Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 18
FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Elín Hoe Hinriksdóttir, for-maður ADHD-samtak-anna, segir nauðsynlegtað bæta aðgengi ungs
fólks með ADHD að geðlæknum.
Dæmi eru um að ungmenni, sem
hafa áður verið á ADHD-lyfjum,
lendi í allt að tveggja ára bið eftir
tíma hjá geðlækni til að komast á
lyfin á ný.
„Aðgengi að geðlæknum er
sama og ekki neitt. Fyrir fullorðna
einstaklinga sem vilja fara í grein-
ingu þarf það að fara í gegnum sál-
fræðing eða geðlækni. Ef þú ætlar
að fá lyf þarf það að fara í gegnum
geðlækni, lögum samkvæmt. Það
getur verið allt að tveggja ára bið að
komast að hjá geðlækni. Ef þú yfir
höfuð kemst að,“ segir Elín og bætir
við þetta geti verið gríðarlega haml-
andi. „Við fáum mikið af símtölum
frá fólki sem er að fara í nám eða er
byrjað í námi og er komið í vand-
ræði. Þau fá í rauninni litla sem enga
þjónustu, allavega ekki læknisþjón-
ustu,“ segir Elín.
Hringja grátandi í samtökin
Þrátt fyrir að fólk hafi áður ver-
ið á lyfjunum er ekki hægt að fara til
heimilislæknis og fá þau á nýjan leik,
segir Elín. „Við höfum tekið við
mörgum símtölum frá grátandi fólki.
Þetta er það alvarlegt.“
Spurð segir hún þeim fjölga
sem leita til samtakanna. ADHD-
samtökin hafa um árabil séð um að
veita einstaklingum með ADHD og
aðstandendum fræðslu og beina
þeim í réttan farveg. „Við sjáum
fleiri einstaklinga leita til okkar, al-
veg klárlega,“ segir Elín og á þar
einkum við fólk yfir tvítugu en einn-
ig eldra fólk frá 60 til 65 ára.
Samtökin taka fólk einnig í ráð-
gjöf ef þess þarf en Elín bendir á að
margir leiti til þeirra til að fá upplýs-
ingar um réttindi sín, t.d. hvað varð-
ar vinnu.
„Athyglisbrestur er eitt af ein-
kennum sem fylgja ADHD og það er
mjög hamlandi í vinnu og námi. Þeg-
ar þú ert orðin/n eldri og komin/n
t.d. í krefjandi nám þarftu stundum
á aðstoð að halda og fara á lyf. Því
miður eru bara alltof margir sem
flosna upp úr námi. Það er ekki þar
með sagt þótt þú farir á lyf að þú
þurfir á þeim að halda alla ævi. Lyf-
in eru kannski hækja sem hjálpar
þér og þú gætir þurft á þeim að
halda tímabundið á meðan þú ert í
náminu.“
Lyfjameðferð nauðsynleg
Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræð-
ingur og höfundur bókarinnar Ferð-
lag í flughálku – Unglingar og
ADHD, segir rannsóknir sýna að
lyfjameðferð og önnur meðferð skili
bestum árangri fyrir ungt fólk með
ADHD. „Rannsóknir sýna að besta
leiðin til að vinna með ADHD er að
greiningin komi snemma, þannig að
ekki séu komnir fylgikvillar, nið-
urbrot á sjálfsmyndinni og fleira. Ef
þú greinist snemma sé hægt að
grípa inn í. Rannsóknir sýna einnig
að besta leiðin sé bæði lyfjameðferð
og önnur meðferð. Getur verið
fræðsla, getur verið sálfræði-
meðferð, þjálfun í félagsfærni
o.s.frv. Það fer eftir ýmsu því
ADHD-unglingar eru jafn mismun-
andi og við erum öll.“
Sólveig segir nauðsynlegt að
grípa snemma inn í, annars geti
ADHD valdið því að fólki gangi illa.
„Þau dragast aftur úr í skóla-
kerfinu þrátt fyrir góða námshæfi-
leika að öðru leyti. Oft eiga þau erfitt
með félagsleg samskipti þannig að
einmanaleiki er oft tíður fylgifiskur.
Svo getur hegðunarvandi líka fylgt.“
Allt að tveggja ára
bið eftir geðlækni
Morgunblaðið/Golli
ADHD Athyglisbrestur og ofvirkni geta valdið því að fólk á erfitt með
félagsleg samskipti. Einmanaleiki er því oft tíður fylgifiskur ADHD.
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er allt ásömu bókinalært hjá
Reykjavíkurborg. Í
gær birti Persónu-
vernd niðurstöðu
sína í frumkvæðis-
athugunarmáli þar sem borgin
hafði misfarið með persónu-
upplýsingar frá Þjóðskrá fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar í
maí síðastliðnum.
