Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 53

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 arholti, gift Böðvari frænda mín- um, og heimilið iðaði af glöðum hlátri sumardvalarbarna sem fylltu hvert skot. Henni til að- stoðar var hún Ingibjörg, 16 ára skvísa frá Selfossi og þarna fléttuðust vinabönd sem aldrei hafa rofnað. Við stelpurnar eignuðumst börn og buru og Steina fylgdist með öllu okkar brölti af einlæg- um áhuga. Það var aldrei neitt kynslóðabil og þurfti ekkert til- stand í kringum heimsóknir, allt svo áreynslulaust og afslappað. Eftir að hún flutti á Selfoss, í litla húsið á Engjaveginum, varð þar vinsæll áningarstaður. Ég kom við með börnin mín fjögur og fyrr en varði snerist það upp í næturgistingu með til- heyrandi flatsæng og notaleg- heitum, Steinu fannst það nú ekki mikið mál. Hún var í rauninni ofurkona, hún Steina, þó að hún yrði sjálf- sagt síðust manna til að taka undir það. Hún var bráðmynd- arleg húsmóðir og hannyrða- kona, prjónaði listafallegar peys- ur og saumaði herraskyrtur með mörgum vösum fyrir tísku- verslun. Mörg sumur var hún ráðs- kona hjá Vegagerðinni og eldaði ofan í stóran hóp karla við þær aðstæður sem eldhússkúrar á hjólum bjóða upp á. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum af þessum körlum og ég er viss um að þeir mátu hana mikils. Seinna fór hún að vinna á Ljósheimum og dreif sig í sjúkraliðanám ásamt nokkrum samstarfskonum. Þær keyrðu suður í skólann og létu ekki Hellisheiðina stoppa sig. Lífið færði henni Steinu okk- ar margvísleg verkefni, sum hver æði þungbær, en seiglan og kjarkurinn, réttlætiskenndin og dugnaðurinn skilaði henni á góð- an stað í lífinu. Drengirnir henn- ar frábæru, góðu tengdadæturn- ar og öll fallegu barnabörnin, já og langömmupilturinn, auðguðu lífið og fyrir það var hún afar þakklát. Hún sagði reyndar oft: „Ég skil ekki hvað allir eru góðir við mig.“ Við hin skildum það al- veg, hún var þannig, hún Steina, vinarækin, hjálpsöm, raungóð og hlý. Hún var ómissandi í Litla ferðafélaginu, sem varð til eig- inlega af sjálfu sér. Við Hjörtur, Ingibjörg og Gaui vorum kölluð unga fólkið í þeim góða hópi og leiddist það nú ekki mikið. Leið- in lá yfirleitt um Hreppana, Tungurnar, Grímsnesið, Flóann, gist á góðum stöðum, grillað og glaðst. Dagferðir seinni árin voru líka skemmtilegar og sem betur fer drifum við í slíkri í lok ágúst og fórum austur í Rangárvalla- sýslu. Þetta var síðasta samvera okkar með Steinu. Ég finn ennþá hlýja faðmlagið hennar á kveðjustundinni og góðu óskirnar hennar fylgdu okkur hingað út til Spánar. Við Hjörtur þökkum af alhug tæplega fimmtíu ára vináttu sem aldrei bar skugga á og sendum Guðmundi, Óla Fjalari og Birki og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðrar vinkonu. Unnur Halldórsdóttir. Góð vinkona mín Steinunn Ingvarsdóttir er látin og mig langar til að segja um aldur fram, þó að ég viti að það passar ekki því hún átti stutt í að verða 85 ára. Við getum verið þakklát fyrir að hafa fengið að lifa „svo langan dag“. Ég hitti Steinu síðast glaða og fríska á Vínartónleikum í Hörpu fyrri partinn í janúar. Alltaf svo gaman og gott að hitta hana. Einhvern tíma í nóvember síðastliðnum komu þær til mín vinkonurnar, Steina og Ragga og eftir smá spjall og kaffisopa ákváðum við að fara að spila. Ég hringdi í Mæju vinkonu mína, en hún er líka úr