Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 14
Útsýni Á góðum degi má sjá langleiðina til Grænlands ef vilji er fyrir hendi!
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bolvíkingar hafa hug á að hefja sem
fyrst vinnu við uppsetningu á útsýnis-
palli á Bolafjalli og hafa sótt um fram-
lag úr Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða. Jón Páll Hreinsson,
bæjarstjóri í Bolungarvík, segist ekki
efast um að með bættri aðstöðu muni
umferð upp á fjallið aukast.
Hann segir að útsýnispallurinn eigi
eftir að verða aðdráttarafl fyrir ferða-
menn og staðsetning mannvirkisins
sé einstök. Þá einnig sú staðreynd að
vegur sé upp á fjallsbrún í 630 metra
hæð. Bæjarstjórinn miðar við að
framkvæmdin gæti kostað tugi millj-
óna, jafnvel yfir 100, en kostnaðar-
áætlun hefur ekki verið fullunnin.
Í gær voru veitt verðlaun í sam-
keppni um útsýnispall á Bolafjalli og
bar tillaga frá Landmótun, Sei-
arkitektum og Argosi sigur úr být-
um. Í áliti dómnefndar kemur fram
að vinningstillagan sé látlaus en afar
sterk hugmynd sem virði umhverfið
og beri það ekki ofurliði. „Það er ljóst
að útsýnispallur á Bolafjalli mun
verða eitt af helstu kennileitum í
ferðaþjónustu á Vestfjörðum og verð-
ur án efa einn vinsælasti viðkomu-
staður ferðamanna á Vestfjörðum og
þótt víða væri leitað,“ segir í tilkynn-
ingu, en á Bolafjalli er ratsjárstöð.
Hluti af klettabeltinu
Nýr útsýnisstaður við Bolafjall
verður hluti af klettabeltinu, segir í
lýsingu á vinningstillögunni. Hann á
að halla um þrjár gráður niður á við
eftir 58,5 metra langhlið og skaga um
fjóra metra fram fyrir fjallsbrúnina
sem hann fylgir. Pallurinn byrjar í
landhæð, en þegar á enda pallsins er
komið er augnhæð komin niður fyrir
landhæðina. Þá er ekki annað að sjá
en hlíðar Bolafjalls, Djúpið, fjöllin og
firðina, haf og himin.
Breidd pallsins er breytileg og tek-
ur form sitt eftir formi fjallsins, en
pallurinn er hálfur annar metri þar
sem hann er þrengstur. Á miðri leið
verða gerðar tröppur í skarði í fjall-
inu þannig að þar verður hægt að
fara aftur upp. Handrið verður 1,25
m á hæð, en handlisti í eins metra
hæð.
Aðspurður segir Jón Páll að
forvitnilegt verði að fylgjast með
störfum þeirra sem taka að sér að
koma festingum fyrir í bjarginu.
Væntanlega þurfi menn að síga í
öryggisbúnaði niður fyrir bjargbrún
með stóra borvél í farteskinu til að
bora bergbolta í fjallið. Uppbygging
pallsins verður þannig að stálgrind
verður fest í bjargið með skáskífum
sem festar verða í bita og boltaðar
neðar í bjargið.
Afgerandi segull á svæðinu
„Vissulega fylgir því talsverður
kostnaður að byggja útsýnispallinn
og gera nauðsynlegar úrbætur á fjall-
inu, en það er líka eftir miklu að
slægjast,“ segir Jón Páll. „Við höfum
verið að vinna að því að fjölga ferða-
mönnum og bætt aðstaða á Bolafjalli
yrði afgerandi segull á svæðinu sem
myndi draga til sín fólk.“ Hann nefnir
að til viðbótar við venjulega ferða-
menn komi um 100 þúsund farþegar
af skemmtiferðaskipum.
Tölvumyndir/Sei/Landmótun/Argos
Bolafjall Gera á útsýnispall, laga bílastæði og breyta gönguleiðum samkvæmt vinningstillögu. Þegar ratsjárstöðin var reist var lagður þangað vegur, sem hefur verið opinn yfir hásumarið.
Út fyrir
ystu brún
á Bolafjalli
Segja útsýnispall verða aðdráttarafl
fyrir ferðamenn Einstök staðsetning
Spennandi valkostur Fremst skagar pallurinn fram yfir bjargbrúnina í rúmlega 600 metra hæð, tæpast fyrir lofthrædda, en spennandi möguleiki fyrir aðra.
Yrði nýtt kennileiti Pallurinn er tæplega 60 metrar að lengd og lagar sig að fjallinu. Í fjarska sést Grænahlíð.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019