Morgunblaðið - 08.02.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
✝ Kristrún Páls-dóttir fæddist í
Fjallsseli, Fellum,
Norður-Múlasýslu
21. ágúst 1951. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 31. jan-
úar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Páll Eyjólfs-
son, f. 30. mars
1919, d. 25. febrúar
1966, og Sigríður Einarsdóttir, f.
24. mars 1922, d. 20. apríl 2001.
Alsystur hennar eru Ásgerður, f.
20. júlí 1955, og Einhildur Ingi-
björg, f. 6. júní 1959, og samfeðra
systkini eru Eyjólfur, f. 27. júní
1946, og Marta, f. 13. mars 1949.
Krissa var í sambúð með Erni
Valberg Úlfarssyni í tæp 30 ár, til
ársins 2000, og eiga þau saman
þrjár dætur og sjö barnabörn.
Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Ell-
en, f. 9. janúar 1979, maki Kári
Björn Þorsteinsson, f. 14. nóvem-
ber 1974, synir þeirra Guðni
Freyr, f. 7. mars 2005, Þorsteinn
Ingi, f. 18. júlí 2007,
og Fannar Örn, f. 16.
október 2010. 2)
Erna Sif, f. 31. ágúst
1981, maki Hlynur
Ómarsson, f. 1. maí
1978, synir þeirra
Ómar Örn, f. 29. des-
ember 2009, og Dag-
ur Jan, f. 28. ágúst
2015. 3) Arndís, f. 30.
nóvember 1985,
maki Sigurjón Jóns-
son, f. 2. desember 1976, dætur
þeirra Sara Líf, f. 10. október
2002, og Camilla Rún, f. 8. mars
2013.
Krissa lauk gagnfræðaprófi
frá Lindargötuskóla árið 1968.
Hún starfaði hjá Máli og menn-
ingu og Pennanum í yfir 30 ár.
Einnig starfaði hún m.a. sem au
pair í London, í eldhúsi, leikskóla
og á röntgendeild Landakots og
sem aðstoðarmaður sjúkraþjálf-
ara í Árbæ.
Útför Krissu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 8. febrúar 2019,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku mamma.
Með óendanlega sorg í hjarta
kveðjum við dætur þínar þig. Ein-
manaleikinn hellist yfir okkur við
tilhugsunina um að þú sért ekki
lengur hjá okkur. Það er óskiljan-
legt að við munum ekki lengur fá
daglega símhringingu frá þér. Þú
sem vildir fylgjast með öllu í okkar
lífi, samgleðjast okkur í öllu góðu,
stóru sem smáu og stappaðir í okk-
ur stálinu þegar erfiðleikar bját-
uðu á. Þú sem vildir alltaf vita
hvert við værum að ferðast til þess
að geta kvatt okkur, fá skilaboð
um að við værum komnar öruggar
á áfangastað og heyra í okkur um
leið og við værum komnar heim
aftur. Þú sem settir með stolti nýj-
an segul á ísskápinn úr ferðum
okkar, ísskáp sem var orðinn svo
hlaðinn slíkum seglum að varla
sást í hann lengur. Þú sem trúðir
alltaf á okkur og að við gætum gert
allt sem við ætluðum okkur. Þú
sem varst svo stolt af okkur í öllu
sem við tókum okkur fyrir hendur,
þannig að fólk sem var okkur sjálf-
um jafnvel ókunnugt vissi allt um
líf og afrek okkar og barna-
barnanna þinna, sama hversu
smávægileg okkur fannst þau.
Elsku besta amma, þú skilur
eftir þig stórt skarð í lífi barna-
barna þinna sem munu sakna þín
alla tíð, yndislegu ömmu sem þeim
fannst svo gott að heimsækja og
gista hjá. Við eigum eftir að sakna
þess að kíkja í heimsókn til þín og
fá ömmukjötbollur, pönnukökur
og bananarúllutertu sem þú gerðir
með þínum einstaka hætti. Best í
heimi fannst þeim að fá að gista
hjá þér, eiga notalega stund með
ömmu, spila á spil, spjalla um
heima og geima og opna sig fyrir
þér um ótrúlegustu hluti sem for-
eldrarnir fengu aldrei að heyra.
Það er sárt að hugsa til þess að þú
fáir ekki að fylgjast áfram með
barnabörnunum þínum vaxa úr
grasi, litlu gullmolunum þínum
sem þú dýrkaðir og dáðir og að
þau yngstu fái ekki fleiri minning-
ar með þér. Við munum varðveita
minningarnar um ömmu Krissu í
hjarta þeirra.