Gnúpverjahreppi eins og þær. Steina og Ragga kunnu skemmtilegt spil sem við Mæja vorum fljótar að læra og við spiluðum hratt af metnaði og gáska. Þetta var skemmtilegt kvöld, sem við ætluðum að endurtaka. Þegar ég hringdi í Steinu og ætlaði að ákveða daginn var hún komin á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Þegar Steina var áttræð hélt hún upp á afmæli sitt með glæsi- brag. Fullur salur af fólki, góðar veitingar og skemmtiatriði. Sjálf söng hún með Ragga Bjarna eins og ekkert væri. Ég hugsaði, hvað er það sem Steina getur ekki gert? Steina var hæfileikarík á mörgum sviðum og allt sem hún gerði bar vandvirkni hennar og smekkvísi vitni, einnig var bæði kjörkuð og dugleg. Ég sakna Steinu mikið og ég veit að okkur öllum sem kynnt- umst henni þótti mjög vænt um hana. Ég sendi sonum hennar, frændum mínum og fjölskyldum þeirra, svo og systkinum hennar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingunn Pálsdóttir. Það var vorið 1968 að ég var send í sveit að Efri-Brú í Gríms- nesi til ungra hjóna er þar bjuggu, Steinu og Böðvars, sem höfðu nýverið reist sér íbúðar- hús sem bar nafnið Brúarholt. Þannig hafði talast til milli ömmu minnar í Ásbrekku og Halldóru í Þrándarholti árið áð- ur að ég færi að Efri-Brú vegna þess að Steinu og Böðvar vant- aði vinnukonu þar sem þau höfðu ákveðið að reka sumar- dvalarheimili fyrir börn. Þar dvaldi ég næstu þrjú sumur og þar var gott að vera. Mér var tekið opnum örmum og umvafin kærleik frá fyrsta degi af þeim hjónum og sonum þeirra þremur sem þá voru fæddir. Steina rak sumardvalarheimilið af natni og útsjónarsemi og mikilli fag- mennsku. Þarna dvöldu samtím- is 15-20 börn auk sona þeirra og vinnufólks og var oft þétt setið til borðs. Í minningunni var allt- af gaman í Brúarholti. Á þessum árum tíðkaðist að ungar stúlkur færu í húsmæðraskóla en það hvarflaði aldrei að mér því í Brúarholti lærði ég allt sem skipti máli. Við Steina urðum frá fyrsta degi mjög góðar vinkonur þótt aldursmunur væri tuttugu ár og hélst sú vinátta til enda. Steina náði vel til ungs fólks og var hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hún hafði smekk fyrir fallegum klæðnaði og var alltaf svolítil skvísa. Steina var metnaðargjörn og hafði ríka réttlætiskennd og bar hag sinna nánustu fyrir brjósti. Hún fór í sjúkraliðanám eftir að hagir hennar breyttust og eign- aðist fallegar íbúðir fyrst hér á Selfossi og síðan í Reykjavík. En fyrst og fremst var hún góð manneskja sem öllum vildi vel. Mér var hún afskaplega kær og áttum við margar góðar sam- verustundir í áranna rás sem ljúft er að minnast. Steina varð fyrir áföllum sem mörkuðu líf hennar. Það var mannbætandi að tala við hana um lífið og til- veruna og hennar sýn ákaflega gefandi um mikilvægi þess að njóta hverrar stundar. Afmæl- isdagur Ingvars, 27. október, var okkar dagur. Þá hittumst við og gerðum okkur dagamun og minntumst hans saman. Þetta verður áfram okkar dagur, elsku Steina, því ég ætla í komandi tíð að fara að leiði ykk- ar allra að Búrfelli í Grímsnesi þar sem ég mun minnast þess og þakka fyrir þegar ég fór ung í sveitina til ókunnugs fólks sem tók mér opnum örmum og mér fannst ég vera komin heim. Ingibjörg Stefánsdóttir. ✝ Jón Pétur Pét-ursson skip- stjóri fæddist á Eskifirði 5. mars 1934. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 29. janúar 2019. Foreldrar Jóns voru Pétur Björg- vin Jónsson skó- smíðameistari, f. 26.11. 