Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 15

Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 15
VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég hlakka mikið til ferðarinnar,“ segir Ed Miliband, fyrrverandi leið- togi breska Verkamannaflokksins, en hann mun heimsækja Ísland í fyrsta sinn um helgina. Miliband mun þar flytja erindi á opnu málþingi Vinstri grænna á Grand Hóteli, sem haldið verður á morgun kl. 12.30 í tilefni af tuttugu ára afmæli flokksins, og ber erindið heitið: „Er ástæða til glað- værðar á vinstri vængnum?“ Miliband segir tildrög ferðarinnar þau að hann hafi rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í hlaðvarpsþætti sínum á síðasta ári. „Það var mér mikill heiður að ræða við hana þar og við urðum sammála um að það væri frábært ef tækifæri gæfist til að heimsækja landið,“ segir Miliband og bætir við að á mál- þinginu gefist mikilvægt tækifæri til að skiptast á hugmyndum og ræða það sem við er að glíma um þessar mundir á Bretlandi. „En ég er að auki spenntur að heyra um margt af því góða sem gert hefur verið á Íslandi, sem er leiðandi á heimsvísu, sér- staklega í jafnréttismálum og lofts- lagsmálum, þannig að ég held að við getum lært af því sem Íslendingar eru að gera.“ – En þið mynduð væntanlega ekki taka upp svipað stjórnarmynstur í Bretlandi og nú er á Íslandi? „Það er ólíklegt,“ svarar Miliband kíminn. „Okkar kerfi er með ögn meiri átaka- hefð en ykkar, eins og sést.“ Mikill heiður að leiða flokkinn Talið berst í kjölfarið að breskum stjórnmálum og leiðtogaferli Mili- bands, en hann gegndi embættinu í fimm ár, frá 2010 til 2015. „Það er mikill heiður og forréttindi að leiða Verkamannaflokkinn og fá þannig tækifæri til að ekki bara stýra flokki sem stendur á svo gömlum merg, heldur að fá að móta umræðuna um framtíð Bretlands,“ segir Miliband. „Það kemur kannski ekki á óvart að lágpunkturinn var að tapa kosn- ingunum 2015, en eitt af því sem ég hef reynt að gera síðan ég steig til hliðar er að vinna áfram að þeim hug- myndum sem mér er annt um, sum- um þeirra sem ég fylgdi sem leiðtogi flokksins, en einnig að læra um annað sem ég sinnti ekki nóg þá. Stjórnmál eru síbreytileg og ein af helstu lexíun- um er að það er mikilvægt að sýna auðmýkt og vera tilbúinn að læra ný svör við þeim spurningum sem maður hefur.“ Miliband bætir við að eitt af því sem hann muni ræða á málþinginu sé að vinstriflokkar þurfi að hafa svör sem nái utan um þau vandamál sem lönd þeirra standa frammi fyrir. „Ef ég horfi til Bretlands er augljóslega Brexit-málið fyrirferðarmest, en þar eru einnig stórar spurningar um ójöfnuð og hvaða framtíð næsta kyn- slóð muni eiga, loftslagsbreytingar og meira. Ég tel að í því stjórnmála- landslagi sem við búum við nú sé fólk með réttu að krefjast þess að flokk- arnir veiti stór svör við stóru spurn- ingunum.“ Forgangsmál að leysa Brexit Ein af stærstu spurningunum sem Bretar standa frammi fyrir er hvern- ig þeir muni taka á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Miliband studdi áframhaldandi veru Breta og er gagnrýninn á það hvernig málinu hefur undið fram. „Við erum hér, því að David Cameron [þáverandi for- sætisráðherra] lofaði þjóðaratkvæða- greiðslu um málið fyrir kosningarnar 2015. Ég studdi það ekki, að hluta til þar sem ég taldi að það væru önnur og mikilvægari mál sem landið þyrfti að horfa á, framtíð heilbrigðiskerf- isins, fátækt og ójöfnuður og atvinnu- stig meðal annars, því ég taldi það vera brýnna og að fólkið hefði meiri áhyggjur af þessu en aðildinni að Evrópusambandinu.“ Miliband segir að hann hafi ekki talið að andstæðingar sambandsins myndu verða ofan á í atkvæðagreiðsl- unni. Hann segir að hann hefði viljað að ríkisstjórn Bretlands hefði reynt meira að ná samstöðu, bæði í neðri deild breska þingsins og hjá þjóðinni í heild um það hvert framhaldið yrði. „Að því sögðu stóð Theresa May frammi fyrir mjög erfiðu verkefni, hún erfði ástandið frá Cameron, en forgangsmálið nú, sem ég held að Je- remy Corbyn [núverandi leiðtogi Verkamannaflokksins] sé einnig að reyna, er að finna leið í gegnum ferlið án þess að stórskaða efnahagslífið og án þess að Brexit taki yfir öll önnur mál líkt og nú, þannig að báðar hliðar, óháð því hvernig fólk kaus, telji að skoðanir sínar hafi verið virtar. En það er mjög erfitt í ljósi þess hversu mjótt var á mununum í þjóð- aratkvæðagreiðslunni, sérstaklega þar sem ekki var ljóst hvers konar út- göngu var verið að kjósa um,“ segir Miliband. Hann bætir við að fólk í öllum flokkum sé nú að reyna að vinna sam- an. „Mér finnst forsætisráðherrann hafa verið nokkuð ósveigjanleg, en það er gott fólk í báðum flokkum að reyna að finna lausnir.