Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 Ég hélt að hún yrði alltaf til staðar hvenær sem mér dytti í hug að taka upp tólið til að leita ráða eða bara spjalla, og kannski að renna við hjá henni ef ég var á ferðinni. Hún var tryggðatröllið sem ég treysti að ég gæti alltaf leitað til, því hún var svo ráðagóð. Okkar leiðir lágu saman í vinnunni, fluginu, sem við báðar gerðum að okkar ævistarfi. En við áttum einnig samleið á öðrum vettvangi, fórum til að mynda í ótal ferðir saman bæði innanlands og utan með fjöl- skyldum okkar og einnig með öðrum vinum. Synir okkar voru fæddir með 10 mánaða millibili sem tengdi okkur einnig sterkum böndum þar sem þeir voru mikið saman á uppvaxtarárunum. Steina var mjög litríkur per- sónuleiki og aldrei nein logn- molla í kringum hana. Hún hafði ákveðnar skoðanir á flestum mál- um og var ófeimin að láta þær heyrast. Margar af samstarfs- konum okkar hafa sagt að þær hefðu verið hræddar við Steinu áður en þær kynntust henni. Hún gerði miklar kröfur. Fyrst til sjálfrar sín en síðan einnig ann- arra, enda var hún virkilega góð flugfreyja sem elskaði sitt starf. Ótal fleiri kostir prýddu þessa konu. Hún var höfðingi heim að sækja og veislurnar hennar voru ávallt veglegar. Hún fór létt með að halda fjölmenn matarboð og gerði það oft. Steina kunni líka vel á sauma- vél, enda átti hún kannski ekki langt að sækja það. Það verður erfitt að venjast því að Steina sé ekki lengur á meðal okkar. Hennar verður sárt saknað af mörgum því hún var afskaplega vinmörg enda trygg- lynd, heiðarleg, hreinskiptin og bóngóð. Nú er hún farin í sína síðustu ferð og ég kveð hana með sárum söknuði. Far þú í friði, elsku vinkona. Anna Kristjánsdóttir. Það hvarflaði aldrei að mér að Steina myndi kveðja okkur svo fljótt. Eins og hennar var von og vísa var hún fyrst til að banka upp á hjá mér á nýju heimili mínu við Háaleitisbraut núna í byrjun jan- úar. Þar kom hún færandi hendi með rósir, hamingjuóskir, kær- leika og hlýju. Núna vorum við loksins orðin nágrannar með ein- ungis nokkur skref og stiga- ganga okkar á milli. Ég hlakkaði til að rifja upp kynnin. Við höfð- um verið í minna sambandi und- anfarin ár en oft áður og nú bauðst tækifæri til að bæta úr því. Í minningum bernsku minnar var Steina mér nefnilega alltaf eins og nátengd frænka, fóstra eða jafnvel önnur móðir. Mamma mín og hún voru bestu vinkonur og samgangur var mikill á milli fjölskyldna okkar. Gunnar Þór var enda besti vinur minn og við sóttum mikið í að vera saman. Í huganum virðist ég hafa ver- ið í næturgistingum á heimili þeirra í Heiðargerði í hverri viku, ár eftir ár, alla mína æsku. Þó hef ég í raun ekki hugmynd um hversu nákvæmt það er hjá mér. En alltaf var það í góðu yfirlæti hjá Steinu sem hafði ofan af fyrir okkur orkuboltunum af miklu næmi og þolinmæði, geri ég ráð fyrir. Steina á þannig heilmikið í mínum uppvaxtarárum og öllum þeim gleðilegu minningum sem þeim fylgja. Hversu margar sameiginlegar útlandaferðir fjölskyldna okkar voru er mér ómögulegt að segja. Margs er að minnast. Það var farið á skíði í Sviss, Austurríki, Ítalíu og Frakklandi. Þetta voru stórkostlegar ferðir þar sem Steina var alltaf í lykilhlutverki. Hennar einstaki persónuleiki var fyrirferðarmikill en þægilegur. Hún alltaf glöð, jákvæð, drífandi og ákveðin. Frábær ferðafélagi. Ein eftirminnilegasta ferðin var þó öllu látlausari en evrópsku alparnir. Einhverja hluta vegna hefur alltaf staðið upp úr hjá mér minningin um dag einn þegar Steina kom og sótti mig að morgni og ók með okkur Gunnar Þór niður á Reykjavíkurflugvöll. Þaðan flugum við svo til Akur- eyrar þar sem ferðinni var heitið í leikhús til að sjá þá Kasper, Jesper og Jónatan í ævintýrinu um Kardimommubæinn. Síðan var flogið aftur seinna sama dag og stráknum skilað heim í Garða- bæinn. Þetta var Steina í hnot- skurn. Fórnfús og góðhjörtuð. Alltaf tilbúin til að