Morgunblaðið - 08.02.2019, Side 35
indadeildar Vísindasjóðs 1974-1978
og formaður 1978-1986. Eyþór var
fulltrúi Íslands í náttúruverndar-
nefnd Evrópuráðsins frá stofnun
árið 1963 til ársins 1993 og formað-
ur 1985-86.
Eyþór átti sæti í ýmsum nefnd-
um um fræðslu og rannsóknir á
sviði náttúruvísinda og náttúru-
verndar, bæði heima og erlendis,
meðal annars á vegum Evrópuráðs
og Norðurlandaráðs og Alþjóða-
náttúruverndarsamtakanna (IUCN)
og var formaður sumra þeirra.
Hann var formaður Félags ís-
lenskra náttúrufræðinga 1960-1962,
ritari Hins íslenska náttúrufræði-
félags 1960-1964 og formaður þess
1964-1966 og 1976-1980. Eyþór var
í stjórn Ferðafélags Íslands 1968-
1979 og varaforseti þess 1977-1979.
Hann var í stjórn Landverndar frá
stofnun árið 1969 til ársins 1973 og
í stjórn Surtseyjarfélagsins frá
stofnun árið 1965. Eyþór var valinn
félagi í Vísindafélagi Íslands 1987.
Eyþór tók þátt í mörgum rann-
sóknarleiðöngrum á starfsævinni,
sótti fjölda alþjóðlegra funda er-
lendis um grasafræði og náttúru-
verndarmál og flutti fyrirlestra um
gróður Íslands og náttúruvernd
víða um heim. Hann var kjörinn fé-
lagi New York Academy of
Sciences 1982, félagi Vísindafélags
Íslendinga 1987, kjörinn „Foreign
Member“ Eistneska náttúruvernd-
arfélagsins 1991, og kjörinn heið-
ursfélagi Hins íslenska náttúru-
fræðifélags 1993.
Eyþór hefur tekið fjölda ljós-
mynda af plöntum og gróðurfari og
hafa sumar þeirra birst í bókum, á
veggspjöldum og póstkortum. Ey-
þór hefur ritað fjölda greina um
náttúrufræðileg efni, þar sem
áherslan hefur verið á grasafræði
og náttúruvernd. Eyþór söng einn-
ig lengi með Söngsveitinni Fílharm-
óníu og var formaður hennar 1968-
1969.
Fjölskylda
Eyþór giftist 18.11. 1951 Svandísi
Ólafsdóttur, f. 27. febrúar 1929, d.
19.7. 2013, kennara. Foreldrar
Svandísar voru hjónin Páll Sigurðs-
son, f. 1894, d. 1971, prentari í
Reykjavík, og Margrét Þorkels-
dóttir, f. 1898, d. 1984, húsfreyja.
Kjörforeldrar hennar voru hjónin
Ólafur Ásgeirsson, 1891, d. 1967,
klæðskeri í Rvík, og Sigrid Ásgeirs-
son, f. 1903, d. 1999, húsvörður.
Börn Eyþórs og Svandísar eru 1)
Margrét, f. 9.2. 1954, hjúkrunar-
fræðingur MS og sálfræðinemi; 2)
Ingibjörg, f. 20.12. 1957, íslensku-
fræðingur og stundakennari við HÍ,
eiginmaður hennar er Guðmundur
Andri Thorsson, f. 31.12. 1957, rit-
höfundur og alþingismaður. Dætur
þeirra eru Svandís Roshni Guð-
mundsdóttir, f. 28.2. 1995, tóm-
stunda- og félagsmálafræðingur, og
Sólrún Liza Guðmundsdóttir, f. 2.4.l
2000, framhaldsskólanemi; 3) Sig-
ríður, f. 9.3. 1963, tónlistarmaður í
Danmörku, börn hennar og Jens
La Cour eru Jakob Einar La Cour,
f. 28.2. 1993, tónlistarmaður og
Kristín la Cour, f. 6.4. 2000, fjöl-
listamaður. Sambýlismaður Sigríð-
ar er Styrmir Guðlaugsson, f. 22.12.
1963, skrifari; 4) Þórey, f. 6.3. 1965,
hómópati, börn hennar og Arnar
Guðnasonar eru Eyþór Arnarson, f.
29.11. 1995, aðstoðarverslunarstjóri
í timbursölu Byko, og Svanlaug
Arnardóttir, f. 30.11. 2000, fram-
haldsskólanemi. Sambýlismaður
Þóreyjar er Lýður Pálsson, f. 30.6.
1966, safnstjóri Byggðasafns
Árnesinga.
Bróðir Eyþórs var Einar Gylfi, f.
24.1. 1932, d. 20.1. 2011, húsgagna-
smíðameistari í Reykjavík og annar
eigenda Húsgagnaverslunar
Ingvars og Gylfa.
Foreldrar Eyþórs voru hjónin
Gíslína Ingibjörg Haraldsdóttir, f.
10.7. 1904, d. 5.2. 1988, verkakona,
síðast bús. í Reykjavík og Einar
Einarsson, f. 6.2. 1902, d. 26.4.
