Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 28

Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019 ✝ Gerða Hall-dórsdóttir fæddist á Hólmum við Reyðarfjörð 5. október 1934. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ 31. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hall- dór Guðnason, f. 21.1. 1897, og Ragnheiður Haraldsdóttir, f. 13.2 1898. Alsystkini Gerðu voru Haraldur, f. 25.1. 1929, látinn, Gunnar, f. 18.5. 1930, látinn, Halldór, f. 2.6. 1932, látinn, og Rúnar, f. 28.5. 1937, búsettur á Reyðarfirði. Ragnheiður átti fyrir dæturnar Ólafíu, f. 10.5. 1919 og Sigurbjörgu, f. 7.12. 1922, Stefánsdætur sem báðar eru látnar. Hálfsystir samfeðra er Jóna Kolbrún, f. 15.6. 1951, Hreiðarsdóttir. 5) Ívar f. 22. október 1966, maki Halldóra Magnúsdóttir. Barnabörnin eru 17 og barnabarnabörnin 14. Eftir að þau Guðmundur Rún- ar giftust helgaði hún sig heim- ili og börnum um árabil. Seinna fór Gerða að vinna við hlið eiginmannsins í netagerð og síð- ar eða árið 1979 stofnuðu þau fyrirtækið Happasæll og ráku það í 30 ár. Gerða var mikil hannyrða- kona og liggja eftir hana mörg falleg verk sem prýða heimili þeirra hjóna. Ung að aldri fór Gerða að stunda og æfa ýmsar íþróttir, m.a. skíði, frjálsar íþróttir og kúluvarp. Árið 1953 setti hún Ís- landsmet í kúluvarpi sem stóð í sjö ár. Seinna var hún m.a. í fyrsta öldungalandsliði kvenna í golfi sem keppti á Evrópumeistara- móti eldri kvenna, sem fór fram í Svíþjóð árið 1997. Hún vann til margra verð- launa í öllum þessum greinum. Útför Gerðu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. febr- úar 2019, klukkan 13. búsett í Kópavogi. Árið 1936 flutti fjölskylda Gerðu til Eskifjarðar og bjuggu foreldrar hennar þar alla tíð. Árið 1955 fór Gerða á vertíð til Keflavíkur. Þar kynntist hún Guð- mundi Rúnari Hall- grímssyni, f. 21. júlí 1936 í Keflavík, for- eldrar hans voru Hallgrímur Sigurðsson og Guðrún María Bjarnadóttir. Hinn 17. júní 1955 trúlofuðu þau sig og hófu bú- skap í Keflavík. Hinn 6. júní 1959 gengu þau í hjónaband. Börn þeirra eru 1) Halldór, f. 28.5. 1956. 2) Hallgrímur, f. 14.7. 1957. 3) Sigurbjörg, f. 12.6. 1958, maki Þórður Örn Karls- son, d. 28.10. 1991. 4) Rúnar, f. 23 júlí 1961, maki Rakel Elsku mamma. Það er erfitt að koma orðum að því hversu sárt ég sakna þín, þess vegna langar mig að minnast þín með þessum fal- lega texta. Mamma, þú ert hetjan mín, þú fegrar og þú fræðir, þú gefur mér og græðir, er finn ég þessa ást, þá þurrkar þú tárin sem mega ekki sjást. Mamma, ég sakna þín. Mamma þú ert hetjan mín. Þú elskar og þú nærir, þú kyssir mig og klæðir, er brotinn ég er þú gerir allt gott. Með brosi þú sársauka bægir á brott. Mamma, ég sakna þín. Ég finn þig hjá mér hvar sem er. Alls staðar og hvergi, þú ert hér. Þú mér brosir í mót, ég finn þín blíðuhót. Alvitur á allan hátt þó lífið dragi úr þér mátt. Við guð og menn þú sofnar sátt. Þú vakir líka er ég sef á nóttu og degi þig ég hef. Þú berð ætíð höfuð hátt. Veist svo margt en segir fátt, kveður mig með koss’ á kinn og mér finnst ég finna faðminn þinn og englar strjúki vanga minn. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Það er huggun að vita að nú líð- ur þér betur mamma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Ívar. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Kahlil Gibran.) Í dag kveð ég yndislegu móður mína í hinsta sinn með miklum söknuði. Hún var ætíð mín stoð og stytta, mín fyrirmynd í lífinu. Lífsviðhorf mömmu var einstakt, hún sá alltaf það besta í öllu fólki, var glaðlynd, hjálpsöm og jákvæð. Óhætt er að segja að lífið var henni oft hverfult, en mamma var sterk og lífsglöð kona. Þrátt fyrir margar hindranir í lífinu missti hún aldrei sjónar á því sem skipti máli og það er fjölskyldan og fólk- ið sem stóð henni næst. Árið 1991 varð ég fyrir miklu áfalli þegar eiginmaður minn, Þórður Örn, lést af slysförum. Þá stóð mamma eins og klettur mér við hlið og hreinlega bar mig á höndum sér, þar til hún sá að ég var tilbúin að takast á við lífið aft- ur óstudd. Þegar ég var lítil telpa bakaði mamma mikið eins og tíðkaðist í þá daga. Hún bakaði í hverri viku snúða, vínarbrauð og kleinur og man ég vel hversu spennt ég var alltaf að fá fyrstu kleinurnar sem upp úr pottinum komu. Þegar barnabörnin fóru að bæt- ast í hópinn fagnaði hún því inni- lega og hlakkaði mikið til að fá að taka þátt í lífi þeirra. Enda hænd- ust barnabörnin að henni því hún var aldrei of upptekin til að leika, spila og spjalla við þau. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég með þessum orðum þakka elskulegu móður minni fyrir allt sem hún gaf og gerði fyrir mig og mína. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku mamma mín, megi algóð- ur guð geyma og blessa minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín einkadóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Bréf til móður minnar. Ég bið þig aldrei að gleyma því þegar yfir mig færist ólguský, þá kemur þú með fullan neista. Og ég finn að þér má ég alltaf treysta. Á milli mín og þín getur enginn reynt að rjúfa naflastrenginn, þegar ég í sorg og straumþungri á þá ertu mér mamma alltaf hjá. Þú er móðir mín ljúf og góð þú ert mér eina lífsins ljóð með útréttar hendur ég leita til þín og þú heldur þeim fast, elsku móðir mín. Þinn sonur að eilífu, Halldór (Dóri). Elsku tengdamamma. Nú ert þú farin héðan úr þessari jarðvist og þín er sárt saknað af fjölskyldu þinni og vinum. Þú varst hjartahlý manneskja og gafst svo mikið af þér, lítillát og hugsaðir fyrst og fremst um fólkið þitt. Ég man þegar Ívar minn kynnti mig fyrir þér í fyrsta sinn og þú svoleiðis umfaðmaðir mig og bauðst mig velkomna í fjölskyld- una. Ég fann strax að mér leið vel hjá þér. Svo liðu árin og fjölskyldan stækkaði og barnabörnunum fjölgaði. Við Ívar vorum svo hepp- in að börnin okkar áttu alltaf gott skjól hjá ömmu og afa þegar þurfti að fá pössun og ekki leiddist þeim það. Þú með þinni natni kenndir þeim en umfram allt hlustaðir á þau og varst til staðar fyrir þau. Þú vílaðir ekki fyrir þér að setj- ast á gólfið og fara í mömmuleik eða skólaleik sem var nú aldeilis vinsæll þar sem amma var kenn- arinn og þau nemendurnir og svo mætti lengi telja. Þú varst alltaf áhugasöm um allt það sem þau gerðu og tóku sér fyrir hendur, hvort sem það var skólinn, íþróttir eða hvaðeina sem kom þeirra lífi við. Margs er að minnast þegar horft er til baka en þó er eitt sem ég er svo þakklát fyrir en það er ferðin okkar til Parísar þegar þú varst sjötug og við konurnar í fjöl- skyldunni fórum saman. Þessi ferð var algerlega stórkostleg í alla staði og þú svo ánægð með allt. Minningarnar úr þessari ferð lifa lengi og færa alltaf fram bros. Þú hefur verið mér svo mikil fyrirmynd í svo mörgu, þú lést hindranir ekki stoppa þig, þú gerðir bara hlutina. Hvort sem það var að læra á bíl, fara á ensku- námskeið, leirlistarnámskeið, glerlistarnámskeið, fara með eldri borgurum frá Eskifirði til útlanda, fara á gönguskíði eða læra golf sem varð svo þín ástríða, þá léstu ekkert stoppa þig. Þú hrópaðir manna hæst þegar liðið þitt, Manchester United, var að spila og þekktir alla leikmenn liðsins með nafni eins og þeir væru synir þínir. Þú varst dugleg að stunda gönguferðir og reyndir eins og þú gast að fara allt fót- gangandi. Elsku tengdamamma, þú varst mér og mínum svo góð, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég mun ávallt muna þig, þú átt stað í hjarta mínu. Þér sendi ég kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Halldóra. Gerða amma. Mig langar til að skrifa smá til þín amma mín. Jæja, hvað er hægt að segja um Gerðu ömmu? Gerða amma var meistari, það er bara eitt orð yfir það. Alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur þá var hún meistari. Meistari í kúluvarpi, meistari í golfi, mömmumeistari, ömm- umeistari, langömmumeistari. Síðast enn ekki síst frábær manneskja! Ég átti ótrúlega margar góðar stundir með henni Gerðu ömmu úti á golfvelli. Við vorum alltaf í keppni og oftast vann hún til að byrja með. En eftir að ég náði meiri leikni í golfinu fór ég að ná að vinna hana. Þrátt fyrir marga sigra hjá mér á golfvellinum eru þetta mínar stærstu stundir, að hafa fengið að spila og keppa við hana Gerðu ömmu. Gerða amma fór með mér í margar keppnisferðir þegar ég var yngri. Ég man sérstaklega eftir einni sem við fór saman í Gerða amma, Rúnar afi og ég norður á Akureyri 1990. Við gist- um á tjaldsvæði í tjaldvagni og við hliðina á okkur var maður í tjaldi sem skemmti okkur þremur með miklum aftansöng, sennilega án þess að vita af því en sá söngur heyrðist út um allt svæðið. Gerða amma kallaði mig ekki Guðmund Rúnar eða Rúnar síð- ustu ár heldur kallaði hún mig alltaf júníor og svo spurði hún ávallt hvort ég væri ekki alveg örugglega bestur úti á golfvelli. Jú, amma mín, ég er það. Þá brosti hún alltaf og þannig ætla ég að minnast hennar, brosandi. Gerða amma, ég elska þig, ég sakna þín. Þitt barnabarn, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Elsku besta amma, þá er komið að kveðjustund. Þú smitaðir út frá þér gleði og hamingju, þú sýndir þeim sem voru í kringum þig svo mikla at- hygli og hlustaðir af ákefð, á sama tíma hvattirðu alla til að fylgja draumum sínum og sýndir öllum mikla þolinmæði og skilning. Við tökum það veganesti með út í lífið enda verður þú alltaf ein af okkar helstu fyrirmyndum í lífinu, elsku amma. Við vorum svo heppin að vera öll mikið hjá ykkur afa í gegnum tíðina og þið dekruðuð við okkur í hvert skipti sem við komum. Þú varst ekki lengi að skella í Royal- búðing, vöfflur eða pönnukökur ef okkur langaði í síðdegiskaffi. Þú sýndir öllu sem við gerðum svo mikinn áhuga og vildir helst sjá myndir frá því ef við fórum eitt- hvað, þannig að það var orðið partur af ferðinni að koma til þín elsku amma og vera með sögu- stund og myndir fyrir þig. Þú varst dugleg að minna okk- ur á þau markmið sem við settum okkur, Diljá Rún fékk að heyra það reglulega að hún skyldi reyna við næstu ólympíuleika, þú ljóm- aðir öll þegar Einar Þór fór í fyrsta flugtímann sinn, og hvað mig varðar þá hvattirðu mig óspart að fara í jóganámið til Ind- lands og varst svo spennt að heyra af því og skoða myndir. Amma þú varst alltaf svo stolt af okkur. Þú elskaðir að gera allt Gerða Halldórsdóttir ✝ Haraldur ÞórÞórarinsson (Halli í Turninum) fæddist í Vest- mannaeyjum 29. mars 1953. Hann andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík 18. jan- úar 2019. Foreldrar hans voru Guðríður Har- aldsdóttir (Dæja), f. 2. október 1917, d. 21. desember 1961, og Þórarinn Þorsteinsson, f. 29. júlí 1923, d. 26. febrúar 1984. Alsystkini Halla eru Steina Kristín, f. 1945, Ágústa, f. 1947, og Guðbjörn f. 1959, en hann lést ist Unni á Ólafsfirði og fluttu þau fljótlega til Vestmannaeyja og bjuggu þau þar alla tíð. Halli rak Turninn með föður sínum 1974- 1984 og tók þá við rekstri hans til ársins 1991. Síðar vann hann sem verkstjóri í Eyjabergi og Vinnslu- stöðinni. Íþróttir áttu hug hans allan, en sökum beinasjúkdóms átti hann aldrei kost á því að iðka uppá- haldsíþróttir sínar; handbolta og fótbolta. Hann var mikill Þórari og vann með handknattleiksráði félagsins í nokkur ár og var einn- ig í knattspyrnuráði ÍBV. Útförin fór fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 2. febr- úar 2019. í bílslysi árið 1977. Hálfbróðir Halla, samfeðra, er Mikael Sigurðsson, f. 1943. Halli var kvæntur Unni Baldursdóttur, f. 20. apríl 1952, og eiga þau tvær dæt- ur, Guðríði (Dæju), f. 1975, og Júlíönu Silfá, f. 1980. Halli ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum, en missti móð- ur sína þegar hann var átta ára setti mark sitt á allt hans líf. Eftir gagnfræðapróf fór hann á sjó og vann síðan ýmis störf á landi, vítt og breitt um landið. Hann kynnt- Þá hefur hann Halli vinur minn svarað síðasta kallinu. Með örfá- um orðum langar mig til að þakka honum einlæga og trausta vin- áttu. Hann átti að baki litríkt lífs- hlaup og með samskiptum sínum, persónuleika, framkomu, frá- sagnargleði, húmor og orðheppni snerti hann marga á lífsleiðinni. Á Litlabæjarárunum var heimili Halla og Unnar ávallt opið og þar var ævinlega til kaffi á könnunni fyrir gestkomandi. Í minningunni var alltaf gaman, mikið spjallað og brallað og höfðinginn Halli naut sín og bauð jafnvel upp á rómaða sjávarréttasúpu eða lunda. Vinahópurinn var stór og helst er að minnast skyrtuskógs- afmælisins en þá kom í ljós að fjölmargir voru tilbúnir í skemmtilega og góðlátlega hrekki til að heiðra afmælisbarnið Harald. Eftir að heilsuna þraut horfði Halli á heiminn úr sófanum á Brekkugötunni og trúlega hefur það stundum verið einmanalegt. Ekki hafði sjónvarpsgláp eða net- ráp slæm áhrif á hann. Halli var alla tíð forvitinn og ótrúlega fróð- ur um ólíklegustu hluti, tónlist, sögu, íþróttir og fólk. Hann var stálminnugur og betur að sér um margt en hámenntaður maður- inn. Þá kom sér vel að eiga góðar minningar að ylja sér við og rifja upp góða tíma. Alltaf var hann ótrúlega seigur og reis upp eftir hvert áfallið af öðru. Reykjalundardvölin og fé- lagsskapurinn þar reyndist hon- um dýrmætur. Það var gaman að fylgjast með einkaþræðinum sem þau Júlíana ræktuðu með sér en þau eyddu drjúgum tíma saman þegar hún var að jafna sig af sín- um brotum. Sárast þótti honum að hafa arfleitt dætur sínar að brotageninu. Beinbrotasaga fjöl- skyldunnar hefur haft víðtæk áhrif á lífshlaup þeirra allra. Mesta gæfa Halla í lífinu var hversu vel hann var giftur. Hann vissi það best allra og alltaf stóð Unnur eins og klettur með honum í gegnum gleði og sorgir. Það hefur alla tíð verið gaman að heimsækja Halla og fjölskyldu hans. Það er margs að minnast, ferðalaga á sumrin með krakk- ana, rúntar um Eyjuna, ótal spítalaheimsóknir og endalaust sófaspjall. Stundum komu tímar sem Halli var lúinn enda oft verkjaður og illa sofinn. Halli var einstaklega barngóð- ur og nutu börnin mín og barna- börn þess. Hann tók þeim opnum örmum og gantaðist við þau eins og honum einum var lagið. Elsku Unnur, Júlíana og Dæja, missir ykkar er mikill en minn- ingar um kæran eiginmann og föður munu fylgja ykkur. Erna Björk. Fyrir helgina kvaddi ég vin minn til rúmlega 40 ára, Harald Þór Þórarinsson, eða Halla í Turninum eins og hann var nú oftast kallaður. Útför hans fór fram í kyrrþey síðastliðinn laugardag. Ég kom til Vestmannaeyja haustið 1978 til að spila handbolta með Þór. Þar sem Halli var for- maður handknattleiksdeildar fé- lagsins var hann með fyrstu mönnum sem ég hitti í Eyjum. Ég fór fljótlega í kaffi til hans og Unnar, hans frábæru eigin- konu, og var eiginlega mjög mikið í kaffi hjá þeim upp frá því. Þau bjuggu í Miðstrætinu í alfaraleið og það voru margir sem komu við hjá þeim hjónum, aðallega til bulla einhverja tóma þvælu og stríða hvert öðru. Kannski datt stundum eitthvað af viti líka upp úr fólki. Halli var mikill húmoristi og hafði mjög gaman af því að fíflast í fólki og það var mikið hlegið á heimilinu. Hann var sögumaður og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Þar kynntist ég líka dótturinni henni Dæju sem er mikill snillingur og síðar Júlíönu sem er ekki síðri snillingur. Dæturnar hafa alveg erft stríðn- ina frá pabba sínum og ég veit að þær eiga eftir að sakna hans mik- ið báðar tvær. Vinskapinn við þau hjón hef ég haldið í alla tíð síðan og eftir að ég flutti frá Eyjum 1995 hefur hús þeirra alltaf staðið mér opið og gestrisni þeirra verið ótrúleg. Við Halli vorum miklir Liver- pool-aðdáendur og spjölluðum oft um okkar menn. Hann var mun jákvæðari þegar illa gekk en ég. En við vor- um ánægðir með okkar menn í ár og núna þegar hann kvaddi þá eru þeir fyrsta sæti. Það var eftirminnileg stund þegar við sem vorum stödd á spít- alanum við dánardægur hans lögðum síma á rúmið og „You’ll Never Walk Alone“ var spilað. Við erum nokkuð viss um að Halli var sáttur við okkur þá. Halli var aðeins 65 ára gamall þegar hann lést og ég mun sakna þess að hitta hann ekki oftar. Hann var góður vinur sem alltaf var hægt að treysta á og ef hann gat þá gerði hann allt sem í hans valdi stóð til að aðstoða fólk. Ég bið fyrir Unni og dætrun- um og óska þess að þær fái styrk til að takast á við sorgina og vinna úr henni. Guð blessi vin minn Halla í Turninum. Ragnar Geir Hilmarsson. Það er margs að minnast þegar við systkinin á Fálkanum hugsum til Halla. Unnur, Halli, Dæja og Júlíana hafa átt stóran sess í okk- ar lífi og var það tilhlökkunarefni að fá þau í heimsókn eða fara til þeirra. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur og gleymum við seint ferðunum í Turninn, þar sem við fengum pylsu, ís og allt það nammi sem við vildum. Halli fór iðulega með okkur í bíltúr, sýndi okkur Eyjuna sína, heitt hraunið og kenndi hann okkur að veiða pysjur og sleppa þeim. Við og okkar fjölskylda og í raun allir okkar vinir vorum alltaf velkomin Haraldur Þór Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.