Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé
hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og
sérfræðingar í heimilistækjum keppast
við að hanna hágæða eldhús sem
standast tímans tönn, með virkni, gæði
og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið
er fjárfesting til framtíðar - tryggðu þér
raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Sjaldan hefur birst grein í fjöl-
miðli með jafn öfugsnúnum titli og
hér í Morgunblaðinu í gær. Höf-
undur er Jón Baldvin Hannibalsson
sem ber hálfsannleik, róg og hreinar
lygar á borð fyrir lesendur undir
yfirskriftinni „sannleikurinn er
sagna bestur“. Tilefnið er viðtal sem
við undirritaðir tókum við dóttur
Jóns, Aldísi Schram, á dögunum. Al-
dís hefur í marga áratugi mátt sæta
því að vera útmáluð sem ómarktæk-
ur geðsjúklingur og hefur það verið
meginþemað í málsvörn Jóns frá því
að fjölmargar konur komu ein af
annarri fram með frásagnir um kyn-
ferðisbrot, áreitni og ósæmilega
hegðun hans í sinn garð. Höfum í
huga að það var Jón Baldvin sem
fyrstur hóf umræðu um veikindi
dóttur sinnar opinberlega. Aldís
hefur ekki haft sama aðgang að fjöl-
miðlum enda „geðveik“. Samkvæmt
læknisskýrslum sem Aldís leyfði
undirrituðum að sjá var hún á sín-
um tíma greind með geðhvörf. Í
framhaldi af þessari opinberu um-
ræðu um mál Aldísar hafa læknar
útskýrt að geðhvörf lýsa sér alls
ekki þannig að sjúklingurinn sé með
óráði, ranghugmyndir og ómark-
tækur með öllu. Þvert á móti er fólk
fyllilega tengt við raunveruleikann
nema rétt þegar mikil manía brýst
fram en hún stendur venjulega stutt
yfir. Sigursteinn Másson, fyrrver-
andi formaður Öryrkjabandalags-
ins, sem sjálfur hefur glímt við geð-
hvörf, orðar þetta prýðilega á
blaðsíðu fjögur í sama blaði og grein
Jóns Baldvins birtist.
„Ég þekki engin dæmi þess að
fólk sem greinst hefur með geðhvörf
sé í stöðugum ranghugmyndaheimi.
Það er algerlega fráleitt að halda
því fram á nokkurn hátt að taka beri
minna mark á upplifun þeirra sem
greinst hafa með geðhvarfasýki,
slíkt ber vott um fáfræði og for-
dóma.“
Ofangreind orð Sigursteins, sem
duga auðvitað ein og sér til þess að
jarða vægast sagt ósmekkleg „rök“
og ítrekaðar tilraunir Jóns Baldvins
til að útmála Aldísi dóttur sína sem
ómarktækan geðsjúkling, eru þó
ekki eina röksemdin fyrir því að
taka viðtal við hana í morgunútvarpi
Rásar tvö. Aldís hefur það uppá-
skrifað frá sérfræðingi í klínískri
sálfræði, Gunnari Hrafni Birgissyni,
að engin merki um geðhvörf fundust
við skimun í ítrekuðum viðtölum og
persónuleikaprófum árið 2014.
Einnig er hún með vottorð frá lækni
um andlegt heilbrigði sem gefið er
út 2012. Um þetta fer Jón háðuleg-
um orðum í grein sinni. Enda hent-
ar það ekki málsvörninni um geð-
veiki Aldísar að hún hafi verið
greind með alvarleg áfalla-
streitueinkenni vegna kynferðisof-
beldis í áliti sérfræðingsins en ekki
geðhvörf. Þá hafa ásakanir Aldísar,
sem hún hefur haldið
á lofti í áratugi, um til-
tekin brot föður síns
gegn konum verið
staðfestar af þeim
sjálfum.
Aldís staðhæfir í
viðtalinu að Jón Bald-
vin hafi nýtt sér stöðu
sína sem valdamaður í
samfélaginu þegar
hann fór fram á að
hún yrði lokuð inni á
spítala. Það voru orð
Aldísar en ekki um-
sjónarmanna. Að sjálfsögðu fær Al-
dís að halda þessu fram í þættinum
þegar hún getur stutt það gögnum
sem sýna fram á að Jón Baldvin
notar ýmist bréfsefni sendiráðsins
eða titlar sig sérstaklega sem sendi-
herra. Slíkt er með öllu óheimilt líkt
og komið hefur fram í yfirlýsingu
utanríkisráðuneytisins. Fréttamenn
eru ekki ábyrgir fyrir orðum við-
mælenda sinna, en það hefði verið
fráleitt með öllu að birta ekki gögn
sem sýna svart á hvítu að Jón Bald-
vin gefur beiðni sinni sem foreldri
um að svipta dóttur sína frelsi aukið
vægi með því að skrifa undir sem
sendiherra. Það er því hafið yfir
vafa að hann reyndi að misnota að-
stöðu sína hvað þetta varðar en það
var hins vegar hvergi fullyrt af und-
irrituðum að læknar og heilbrigðis-
starfsfólk hefðu gefið afslátt af sinni
fagmennsku þrátt fyrir tilraunir
Jóns.