1889 á Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal, d. 1966, og Sigurbjörg Pétursdóttir, f. 14.2. 1902 á Útnyrðingsstöðum á Völlum, d. 1996. Eftirlifandi systkini Jóns eru: Guðlaug, f. 6.6. 1930, búsett í Reykjavík, maki Karl Hjaltason, látinn; Sigurlína, f. 4.4. 1936, búsett í Mosfellsbæ, maki Eyvindur Pét- ursson, látinn; Halldór raf- virkjameistari, f. 2.10. 1941, bú- settur á Akureyri, maki Bryndís Björnsdóttir; Ingi Kristján, bif- reiðarstjóri og sjómaður, f. 22.7. 1943 búsettur á Akureyri, maki Helga Jónsdóttir, látin; Þor- steinn Sigurjón, fv. lögreglu- maður, f. 27.5. 1945, búsettur á Akureyri, maki Snjólaug Ósk Aðal- steinsdóttir. Systk- ini látin: Elísabet, f. 20.3. 1922; Jóhanna Fanney, f. 26.2. 1923, maki Leslie Wiljam Ashton, lát- inn; María, f. 22.2. 1924; Bogi, f. 3.2. 1925, maki Margrét Magnúsdóttir, lát- in; Stefanía Una, f. 29.3. 1926. Maki Sigurður Þórðarson, látinn. Fyrri eig- inmaður Stefaníu var Valgeir Ólafsson, látinn; Jóna Vilborg f. 21.11. 1927, maki Matthías Jó- hannsson, látinn; Stefán, f. 8.5. 1931, maki Kristbjörg Anna Magnúsdóttir, látin; Hjálmar (samfeðra), f. 20.5. 1931, maki Ólöf Kristjánsdóttir, látin. Þau skildu. Sambýliskona Hjördís Einarsdóttir, látin; Valgerður, f. 6.7. 1937. Eiginkona Jóns var Guðrún Lárusdóttir, f. 16.7. 1930, látin. Þau skildu. Útför Jóns Péturs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. febr- úar 2019, klukkan 13. Finn ég þrátt mig þrýtur mátt, þrotin brátt er glíma. Guð, mig láttu sofna í sátt, sígur að háttatíma. (Pétur B. Jónsson, skósmíðameistari) Sjómaður sem lokið hefur löngum starfsdegi fagnar hvíld- inni, atorkumaður sem skilað hef- ur drjúgu dagsverki er sáttur og þakklátur. Í fullvissu þess að hans bíði góður staður leggst hann til hvíldar. Bróðir minn, Jón Pétur Pétursson, yfirgaf jarðvist sína í þessari fullvissu. Hann var sáttur og tilbúinn að mæta skapara sín- um og Drottni. Minningarnar um Jón Pétur, eða Nonna eins og hann var jafnan nefndur, eru margar og ljúfar. Fljótt kom í ljós vinnusemi Jóns því hans fyrsta verk var að aðstoða við byggingu Akureyrarkirkju, þá aðeins sex ára. Fjölskyldan hafði flutt frá Eskifirði til Akureyrar en þá var bygging kirkjunnar að hefjast. Þetta fannst Jóni tilvalinn staður og ekki ömuðust smiðir og verka- menn við stráknum. Honum var fengin fata og falið það verkefni að tína upp nagla af gólfinu, enda ekki til siðs þá að nokkuð færi til spillis. Þetta gerði hann samvisku- samlega eins og öll þau störf sem hann átti eftir að vinna um ævina. Þarna dvaldi hann löngum stund- um og fékk nafnið „litli kirkju- smiðurinn“. En hugur Jóns heill- aðist af sjómennsku. Hans fyrsta skipspláss var á bát frá Hrísey, en lengst af var hann á togurum Út- gerðarfélags Akureyringa, en hann byrjaði á Harðbak EA 3 árið 1952. Jón lauk námi frá Stýri- mannaskólanum. Hann var lengst af stýrimaður á Sléttbak og síðan á Harðbak sem voru síðutogarar. Síðan á tveimur af skuttogurum félagsins, lengst af var hann með Áka Stefánssyni skipstjóra. Sam- an voru þeir á Harðbak er togar- inn lenti í hamfaraveðri við Ný- fundnaland og tókst áhöfninni með dugnaði og frábærri skip- stjórn Áka að komast frá þessum voða. Jóni var umhugað um heim- ilið og ófáir voru þeir fiskar sem hann kom með og allt annað sem hann verslaði