Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019
✝ Steinunn Ingv-arsdóttir fædd-
ist í Þrándarholti í
Gnúpverjahreppi
13. október 1934.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 26. janúar
2019. Foreldrar
Steinunnar voru
Ingvar Jónsson
bóndi í Þrándar-
holti, f. 8.9. 1898 í
Skarði, d. 25.8. 1980, og Anna
Halldóra Margrét Hansdóttir
frá Fitjakoti á Kjalarnesi, f.
14.8. 1905, d. 22.7. 1997. Hálf-
bróðir Steinunnar er Sverrir
Andrésson, f. 30.3. 1930, og al-
systkini; Steinþór, f. 23.7. 1932,
d. 16.2. 1995, Guðlaug, f. 20.10.
1933, d. 2.4. 1947, Esther, f.
31.10. 1935, d. 23.1. 1986, Rann-
veig, f. 26.3. 1937, d. 23.3. 1975,
Þrándur, f. 16.2. 1943, og Guð-
laug, f. 19.12. 1946.
Hinn 13.4. 1963 giftist Stein-
unn Böðvari Guðmundssyni
1976. 4) Birkir, hagfræðingur, f.
31.7. 1973, kvæntur Guðrúnu Ei-
ríksdóttur tölvunarfræðingi, f.
1974. Börn þeirra eru Kolfinna,
f. 1998, í sambúð með Hauki
Steini Helgasyni, f. 1994, og tví-
burarnir Ingvar og Hafsteinn, f.
2000. Steinunn og Böðvar slitu
samvistir.
Steinunn fæddist í Þrándar-
holti í Gnúpverjahreppi. Hún
ólst upp við venjubundin land-
búnaðarstörf á fjölmennu heim-
ili og hlaut hefðbundna mennt-
un í Ásaskóla. Nítján ára gömul
fór hún í Húsmæðraskólann á
Varmalandi og útskrifaðist það-
an vorið 1954. Næstu árin sinnti
hún ýmsum störfum, svo sem á
hjúkrunarheimilinu Grund og
Landspítalanum. Árið 1961
stofnuðu þau Böðvar nýbýlið
Brúarholt í Grímsnesi og hófu
þar búskap. Árið 1978 flutti
Steinunn á Selfoss þar sem hún
starfaði við ýmis umönnunar-
störf. Árið 1990 útskrifaðist hún
sem sjúkraliði og vann eftir það
sem slíkur út starfsævina. Árið
2001 flutti Steinunn til Reykja-
víkur og bjó þar síðustu 17 árin.
Útför Steinunnar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 7. febrúar
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
bónda frá Efri-Brú
í Grímsnesi, f. 8.11.
1935, d. 4.12. 2008.
Hans dóttir er Guð-
rún, f. 10.10. 1955.
Synir Steinunnar
og Böðvars eru: 1)
Guðmundur Örn,
húsasmiður, f. 5.9.
1961, kvæntur
Kristínu Fjólu
Bergþórsdóttur
kennara, f. 1965.
Synir þeirra eru Bergþór
Bjarki, f. 1993, Tómas Tjörvi, f.
1995, Böðvar Breki, f. 2001, og
tvíburarnir Baldvin Barri og
Snorri Sveinn, f. 2008. 2) Óli
Fjalar, vélfræðingur og raf-
virki, f. 15.12. 1962, kvæntur
Margrethe Andreasen, félags-
ráðgjafa, f. 1968. Dætur þeirra
eru Sunna Kristín, f. 1988, maki
hennar er Ragnar Sigurðarson
f. 1988, sonur þeirra er Nóel
Marri, f. 2018. Steinunn Eva, f.
1991, og Móeiður Kara, f. 1998.
3) Ingvar, f. 27.10. 1963, d. 10.9.
Elsku mamma.
Þú sagðir eitt sinn, kannski
ekki í fullri alvöru, að ef eitthvað
væri að marka minningargrein-
arnar þá hefðu bara dýrlingar
dáið á Íslandi. Að það væri
meira vit í að leyfa fólkinu sjálfu
sem verið er að syrgja að heyra
allar þessar fallegu lýsingar
frekar en að bíða þar til það er
orðið of seint.
Þess vegna hvarflaði að mér,
þegar við fengum þær fréttir að
þú værir alvarlega veik og ættir
líklega ekki langt eftir, að skrifa
lítið þakkarbréf og lesa fyrir þig.
