Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Fermingar-
myndatökur
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
„Það var ekki meiningin að þetta
yrði borið á torg. Það var alveg nóg
að almættið vissi af þessu,“ segir
Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Nesskips, í sam-
tali við Morgunblaðið. Guðmundur
og kona hans, Ólöf Guðfinnsdóttir,
gáfu öll rúmin til Seltjarnar, hins
nýja hjúkrunarheimilis sem vígt var
á Seltjarnarnesi í byrjun mánaðar-
ins.
„Þessu var mjög vel tekið. Við
vorum búin að ræða það að við ætt-
um kannski að leggja þessu lið.
Niðurstaðan varð sú að okkur fannst
skemmtilegra að gefa eitthvað
áþreifanlegt í staðinn fyrir að gefa
bara aurinn. Þá kannaði ég hvort
væri sniðugt að gefa eins og helm-
inginn af rúmunum. En svo hugsaði
ég að það gengi ekki að hafa tvær
gerðir, svo við keyptum öll rúmin og
náttborðin,“ segir Guðmundur.
Um er að ræða sjúkrarúm af full-
komnustu gerð og er verðmæti rúm-
anna 40 talið vera á bilinu 10-15
milljónir króna. Velferðarráðuneytið
og Seltjarnarnesbær hafa byggt
hjúkrunarheimilið þar sem ríkið
greiðir 85% af heildarkostnaði hús-
næðisins og Seltjarnarnesbær 15%,
auk þess að greiða fyrir aðstöðu
dagdvalar.
Hjúkrunarheimilið samanstendur
af fjórum 10 herbergja heimilum
þar sem eru alls 40 hjúkrunarrými
ásamt miðlægum kjarna fyrir dag-
dvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu
fyrir allt að 25 manns. Fyrsta
skóflustungan að hjúkrunarheim-
ilinu var tekin árið 2014. Þá var
áætlað að taka heimilið í notkun árið
2016.
Kristján Sigurðsson, forstjóri
Vigdísarholts, sem er rekstraraðili
hjúkrunarheimilisins, segir að stefnt
sé á að hefja rekstur Seltjarnar í
kringum 20. mars næstkomandi.
Lögðu til öll rúmin á
nýju hjúkrunarheimili
Hjónin Guð-
mundur og Ólöf
gáfu rausnarlega
Ljósmynd/Seltjarnarnesbær
Rúmagjöf Hjónin Ólöf Guðfinnsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson.
Sjúkrarúm Af bestu gerð á Seltjörn.
Jón Gunnarsson hefur tekið við sem formaður um-
hverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Þetta er tíma-
bundin ráðstöfun, þar til lausn finnst um framtíðar-
formann, að því er fram kom í fréttatilkynningu frá
Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæð-
isflokknum í gær.
Bergþór Ólason, sem verið hafði formaður nefnd-
arinnar, kaus að stíga til hliðar vegna ósættis með for-
mennsku hans.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúi VG í nefndinni,
kaus gegn tillögu um Jón sem formann. Það sama
gerðu Helga Vala Helgadóttir og Hanna Katrín Frið-
riksson. Sex fulltrúar í nefndinni kusu hins vegar með tillögunni, þar
með taldir þeir Bergþór og Karl Gauti Hjaltason.
„Okkur þótti ekki sjálfgefið að vinstri flokkarnir innan meirihlutans
tækju upp hjá sjálfum sér að úthluta í sinn hóp þeirri nefndarfor-
mennsku sem við teljum okkur hafa stöðu til að stjórna,“ sagði Bergþór
Ólason við mbl.is í gær.
Jón tekur við formennsku af Bergþóri
Jón
Gunnarsson
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Dæmi eru um að hnefaleikaiðk-
endur á Íslandi sleppi því að leita
sér heilbrigðisaðstoðar í kjölfar
meiðsla vegna fordóma í garð
íþróttarinnar frá heilbrigðisstarfs-
fólki.
Þetta er meðal tilgátna sem
Harpa Söring Ragnarsdóttir setur
fram í nýrri meistararannsókn
sinni við heilbrigðisvísindasvið Há-
skóla Íslands. Þar kannaði hún
meðal annars meiðslatíðni og
áhættuþætti bráðra meiðsla hjá
hnefaleikaiðk-
endum á Íslandi.
74 iðkendur af
báðum kynjum
tóku þátt og
voru 48 meiðsli
skráð yfir rann-
sóknartímabilið.
Af þeim voru
tæp 30% vegna
heilahristings.
Í rannsókninni
kom í ljós að aðeins þrír af 14 iðk-
endum sem tóku þátt og hlutu
heilaáverka leituðu til heilbrigð-
isstarfsmanns í kjölfarið. Harpa
segir það vera áhyggjuefni og ein
tilgáta sé þetta viðmót sem tekur á
móti iðkendum, en hún hefur sjálf
heyrt af slíku eftir að hafa stundað
íþróttina.
„Það er mikið áhyggjuefni. Iðk-
endum finnst þeir mæta fordómum
frá heilbrigðisstarfsfólki fyrir að
stunda íþróttina. Ef leitað er til
læknis hafa svörin verið á þá leið
að viðkomandi sé heimskur að
vera að stunda þessa íþrótt. Þá
kannski vilja iðkendur síður leita
til læknis vegna þess að þetta við-
mót mætir þeim,“ segir Harpa.
Annað sem kom í ljós í rann-
sókninni var að heilahristingur sé
algengasta tegund meiðsla hjá iðk-
endum hnefaleika. Niðurstöður
benda einnig til þess að heilahrist-
ingur sé algengari hjá iðkendum á
Íslandi en rannsóknir erlendis
gefa til kynna, en Harpa segir að
því þurfi að taka með fyrirvara.
Munur sé á aðferðafræði rann-
sókna þar sem til dæmis var miðað
við áhugaiðkendur hér en flestar
erlendar rannsóknir taka einnig
fyrir atvinnuiðkendur.
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, for-
maður Hnefaleikasambands Ís-
lands, HNÍ, segir spurð um vinnu-
lag sambandsins að læknir sé
ávallt viðstaddur á mótum þess.
Hann geti farið fram á að leikur sé
stöðvaður hvenær sem er.
Tilkynningaskylda til HNÍ
Ef iðkandi hefur orðið fyrir höf-
uðmeiðslum má hann ekki æfa eða
taka þátt í mótum fyrr en að
ákveðnum tíma liðnum. Varðandi
meiðsli á æfingum segir Ásdís að
það sé á ábyrgð félaga að tilkynna
slíkt.
„Innan okkar sambands er til-
kynningarskylda ef eitthvað kem-
ur fyrir á æfingu. Þú átt að fara til
læknis, en við getum ekki skipað
fullorðnum einstaklingi að gera
það,“ segir Ásdís og bendir á að
iðkendum beri jafnframt að til-
kynna ef þeir stunda aðra íþrótt
og hafa meiðst við iðkun hennar.
Ávallt þurfi að hvíla sig í kjölfar
höfuðáverka og eru reglur sam-
bandsins strangar um það.
Mæta fordómum lækna
Ný rannsókn tekur fyrir meiðsli hjá hnefaleikaiðkendum á Íslandi Algengast
er að fá heilahristing Iðkendur finna fyrir fordómum heilbrigðisstarfsfólks
Morgunblaðið/Eva Björk
Hnefaleikar Frá keppni í hnefaleikum hér á landi. Algengustu meiðsli iðkenda íþróttarinnar eru heilahristingur.
Harpa Söring
Ragnarsdóttir
Einar Kárason
rithöfundur tók
sæti á Alþingi í
gær sem 2. vara-
þingmaður
Ágústs Ólafs
Ágústssonar,
þingmanns Sam-
fylkingarinnar.
Einar hefur ekki
setið áður á Al-
þingi. En hvernig
líst honum á að vera orðinn hátt-
virtur alþingismaður?
„Mér finnst ég nú eiginlega ekki
vera orðinn það,“ sagði Einar. „Ég
leit hér inn í einhverja daga til af-
leysingar. Það er alltaf gaman að
prófa eitthvað nýtt. Ég fór til Ind-
lands um daginn og hef ekki gert
það áður og nú er maður kominn á
Alþingi!“
Einar segir að þingsetuna hafi
borið brátt að. Hann fékk að vita í
fyrrakvöld að hann ætti að mæta til
þings í gær. „Ég stökk til og tók þátt
í þingstörfunum og hélt meira að
segja jómfrúrræðu, sem ég hélt að
ég myndi aldrei gera. Ræðuna flutti
ég í umræðu um fæðingarorlofsmál.
Ég er faðir fjögurra dætra og vona
að þetta mál fái framgang. Fæðing-
arorlof var ekki komið til þegar dæt-
ur mínar voru litlar.“
Venjan er að varaþingmenn taki
sæti í eina viku og reiknar Einar
ekki með að þingseta hans verði
lengri að þessu sinni. Nú er hafin
kjördæmavika. Einar kvaðst reikna
með að hann taki þátt í því ásamt
samflokksmönnum sínum að ræða
við kjósendur í kjördæminu sem er
Reykjavík suður. gudni@mbl.is
Einar
Kárason
á Alþingi
Einar
Kárason
Þingsetuna bar
mjög brátt að