Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Vetrar Werð HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Taktu vel á móti vetri í Volkswagen jeppa á lægra verði. Volkswagen er með breiddina í jeppum sem fást allir fjórhjóladrifnir og tilbúnir fyrir veturinn. Nú mætum við hvaða færð sem er og lækkum verðið á öllum jeppum frá Volkswagen. Komdu í HEKLU og náðu þér í einn á lægra verði. Hlökkum til að sjá þig! Volkswagen jeppar á lægra verði. 5 á ra á b yr g ð f yl g ir f ó lk sb ílu m H E K LU a ð u p p fy llt um á kv æ ð um á b yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð f in na á w w w .h ek la .is /a b yr g d Sýningarsalurinn okkar á netinu er opinn allan sólar- hringinn. Skoðaðu úrvalið! www.hekla.is/vwerslun 5 á ra á b yr g ð f yl g ir f ó lk sb ílu m H E K LU a ð u p p fy llt um á kv æ ð um á b yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er a ð f in na á w w w .h ek la .is /a b yr g d Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Íslandi mun óma frá fjöru til fjalla á Íslandi á laugardaginn á degi tónlistarskólanna sem þá er efnt til eins og hefð er fyrir að sé gert árlega á öðr- um laugardegi í febrúar. Skólarnir eru alls um 90 talsins og í mörgum þeirra verður opið hús þar sem nemendur leika fyrir gesti, hljóm- sveitir koma fram, söngvarar stíga á svið, efnt verður til hljóð- færakynninga og svo mætti áfram telja. Alls eru nemendur tónlistar- skólanna í landinu um 15 þúsund og munu margir úr þeim hópi koma fram á laugardag. Sterkar hefðir „Tónlistin er stór hluti af sam- félagi okkar, stærri en margir ætla. Fyrir utan tónlistarnámið er meðal Íslendinga sterk hefð fyrir kórstarfi og ófáir eru í hljómsveitum. Allt skiptir þetta máli,“ segir Júlíana Rún Indriðadóttir, formaður Sam- taka tónlistarskólastjóra. „Fyrirkomulag tónlistarkennsl- unnar í landinu er gott, en ýmist eru skólarnir reknir af sveitarfélög- unum eða njóta stuðnings þeirra. Vissulega má þó gera betur og leggja þarf áherslu á að börn efna- minni foreldra og barna af erlend- um uppruna fái tækifæri í tónlist- arnámi með auknum stuðningi sveitarfélaganna,“ segir Júlíana. Flóra ólíkra skóla Á höfuðborgarsvæðinu er fjöl- breytt flóra lítilla sem stórra tón- listarskóla. Sumir sérhæfa sig til dæmis í söng eða ákveðnum kennsluaðferðum en aðrir bjóða fjölbreyttar námsleiðir. Hvarvetna gegna skólarnir mjög mikilvægu menningarlegu hlutverki og í sum- um bæjum úti á landi er tónlistar- lífið afar sterkt fyrir tilstuðlan skól- anna. Má þar nefna staði eins og Ísafjörð, Þorlákshöfn og Reykja- nesbæ. Júlíana Rún er skólastjóri Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Um 600 nemendur stunda nám við skólann, sem er með tvær starfs- stöðvar í Reykjavík, við Engjateig 1 og í Hraunbergi í Breiðholti auk þess sem sinnt er kennslu í nokkr- um grunnskólum. Og um tónlist- arnámið í borginni segir Júlíana: „Í sumum hverfum mætti að- sóknin vera meiri en á hinn bóginn eru víða mjög langir biðlistar eftir að komast til dæmis í píanó-, fiðlu- og gítarnám sem jafnan eru vinsæl- ustu hljóðfærin.“ Víkingar mæta barokkinu Meðal þess sem bryddað verð- ur upp á nú á laugardaginn, á degi tónlistarskólanna, eru stórtónleikar í Langholtskirkju kl. 16 þar sem fram koma fjórar norrænar barokk- sveitir í fremstu röð ásamt tónlist- arnemum frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Yfirskrift verk- efnisins er Víkingar mæta barokk- inu og eru tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu í röð þessa sam- norræna verkefnis. Þátttakendur frá öllum lönd- unum hafa ferðast á milli Norður- landanna í vetur og tónleika- dagskráin hefur þegar verið flutt við góðar undirtektir í Stokkhólmi, Helsinki og Osló með yfir 400 manns á sviðinu í stærstu atrið- unum. Þar á meðal eru nemendur úr Tónskóla Sigursveins og Tónlist- arskóla Kópavogs. 15.000 manns eru í tónlistarnámi Hljómar óma! Dagur tónlistarskólanna er á laugar- daginn og mikið stendur til. Hljóðfæraleikur, söngur og kynningar. Norrænt barokk í Langholtskirkju. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfing Íslenskir þátttakendur í víkingabarokkinu á æfingu í húsnæði Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar nú í vik- unni. Starf þess skóla og annarra er fjölbreytt og eru tónleikar og músíkfundir hvers konar oft í hverjum mánuði. Skólastjóri Júlíana Rún hefur verið í tónlistarstarfi í fjöldamörg ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fíólín Það er vinsælt að læra á fiðlu því hljómurinn er einkar fallegur. Tónlistin er stór hluti af samfélagi okkar. Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar heldur Dag tónlistar- skólanna hátíðlegan að venju, með dagskrá í Stapa og í húsnæði skólans sem hvort tveggja er í Hljóma- höll. Dagskráin hefst kl. 10.30 með stuttum tón- leikum nemenda í forskóla 2, við undirleik kenn- arahljómsveitar. Á sama tíma verður kaffihús bjöllu- kórs tónlistarskólans opnað í skólanum, þar sem gestum og gangandi verður boðið upp á kaffi og meðlæti, en ágóðinn rennur í ferðasjóð kórs- ins. Að tónleikunum loknum færa nemendur og gestir sig yfir í tónlistar- skólann, þar sem forskólanemendurnir fá hljóðfærakynningu í kennslu- stofum skólans á þau hljóðfæri sem hæfir þeim að hefja nám á með tilliti til aldurs. Nemendur mega jafnframt prófa hljóðfærin. Aðrir áhugasamir, á hvaða aldri sem er, eru einnig velkomnir á hljóðfærakynninguna. Meðan á hljóðfærakynningunni stendur verða tónleikar á Torginu á efri hæð skólans, þar sem hljóðfæranemendur koma fram í samleiksatriðum. Formlegri dagskrá lýkur kl. 12 en kaffihúsið verður opið hálftíma lengur. Forskóli 2 og bjöllukórinn HÁTÍÐ Í HLJÓMAHÖLLINNI Í REYKJANESBÆ Gítarspil Einn af fjölmennustu tónlistarskólum landsins er í Reykjanesbæ og starfið þar öflugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.