En það er ekki nóg með að
borgin hafi brotið lög við vinnslu
persónuupplýsinga, sem hún
notaði svo til að ýta undir aukna
þátttöku þeirra kjósenda sem
meirihlutinn taldi líklegustu
kjósendur sína, heldur sinnti
borgin illa því að svara erindum
Persónuverndar vegna málsins,
eins og fram kemur í úrskurð-
inum. Það leynimakk segir sína
sögu um slæma samvisku borg-
arstjórnarmeirihlutans í málinu,
en í úrskurði Persónuverndar
segir að í svörum Reykjavík-
urborgar hafi „ekki komið fram
fullnægjandi skýringar á því
hvers vegna Persónuvernd voru
ekki veittar upplýsingar um alla
þætti málsins eftir að stofnunin
óskaði sérstaklega eftir því með
bréfi, dagsettu 14. maí 2018. Að
mati Persónuverndar verður að
telja það alvarlegt að ábyrgð-
araðili að vinnslu persónu-
upplýsinga, sem í þessu tilviki
er stærsta sveitarfélag landsins,
skuli láta undir höfuð leggjast
að svara fyrirspurnum eftirlits-
valds með skýrum og fullnægj-
andi hætti.“
Borgaryfirvöld
telja sig ekki þurfa
að fara að lögum og
reglum í þessu
frekar en öðru og
hafa ef til vill talið
nauðsyn brjóta lög.
Meirihlutinn var illa staddur
fyrir kosningar, enda kom í ljós
eftir kosningar að hann var fall-
inn og þurfti nýja hækju til að
haltra áfram. Viðreisn tók því
hlutverki feginshendi.
Til að draga úr kosninga-
tapinu fór borgarstjórnar-
meirihlutinn leið sem engum
hefur til þessa dottið í hug.
Hann misnotaði borgarkerfið –
og braut í leiðinni lög – og lét
senda helstu markhópum sínum
sérstök skilaboð um að mæta á
kjörstað.
Þetta er nokkuð sem stjórn-
málaflokkar reyna gjarnan að
gera til að auka líkur á góðri
niðurstöðu og er ekki gagn-
rýnivert enda hljóta þeir að
gera það sem hægt er til að
styrkja stöðu sína í kosningum.
Þeir sem stjórna hinu opinbera
fyrir almenning, hvort sem það
eru sveitarfélög eða ríki, geta
hins vegar ekki leyft sér að mis-
nota þá aðstöðu sína með þeim
hætti sem meirihlutinn í
Reykjavík hefur gerst sekur
um.
Gróft brot stjórnenda borg-
arinnar í lýðræðislegum kosn-
ingum liggur nú fyrir. Fróðlegt
verður að fylgjast með hvernig
þeir sem ábyrgð bera í borginni
bregðast við.
Borgin braut lög til
að auka líkur vinstri
manna á að hanga
á meirihlutanum}
Síbrotaborg
Undarlegt erhversu oft illa
ódrukknum þing-
mönnum fipast þeg-
ar þeir taka sér vald
sem þeir hafa ekki. Nú síðast
ákváðu nokkrir þeirra að refsa
samþingmanni sínum með því að
hafa af honum nefndarfor-
mennsku og launaauka sem
henni fylgir vegna ógætilegs tals
á vertshúsi.
Hvorki einstakir þingmenn né
þingið sem stofnun hafa hús-
bóndavald yfir þingmönnum ut-
an húss og aðeins í takmörk-
uðum tilvikum innan þinghúss.
Nefndarformennska hefur ekk-
ert með það galgopatal, leitt og
ljótt, að gera.
Þingmenn hafa ótal sinnum
setið að sumbli, utan lands. Af
því eru til sögur, sannar og logn-
ar, og koma hinir mætustu menn
við sögu, sumir löngu dánir
sögufrægir og dáðir. Forðum var
umhendis að sitja á hleri og þótti
jafnvel skammarlegra en skraut-
legt tal. Á löngum tíma hefur
margt verið talað eftir að vínið
tryggði að mönnum varð lausari
tungan en endranær. Sjálfsagt
fengi fæst af slíku tali fegurð-
arverðlaun þótt í minningu gleð-
skaparmanna hafi margt verið
löðrandi í snilld.
Það getur ekki
ráðið því hvort mað-
ur sé formaður
nefndar hvort hann
hefur setið að
sumbli með jafningjum sínum og
sagt meira en hann sjálfur síðar
kaus. Það væri annað mál hefði
maðurinn viljandi hrópað skæt-
inginn yfir lýð sem kom engum
vörnum við. Nú er látið eins og
að sökin felist í því að hafa verið
hleraður. En varla fær það stað-
ist. Þar með væri þingheimur að
telja að ekki sé lengur saknæmt
að aka ökutæki ofurölvi. Lög-
brotið felist í því að láta nappa
sig. Hin bannfærða regla, sé hún
til og skyndilega praktíseruð,
hlýtur að vera sú að hafa ölvaður
í lokuðum hópi sagt eitthvað sem
allsgáðir væru ólíklegir til.