Hann og lögregla þurfa síðan að
útskýra frekar hvers vegna afskipti
af Aldísi eru skráð sem aðstoð við
erlent sendiráð. Því þannig er það
svart á hvítu skráð hjá lögreglu;
„aðstoð við erlent sendiráð“. Slík
skráning verður varla til í tómarúmi
og sú ásökun Aldísar því rétt.
Merkilegt nokk þá sleppir Jón Bald-
vin því algerlega í grein sinni að
nefna þessi gögn sem þó eru veiga-
mikil rök fyrir því að birta viðtalið.
Sumt í grein Jóns er ekki bara
rangt heldur líka yfirmáta ósmekk-
legt. Hann leggur sérstaka lykkju á
leið sína til að velta því upp hvort
Tryggingastofnun ríkisins ætti ekki
að endurskoða greiðslu örorkubóta
til Aldísar af því hún hefur efasemd-
ir um greininguna! Rétt er að hafa í
huga að um örorkubætur var ekkert
rætt í þessu viðtali og undirritaðir
hafa enga hugmund um hvort Aldís
fær slíkar bætur. Að sjálfsögðu
spyrjum við hvorki Aldísi né Trygg-
ingastofnun um þetta að fyrra
bragði. Þó það nú væri. Þetta eru
afar viðkvæmar persónuupplýsingar
sem Aldís ein hefur rétt á að opin-
bera og verður að teljast fáheyrt að
faðir opni slíka umræðu um dóttur
sína, jafnvel þótt í nauðvörn sé. Að
hverju er verið að ýja? Að Aldís hafi
verið að blekkja Tryggingastofnun í
því skyni að fá örorkubætur? Að
morgunútvarpið hafi brugðist
skyldu sinni með því að upplýsa
ekki málið? Eðlilega getum við
hvorki né viljum fjalla um þetta, eða
spurt Tryggingastofnun um málið
án gagna.
Rétt er að taka fram að reynt var
að hafa samband við Jón fyrir birt-
ingu viðtalsins til að fá viðbrögð en
því var ekki svarað, auk þess sem
því var haldið til haga í þættinum að
hann neiti staðfastlega öllum ásök-
unum um brot og áreitni. Að sjálf-
sögðu stendur honum ennþá til boða
að svara á sama vettvangi.
Að lokum þetta: Mál Aldísar er
þyngra en tárum taki. Í áratugi hef-
ur hún mátt þola þöggun og útskúf-
un út af meintum veikindum sínum.
Í áraraðir hafa fjölmiðlar, undirrit-
aðir þar ekki undanskildir, sýnt
sögu hennar tómlæti, jafnvel þótt
fólk sem greinist með geðhvörf sé
ekki á nokkurn hátt „í stöðugum
ranghugmyndaheimi“. Blaðamenn
geta ekki í dag afgreitt sögu hennar
sem „geðveiki“ eða „fjölskyldu-
harmleik“. Fjöldi kvenna hefur
staðfest ásakanir hennar í gegnum
árin með því að stíga fram og segja
frá hegðun Jóns Baldvins. Aldís
styður mál sitt gögnum, svo sem
sjúkraskýrslum, læknisvottorðum,
lögregluskýrslum og skráningu, og
svo sendiráðspappírum. Viðtalið við
hana átti því fullt erindi við almenn-
ing og vonandi er sá tími liðinn að
hægt sé að afgreiða upplifun þeirra
sem glíma við andleg veikindi sem
óráðshjal. Það væri vel hægt að leið-
rétta fleira í grein Jóns Baldvins
Hannibalssonar enda tókst honum
ekki einu sinni að veita fullnægjandi
upplýsingar um spyrlana í þessu
viðtali. Þeir voru nefnilega tveir en
ekki einn.
Jóni Baldvin svarað
Eftir Helga Seljan og
Sigmar Guðmundsson » Aldís styður mál sitt
gögnum, svo sem
sjúkraskýrslum,
læknisvottorðum,
lögregluskýrslum og
skráningu, og svo sendi-
ráðspappírum. Viðtalið
við hana átti því fullt
erindi við almenning.
Helgi Seljan
Helgi er fyrrverandi fréttamaður
Kastljóss. Sigmar er fyrrverandi
ritstjóri Kastljóss.
Sigmar Guðmundsson