erlendis í siglinga- túrum. Hann var einstaklega bón- góður og margan greiðann gerði hann, sérstaklega fyrir þá er minna máttu sín. Honum varð ekki barna auðið en heillaðist af starfi SOS-barnaþorpa. Hann styrkti tvö börn allt til fullorðins- ára þeirra og eftir að hann seldi íbúð sína styrkti hann starfið og börnin myndarlega. Jón gerðist félagi í Oddfellowreglunni. Síðustu mánuði hafði heilsu Jóns hrakað, hann var æðrulaus og sáttur við endalokin. Eyjafjörð- urinn var að baki og slétt hafið fram undan. Jón P. hefur tekið nýja stefnu. Vart mun það á himni henda að honum takist ekki að lenda. (DS.) Drottinn blessi minningu um góðan dreng. Þorsteinn Pétursson. Jón Pétur Pétursson✝ Jon Eirik Jons-son fæddist 7. febrúar 1960 í Bandaríkjunum. Hann lést 30. októ- ber 2018 á heimili sínu í Sterling í Virginíu. Foreldrar hans voru Patricia Jons- son, f. Weigh, frá Pennsylvaníu, f. 2. maí 1932, lést í Sterling í Virginíu í janúar 2010, og Magnús Lárus Jónsson, f. í Reykjavík 14. maí 1919, d. 4. maí 2016 í Sterling í Virginíu. Magnús fór ungur að árum vest- ur um haf en varð innlyksa þar 1941 vegna seinni heimsstyrj- aldarinnar og settist síðan þar að. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Björnsdóttur frá Karlsstöðum í Fljótum af Róð- hólsætt og Jóns A. Erlendssonar frá Sturlureykjum í Reykholts- dal en þau bjuggu á Álfabrekku við Suðurlandsbraut. Jon útskrifaðist frá William & Mary-háskólanum 1982 og lauk Ph.D.-gráðu í í tilraunasálfræði og taugavísindum frá USC í Kaliforníu 1986. Hann starfaði tengt flugiðnað- inum, hjá Boeing- og Douglas- verksmiðjunum og NASA Langley- rannsóknarstöð- inni, þar sem við- fangsefni hans sneru að hönnun flugstjórnarklefa og sjálfvirkni í geimförum og flugvélum með tilliti til samspils flugmanns og vinnuumhverfis. Meðal verk- efna sem Jon vann að var hönn- un á gluggalausri hljóðfrárri farþegaþotu og áhrifum þess á áhöfn og farþega að notast við stafræna glugga. Einnig verk- efni við hönnun á flugstjórn- arklefa og samspili sjálfvirkni flugvéla og flugmanna og hve- nær sjálfvirknin ætti að taka yf- ir ef hætta skapaðist. Jon var ókvæntur og barnlaus. Aska Jons verður jarðsett hjá ömmu hans og afa í Fossvogs- kirkjugarði, við leiði þeirra C-12 nr. 18, í dag, 7. febrúar 2019, klukkan 15. Jon Eirik Jonsson – Jón frændi – var nánasta skyld- menni okkar í móðurætt en móðir okkar og faðir hans voru systkini. Í barnæsku var Jon og allt sem kom frá Ameríku sveipað ævintýraljóma. Við hittum Jon í fyrsta skipti þegar hann var átta ára og kom með foreldrum sínum til Íslands. Það fór vel á með okkur fimm systkinunum og honum. Sam- band okkar var ekki mikið næstu árin en við fylgdumst með honum úr fjarlægð, Guð- laug amma hans og okkar var mjög stolt af honum og var óþreytandi að segja okkur frá afrekum hans. Það leyndi sér ekki að Jon var góðum gáfum gæddur og strax á unga aldri sýndi hann frábæran námsár- angur. Hann stundaði skák á unglingsárum sínum og náði þar afburða árangri og keppti á mótum víða um Bandaríkin. Kynni okkar við Jon endur- nýjuðust árið 2011, þegar við heimsóttum föður hans Magn- ús, sem var þá háaldraður, fæddur 1919, en bjó enn heima og sá um sig sjálfur. Pat, eigin- kona hans og móðir Jons, hafði látist 2010. Magnús hjúkraði konu sinni sem var rúmföst og átti við veikindi að stríða síð- ustu árin. Jon flutti frá Seattle, þar