Okkar yndislega mamma, þú
barðist eins og ljón í þínum erfiðu
veikindum, varst svo ótrúlega já-
kvæð í gegnum hvern skellinn á
fætur öðrum og hélst í húmorinn
og vonina fram á síðasta dag. Af
þér höfum við lært svo margt, mik-
ilvægi nægjuseminnar, seiglunn-
ar, að vera maður sjálfur alla tíð og
að njóta þess sem maður á. Einnig
hafa erfið veikindi þín kennt okkur
mikilvægi þess að lifa í núinu og
endurskoða forgangsröðunina i líf-
inu til að njóta þess sem allra best.
Við munum ávallt syrgja þig og
halda minningu þinni á lofti fyrir
okkur og barnabörnin sem hefðu
viljað hafa þig hjá sér svo miklu
lengur. Hvíl í friði hjá englunum,
elsku mamma. Við vonum að þú
sért komin til ömmu Siggu og afa
Páls og allra hinna ástvina þinna
og að við hittumst aftur þegar
okkar tími er kominn.
Elskum þig til tunglsins og til
baka.
Þínar dætur
Sigríður (Sigga),
Erna og Arndís.
Amma Krissa. Þú varst alltaf
svo góð við okkur strákana, við
söknum þín. Þú verður alltaf með
okkur í anda, alla tíð.
Strákarnir hennar ömmu
Krissu,
Guðni Freyr, Þorsteinn
Ingi og Fannar Örn.
Í dag opnast himnarnir fyrir
Krissu frænku minni. Þó að innst
inni hafi ég vitað í hvað stefndi eru
það alltaf ákveðin kaflaskil að
kveðja einhvern sem var svona
stór hluti af lífi manns.
Þegar ég kom í heiminn bjó
mamma í foreldrahúsum á Þórs-
götunni ásamt systrum sínum
Krissu og Einhildi og bjuggum við
þar öll saman fyrstu ár ævi minn-
ar. Ég eignaðist því strax 3-4
mömmur sem auðvitað var frá-
bært og oft veitti nú sennilega
ekkert af því að deila uppeldinu á
mér.
Krissa vann líka á leikskólanum
mínum og þar sem mamma var í
vaktavinnu þá dröslaðist Krissa
oft með mig eftir leikskóla.
Fólk hélt oft að Krissa væri
mamma mín enda vorum við pínu
lík, Krissa var ekkert að leiðrétta
þetta enda held ég að henni hafi
alltaf fundist hún eiga pínulítið í
mér.
Heimili Krissu var mér alltaf
opið og gat ég alltaf leitað til henn-
ar og rætt málin eða þegar mann
vantaði aura fyrir smá skemmtun.
Þó að samskipti og samvera
okkar hafi eðlilega breyst með ár-
unum er ég og hef alltaf verið
þakklátur fyrir þá sterku taug
sem myndaðist á milli okkar á
uppvaxtarárum mínum.
Það er mér mikils virði að hafa
náð að heimsækja Krissu ásamt
fjölskyldu minni núna rétt fyrir
jól. Þá var hún enn full af bjartsýni
og ætlaði sér að sigra illvíga mein-
ið sem þó svo stuttu síðar varð
banamein hennar.
Ég veit að það verður tekið vel
á móti henni Krissu og langaði að
lokum að enda þessi minningarorð
með laginu Fallegur dagur, sem
ég veit að hún kunni að meta.
Hvíldu í friði, elsku Krissa, minn-
ing þín lifir áfram í dætrum þín-
um, Siggu, Ernu Sif, Arndísi og
öllum fallegu barnabörnunum þín-
um.
Veit ekki hvað vakti mig,
vil liggja um stund.
Togar í mig tær birtan,
lýsir mína lund.
Þessi fallegi dagur.
Íslenskt sumar og sólin
syngja þér sitt lag.
Þú gengur glöð út í hitann,
inn í draumbláan dag.
Mávahvítt ský dormar dofið,
inn í draum vindsins er það ofið,
hreyfist vart úr stað.
Konurnar blómstra brosandi sælar,
sumarkjólar háir hælar,
kvöldið vill komast að.
(Bubbi Morthens)
Páll Þórólfsson.
Í dag kveðjum við æskuvinkonu
okkar úr Miðbæjarskólanum við
Tjörnina.