leggja mikið á sig til að skapa minningar og góðar stundir fyrir aðra. Ég verð henni ævinlega þakklátur fyrir kynnin og kveð með miklum söknuði. Hvíl í friði, elsku Steina. Frosti Logason. Kæra vinkona. Það var árið 1962 sem við kynntumst Steinu eins og hún var alltaf kölluð. Við vorum allar tengdar fluginu á einn eða annan hátt, annaðhvort í gegnum okkar eigin vinnu eða maka okkar. Úr varð vinkon- uhópur og saumaklúbbur, sem hefur verið til í tæp sextíu ár. Á síðustu tveimur árum höfum við misst tvær yndislegar vinkon- ur, Svölu og Steinu, sem hefur rist djúpt í vinkonuhópinn. Steina var glæsileg og tekið var eftir henni hvar sem hún kom; há, grönn, tignarleg, dökk yfirlitum og með brún augu, sannkölluð hefðarkona. Hún var mjög greind og góður hlustandi, greiðvikin og talaði ekki illa um annað fólk. Heimili hennar var mjög fallegt og hún var höfðingi heim að sækja og frábær kokkur. Við eigum ótal góðar minningar og margt skemmtilegt var brallað; öll mat- arboðin, sumarbústaðaferðirnar og ferðir okkar til útlanda. Við vinkonur hennar þökkum áratuga vináttu, elsku hennar og hlýju öll þessi ár. Elsku Gunnar Þór, Kristín, Ásdís, Þorgerður og aðrir að- standendur. Við vottum ykkur innilega samúð, hvíl í friði elsku vinkona. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Saumaklúbbssysturnar, Eva, Margrét, Sigríður og Áslaug. Steina var ein af mínum bestu vinum. Hún var traust, trygg, sönn og allt ekta við hana. Steina var ótrúlega hugulsöm og studdi mig dyggilega eftir að Helmout minn dó fyrir rúmlega tveimur árum. Hún var þá mætt í heim- sókn með nýbakaðar pönnukök- ur, heimagerða sultu og rjóma. Hún hafði ákveðið að ég þyrfti að eiga eitthvað með kaffinu þegar fólk kæmi til að sýna mér samúð. Það var mér svo sannarlega mik- ils virði. Svona var Steina. Dag- inn fyrir 90 ára afmæli mömmu minnar mætti hún til dæmis til hennar með stóra dós af Mack- intosh og gaf henni fallegan blómvönd. Kunni mamma vel að meta gjafmildi og góðvild henn- ar. Steina fór með okkur Helmo- ut nokkrum sinnum í golf til Flórída og var dásamlegt hvað þau tvö smullu vel saman. Ég var smá efins í byrjun þar sem þau höfðu bæði ákveðnar skoðanir og gátu staðið fast á meiningu sinni en sá fljótt að það var algjör óþarfi. Nú ylja mér allar góðu minningarnar um þessar ferðir okkar þremenninganna. Við Steina ætluðum saman til Spánar í golf í vor, en sú ferð verður ekki farin. Ég sé fyrir mér að Helmo- ut, Logi, Bára, Björg, Svala og fleiri góðir vinir taka vel á móti Steinu í Sumarlandinu góða. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum okkar hinna. (Tómas Guðmundsson.) Góða ferð, elsku vinkona. Ég sakna þín! Steinunn (Lillý) Kristjánsdóttir. Elsku Steina er farin. Ég kynntist Steinu þegar ég var barn en hún var nokkrum ár- um eldri en ég. Feður okkar voru vinir og unnu báðir á skrifstofu Loftleiða. Ég var alltaf hálf- hrædd við Steinu, það gustaði af henni. Leiðir okkar lágu svo sam- an í fluginu. Við gerðum flug- freyjustarfið að ævistarfi. Að koma heim til Steinu var ævin- týralegt. Mamma hennar var kjólameistari og hef ég aldrei séð eins flotta kjóla. Einu sinni vor- um við að yfirdekkja sófa en Steina var ansi liðtæk með nál- ina, það tók okkur þrjá daga. Það voru einu sólardagar sumarsins en okkur var alveg sama, það var svo gaman hjá okkur. Ég var ekki lengi hrædd við Steinu en margir voru það, sem auðvitað reyndist ástæðulaust. Hún Steina er ein sú magnaðasta manneskja sem ég hef kynnst um ævina. Kjarnorkukona, dugn- aðarforkur, ósérhlífin og ætlaðist til þess sama af öðrum. Við erum mörg sem höfum lært mikið af Steinu í gegnum tíðina. Ég get því miður ekki ver- ið viðstödd jarðarförina og kvatt þig, elsku Steina, og segi því góða og friðsæla ferð í sumarlandið, sjáumst síðar. Gunnari, syni hennar, og fjöl- skyldu sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðlaug Ólafsdóttir, fv. flugfreyja. Ég