sem hann vann hjá Boeing- verksmiðjunum, til föður síns árið 2011 og vann hann áfram við sitt fag sem undirverktaki hjá FAA (Federal Aviation Association) í Washington og í fleiri líkum störfum. Heilsu Jons hrakaði eftir að faðir hans lést 2016 og andaðist hann á heimili sínu í október 2018. Jon var eina barn foreldra sinna og ólst upp við ástríki þeirra. Hann sýndi fljótlega mikla námshæfileika og fékk stuðning þeirra til að stunda nám við virta skóla. Jon fór 14 ára gamall að heiman til náms og lauk hann menntaskóla við einn af bestu menntaskólum í Massachusetts, St. John’s Prep árið 1978. Þaðan lá leið hans í William & Mary University í Virginiu sem er ein af elstu menntastofnunum Bandaríkj- anna, þar lauk hann BS-gráðu í sálfræði, síðan doktorsnámi í tilraunasálfræði og taugavísind- um við University of Southern California árið 1986. Jon kunni því vel að vera sjálfs sín herra, hann var ein- fari seinni árin, en átti tryggan vinahóp frá námsárum sínum og mat fjölskyldu sína og arf- leifð á Íslandi mikils og fylgdist vel með ættingjum hér heima. Hann hafði skemmtilegan frá- sagnarstíl, var rökfastur og víð- sýnn og sýndi okkur ávallt hlýju og velvilja og tók alltaf vel á móti okkur í árlegum heimsóknum okkar til þeirra feðga. Það var okkur ómetan- legt að kynnast honum að nýju sem fullorðnum einstaklingi og um leið erum við sorgmædd yf- ir ótímabæru andláti hans í ein- manaleika. Ákveðið var að flytja ösku hans til Íslands, gamla landsins eins og faðir hans sagði alltaf og jarðsetja hann með ömmu okkar og afa. Foreldrar hans eru jarðsett í Arlington-kirkjugarðinum í Washington. Við biðjum Guð að geyma hann og sendum honum ljós og frið. Karólína, Guðlaug, Guðmundur og Einar. Ég kynntist Joni í fram- haldsnámi okkar í USC (Uni- versity of Southern California) þar sem við deildum skrifstofu. Doktorsritgerð hans fjallaði um samspil heilahvelanna við úr- vinnslu upplýsinga (Perceptual Quality and Human Cerebral Asymmetry: Effects of Stimu- lus Contrast). Mér var alltaf ljóst að þegar Jon var í sama herbergi og ég var ég hvorki sá gáfaðasti né sá fyndnasti á staðnum. Að námi loknu hög- uðu örlögin því þannig að við urðum vinnufélagar hjá Douglas og síðar Boeing-flug- vélaverksmiðjunum og horfðum við hvor á annan yfir skrifborð- in. Verkefni okkar voru mjög sérhæfð (Aviation human fac- tors engineering) og rannsókn- irnar viðamiklar og flóknar. Jon var afburðagáfum gæddur og hafði ég reiknað með að hann myndi velja sér starfsvettvang innan háskólasamfélagsins, til þess hafði hann vissulega menntun og hæfileika, en þess í stað fékk ég að njóta kímnigáfu hans og afburðaþekkingar á sviði tölfræðilegra atferlisrann- sókna. Ég sé Jon fyrir mér hlusta einbeittan og „horfa“ á mig með lokuð augun, halla sér síðan aftur í stólnum og hlæja góðlátlega að spaugilegum fleti á umræðunni, sem honum var svo lagið að finna. Jon var síður en svo yfirborðskenndur og skoðanir hans voru gjarnan vel rökstuddar. Ég er sorgmæddur vegna andláts Jons og sakna góðs drengs og félaga. Hann var mikils metinn af þeim sem hann þekktu sem heiðarlegur, um- hyggjusamur maður með gott innsæi og mikla kímnigáfu. Ég bið fyrir kveðjur til fjölskyldu hans á Íslandi. Bill Corwin. Jon Eirik Jonsson Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.        þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.