Ef talið væri að slíkt athæfi
útilokaði að slíkir yrðu nefnd-
arformenn, svo ekki sé talað um
þingforseta, þyrfti rannsókn og
yfirheyrslur í hvert skipti. Ein-
staklingi sem t.d. í þing-
mannahópi vel slompaðra hefði
stolið stærsta fiðrildi í heimi af
skrifstofu umhverfisráðherra og
jafn slompaður farið óboðinn í
afmæli til fv. forsætisráðherra
og gefið honum þar hið stolna
fiðrildi hlyti eftir það að vera all-
ar framabjargir bannaðar.
Ófullir fara
yfir strikið líka}Svo dæmi sé nefnt
Í
slensk tónlist hefur notið mikillar vel-
gengni bæði hérlendis sem erlendis.
Grunnurinn að þeirri velgengni er
metnaðarfullt tónlistarnám um allt
land í gegnum tíðina, sem oftar en
ekki er drifið áfram af framsýnu hug-
sjónafólki. Þjóðin stendur í þakkarskuld við
einstaklinga sem hafa auðgað líf okkar með
tónlistinni og bæði gleður og sameinar.
Stjórnvöld hafa í gegnum tíðina stutt við
eflingu tónlistarinnar bæði í gegnum stuðn-
ing við menntun og svo sértækar aðgerðir á
borð við stofnun Útflutningsskrifstofu ís-
lenskrar tónlistar, Útflutningssjóðs, lagasetn-
ingu um tímabundnar endurgreiðslur vegna
hljóðritunar tónlistar og stofnun Hljóðrita-
sjóðs. Á síðasta ári var gerð hagrannsókn á
tekjum tónlistarfólks og hagrænu umhverfi
tónlistargeirans á Íslandi. Helstu niðurstöður hennar
voru að heildartekjur íslenska tónlistariðnaðarins á ár-
unum 2015-16 voru um það bil 3,5 milljarðar kr., auk 2,8
milljarða kr. í afleiddum gjaldeyristekjum til samfélags-
ins vegna komu tónlistarferðamanna til landsins. Ljóst
er að þetta er umfangsmikill iðnaður á Íslandi sem drif-
inn er áfram af sköpun og hugviti.
Sem gott dæmi um vöxt og metnað í tónlistarstarfi
má nefna starf Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Sam-
hliða því að bjóða landsmönnum upp á glæsilega dag-
skrá í hartnær 25 ár hefur hljómsveitin einn-
ig tekið upp tónlist fyrir ýmsar kvikmyndir
og sjónvarpsþætti í menningarhúsinu Hofi
undanfarin ár. Í Hofi er búið að gera fram-
úrskarandi aðstöðu til að vinna og framleiða
slíka tónlist. Sem dæmi um verk sem tekin
hafa verið upp er tónlistin fyrir kvikmyndina
Lói – þú flýgur aldrei einn, en það er eitt
umfangsmesta tónlistarverkefni sem ráðist
hefur verið í fyrir kvikmynd hér á landi. Það
er ótrúlega verðmætt og mikil viðurkenning
fyrir Ísland að okkar tónlistarfólk hafi burði
til að verða leiðandi í kvikmyndatónlist á
heimsvísu ásamt því að laða til landsins hæfi-
leikaríkt fólk frá öllum heimsins hornum.
Það er mikilvægt að halda áfram að
styrkja umgjörð skapandi greina í landinu.
Stjórnvöld vilja að skapandi greinar á Ís-
landi séu samkeppnishæfar og telja nauðsynlegt að þær
nái að dafna sem best. Mikilvæg skref hafa verið stigin í
uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni en ljóst
er að þau hafa sannað gildi sitt víða um land og haft
ótvíræð jákvæð margfeldisáhrif á tónlistar- og menning-
arlíf bæja og nærsamfélaga. Höldum áfram veginn og
styðjum við skapandi greinar sem auðga líf okkar svo
mjög.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Lói skapar gjaldeyristekjur
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Athyglisbrestur og ofvirkni sem
kallað er ADHD í daglegu tali, staf-
ar af taugaþroskaröskun. Rösk-
unin kemur yfirleitt snemma fram
samkvæmt upplýsingum frá ADHD
samtökunum eða um 7 ára aldur.
Athyglisbrestur og ofvirkni er al-
gerlega óháð greind. Nýjar rann-
sóknir sýna að 5-10% af hundraði
barna og unglinga glíma við of-
virkni sem þýðir að 2-3 börn með
ADHD gætu verið í hverjum bekk
að meðaltali í öllum aldurshópum.
Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræð-
ingur segir að fjöldi barna með
ADHD á Íslandi sé í samræmi við
það sem er annars staðar á Norð-
urlöndum. „Það sem er kannski að
gerast er að það eru fleiri að gera
greiningar. Greiningarnar búa ekki
til ADHD, þær bara leiða það í
ljós.“ Börn geta einnig verið með
væg einkenni. Í hópi barna með
ADHD eru þrír drengir á móti
hverri einni stúlku. Nýjar rann-
sóknir benda þó til að fleiri stúlkur
séu með ADHD en talið hefur verið,
en þær koma síður til greiningar.
Athyglisbrestur og ofvirkni
ADHD