“ – En getur breskt samfélag jafnað sig á þeirri misklíð sem útgangan hef- ur vakið? „Ég er sammála því að Brexit hefur skipt okkur í fylkingar. Ég veit ekki hver sagan er á Íslandi, en reynsla Breta er sú að þjóðar- atkvæðagreiðslur duga ekki alltaf til að brúa gjár á milli fólks, líkt og upp- haflegur tilgangur Brexit-atkvæða- greiðslunnar var. Því miður hefur þetta orðið að málaflokki þar sem fólk skilgreinir sig með eða á móti og í raun skipt samfélaginu í tvennt um leið. Ég tel að það sé forgangsmál ef við eigum kost á að finna lausn sem virðir skoðanir beggja hliða, því að svo þurfum við að taka á helstu ástæðum þess að fólk kaus með út- göngunni, því að Brexit varð ekki til af sjálfu sér. Það snerist auðvitað að miklu leyti um Evrópusambandið, en það voru einnig aðrar ástæður fyrir því að fólk vildi fara,“ segir Miliband og bendir á að í sínu kjördæmi, Norð- ur-Doncaster, hafi um 70% stutt út- gönguna, þó að hann væri á móti henni. „Að miklu leyti taldi þetta fólk að ekki hefði verið hlustað á það, að það væri skortur á velmegun, það hafði áhyggjur af framtíð barnanna sinna og vildi breyta því hvernig sam- félagið væri skipulagt,“ segir Mili- band, sem segist einnig finna til eft- irsjár vegna þess að ríkisstjórnin hafi ekki getað tekið á þessum áhyggju- efnum fólksins. „Og þar til við tökum á þessum málum mun óánægjan vera áfram til staðar. Ég held að þegar Brexit sleppir eigi stuðningsmenn og andstæðingar aðildarinnar meira sameiginlegt en þá grunar varðandi hin ýmsu málefni, en þar til Brexit verður leyst verður bara hægt að tala um Brexit.“ Húsnæðismálin skipta miklu Meðal þeirra málefna eru húsnæð- ismál, en Miliband situr nú í sjálf- stæðri nefnd ásamt Warsi barónessu, fyrrverandi fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeildinni, en sú nefnd lagði til í upphafi ársins að meira yrði byggt af félagslegu húsnæði í Bretlandi. „Við létum byggja mikið af slíku húsnæði á árunum eftir stríð og báðir flokkar gerðu það, en svo hættu þeir því þeg- ar Thatcher tók við og eftirmenn hennar líka. Nú glímum við við hús- næðisvanda, meðal annars en ekki eingöngu vegna þess að þessu var hætt.“ Miliband segir að breskar fjöl- skyldur eigi erfitt með að kaupa sér húsnæði vegna þessa og að leiguverð sé mjög hátt um þessar mundir. „Og ef eitthvert málefni gæti sameinað fylkingarnar í Brexit-málinu og orðið til gagns fyrir þjóðina, þá tel ég að það að byggja meira félagslegt hús- næði, líkt og sumar þjóðir á meg- inlandi Evrópu hafa gert, sé for- gangsmál,“ segir Miliband og vísar til nefndarinnar sem hann situr í. „Þar er fólk úr báðum flokkum og við von- um að báðir stóru flokkarnir taki und- ir þessar tillögur.“ Hann bætir við að bæði ríkisstjórn Clements Attlee, sem sat frá stríðslokum til 1950, og seinni ríkisstjórn Churchills sem tók þá við hafi hlotið lof á Bretlandi vegna stefnu þeirra í húsnæðismálum. „Og ég tel að næstu ríkisstjórnar sem beitir sér í þessum efnum geti verið minnst á svipaðan hátt. Og þetta tengist líka Brexit því að mál eins og það að ungt fólk komist ekki á „fast- eignastigann“ og fleira, þetta eru stórmál, og ef samfélagið getur ekki leyst úr þessum grundvallarmálum mun fólk verða mjög ósátt og leita annarra lausna.“ Stórar spurningar kalla á stór svör  Ed Miliband, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, sækir landið heim um helgina  Flytur erindi á afmælismálþingi Vinstri grænna  Þarf að finna lausn sem virðir skoðanir allra AFP Í pontu Ed Miliband, fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, talar á málþingi VG um helgina. FRÉTTIR 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Sérstakt málþing Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, „Staða vinstrisins og hnattrænar áskoranir: viðbrögð við loftslagsbreytingum og félagslegum ójöfnuði á afturhaldstímum“, verður haldið á morgun á Grand Hótel kl. 12:30, en það er haldið í tilefni af tuttugu ára afmæli flokksins. Þar verða ræddar hvaða leiðir séu bestar til að snúa af braut ósjálfbærni og byggja upp samfélög hagsældar og velferðar, auk þess sem spurt verður hvert hlutverk vinstristefnu sé í heimi hraðra tækni- breytinga og hvernig efla megi alþjóðlega samvinnu til að sporna við uppgangi valdboðsstjórnmála, afturhalds og þjóðernishyggju? Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið. Auk Eds Miliband, þingmanns og fyrr- verandi leiðtoga Verkamannaflokksins, munu þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, Miatta Fahnbulleh hagfræðingur, Kristina Háfoss, fjármálaráðherra Færeyja, og Beatrix Campbell, rithöf- undur og aðgerðasinni, flytja erindi. Málþinginu verður stýrt af John Nic- hols, blaðamanni bandaríska tímaritsins The Nation, en málþingið fer fram á ensku og er aðgangur öllum opinn. Ræða stöðu vinstriflokka AFMÆLISMÁLÞING VINSTRI GRÆNNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.