Ungar stelpur stofnuðum við
saumaklúbb sem við skírðum
„Þráðlausa nálin“ og þá bættust
tvær vinkonur til viðbótar í hóp-
inn. En það var oftast eitthvað á
nálinni eins og Krissa sagði ekki
alls fyrir löngu. Þessir dagar voru
sæludagar og ungviðið lék sér
áhyggjulaust í miðbænum. Hver
og ein stofnaði fjölskyldu en alltaf
hélt vinskapurinn velli.
Kristrún háði harða baráttu við
veikindi sín en kom samt í saumó í
nóvember síðastliðnum og við átt-
um dásamlega stund saman.
Söknuðurinn er mikill en hún er
búin að fá hvíldina og minningarn-
ar varðveitast.
Með þessu ljóði kveðjum við
hana og sendum dætrum hennar
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um ykkur Guðs blessunar á þess-
um erfiðu tímum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Halldóra (Dóra), Sigríður
(Sigga), Áslaug, Agnethe
(Agga), Kristín (Stína Árna),
Kristín (Stína Bryn), Sól-
fríður (Sóla) og Nanna.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja Krissu sem lést 31. jan-
úar síðastliðinn eftir erfiða en
hetjulega baráttu við krabbamein.
Ég kynntist Krissu þegar ég var
lítil stelpa. Ég og Arndís dóttir
hennar kynntumst í leikskóla og
urðum fljótt bestu vinkonur.
Urðum við algjörlega óaðskiljan-
legar og höfum verið síðan. Ég
dvaldi því löngum stundum á
heimili Krissu, nánast alla mína
barnæsku og má segja að heimilið
hennar hafi verið mitt annað
heimili í uppvexti mínum. Þar fékk
ég alltaf góðar viðtökur og var
Krissa alltaf svo góð og almenni-
leg við mig. Fyrir það er ég henni
ævinlega þakklát.
Krissa var einstaklega hress
kona og var alltaf stutt í húmor-
inn. Hún hafði góða nærveru og
við hana var hægt að spjalla
löngum stundum um heima og
geima. Hún var sérstaklega ljúf
og með hjarta úr gulli. Betri konu
er erfitt að finna. Hún var góð við
alla og það var gaman að fylgjast
með því hversu góð hún var við öll
barnabörnin sín. Krissa var einnig
einstaklega góð í höndunum og
prjónaði ofboðslega fallegar flíkur
á barnabörnin. Ég dáðist svo að
fallegu fötunum sem hún prjónaði
á Camillu Rún. Þegar ég hrósaði
henni fyrir prjónaskapinn sagðist
hún ætla að prjóna galla fyrir
barnið mitt þegar ég myndi eign-
ast barn. Ég ætti að velja litinn og
hún myndi prjóna. Ég hlakkaði
mikið til að fá að vera svo heppin
að eignast fallegan galla sem
Krissa hefði prjónað á barnið mitt
og þykir ofboðslega vænt um að
hún hafi ætlað að gera það fyrir
mig. Það voru einnig ófá skiptin
sem hún saumaði og gerði við fötin
mín og gaf ég henni iðulega litla
gjöf í staðinn. Krissa var sérstak-
lega góð í eldhúsinu, bæði að elda
og baka. Ég var alltaf velkomin í
mat og átti ég marga uppáhalds-
rétti hjá henni og bakkelsi. Sér-
staklega verð ég að nefna brauð-
terturnar og bananarúllutertuna.
Ég var sérstaklega hrifin af ban-
anarúllutertunni og bakaði Krissa
þá köku nokkrum sinnum sérstak-
lega fyrir mig. Svona var Krissa,
hún var alltaf til í að gera eitthvað
fyrir aðra.
Mig langar til að rifja upp of-
boðslega fallega minningu sem ég
á um Krissu frá því ég var lítil
stelpa. Ég var sex ára gömul og
fékk að gista hjá Arndísi í Álakv-
íslinni.
Þetta var með fyrstu skiptun-
um sem ég gisti hjá henni en þær
voru margar næturnar sem ég
gisti á heimilinu eftir þessa nótt. Í
þetta skipti átti ég erfitt með svefn
og þegar Arndís var sofnuð fékk
ég heimþrá og grét. Krissa kom til
mín og sagðist ég vilja fara heim.
Krissa lagðist hjá mér, tók í hönd-
ina á mér, strauk mér um hárið og
sagði mér að loka augunum. Hún
sagði mér að hugsa um englana.
Alla fallegu englana sem búa uppi
í himnaríki. Ég lokaði augunum og
reyndi að ímynda mér englana í
himnaríki og við það sofnaði ég.