Þar myndi ég telja upp allt það
sem ég er þér svo þakklátur fyr-
ir. Fyrst og fremst allan kær-
leikann og umhyggjuna sem við
strákarnir þínir, tengdadæturn-
ar, barnabörnin og barnabarna-
barnið fengum stöðugt að njóta.
Þú varst alltaf til staðar, vildir
allt fyrir okkur gera og vaktir
stöðugt yfir velferð okkar.
Raunar endaði umhyggja þín
ekki þar því systkini þín og
þeirra börn áttu líka alltaf sér-
stakan sess í hjarta þínu og
marga trausta vini áttir þú sem
þú deildir með sorgum og gleði.
Ótrúlegur dugnaðurinn og kraft-
urinn í þér var í engu samræmi
við líkamsburðina en þú gast
aldrei látið stund falla niður án
þess að nýta hana til gagns. Og
þrátt fyrir að hafa alla tíð unnið
láglaunastörf þá varstu alltaf ör-
lát en hafðir alltaf nóg, þökk sé
dugnaði þínum, nægjusemi og
nýtni. Þú varst mér og börn-
unum mínum dýrmæt fyrirmynd
sem ég verð þér ævinlega þakk-
látur fyrir.
Þetta og fleira langaði mig til
að segja þér, en þegar til kom
var tíminn of skammur og þú
varst of veik til að geta hlustað á
langan lestur. En ég veit það nú
að það var í lagi, mér tókst að
deila með þér örfáum innilegum
orðum, löngu þéttu faðmlagi og
fullt af tárum stuttu áður en þú
fórst og engin orð til viðbótar
hefðu tjáð tilfinningar mínar
betur. Og núna stend ég mig að
því að hripa þessi orð á blað eft-
ir að þú ert farin, en það er bara
svo allir hinir viti að þú varst
sannur dýrlingur.
Nú ert þú ekki lengur til stað-
ar, elsku mamma mín. En minn-
ing þín lifir, og ég ætla að láta
hana verða mér hvatning til að
verða betri. Verða meira eins og
þú, hlýr og mildur, nýtinn og
nægjusamur. Og kannski aðeins
duglegri líka.
Þinn
Birkir.
Ég sé fyrir mér mömmu
hrökkva við um leið og ég opna
svaladyrnar og segja hátt og
snjallt: „Nei ertu kominn, ég var
einmitt að fara að hella upp á
könnuna.“
Hún stjanaði við mann.
Hvergi var betra að setjast nið-
ur og slaka á eða ræða lífsins
gagn og nauðsynjar en hjá
mömmu. Það var eitthvað sér-
stakt við að koma til mömmu.
Að koma til hennar úr skarkala
hversdagsins og slaka á var eins
og að verða litli strákurinn
hennar aftur í augnablik. Þetta
var hin fullkomna hvíld fyrir sál-
ina. Hún umvafði mann með ást
og hlýju. Engu að síður var það
svo að maður kom ekki til henn-
ar til að fá meðaumkun vegna
þreytu eða vinnuálags. Hún
hafði enga samúð með því. „Þú
ert ungur og það hafa allir gott
af því að vinna.“ Enda var hún
þannig að hún gat ekki setið að-
gerðarlaus. Sem dæmi um þetta
þá rak hún sumardvalarheimili
fyrir börn á Brúarholti þegar
hún bjó þar og á veturna vann
hún við Ljósafossskóla auk bú-
starfanna. Glaðværðin, æðru-
leysið og væntumþykjan kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til
mömmu. Það að hún ætlaðist
ekki til neins af öðrum en var
alltaf tilbúin að rétta hjálpar-
hönd hvort sem var í orði eða
verki olli því að allir voru svo til-
búnir að gera hvaðeina fyrir
hana. Og það var svo gott að
vera nálægt henni kannski þess
vegna. Og aðrir virtust vera á
sama máli. Hún átti fjölda vina
sem hún hélt reglulegu sam-
bandi við. Hún lifði fyrir fjöl-
skylduna sína í þeim skilningi að
hún var alltaf tilbúin að hlusta.
Hún vakti yfir velferð allra, og
enginn gladdist meir yfir hverj-
um þeim árangri sem við bræð-
urnir og börnin okkar náðu í leik
og starfi. Mamma kunni illa við
að láta hafa fyrir sér. Hún var
lítillát og hógvær og kvartaði
aldrei en sagði samt sína mein-
ingu.
Mamma hélt vel utan um fjöl-
skylduna sína. Þorláksmessu-
skata, veisla á jóladag og matur
flestöll föstudagskvöld er nokk-
uð sem við öll eigum eftir að
minnast með gleði og söknuði.
