Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 2
Það var fallegt um að litast í höfuðborginni í gær. Þetta litríka og volduga ský gnæfði yfir Gullinbrúna í Grafarvoginum. Áfram má búast við þurru og björtu veðri á Suður- og Vesturlandi í dag en lítillega kólnar. Um helgina má búast við norðaustan 10-18 metr- um á sekúndu og éljum en enn verður þurrt og bjart sunnanlands. Á sunnudag verður talsvert frost. Litríkt ský gnæfði yfir Grafarvoginn Morgunblaðið/Hari 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stjórnsýslu borgarinnar breytt  Bragginn ýtti á breytingarnar  Oddviti Sjálfstæðisflokks bendir á að engin kostnaðargreining fylgi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgar- ráðs, um stjórnsýslubreytingar hjá Reykjavík- urborg. Breytingarnar eiga að einfalda, skýra og skerpa stjórnarhætti hjá borginni og bæta þjónustu við borgarbúa. Þær taka gildi 1. júní. Sett verða upp þrjú ný kjarnasvið, svið þjón- ustu og nýsköpunar, svið mannauðs og starfs- umhverfis og svið fjármála og áhættustýringar. Lagðar verða niður skrifstofa eigna og at- vinnuþróunar, fjármálaskrifstofa og skrifstofa þjónustu og reksturs. Innkauparáð fær aukið hlutverk og starf regluvarðar borgarinnar verð- ur eflt. „Við settum það í meirihlutasáttmálann í fyrrasumar að við vildum einfalda kerfið og laga stjórnsýsluna að nútímanum,“ sagði Þórdís Lóa í samtali við Morgunblaðið. „Svo kom bragga- málið upp í haust og við vildum þá einhenda okk- ur í þetta af fullum krafti og settum þetta í gang í lok október. Þetta var gert mjög hratt út af bragganum.“ Hún segir að núverandi skipulag stjórnsýsl- unnar sé frá árinu 2012 og því orðið tímabært að endurskoða það. Ekki er reiknað með að breyt- ingunum fylgi fækkun eða fjölgun starfsfólks hjá borginni svo neinu nemi né heldur kostn- aðarauki. Þórdís Lóa sagði að unnið væri að því að auðvelda aðgengi borgaranna að þjónustu borgarinnar. Í síðustu viku var t.d. sett á fót þjónustuteymi sem mun fylgja eftir málefnum hvers og eins varðandi skipulags- og bygging- armál og leiðbeina fólki. Peningaskortur ekki vandamál „Ég sé ekki að það breyti miklu þó að þrjú svið taki við af þremur sviðum. Þetta er sama fólkið,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins. Hann sagði að skrifstofa eigna og at- vinnuþróunar sem varð uppvís að lausatökum yrði ekki lengur til að nafninu til. „Ég vona inni- lega að þetta sé ekki tilraun til að fela mál sem þar eru óskoðuð. Það er engin kostnaðargreining sem fylgir þessu. Það fara fjórir milljarðar í miðlæga stjórnsýslu á ári. Það var örugglega ekki pen- ingaskortur sem var vandamálið heldur einfald- lega það að fara að reglum og lögum,“ sagði Ey- þór. Eigi að heyra undir borgarráð Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólks- ins, bókaði á fundi borgarráðs í gær. Þar fagn- aði hún tillögum að breytingum á stjórnsýsl- unni. Hún telur þó að borgarlögmaður og borgarritari eigi að heyra undir borgarráð líkt og innri endurskoðun og umboðsmaður borgara eiga að gera. Einnig eigi B-hlutafélögin að heyra beint undir borgarráð en ekki undir borg- arritara. Morgunblaðið/Eggert Borgarráð Dagur, Þórdís Lóa, Dóra Björt og Líf kynntu breytingarnar á fundi í gær. Óskað var eftir aðstoð björg- unarsveita á höfuðborgarsvæðinu við umfangsmikla leit að konu sem saknað var í Skaftafelli frá því um miðjan dag í gær. Áður höfðu björg- unarsveitir frá Árnessýslu til Vopna- fjarðar verið kallaðar til leitar. Dav- íð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í