Þessi fallega minning hefur verið
mér sérstaklega minnisstæð síð-
ustu daga og mun ég alltaf hugsa
um alla fallegu englana í himnaríki
þegar ég minnist Krissu. Finnst
mér því við hæfi að ljúka þessum
minningarorðum með eftirfarandi
ljóði:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Krissa mín, megi Guð
varðveita þig og geyma. Minning-
in um þig lifir í hjarta þeirra sem
fengu að vera samferða þér á lífs-
leiðinni. Elsku Sigga, Erna Sif,
Arndís, Eina og Ása. Við Unnar
sendum ykkur og fjölskyldum
ykkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Helena Svava Jónsdóttir.
Kristrún Pálsdóttir var ein af
æskuvinkonum Nönnu Guðrúnar,
konunnar minnar, en þær höfðu
verið og voru alla tíð nánar vin-
konur, allt frá barnaskólaárunum.
Ég kynntist Kristrúnu eða
„Strúnu“ eins og við vinirnir
gjarnan kölluðum hana og vin-
kvennahópurinn þeirra Nönnu
minnar, á sumardögum 1967, eða
fyrir rúmlega hálfri öld. Á þeim
árum var mikið brallað og lífið var
með eindæmum áhugavert.
Fátt er dýrmætara en góð vin-
átta og þessi stóri vinahópur hefur
verið náinn og haldið saman í
gegnum þykkt og þunnt á langri
ævi. Á tímum hafa stundum svo
sem eðlilegt er liðið mánuðir á
milli þess að við höfum hist eða
komið saman, ýmist vegna anna
eða dvalar erlendis en vinskapur-
inn var bundinn sterkum böndum
og hefur skilið eftir sig góðar, ljúf-
ar og hlýjar minningar.
Kæra Kristrún – við Nanna
Guðrún kveðjum þig og þökkum
fyrir minninguna um þig og vin-
áttu okkar, í fullri vissu um að þú
hvílir nú í náðarríkum faðmi Guðs
þar sem við munum öll hittast,
þegar hans er viljinn.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Guð geymi þig, kæra vinkona.
Lárus Atlason.
Kristrún Pálsdóttir
✝ Ingvar PállSveinsson fædd-
ist 2. apríl 1944 á
Sléttu í Fljótum í
Skagafirði. Hann
lést 27. janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Kristín Þor-
bergsdóttir, f. 9.12.
1915, d. 26.10. 1999,
og Sveinn Pálsson,
f. 15.8. 1903, d. 28.7.
1992. Börn þeirra
voru: Ólafur, f. 7.7. 1935, d. 18.3.
1994, Ásta, f. 25.7. 1942, d. 26.12.
2011, Bragi, f. 14.6. 1945, d.
28.11. 2006, Karl, f. 3.6. 1947, d.
22.3. 2018, og Þorbergur, f. 11.7.
1950, d. 12.6. 1997.
Eftirlifandi eiginkona Páls er
Sigurlína Stella Árnadóttir, f.
23.1. 1944. Synir þeirra eru: 1)
Árni Sveinn, f. 3.3. 1972, maki
Stefanía Dögg Hauksdóttir, f.
2.5. 1974. Börn þeirra eru Stella
Karen, f. 11.9. 1995, unnusti
Andri Freyr Hlynsson, f. 25.1.
1996, og Haukur
Páll, f. 17.11. 2000.
2) Ómar Örn, f.
5.12. 1976.
Páll fór ungur á
hinn almenna
vinnumarkað, síld
á Siglufirði,
raflínulagnir og
byggingu Búrfells-
virkjunar. Árið
1972 gerðist hann
sendibílstjóri og
starfaði við það þangað til hann
tók að sér póstflutninga milli
Akureyrar og Reykjavíkur árið
1993 sem hann var við í fjögur
ár til ársins 1997. Síðustu starfs-
árin var hann hjá Olíuverslun Ís-
lands. Páll var virkur í félags-
málum hjá Sendibílastöðinni
sem og hjá Skagfirðingafélaginu
í Reykjavík.