Mamma kunni að hafa það
skemmtilegt og var driffjöður
þegar kom að ættarmótum í
Þrándarholti. Þar var hún í ess-
inu sínu. Eftirminnilegt er líka
afmælisveislan þegar hún varð
80 ára. Hún fékk eftirlætis-
söngvara sinn Ragga Bjarna til
að mæta og fullur salur af fjöl-
skyldu og vinum skemmtu sér
fram á morgun. Man ég að þar
steig hún á svið og með sposkum
svip sagði hún að erfitt yrði að
slá þessu við en ætlaði hún samt
að gera það því öllum væri hér
með boðið í 100 ára afmælis-
partíið sitt.
En áætlanir breytast og þó að
þú mamma mín hafir sennilega
verið að grínast með afmælisp-
artíið er nú skyndilega komið að
kveðjustund. Minningarnar eru
óþrjótandi. Betri móður, tengda-
móðir, ömmu og langömmu er
ekki hægt að hugsa sér.
Ég kveð þig með þessu broti
úr kvæði Tómasar Guðmunds-
sonar:
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi
lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævin-
lega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar
nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum
lyki
um lífsins perlu í gullnu augnabliki.
Ég þakka þér allt það dýr-
mæta sem þú varst okkur, mér
Margréti og stelpunum. Þú verð-
ur alltaf í hjarta okkar.
Kveðja,
Óli og Margret.
„Skjótt skipast veður í lofti“
segir máltækið, og að þessu sinni
eru það orð að sönnu. Eins og
hendi væri veifað er hún farin
frá okkur hún elsku Steina,
tengdamóðir mín, og það er erf-
itt að trúa því. Það er erfitt að
trúa því, vegna þess að fyrir
rúmum þremur vikum hefði ekk-
ert okkar svo mikið sem rennt í
grun að hún væri svo alvarlega
veik. Frá því við fyrst vissum að
eitthvað væri að, og þar til hún
var látin, liðu sléttar tvær vikur
upp á dag. Dómurinn var óvæg-
inn og gaf ekki vonir nema um
örfáar vikur, eða jafnvel einungis
örfáa daga – og það reyndist
rétt. Það er erfitt að sjá líf ást-
vinar fjara svo hratt út, án þess
að fá nokkru um það breytt – og
ekkert verður aftur eins.
Steina var traust kona og góð,
trú sinni sannfæringu, sjálfstæð
og einörð í því sem hún tók sér
fyrir hendur. Lífið fór ekki alltaf
mjúkum höndum um hana og
hún fékk sannarlega sinn skerf
af erfiðleikum. Þrátt fyrir það
hélt hún alltaf áfram, beit á jaxl-
inn og hélt áfram. Ég held að
það hefði næstum því verið sama
hvað hún Steina hefði ákveðið að
taka sér fyrir hendur í lífinu;
hún hefði klárað sig af því öllu –
hversu ólíklegt sem manni hefði
fundist það í upphafi. Kannski
var það einmitt þess vegna sem
maður hélt í þá von að hún
myndi líka vinna þennan slag –
eða a.m.k. ná yfirhöndinni um
tíma. Þegar horft er yfir farinn
veg, þau rúmu 30 ár sem ég hef
þekkt hana Steinu, er óneitan-
lega margs að minnast, margs að
sakna, og margt eigum við henni
að þakka. Það er dýrmætt hvað
hún Steina hélt alltaf vel utan
um hópinn sinn, strákana sína
þrjá, okkur tengdadæturnar og
barnabörnin sín öll – sem hún
var svo þakklát fyrir og stolt af.
Hún lagði mikið upp úr því að
hittast og halda hópnum saman
og skapaði til þess ýmis tækifæri
og hefðir sem löngu eru orðnar
ómissandi. Það er undarlegt til
þess að hugsa, og fyllir mig
söknuði og trega, að ekki verði
fleiri slíkar stundir í Kambasel-
inu.
Steina tók fréttunum af veik-
indum sínum og óvægnum
dómnum eins og öðru mótlæti í
lífinu, af aðdáunarverðri ró og
yfirvegun. Það var einhvern veg-
inn ekki hennar stíll að dvelja við
það sem ekki var hægt að
breyta, heldur taka því sem að
höndum bar. Með það að leið-
arljósi ætla ég ekki að hafa þessi
orð um hana Steinu mína fleiri í
dag – þrátt fyrir að margt fallegt
sé enn ósagt.
Elsku Steina mín. Með sorg í
hjarta kveð ég þig að sinni. Takk
fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Kristín Fjóla.
