans heit-
inn Rosling er rauði þráðurinn að þrátt fyrir allar sögur af
hörmungum heimsins horfi flest til betri vegar. Fólk lifir
lengur, barnadauði minnkar, stærri og stærri
hluti mannkyns færist úr sárri fátækt í það
sem Rosling kallar millitekjur. Kannski kemur
mest á óvart hve stutt er síðan okkar vestrænu
samfélög voru á svipuðum stað og lönd sem við
teljum fátæk núna.
Við teljum flest að heimurinn sé verri en
hann er. Leiðtogar í stjórnmálum og við-
skiptum kolféllu á einföldum spurningum sem
Rosling lagði fyrir þá um heiminn. „Apakettir
hefðu náð betri árangri,“ segir hann. Apar
hefðu nefnilega valið svör af handahófi, en
jafnvel sérfræðingar völdu yfirleitt helst þau
svör sem versta útkomu gáfu fyrir mannkynið.
Íslendingar hljóta samt að rökræða út frá
staðreyndum. Skattbyrði þeirra 10% sem hafa
lægst laun er meiri núna en þeirra tekju-
minnstu fyrir 20 árum, svo dæmi sé tekið.
Skýringin er sú að laun eru almennt hærri núna en þau
voru fyrir 20 árum að raungildi. Ættum við að fella niður
skatta af lægstu launum, ef allir væru komnir með að
minnsta kosti milljón á mánuði?
Samkvæmt nýjustu lífsgæðakönnun Hagstofunnar árið
2014 líða tæplega 8% barna skort á efnislegum gæðum,
ekki fjarri sex þúsund börnum. Hvenær á áratugnum þar
á undan sögðust fæstir hafa það svo slæmt? Ekki árið
2007 heldur árin 2008-9. Þegar verst áraði gerðu svar-
endur minnst úr erfiðleikum sínum.
Staðreyndir eru mikilvægar, en samhengi hlutanna
skiptir máli.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sannleikurinn versnandi fer
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þeir semfylgdustmeð fréttum
af kjaraviðræðum í
gær hljóta að hafa
fyllst efa um að
þeir sem við samningaborðið
sitja hafi allir fullan skilning á
því í hvaða stöðu þjóðfélagið er
komið. Og raunar hlýtur þessi
efi að hafa skotið upp kollinum
mun fyrr því að margar síðustu
vikur hefur vakið furðu hve
hægt gengur í kjaraviðræðum.
Staðreyndin er sú að lang-
varandi kjaraviðræður, ekki
síst þegar inn í þær hafa bland-
ast ábyrgðarlausar yfirlýsingar
sem vakið hafa ótta meðal al-
mennings og atvinnurekenda,
hafa þegar haft mikil og nei-
kvæð áhrif á efnahagslífið. Al-
menningur heldur að sér hönd-
um vegna þeirrar óvissu sem
uppi er og afleiðingin er sú að
fyrirtækin reyna eftir fremsta
megni að draga úr útgjöldum.
Slíkar aðgerðir bitna meðal
annars á umbjóðendum þeirra
sem við samningaborðið sitja.
Kjarasamningar voru al-
mennt lausir um áramót en nú
er kominn febrúar og enn er lít-
ið að frétta. Í gær var upplýst
að launaliðurinn yrði ræddur í
næstu viku hjá ríkissátta-
semjara hjá þeim félögum sem
vísuðu kjaradeilunni þangað.
Talað er um að einhverjar vikur
séu í að niðurstaða fáist í við-
ræðurnar og því er jafnvel
haldið fram að of langt sé geng-
ið að segja að nú sjáist til lands.
Þetta er ekki boðlegt. Kjara-
viðræður eru mikið
alvörumál vegna
þeirrar sterku
stöðu sem verka-
lýðsfélögin eru í
hér á landi. Allir
vita að niðurstaða kjara-
viðræðnanna ræður úrslitum
um hvert stefnir í efnahags-
málum hér á landi. Það eru all-
ar forsendur til að hér sé hægt
að halda áfram á góðri siglingu
hagvaxtar, stöðugleika og
kjarabóta en þungt högg óá-
byrgra samninga gæti hæglega
valdið miklu tjóni.