1933, sjómaður í Neskaupstað,
drukknaði.
Úr frændgarði Eyþórs Einarssonar
Eyþór Einarsson
Gíslína Ingibjörg Haraldsdóttir
verkakona í Neskaupstað
Gylfi
Einarsson
úsgagna-
smíða-
meistari í
Rvík
h
Einar
Gylfason
kaupmaður
í Rvík
Gylfi
Einarsson
frkvstj. og
fv. fótbolta-
kappi
Guðrún Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Grænanesi og
Neskaupstað
Jón Davíðsson
skáld í Grænanesi í Norðfirði, síðar bóksali í Neskaupstað
Þórey Jónsdóttir
húsfreyja í Neskaupstað
rni Davíðsson
bóndi í
Grænanesi
ÁKristín Árnadóttir
úsfreyja í Hátúni
í Neskaupstað
hBjarni Vilhjálmssonþjóðskjalavörður
Vilhjálmur Bjarnason
fv. alþingismaður
Haraldur Brynjólfsson
fiskmatsmaður í
Neskaupstað
Björg Jónsdóttir
húsfreyja í Skálateigi
Brynjólfur Einarsson
bóndi í Skálateigi í Norðfirði
Einar Brynjólfsson
útvegsbóndi á Nesi
Oddný
Einarsdóttir
húsfreyja
í Árnesi í
Trékyllisvík
Valgeir Benediktsson
bóndi í Árnesi og
safnvörður í Kört
Rafn
Einarsson
kipstjóri í
Neskaup-
stað
s
Elísa
Kristbjörg
afnsdóttir
talsíma-
vörður í
Rvík
R
Helgi
Gíslason
frkvstj.
Skóg-
ræktar-
félags
Rvíkur
Oddný Jónasdóttir
húsfreyja á Nesi í Norðfirði
Finnur Guðmundsson
bóndi í Tunguhóli í
Fáskrúðsfirði
Ólöf Finnsdóttir
húsfreyja á Strýtu
í Hamarsfirði
Ríkarður Jónsson myndhöggvari
Finnur Jónsson listmálari
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Árnagerði
Jónas Jónsson
bóndi í Árnagerði
í Fáskrúðsfirði
Einar Einarsson
sjómaður í Neskaupstað
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
101 árs
Jensína Guðmundsdóttir
90 ára
Eyþór Einarsson
Finnbogi Guðmundsson
Jón Fr Sigvaldason
80 ára
Gísli Magnússon
Guðlaug Björnsdóttir
Hafsteinn Bragi Pálsson
Sigríður Alfh Guðmundsd.
75 ára
Guðlaug H. Ólafsdóttir
Þóra Þórisdóttir
70 ára
Dóra Gunnrún Guðmundsd.
Elísabet María Haraldsd.
Guðmundur Vikar Einarss.
Guðrún Sigurðardóttir
Jórunn Bjarnadóttir
Kirsten E. Frederiksen
Kristín Pálsdóttir
Kristrún Jónsdóttir
Ragnheiður Magnúsdóttir
Rúnar H. Guðmundsson.
Sigríður Jónsdóttir
Sigurveig Árnadóttir
60 ára
Agnieszka I. Kochaniewicz
Anh Dao Katrín Tran
Daði Kristjánsson
Fanney Þorkelsdóttir
Jóhanna Kristín Maríusd.
Jónas Hilmarsson
Ólafur Jensson
Ólafur Unnarson
Sigurbjörn L. Guðmundss.
Valgarður Þórir Guðjónsson
Zofia Wasowicz
Zóphonías Már Jónsson
Þórey Sumarliðadóttir
50 ára
Astrid Boysen
Bogdan Wesolowski
Elda Thorisson-Faurelien
Eyjólfur Eyjólfsson
Helga Guðlaug Vignisdóttir
Kristbjörg Magnúsdóttir
Lye Hua Chin
Piotr Luptak
Sigríður Arna Ólafsdóttir
Sigurpáll Örn Birgisson
40 ára
Ahmed Labyad
Andri Bergþór Þorsteinss.
Atli Rafn Björnsson
Bára Mjöll Þórðardóttir
Björn Þorkelsson
Charltan Radam Calzada
Egil Ferkingstad
Elva Bj. Bjarndal Þráinsd.
Ingvi Steinn Jóhannsson
Ludwika Anna Wojtania
María Bóel Gylfadóttir
Stefán Árnason
Virginie Tissier
Þorgeir Ellertsson
Þórhildur Jónsdóttir
30 ára
Adrian Robert Worobik
Arnar Agnarsson
Arnar Freyr Þórisson
Bjarni Þór Guðmundsson
Branislav Stibraný
Esther Marloes Kapinga
Heiða Kristín Másdóttir
Kinga Jadwiga Kozlowska
Lara Menéndez García
Óttar Steinn Magnússon
Patrik Todorov
Piotr Plichta
Rakel Sif Haraldsdóttir
Rannveig Elba Magnúsd.