Elsku amma, ég sit hér í litlu,
fallegu íbúðinni þinni og trúi
ekki að ég sé að skrifa þessa
grein svona snemma. Ég bjóst
alltaf við því, tók því eiginlega
sem gefnu, að þú myndir einn
daginn halda á börnunum mín-
um, mæta í brúðkaupið mitt og
fylgjast með okkur öllum mikið
lengur. Þú ert nefnilega, og hef-
ur alltaf verið, ofurkona. Þú hef-
ur alls ekki átt auðvelt líf, marg-
ir hefðu auðveldlega bugast við
að ganga í gegnum það sem þú
hefur gengið í gegnum, en þú
hefur aldrei leyft því að yfirtaka
líf þitt.
Ég held að ég hafi sjaldan hitt
manneskju sem elskar jafn djúpt
og þú gerir og ég veit að fólkið í
kringum þig er sammála. Ég gat
alltaf leitað til þín sama hvað og
þú vissir alltaf hvað þú þurftir að
gera og segja til að mér liði bet-
ur. Kannski var það ekki einu
sinni hvað þú gerðir heldur bara
það eitt að vera hjá þér sem lét
mér líða eins og allt væri orðið
gott aftur.
Ég trúi ekki að lífið geti verið
svona ósanngjarnt. Ég trúi ekki
að þú verðir ekki með okkur á
jólunum og komir ekki með
blóm og kort á afmælinu mínu
eins og þú hefur alltaf gert. Ég
trúi ekki að ég og Móeiður mun-
um aldrei baka sörur með þér
aftur. Þú varst alltaf svo stress-
uð að við myndum gera eitthvað
vitlaust, því sörurnar þurftu að
vera fullkomnar, og við pirruð-
um okkur á þessu vantrausti á
meðan við inn á milli klúðruðum
hinu og þessu. Svo að lokum
sagðirðu að á næsta ári gætum
við bara gert þær alveg sjálfar
en þegar þar að kom gerðum við
þær alltaf með þér. En þetta ár-
ið munum við í alvöru gera þær
alveg sjálfar, og við munum
halda áfram að gera þær sjálfar
um ókomna tíð.
Elsku amma, ég vona að þú
sért komin til hans Ingvars þíns
og knúsir hann þarna hinum
megin fyrir okkur öll. Ég elska
þig af öllu hjarta og minning þín
mun lifa með mér að eilífu.
Þín
Kolfinna.
Í dag kveðjum við hana yndis-
legu Steinu ömmu okkar. Við er-
um ótrúlega þakklátar fyrir að
hafa haft þessa mögnuðu konu í
lífi okkar. Hún kenndi okkur svo
margt mikilvægt og var fyrir-
mynd okkar á svo margan hátt,
var alltaf til staðar fyrir okkur
og studdi okkur í einu og öllu.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu í kaffi og spjall og maður
gat verið viss um að fá hlýjar
móttökur með stóru knúsi, enda
hjartahlýrri manneskju erfitt að
finna. Við systur áttum það til að
„strjúka“ að heiman og oftar en
ekki var áfangastaðurinn heima
hjá ömmu. Maður var alltaf
stikkfrí hjá henni.
Þrátt fyrir að líf ömmu hafi
ekki alltaf verið dans á rósum
skein húmorinn, krafturinn og
æðruleysið í gegn alla tíð. Hún
gerði allt fyrir fólkið sitt án þess
að búast við neinu til baka en
var alltaf svo þakklát fyrir
minnstu hluti sem gerðir voru
fyrir hana.
Minningarnar um pítsupartí-
in, brúnkökurnar þínar, gleði-
legu móttökurnar, prjónapeys-
urnar, spilin, púslið, fallega
brosið þitt og yndislega sönglið
munu lifa áfram í hjörtum okk-
ar, elsku amma.
Sunna Kristín, Steinunn Eva
og Móeiður Kara Óladætur.
Elsku amma Steina!
Með þessum fallegu línum
kveðjum við þig og gerum þær
að okkar.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þínir sonarsynir,
Bergþór, Tómas, Böðvar,
Baldvin og Snorri.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Steinu frænku í hinsta
sinn. Þó að við syrgjum hana
innilega rifjast upp minningar
sem lauma brosi á okkur systur.
Steina var okkur mjög kær og
það var allt skemmtilegra þegar
Steina var með. Fjölskyldan er
okkur öllum svo dýrmæt og
frændrækin var hún Steina. Á
okkar reglulegu ættarmótum
var Steina alltaf með þeim
fyrstu og tók þátt í öllu, svo
hress og kát. Brosið fór ekki af
henni á mannamótum og hún
sýndi öllum áhuga – vildi vita
hver væri að læra, vinna, eignast
barn eða byggja hús.