gær að til stæði að leita fram á nótt. Konan er í litlum hópi sem er á ferð um landið. Hún var með sam- ferðafólki sínu á göngu um stíga þjóðgarðsins en varð viðskila við það og hafði ekkert spurst til hennar frá því um miðjan dag í gær. Davíð Már sagði að mannskapur frá 12 björgunarsveitum af Suður- og Austurlandi hefði verið kallaður til leitar. annaei@mbl.is Leituðu týndrar konu  Fjölmennt lið við leit í Skaftafelli Guðni Einarsson gudni@mbl.is Persónuvernd birti í gær ákvörðun vegna at- hugunar á notkun Reykjavíkurborgar og rann- sakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýs- ingum frá Þjóðskrá Íslands. Upplýsingarnar voru notaðar til að senda ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri og erlendum ríkisborg- urum bréf og SMS fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í maí 2018. Yfirlýstur tilgangur var að auka kjörsókn þessara hópa. Að mati Persónu- verndar voru skilaboð í þessum sendingum gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þessara kjósenda í kosningunum. Málið í skoðun „Mannréttindastjóri, persónuverndarfull- trúi og borgarlögmaður eru að skoða málið og svo þurfum við auðvitað að fara yfir það með okkar samstarfsaðilum í Háskóla Íslands og Þjóðskrá líka. Þetta snýr að öllum þessum að- ilum,“ sagði Stefán Eiríksson borgarritari, sem svaraði fyrir málið í fjarveru borgarstjóra. Stefán taldi að átakið til að fá fólk til að mæta á kjörstað hefði verið unnið að norrænni fyrir- mynd. Það þyrfti augljóslega að skoða betur. Persónuverndarlög brotin „Niðurstaðan er sú að borgin hafi brotið per- sónuverndarlög í aðdraganda kosninganna og hafi veitt Persónuvernd villandi upplýsingar,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins. Hann segir það vera sérlega við- kvæmt þegar borgin sendi sumum og sumum ekki hvatningu og í hvatningunni séu ákveðnum þjóðfélagshópum gefnar rangar upplýsingar. „Fyrsta spurningin er hvað borgarstjóri og borgarstjórnarmeirihlutinn ætli að gera. Það hefur ekkert heyrst í þeim um þetta mál. Mér finnst að meirihlutinn eigi að biðjast afsökunar á að hafa gert þetta. Við munum fylgja málinu eftir,“ sagði Eyþór. Algjör áfellisdómur „Þetta er algjör áfellisdómur yfir borginni,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokks- ins. „Ég segi að þetta sé kosningasvindl, miðað við kosningabaráttu Samfylkingarinnar. Þetta var sent út í nafni Reykjavíkurborgar og fólk hvatt til að nota X og kosningaréttinn. Maður skilur betur allar flenniauglýsingar Samfylk- ingarinnar á öllum strætóskýlum og húshorn- um með X-S.“ Vigdís segir komið í ljós að borgin hafi aflað upplýsinga á röngum forsendum. Aflað hafi verið nafna, heimilisfanga og símanúmera sem síðan hafi verið hægt að nota og hægt að senda áfram skilaboð á viðkomandi aðila. „Það verður að fylgja þessu eftir. Það er ástæða til að vísa þessu máli til sveitarstjórnarráðuneytisins eða umboðsmanns Alþingis,“ sagði Vigdís. Gildishlaðin skilaboð til kjósenda  Embættismenn borgarinnar skoða málið  Vill að borgarstjórnarmeirihlutinn biðjist afsökunar Eyþór Arnalds Vigdís Hauksdóttir Stefán Eiríksson Lögreglan á Suðurnesjum rannsak- aði í gær andlát sem varð í Grinda- vík á sjötta tímanum og hafði einn verið handtekinn, að sögn frétta- vefjar Fréttablaðsins. Þegar leitað var upplýsinga hjá lögreglunni á Suðurnesjum þá varðist hún allra frétta, en sagði að send yrði út tilkynning um málið. Andlát í Grindavík til rannsóknar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.