Þetta hljóta allir sem við
samningaborðið sitja að skilja
og verða að haga viðræðum eft-
ir því. Og yfirlýsingar um að
varnaðarorð, eins og þau sem
Seðlabankinn setti fram í gær,
séu hótanir sem beri að hafa að
engu, eru síst til þess fallnar að
unnt verði að ná kjarasamn-
ingum sem verði hagfelldir fyr-
ir launafólk.
Þeir sem sitja yfir kjara-
samningum um þessar mundir
verða að átta sig á að hver dag-
ur sem dregst að ná skyn-
samlegri niðurstöðu er tap fyrir
þjóðfélagið allt, ekki síst þá
sem verið er að semja fyrir.
Þess vegna verður að herða
róðurinn og semja um það sem
nauðsynlegast er. Svo er hægt
á öðrum vettvangi að halda
áfram viðræðum um það sem
tímafrekara reynist og leysa
það síðar. Brýnasta verkefnið
nú er að eyða óvissunni, forðast
kollsteypu og tryggja vöxt og
kjarabætur til framtíðar.
Það gengur ekki að
kjaraviðræður drag-
ist meira en orðið er}
Óboðlegt
Bandarískir fjöl-miðlar segja
að baráttan fyrir
forsetakosning-
arnar í nóvember
2020 hafi byrjað
um áramótin.
Tveggja ára kosn-
ingabarátta er raunar reglan.
Mikill fjöldi demókrata hefur
þegar sagst vilja verða forseta-
efni þá. Hægra megin er Trump
enn einn um hituna. Aðdáun-
arvert er að Bandaríkjamenn
fái ekki grænar bólur yfir
tveggja ára slag. Milljörðum
dollara er varið í hann af hálfu
stóru flokkanna og samtökum
sem þeim tengjast. (FBI upp-
lýsti að Rússar hafi varið tæp-
lega 5.000 dollurum í að hafa
áhrif á forsetakosningarnar
2016, eða um 700 þúsund krón-
um. Þann austur og aðrar grun-
semdir hefur Mueller saksókn-
ari rannsakað síðan og til þess
eltingaleiks við skottið á sér
eytt dollurum sem svara til
þriggja milljarða króna.)
Mikil umræða stóð dögum
saman í fjölmiðlum um vænt-
anlega ræðu forset-
ans „um stöðu og
horfur þjóðar-
búskaparins“.
Helstu sjónvarps-
stöðvar og „stór-
blöð“ vestra, sem
hafa flest áratug-
um saman stutt demókrata,
telja að Pelosi, forseti Full-
trúadeildar, hafi unnið útsend-
inguna frá ræðu forsetans, þótt
hún segði ekki orð. Nánast hver
og einn rekur „sigur“ hennar til
leikrænna tilburða hennar við
að klappa eða ekki klappa fyrir
yfirlýsingum forsetans.
Annaðhvort er að þetta klapp
hafi verið tær snilld og Pelosi,
sem sat aftan við forsetann,
hafi slegið svo út ræðu forset-
ans að þeir telja óþarft að gera
henni mikil skil þess vegna.
Eða að fjölmiðlarnir hafi notað
talpunktana sem þeir fengu frá
flokknum sínum fyrir útsend-
inguna af nokkru gáleysi. Í
langdregnum umræðum um
væntanlega ræðu minntist þó
enginn á að það væri klappið
sem væri málið!
Umræða stóru fjöl-
miðlanna vestra um
ræðuna um stöðu og
horfur Bandaríkj-
anna er pínleg}
Klappað og klárt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Við finnum fyrir miklumstuðningi við þetta frum-varp. Þetta er að vísu ístjórnarsáttmála núver-
andi ríkisstjórnar, en þar sem engin
vísbending hefur enn komið fram
þess efnis að ríkisstjórnin ætli sjálf
að stíga þetta skref teljum við rétt
að leggja frumvarpið fram og vænt-
um stuðnings stjórnarflokka,“ segir
Logi Einarsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til frum-
varps til laga um breytingu á lögum
um fæðingar- og foreldraorlof, nr.
95/2000. Í frumvarpinu, sem var
meðal annars á dagskrá Alþingis í
gær, er lagt til að fæðingarorlof
verði lengt úr níu mánuðum í tólf og
felur sú breyting í sér aukinn rétt
beggja foreldra auk þess sem ung-
börn fá meiri tíma til samvista með
foreldrum sínum.