kynntist Steinunni Sigurð- ardóttur unglingur í gegnum for- eldra okkar sem voru miklir vinir og við urðum líka góðar vinkonur á uppvaxtarárunum. Pabbi og Sigurður Magnússon voru æsku- vinir, höfðu tekið þátt í stofnun Loftleiða á sínum tíma, þar sem Sigurður eyddi síðan starfsæv- inni og Steinunn dóttir hans átti einnig eftir að gera. Það voru ógleymanlegir dagar á heimili þeirra við Miðstrætið, glæsilegu heimili sem ilmaði af þeirri heimsmynd sem fylgdi Sigga og Dýrleif alla tíð – þau voru veraldarfólk sem kunni að lifa lífinu til fulls. Þau reyndust mér ætíð eins og aðrir foreldrar, Siggi heimsótti mig þegar ég var unglingur í London og bauð mér í leikhús og ég man þá ferð eins og hún hefði verið í gær. Ég fékk vinnu hjá Loftleiðum í endur- skoðunardeild þótt aldrei hefði ég áhuga á að gerast flugfreyja eins og Steina. Við Steina brölluðum margt á þeim árum sem samgangur okk- ar var hvað mestur. Ég minnist samkvæma þegar foreldrar hennar voru erlendis og ég dró inn á heimilið bóhema og lista- menn og allt var þetta fólk boðið velkomið í hinn stóra faðm þess- ara heimsborgara. Steinunn var sami heimsborgarinn og foreldr- ar hennar, dökk yfirlitum og glæsileg með húmorinn og létta lund frá þeim. Leiðir okkar Steinu skildi aldrei til fulls þótt við færum hvor í sína áttina, við hittumst af og til lengi vel, en allra síðustu áratugina þó oftast í háloftunum, þegar hún tók á móti mér sem flugfreyja, alltaf flott og skemmtileg, hress og áhugasöm. Við rifjuðum upp gamla daga sem voru okkur báðum svo kær- ir. Okkar leiðir hefðu getað legið saman, en gerðu það ekki. Ung- lingsárin eru samt ógleymanleg og móta mann meira en maður gerir sér grein fyrir. Við hittumst svo ekki fyrir mjög löngu þegar við kvöddum báðar foreldra okk- ar, sem voru svo nánir. Og nú er Steinunn líka farin, þó enn á besta aldri. Við systkinin sendum innilegar samúðarkveðjur til son- ar hennar, systra og annarra vina og ættingja. Ég minnist Steinu með mikilli hlýju og virðingu og þakka henni fyrir öll góðu árin og skemmti- legar stundir. Blessuð sé minn- ing Steinunnar Sigurðardóttur. Þórunn Sigurðardóttir. Fyrir hartnær 32 árum hitt- umst við fyrst. Við fyrstu kynni áttaði ég mig á að til þess að falla í kramið hjá þér þyrfti ég einfald- lega að leysa störf mín af hendi af fagmennsku. Þegar það var frágengið áttaði ég mig einnig á því að þú varst frábær. Þú gast verið þverari en allt en þú vissir og kunnir líka allt, allavega fannst mér það, þarna fyrir 32 árum, Steina mín. Þegar tíminn leið og við kynnt- umst betur fann ég einnig hversu almennileg þú varst, heil og heiðarleg og mikill húmoristi. Ég á þónokkuð margar sögur en merkilegt nokk eru þær ekki endilega við hæfi í minningar- grein en það er allt í lagi, við eig- um minninguna um hláturinn. Þér vil ég þakka fyrir svo margt, ekki bara það að hafa kennt mér að sinna vinnunni minni af metnaði og stolti heldur einnig það að hafa sýnt mér vin- skap á heiðarlegan og hreinskipt- inn hátt öll árin. Fjölskyldu Steinu votta ég samúð mína Sigrún Jónsdóttir. Mér brá virkilega þegar ég heyrði frá móður minni að Steina Sig. væri látin. Ég hafði heyrt af því að hún væri lasin, en renndi ekki í grun að hún myndi kveðja svona snöggt. Þegar ég hugsa aftur í tímann er mér í fersku minni hvað það var alltaf gaman þegar við Bertha systir ásamt mömmu vor- um í heimsókn hjá Steinu í Heiðargerðinu. Oftar en ekki endaði dagurinn á því að Steina bjó um okkur Berthu hvora í sinni rúmfataskúffunni. Einnig man ég hvað það var alltaf mikil eftirvænting eftir 1. desember ár hvert því þá steiktu mamma og Steina laufabrauð fyrir jólahátíðina, með tilheyr- andi útskurði, sem fram fór allan daginn. Steina var afskaplega skemmtilegur karakter. Hún var svona svolítið hrjúf að utan, en svo óskaplega mjúk að innan þegar maður þekkti hana. Þegar ég var nýbyrjuð að vinna sem flugfreyja hjá Icelandair lenti ég í flugi með Steinu sem yfir- flugfreyju. Ji hvað ég hló inni í mér þegar við yngri stelpurnar hófum að taka saman dagblöðin fyrir lendingu. Við gengum um vélina og söfnuðum blöðunum upp á aðra hendi. Steina var ekki lengi að kippa mér inn í „galley“ dró fram „trolley“ (vagn) og sagði við mig: „Gyða mín, þú tek- ur dagblöðin og fletur þau út jafnóðum ofan á vagninn. Þannig getur ein farið í stað tveggja og safnað öllum dagblöðunum í einu og þau líta vel út fyrir næsta fluglegg.“ Auðvitað hárrétt hjá henni, og vandi ég mig á þessa aðferð meðan ég vann sem flug- freyja/liði. Þótt ég hafi ekki hitt Steinu oft undanfarin ár var hún alltaf einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Ég minnist með gleði í hjarta allra samverustundanna með Steinu um leið og votta Gunnari og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni (Bubbi Morthens) Gyða Dan Johansen. Soroptimistasamtökin eru al- þjóðleg samtök kvenna úr ýms- um starfsgreinum sem vinna við að bæta lífskjör kvenna og stúlkna með því að styðja við margvísleg verkefni í samfélag- inu. Þau voru stofnuð í Kaliforníu 1921 og hreyfingin kom til Ís- lands árið 1959 þegar 18 konur stofnuðu Soroptimistaklúbb Reykjavíkur. Steinunn gekk til liðs við Reykjavíkurklúbbinn árið 1998, kannski fyrir tilstuðlan móður sinnar, Dýrleifar Ármann, sem einnig var félagi í Reykjavíkur- klúbbnum. Steinu fylgdi mikill dugnaður og einkum var hún hugmyndarík þegar kom að því að afla fjár til ýmiss konar verk- efna, einkum þó til að hjálpa þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Hún var um árabil í fjáröflunarnefnd klúbbsins og þá kom sér vel að hafa hugmynda- flug til að finna vænleg fjáröfl- unarverkefni. Ein happadrýgsta hugmynd Steinu var að hanna og sauma sérstaka ferðapoka úr plasti sem fara vel í ferðatösku, tilvalið fyrir þá sem eru mikið á ferðalögum. Þessir pokar urðu svo vinsælir að þeir fengu heitið Steinu-pokar og voru þeir drjúg tekjulind fyrir klúbbinn. Margar konur tóku sig til við saumaskap- inn, en plastið flutti Steina inn frá Ameríku í ströngum! Þar sem hún var flugfreyja og átti oft leið til Ameríku kom þetta sér einkar vel fyrir okkur í klúbbnum. Steinu fylgdi alltaf kraftur og gleði, smá stríðni og glens. Hún var góður og skemmtilegur félagi og við sem vorum með henni í klúbbnum minnumst hennar af hlýju og virðingu. Fjölskyldu Steinunnar flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Soroptimista- klúbbs Reykjavíkur, Sigrún Klara Hannesdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, JÓNA GUÐBJÖRG STEINSDÓTTIR, er lést 30. janúar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 11. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Hilmar Guðlaugsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BLÖNDAL KRISTMUNDSSON, Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ, lést á hjartadeild Landspítalans 30. janúar. Útför hans fer fram mánudaginn 11. febrúar klukkan 13 frá Áskirkju. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans fyrir fagmennsku og hlýtt viðmót til hans og aðstandenda hans, sem og allra þeirra sem reyndust honum vel. Sigríður Jóna Kjartansdóttir Halldóra Björnsdóttir Birgir Þór Baldvinsson Kristín Björnsdóttir Ingvi Geir Ómarsson Kjartan Þór Birgisson Hrefna Gunnarsdóttir Sigríður Þóra Birgisdóttir Óli Hörður Þórðarson Halldóra Þóra Birgisdóttir Jón Kristinn Helgason Kristín Þóra Birgisdóttir Hjördís Birna Ingvadóttir Kristmundur Ómar Ingvason Hrafnkell Steinarr Ingvason og langafabörn Ástkær móðir okkar ELÍN S. SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir, Dalvík, sem lést 28. janúar, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 9. febrúar klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Dalbæjar (466-1378). Sigrún, Jón, Petrína, Jóhanna, Óskar og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.