Morgunblaðið - 08.02.2019, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Ef mínir menn í Liverpool vinna Bournemouth á morgun væriþað frábær afmælisgjöf. Ég hlakka til að heimsækja Bítla-borgina með börnunum mínum, en í stað þess að halda upp á
afmælið bauð ég þeim í helgarferð til Bretlands og hlakka til,“ segir
Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Axis í Kópavogi, sem er fimm-
tugur í dag.
Axis er ein stærsta trésmiðja landsins og þar vinna um 30 manns við
innréttinga- og húsgagnasmíði. „Við Gunnar bróðir minn keyptum
fjölskyldufyrirtækið af föður okkar árið 2006 og höfum rekið síðan.
Vissulega var áskorun að komast í gegnum hrunið, en frá 2007-2009
féll veltan um 62%. Þrátt fyrir mikinn samdrátt tókst okkur þó að
halda sjó og í dag er verkefnastaðan ljómandi góð,“ segir Eyjólfur
sem er lögfræðingur að mennt. Sem slíkur starfaði hann í nokkur ár,
fyrst hjá sýslumanninum á Ísafirði og síðar lögreglunni í Reykjavík.
„Lögfræðin var millikafli, smíðin hefur alltaf verið mitt hálfa líf.
Auðvitað fer mestur tími minn í að stýra og reka fyrirtækið en ég hef
mikinn áhuga á iðnaði almennt. Ég skellti mér því í Tækniskólann til
að læra húsgagnasmíði og er meistaranemi föður míns, Eyjólfs Axels-
sonar,“ segir Eyjólfur sem utan vinnunnar hefur áhuga á golfi og þeg-
ar stundir gefist sé frábært að skreppa á völlinn og sveifla kylfunni.
„Á sumrin reyni ég líka að komast á hjólið. Leiðangur síðasta sumar
frá Kirkjubæjarklaustri austur á Höfn var mikið ævintýri,“ segir Eyj-
ólfur sem er faðir þriggja barna; 26, 17 og 15 ára. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smiður Hef mikinn áhuga á iðnaði almennt, segir Eyjólfur Eyjólfsson.
Lögfræðingurinn
sem fór í trésmíðina
Eyjólfur Eyjólfsson er 50 ára í dag
E
yþór Haraldur Einars-
son fæddist 8. febrúar
1929 í Neskaupstað.
Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum
á Akureyri 1949 og lauk mag. sci-
ent-prófi í náttúrufræði frá háskól-
anum í Kaupmannahöfn 1958.
Á starfsferli sínum vann Eyþór
við rannsóknir á háplöntum, plöntu-
landafræði og gróðurfari Íslands,
einkum til fjalla, allt frá 1955 og
landnámi plantna og framvindu
gróðurs í jökulskerjum í Vatnajökli
frá 1961. Auk þess fékkst hann við
rannsóknir á sviði náttúruverndar,
einkum hvað snertir hugsanlegar
breytingar á flóru og gróðurfari af
völdum verklegra framkvæmda.
Eyþór var deildarstjóri grasa-
fræðideildar Náttúrufræðistofnunar
Íslands frá 1. janúar 1959 og for-
stöðumaður stofnunarinnar samtals
í 14 ár. Hann var stundakennari við
MR 1958-1968 og skipulagði
kennslu í grasafræði við Háskóla
Íslands þegar líffræðikennsla þar
var undirbúin, og stundakennari
1968-1989.
Hann var í Náttúruverndarráði
frá 1. jan. 1959, varaformaður 1972-
1978 og formaður 1978-1990. Eyþór
var varaformaður stjórnar raunvís-
Eyþór Einarsson grasafræðingur – 90 ára
Á vettvangi Eyþór í fjallaferð en hann hefur m.a. setið í stjórn Ferðafélags Íslands og Landverndar.
Náttúruverndar- og
náttúruvísindamaður
Fyrirlesarinn Eyþór hefur flutt fyrirlestra um gróður Íslands og nátt-
úruvernd víða um heim, hér staddur á Náttúrufræðistofnun í Urriðaholti.
Gísli Magnússon, múrari og skíða-
maður, er áttræður í dag. Hann fagnar
tímamótunum með fjölskyldu sinni og
verður að heiman. Hér er hann ásamt
einni fremstu skíðakonu heims,
Annemarie Pröll, á góðri stundu í
Austurríki.
Árnað heilla
80 ára
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.