„Sveitarfélög víða um land leit-
ast við að brúa þann tíma þegar for-
eldrar þurfa að bíða eftir dagvistun
eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og
vinnumarkaður þurfa að leggja sitt
af mörkum til að ná því markmiði,“
segir í greinargerð frumvarpsins, en
lagt er til að sjálfstæður réttur hvers
foreldris verði fimm mánuðir og að
sameiginlegur réttur foreldra verði
tveir mánuðir.
Kom fyrst fram í tíð Jóhönnu
Logi segir að í árslok 2012, í tíð
ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, hafi verið samþykkt lög nr.
143/2012, um breytingu á lögum nr.
95/2000, um fæðingar- og foreldra-
orlof, þar sem kveðið var á um leng-
ingu fæðingarorlofs úr samtals níu
mánuðum í tólf. Horfið var frá þess-
um breytingum þegar ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks tók við völdum í maí 2013.
„Ef þessir tveir flokkar hefðu
ekki horfið frá þessu þegar þeir
komust í ríkisstjórn hefðu öll börn
síðustu sex ár fengið meiri tíma með
foreldrum sínum. Það hefði vafa-
laust skipt þessar fjölskyldur miklu
máli,“ segir Logi og heldur áfram:
„Einnig held ég að þetta sé mikil-
vægt innleg í kjaraviðræður, þar
sem þetta er jú kjaramál. Það eru
ungar barnafjölskyldur sem munu
draga vagninn í okkar samfélagi
næstu áratugi og því er nauðsynlegt
að hlúa betur að þeim inn í framtíð-
ina. Þá mun þessi breyting einnig
gagnast sveitarfélögum þar sem
lenging fæðingarorlofs mun hjálpa
til við að brúa það bil sem myndast
þegar fæðingarorlofi lýkur og barn
kemst inn á leikskóla.“
Jákvæðar umsagnir
Á heimasíðu Alþingis má nálg-
ast þau erindi sem borist hafa um
umrætt frumvarp. Eru umsagnir
þessar í stuttu máli afar jákvæðar.
Ein umsögnin kemur frá Félagi
um foreldrajafnrétti og segist for-
maður félagsins fagna frumvarpinu.
„Sjálfstæður réttur foreldra til
fæðingarorlofs er líklega eitt
stærsta skref sem stigið hefur verið
í foreldrajafnrétti á Íslandi frá árinu
1992 þegar sameiginleg forsjá varð
fyrst möguleg,“ segir í umsögn fé-
lagsins.
Umboðsmaður barna tekur í
svipaðan streng í sinni umsögn.
„Rannsóknir hafa sýnt að fyrstu
mánuðir í lífi barna hafa mikil áhrif á
þroska, velferð, sjálfsmynd og sam-
skipti seinna meir. Á þessum tíma er
mikilvægt að börn fái fullnægjandi
tækifæri til þess að mynda tengsl við
aðalumönnunaraðila sína, sem oftast
eru foreldrar,“ segir þar.
Býst við stuðningi
þvert á alla flokka
Morgunblaðið/Hari
Á göngu Formaður Samfylkingarinnar býst við stuðningi þvert á flokka
þegar þingið tekur fyrir frumvarp um breytingu á lengd fæðingarorlofs.
Félagsráðgjafar á kvennadeild
Landspítalans og Barnaspít-
alanum segja lengingu fæðing-
arorlofs úr níu mánuðum í tólf
löngu tímabært skref og fagna
því frumvarpinu.
„Lengi hefur ekki verið sam-
ræmi í lengd fæðingarorlofs
foreldra og möguleika á
öruggri dagvist fyrir barn þeg-
ar foreldrar hafa þurft að
mæta aftur til vinnu. Það er því
mjög jákvætt að barni sé
tryggður umönnunaraðili fyrsta
æviárið sem er mikilvægt fyrir
þroska og tengslamyndun
barnsins,“ segir í umsögn
þeirra.
Embætti landlæknis segir
frumvarpið mikilvæga aðgerð í
þágu lýðheilsu. „Í ljósi mikil-
vægis tilfinningatengsla for-
eldra og barna fyrir þroska og
geðheilsu barna telur embættið
ennfremur rétt að fæðingar-
orlof verði skilgreint sem rétt-
ur barns til umönnunar.“
Trygging í
tólf mánuði
UMSAGNIR