Sara Dögg Johansen
Sindri Jóhannsson
Veronica Vivian Zupanic
Til hamingju með daginn
Valgerður Sólnes hefur varið doktors-
ritgerð sína í lögfræði við Háskóla Ís-
lands og lagadeild Kaupmannahafnar-
háskóla. Ritgerðin heitir Eignarhald á
landi: Dómar Hæstaréttar í þjóðlendu-
málum (e. Clarifying land title: Land
reform to eliminate terra nullius in
Iceland).
Leiðbeinendur voru dr. Davíð Þór
Björgvinsson rannsóknaprófessor við
lagadeild Háskóla Íslands og dr. Peter
Pagh prófessor við lagadeild Kaup-
mannahafnarháskóla.
Alþingi samþykkti lög nr. 58/1998
um þjóðlendur og ákvörðun marka
eignarlanda, þjóðlendna og afrétta til
að skýra og skilgreina eignarhald á
landinu öllu, í því skyni að útkljá
ágreining um eignarhald einkum á há-
lendum landsvæðum utan byggðar.
Miðuðu lögin að því að unnt væri að
bera kennsl á eigendalaust land og
koma því í ríkiseigu. Ráðgert var að
þeir, sem tilkall gerðu til eignarréttar
yfir landi, gætu haldið til streitu eign-
arréttartilkalli sínu fyrir stjórnvöldum
og dómstólum á grundvelli sérstakrar
málsmeðferðar sem mælt var fyrir um
í lögunum.
Rannsóknin
leiðir í ljós hvernig
færðar eru sönnur
á eignarrétt á
landi í íslenskum
rétti á grundvelli
laga nr. 58/1998,
eins og fyrir-
mælum þeirra hef-
ur verið beitt í
dómaframkvæmd Hæstaréttar Ís-
lands, og í því skyni er dogmatískri að-
ferð beitt til að komast að niðurstöðu
um gildandi rétt. Í rannsókninni er ís-
lenska kerfið, sem byggist samkvæmt
áðurgreindu á fyrirmælum laga nr.
58/1998 og dómaframkvæmd Hæsta-
réttar, meðal annars borið saman við
um margt hliðstætt kerfi í Noregi sem
varðar úrlausn eignarhalds á nánar til-
greindu landsvæði þar. Loks gefur
rannsóknin til kynna hvernig íslenska
kerfið hefur að geyma aðferð til að
skýra og skilgreina eignarhald á landi,
þar sem stuðst er við málsmeðferðar-
reglur sem tryggja lágmarkskröfur um
réttindavernd, ekki aðeins samkvæmt
íslenskum rétti heldur og í sam-
evrópsku tilliti.
Valgerður Sólnes
Valgerður Sólnes lauk BA í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 2007, mag.jur.
frá sömu deild 2009 og LL.M.-gráðu frá Fordham Law School 2010. Valgerður
starfaði sem aðstoðarmaður hæstaréttardómara um fimm ára skeið og hefur
sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá 2012, þar af sem aðjunkt frá 2015
og lektor frá 2019.
Foreldrar hennar eru Halla Elín Baldursdóttir grunnskólakennari og Jón Kr.
Sólnes hæstaréttarlögmaður sem lést 2011.
Doktor
SÉRBLAÐ
Tíska&
förðun
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 15. febrúar
Fjallað er um tískuna í förðun,
snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum auk
umhirðu húðarinnar, dekur o.fl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 11. febrúar
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
30 ára Guðrún er Keflvík-
ingur en býr í Grindavík.
Hún er flugvirki og vinnur
hjá Icelandair.
Maki: Björn Olsen Daní-
elsson, f. 1986, flugvirki
hjá Icelandair.
Börn: Bjarki Aran, f. 2015,
og Arnar Þór, f. 2017.
Foreldrar: Kolbeinn Jó-
hannesson, f. 1952, vann
hjá Icelandair, og Erna
Sigurðardóttir, f. 1963,
vinnur í íþróttahúsinu í
Keflavík.
Guðrún Hrefna
Kolbeinsdóttir
30 ára Hulda er Reykvík-
ingur, með BS-próf í sál-
fræði og er í framhalds-
námi í hagnýtri menning-
armiðlun og kynfræði.
Maki: Hildur Þóra Sigurð-
ardóttir, f. 1986, forstöðu-
kona í frístundamiðstöð-
inni Kringlumýri.
Foreldrar: Gunnar Mýr-
dal, f. 1964, hjartaskurð-
læknir, og Hildigunnur
Guðmundsdóttir, f. 1967,
kennari, stjúpfaðir: Ágúst
K. Björnsson, f. 1956.
Hulda Mýrdal
Gunnarsdóttir
40 ára Edda er Reyk-
víkingur, söngkona og
markaðsfræðingur og
starfar sjálfstætt.
Maki: Gunnar Ingi Jó-
hannsson, f. 1979, hæsta-
réttarlögmaður.
Börn: Líf, f. 2010, Saga, f.
2012, Vaka, f. 2013, og
Hrói, f. 2107, stjúpsonur
er Karel, f. 1998
Foreldrar: Hörður Al-
bertsson, f. 1953, d. 2018,
og Helga Austmann, f.
1952, bús. í Rvík.
Edda Hrund
Austmann