Hún var alvörudugnaðar-
forkur, svo drífandi og dugleg að
hún gat ekki setið kyrr. Það er
okkur mjög minnisstætt þegar
búið var að skipuleggja vinnu-
helgi í Þrándarholti og við syst-
ur ákváðum að mæta degi fyrr
til þess að hafa það huggulegt í
sveitinni. Steina mætti líka á
undan öllum en hún settist ekki
hjá okkur þar sem við vorum að
spjalla í stofunni. Hún dró upp
sandpappír og sparsl, prílaði upp
á stól við hliðina á okkur og
byrjaði að undirbúa málningar-
vinnuna sem átti að vinna dag-
inn eftir. Eitt af öðru stóðum við
upp úr sófunum og fundum okk-
ur eitthvað að gera, ekki gátum
við setið þarna og horft á aldr-
aða frænku okkar púla eina.
Hún var líka orðin áttræð þegar
hún skrapaði, pússaði og málaði
þakið á gamla fjósinu í sveitinni.
Alveg ótrúlegt hörkutól hún
Steina.
Henni var ýmislegt til lista
lagt, kleinurnar hennar voru t.d.
bestar í heimi. Handavinna lék
líka í höndunum á Steinu. Hún
prjónaði lopapeysur á færibandi
og allar bróderingar voru óað-
finnanlegar, svo vandvirk var
hún. Við systur vorum svo
heppnar að fá skírnarkjól lán-
aðan frá henni þegar börnin
okkar voru skírð. Þennan
dásamlega fallega kjól saumaði
hún fyrir 60 árum í húsmæðra-
skólanum á Varmalandi.
Það er fátt betra en að leggja
góðan kapal og kunni hún Steina
þá nokkra. Keppnisskapið kom
fram hjá Steinu þegar hún tók í
spil, sérstaklega manna. Hún hló
svo innilega þegar hún vann – og
það var nú oftast þannig.
Steina frænka var fyrirmynd í
svo mörgu sem mun fylgja okk-
ur um ókomna tíð. Hún kenndi
okkur að láta skoðanir okkar í
ljós, standa fastar með sjálfum
okkur og vera kappsamar. Fyrir
það erum við systur þakklátar.
Mamma þakkar Steinu systur
sinni samfylgdina og þær dýr-
mætu minningar sem hún skilur
eftir.
Við allar sendum Guðmundi,
Óla, Birki og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Inga Dóra, Heiða og
Rannveig Hrólfsdætur.
Nú er jarðvist Steinu á enda
og það má með sanni segja að
endinn hafi borið brátt að. Kær
voru kynni mín af Steinu. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast henni Steinu, sem var
gift föður mínum, og með okkur
tókst vinskapur sem hélst alla
tíð.
Steina var mikil myndarkona,
og allt sem hún tók sér fyrir
hendur gerði hún með miklum
myndarskap. Við Steina deildum
því áhugamáli að hafa unun af
handavinnu. Síðustu ár hennar
vorum við svo nágrannakonur og
vörðum dýrmætum tíma saman
við þá iðju.
Afköst Steinu voru slík að
lopapeysuframleiðslan var stór
hluti af iðju hennar síðustu ár,
og óhætt er að segja að hún hafi
verið í fremstu röð á því sviði.
Hún yfirgaf þennan heim
skjótt, og þurfti ekki að þola
langa sjúkdómslegu, sem hefði
örugglega ekki verið í hennar
anda. Með þessum fáu orðum vil
ég þakka Steinu fyrir allan þann
hlýhug sem hún sýndi ávallt mér
og fjölskyldu minni.
Guðrún Böðvarsdóttir.
og fjölskylda.
Sólin skein í heiði þegar ég
hitti hana Steinu í fyrsta sinn
sumarið 1970. Hún bjó þá í Brú-
Steinunn
Ingvarsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS LÁRUSAR SIGURÐSSONAR,
fyrrverandi yfirlæknis.
Sif Sigurvinsdóttir
Jóhanna H. Jónsdóttir Halldór Páll Ragnarsson
Ágústa Ragna Jónsdóttir Elín Margrét Hjelm
Sigrún Edda Jónsdóttir Egill Þór Sigurðsson
Sigurvin Lárus Jónsson Rakel Brynjólfsdóttir
og barnabörn