Útför Páls fer fram í dag, 8.
febrúar 2019, frá Laugarnes-
kirkju og hefst athöfnin klukkan
11.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi er látinn. Þú varst yndisleg
persóna sem vildir allt fyrir alla
gera. Söknuðurinn er óbærilegur
en það er léttir að vita til þess að
þér líði betur á þeim stað sem þú
ert á núna. Það sem einkenndi
þig mest var hversu jákvæður og
glettinn þú varst en það hjálpaði
þér örugglega mikið í þínum
veikindum sem hrjáðu þig síð-
ustu árin. Þú hafðir gaman af því
að spila ólsen ólsen við barna-
börnin og áttir það til að láta spil
hverfa til að athuga hvort þau
væru ekki örugglega með hugann
við spilið, svo stríðinn varstu,
sem fékk okkur oft til að hlæja og
hafa gaman af. Börnin eiga ljúfar
og góðar minningar um yndis-
legan afa sem hafði gaman af að
vera í kringum þau. Minningarn-
ar lifa áfram í hjörtum okkar
allra. Þakklæti er okkur efst í
huga þegar við minnumst þín,
takk fyrir allt.
Árni Sveinn, Stefanía Dögg,
Stella Karen, Andri Freyr
og Haukur Páll.
Hann var alltaf að. Eftir lang-
an vinnudag var samt tími til að
dytta að. Þrífa bílinn, bílskúrinn,
gera við það sem aflaga hafði far-
ið innanhúss eða utan, leikföng
barna eða barnabarna og alltaf
virtist vera tími til að rétta öðrum
hjálparhönd. Á seinni árum ruddi
listamaðurinn sér til rúms í formi
tréskurðar og smíði. Umburðar-
lyndi og jákvæðni var honum í
blóð borin.
Alltaf sama jafnaðargeðið og
æðruleysið – sama hvað að hönd-
um bar. Það var því erfitt að
horfa upp á jafn félagslyndan
mann verða fanga í eigin líkama,
geta ekki lengur skapað sín lista-
verk með hnífnum og deilt deg-
inum með vinum og samferða-
fólki – eins og hann hefði viljað.
En Palli var ekki maður sem
kvartaði og eftir að hann hætti að
komast úr húsi naut hann þess að
taka í spil með smáfólkinu sem
heimsótti hann eða kenna því
mannganginn. Það var jú alltaf
opið hús hjá þeim Palla og Stellu,
kaffi á könnunni og tími til að
spjalla. En nú er hann frjáls úr
viðjum líkamans og getur dansað
á nýjum slóðum. Því dansa kunni
hann og skemmta sér og öðrum.
„Ég þarf að komast héðan, er bú-
inn að hanga hér alltof lengi“
voru hans síðustu orð þegar ég
kvaddi hann á Landspítalanum,
nokkrum klukkustundum áður
en hann kvaddi þennan heim.
Elsku Palli, góða ferð og hjart-
ans þakkir fyrir samfylgdina og
fyrir alla þolinmæðina og um-
burðarlyndið gagnvart mér og
mínum. Kannski næ ég því ein-
hvern tíma að komast með tærn-
ar þar sem þú hafðir hælana í
æðruleysinu.
Sigurbjörg Árnadóttir.
Í hóp okkar félaganna, sem
kroppa í tré í Norðurbrún 1, er
höggvið stórt skarð. Fallinn er
félagi og vinur, Páll Sveinsson.
Palli, eins og hann var ávallt kall-
aður, var potturinn og pannan í
starfinu þar til hann varð að
hætta vegna veikinda. Hann hef-
ur ekki getað verið með okkur
síðustu tvö ár, en sambandið við
hann hefur haldist gott, menn
hafa hringt og komið til hans.
Þegar við komum í Norður-
brúnina var hann alltaf mættur
fyrstur manna, tilbúinn að að-
stoða og hjálpa hverjum þeim
sem var hjálparþurfi, hvort sem
það var við útskurð og/eða vélar.
Hann átti mikið af vélum og verk-
færum og var ósínkur að lána
verkfærin sín. Palli sá um lager
af timbri og viðhald á vélum og
taldi ekki eftir þann tíma sem fór
í aðstoð við aðra. Gott var að leita
til Palla ef vantaði skrúfur, nagla
og aðra smáhluti.
Frásagnargleði Palla af upp-
eldinu norður í Fljótum var lif-
andi og höfðum við gaman af að
heyra sögur af mönnum og mál-
efnum. Fljótin voru Palla sér-
staklega hjartfólgin.
Palli hafði unnið víða og hafði
frá mörgu að segja, skemmtum
við okkur við að hlusta á hann.
Er hans sárt saknað af okkur í
Skurðstofunni á Norðurbrún og
sendum við Stellu, Árna, Ómari
og fjölskyldunni samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd félaganna á Skurð-
stofunni, Norðurbrún,
Willy og Kjartan.
Páll Sveinsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar