Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Frumvarp til laga og þingsályktun-
artillaga sem snúa að lögræðislögum
hafa verið lögð fram á Alþingi.
Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn,
leggur til að bætt verði í lögin
ákvæði um fyrirframgefna ákvarð-
anatöku og Þórhildur Sunna Ævars-
dóttir pírati leggur til heildarend-
urskoðun á lögunum.
Frumvarp Hönnu Katrínar snýr
að því að virða vilja fólks sem svipta
þarf sjálfræði vegna geðfatlana.
Hanna Katrín segir það skref í að
virða mannréttindi þessa fólks auk
þess sem rannsóknir hafi sýnt að
slíkt hafi meðferðargildi og jákvæð
áhrif.
„Hluti af því sem felst í orðinu
nauðung er að verið er að gera hluti
þvert á vilja fólks. Ef fólk fær tæki-
færi til að lýsa vilja sínum og fara í
gegnum ferlið án þess að sjúkdóm-
urinn trufli veit það að það þarf að
fara að þeim vilja. Við það dregur úr
líkum á misskilningi við nánustu að-
Hanna Katrín
Friðriksson
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Ákvæði um
fyrirframgefna
ákvarðanatöku
standendur og dregur úr nauðung
eins og dæmi hafa sýnt,“ segir
Hanna Katrín Friðriksson sem legg-
ur fram breytingu á lögunum í
tengslum við mikla umræðu um geð-
fatlanir og mannréttindi ýmissa
jaðarhópa.
Auk þess sem hún segist eins og
svo margir aðrir þekkja fólk sem
hefur vegna veikinda verið svipt lög-
ræði og það jafnvel ítrekað.
„Mér finnst áberandi hvað nauð-
ungarvistunarferli situr í fólki eftir
lögræðissviptingu. Sérstaklega að
það ráði litlu sem engu og sé háð
öðrum,“ segir Hanna Katrín sem er
vongóð um að málið nái fram að
ganga. Hún segir að í löndunum í
kringum okkur hafi ákvæði um fyr-
irframgefna ákvarðanatöku verið
sett í sérlög eða tekin með í endur-
skoðun lögræðislaga.
Þórhildur Sunna segir að tillaga
Hönnu Katrínar kalli ekki á heildar-
enduskoðun laganna heldur ein-
göngu það sem snúi að sviptingu
sjálfræðis. Það sem kalli á breyt-
ingar á lögunum í heild sé að þau
mismuni fólki lagalega á grundvelli
geðsjúkdóms eða geðfötlunar og
samrýmist hvorki samningi Samein-
uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks né öðrum skuldbindingum Ís-
lands. Megi þar nefna Mannrétt-
indasáttmála Evrópu og tilmæli al-
þjóðastofnana og nefndar Evrópu-
ráðsins um varnir gegn pyntingum
og annarri vanvirðandi eða ómann-
úðlegri meðferð eða refsingu.
„Lögin okkar standast ekki allar
kröfur um vernd réttinda fatlaðra
eða frelsissviptra sem eru sjálfráða
einstaklingar sem vistaðir eru á
sjúkrahúsi gegn vilja sínum til lækn-
ismeðferðar við alvarlegum geð-
sjúkdómum,“ segir Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir.
„Það er mín tilfinning að vegna
þess að Ísland er lítið samfélag geti
það orsakað að litið sé svo á að ekki
þurfi skýrar reglur um fólk sem okk-
ur finnst að við eigum rétt á að hafa
vit fyrir,“ segir Þórhildur Sunna
sem sett hefur upp rettindagatt.is
fyrir Geðhjálp með fróðleik um laga-
leg réttindi fólks með geðraskanir.
Vilja breyta lögræðislögum
Karl og kona, af erlendum uppruna, sitja í gæslu-
varðhaldi vegna fíkniefnamáls sem teygir anga sína
aftur til ársins 2017. Lögregluembættin á höfuðborg-
arsvæðinu og Suðurnesjum hafa verið með málin til
rannsóknar, alls sjö tilvik frá 2017 og 2018, þar sem
kókaín var flutt til Íslands með farþegaflugi um
Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll, auk innflutnings
með póstsendingum. Samtals er um 3 kg af kókaíni
að ræða, en rannsókn lögreglu snýr ennfremur að
peningaþvætti, segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Tveir til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lög-
reglu en þeim var sleppt að loknum skýrslutökum.
Úrskurður um varðhald yfir hinum gildir til 15. febr-
úar, en annar aðilinn var handtekinn í Reykjavík og
hinn á Litla-Hrauni. Sá síðarnefndi, meintur höf-
uðpaur málsins, var handtekinn í lok síðasta árs þeg-
ar hann kom til landsins á fölsku nafni og var í fram-
haldinu gert að afplána dóm vegna annarra mála.
Kókaínsmygl og peningaþvætti
Karl og kona í gæsluvarðhaldi Samtals 3 kg af kókaíni
Morgunblaðið/Júlíus
Kókaín Hald var lagt á þrjú kíló, að sögn lögreglunnar.
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Peysu-
kjólarnir
vinsælu komnir
Kr. 6.990
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Fyrir 10 árum var Landspítalinn í
efsta sæti norrænna háskólaspítala
varðandi fjölda tilvitnana í vísinda-
greinar sem tengdust spítalanum.
Fjöldi tilvitnana segir til um áhrif
greinanna og skiptir miklu máli. Því
fleiri sem vitna í grein því áhrifa-
ríkari er hún,“
segir Sigurður
Guðmundsson, fv.
landlæknir og
sérfræðingur í
lyflækningum og
smitsjúkdómum á
lyflækningasviði
Landspítalans.
Sigurður bend-
ir á að Landspít-
alinn sé nú í
neðsta sæti norrænu háskólaspítal-
anna og það sé verulegt áhyggjuefni
sem bregðast þurfi við.
Sigurður segir ástæðurnar flókn-
ar; verr hafi gengið á köflum að leita
styrkja og hugsanlega sé ekki nægi-
legur tími veittur til rannsókna.
„Kannski höfum við sem eldri er-
um ekki gengið fram með góðu for-
dæmi og hugsanlega á unga fólkið of
annríkt í vinnunni til þess að sinna
rannsóknum. Þetta er alveg gríðar-
lega flókið mál og engin einföld
skýring. Við verðum að komast að
því hvað veldur og hvað við getum
gert, því fyrr því betra,“ segir Sig-
urður sem telur hugsanlegt að and-
legt og líkamlegt álag á Landspít-
alanum komi í veg fyrir að
starfsmenn hafi orku til þess að
sinna rannsóknum.
Beinskeytt úttekt
Sigurður er ánægður með úttekt
landlæknis vegna alvarlegrar stöðu
á bráðamóttöku Landspítalans sem
gerð var í desember og telur hana
jafnvel beinskeyttustu úttekt sem
Landlæknisembættið hefur gert síð-
an 2002. Að vísu sé um hlutaúttekt
að ræða en full ástæða sé til þess að
hrósa úttektinni.
„Það var ærið tilefni til úttektar-
innar. Umræðan hefur verið alvar-
legri og þyngri síðustu ár. Við erum
komin út í horn í öldrunarmálum og
okkur sem vinnum á Landspítalan-
um finnst við ekki geta unnið vinn-
una okkar sem skyldi. Við sinnum
bráðavandamálum mjög vel en ekki
þegar kemur að fólki með langvinna
sjúkdóma sem þurfa lengri umönn-
unar við. Í því sambandi dettur mér í
hug orð Guðrúnar Ósvífursdóttur:
„Þeim var ég verst er ég unni mest“
og mætti snúa þeim upp á ástandið í
dag: „Þeim erum við verst sem þurfa
mest á okkur að halda,““ segir Sig-
urður sem segir það óboðlegt og
eldra fólk eigi það ekki skilið að
liggja langdvölum inni á sjúkradeild-
um sem eru eins og járnbrautarstöð
með hávaða og látum.
Sigurður segir að fyrir utan vönt-
un á hjúkrunarrýmum vanti aðstoð
til eldra fólks í heimahúsum. Ýmist
séu úrræðin ekki til staðar eða bið
eftir þeim. Sigurður segir að það
blasi einnig við að skortur á hjúkr-
unarfræðingum verði ekki leystur
fyrr enn kjör þeirra verði bætt.
Lægst meðal nor-
rænna háskóla
Rannsóknir dregist saman sl. 10 ár
Sigurður
Guðmundsson
Morgunblaðið/Ómar
Háskólasjúkrahús Dregið hefur úr
ritun vísindagreina við sjúkrahúsið.
Karólína Lárusdóttir
myndlistarkona lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni fimmtudaginn
7. febrúar, 74 ára að
aldri.
Karólína fæddist í
Reykjavík 12. mars
1944. Foreldrar hennar
voru Lárus G. Lúðvígs-
son og Daisy Saga Jós-
efsson. Hún tók lands-
próf við Gagnfræða-
skólann í Vonarstræti
og lauk stúdentsprófi
frá MR 1964. Karólína
sótti teikninámskeið í
London sumarið 1963 og kvöld-
námskeið hjá Sverri Haraldssyni við
Myndlistaskólann í Reykjavík vet-
urinn eftir.
Karólína nam myndlist í Eng-
landi, í Sir John Cass College á ár-
unum 1964 til 1965. Að því loknu
stundaði hún nám við Ruskin School
of Fine Art í Oxford. Þaðan útskrif-
aðist hún árið 1967. Karólína bjó og
starfaði í Bretlandi um árabil og var
myndlist hennar mótuð af megin-
straumum breskrar myndlistar-
hefðar, en myndheimur hennar var
íslenskur. Myndefni sitt sótti hún
ekki síst í æskuminningar sínar, m.a.
af mannlífinu á Hótel Borg á árum
áður og sömuleiðis af
farþegum og starfs-
fólki um borð í MS
Gullfossi.
Karólína varð félagi
í Hinu konunglega fé-
lagi breskra vatnslita-
málara, The Royal Wa-
tercolor Society, árið
1992. Hún var einnig
félagi í The New Art
Club og Royal Society
of Painter Printmak-
ers frá árinu 1986.
Karólína vann til fjölda
verðlauna og má þar
nefna The Dicks and
Greenbury 1989, The 4th Triennale
Modiale D’Estames Petit Format í
Frakklandi 1990 og bjartsýnisverð-
laun Bröstes 1997.
Karólína hélt fjölda einkasýninga,
m.a. í Bretlandi, Danmörku, Frakk-
landi, Íslandi, Ítalíu, Namibíu, Spáni
og Suður-Afríku. Auk þess tók hún
þátt í samsýningum úti um allan
heim.
Karólína var tvígift. Fyrri maður
hennar var Clive Percival, þau
skildu. Seinni maður hennar var
Fred Roberts, en hann lést árið
2002. Börn Karólínu eru Stephen
Lárus og Samantha. Lifa þau móður
sína.
Andlát
Karólína Lárusdóttir
myndlistarkona