Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einstaklingur eins og þú þarf einnig
að vera opinn fyrir nýjungum. Tveir kollar eru
betri en einn þegar unnið er að áhugaverðu
verkefni og enn betri ef það er leiðinlegt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert hugsjónamaður sem tekur mál-
stað þeirra sem minna mega sín. Svartsýni
hvíslar í eyra þér – eða kannski er það bara
innsæið að vara þig við.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú býrð yfir miklum fróðleik sem þú
getur miðlað til annarra ef þú ert tilbúinn til
að gefa af sjálfum þér. Forðastu alla fljótfærni
þegar þú gerir upp hug þinn til annarra.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur verið erfitt að ákveða hvort
maður eigi að láta eigin hagsmuni eða hags-
muni annarra hafa forgang. Athugaðu samt
mjög vel þinn gang, ekki er allt sem sýnist.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er margt sem leitar á hugann ein-
mitt nú þegar þú þarft að vera í næði og ein-
beita þér að ákveðnu verki. Það er ekki létt
að bera sig eftir því sem maður þráir ef mað-
ur veit ekki hvað maður vill.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samræður við fjölskyldumeðlimi, ekki
síst foreldra, valda auðveldlega misskilningi
og vinir þínir gætu valdið þér vonbrigðum í
dag. Haltu þínu striki, þetta hefst allt saman.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki þreyta vinnufélagana með enda-
lausum sögum af einkahögum þínum. Sjáðu
allt það besta í sjálfum þér og öðrum og léttu
þannig andrúmsloftið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert sérstaklega sannfærandi í
samræðum þínum við samstarfsfélaga og
ættingja. Þú kemur fyrstur auga á vandamál
og sér fólk þig sem þann sem getur leyst
það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur vanrækt heimilisstörfin
og þarft að taka þér tak og taka til hendinni.
Láttu þetta samt ekki leiða þig út í hluti sem
þér eru á móti skapi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Haltu upp á velgengni þína og við-
haltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörk-
unum þínum. Af þeim sökum skaltu gæta
þess að gefa þér tíma til notalegrar einveru.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekkert að því að verðlauna
sig þegar maður hefur staðið sig vel og veit
af því. Tækifærin bíða handan hornsins en
vandaðu val þitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver á eftir að koma þér skemmti-
lega á óvart. Vertu opinn fyrir nýjum óhefð-
bundnum aðferðum til að draga úr streitu.
Launað fyrir hrafninn,“ segirÓlafur Stefánsson á Leir:
Nú líður á vetur og lengjast sé dag
langt út í himinsins bláma.
Þá vert er og kjörið að kveða einn brag,
um krumma með gargið sitt ráma.
Hann sveimar hér yfir, svartur sem hel,
svangur að líkindum, greyið, –
og sækir við gerðið, ég sé þetta vel,
í sinukrafs, moðið og heyið.
Krummi hann fylgir enn kynstofni’ og
þjóð,
frá komunni hingað, hans Flóka, –
Og þjóðin og krummi þau krunka sín
ljóð,
í kuldanum, – það máttu bóka.
Ævitíminn verður Pétri Stef-
ánssyni að yrkisefni:
Eins og ljúfur lækjarstraumur
sem leið til sjávar finna kann,
er ævitíminn eins og draumur,
uns að dauðinn stöðvar hann.
Hjálmar Freysteinsson skrifar á
fésbókarsíðu sína:
Á Klausturbar er kenndirí
kemur margur þaðan glaður.
Liggur refsing þar við því
að þykjast vera ferðamaður.
Og síðan stendur þar „Frá per-
sónuvernd“:
Á myndböndunum margt ég finn,
misjafn ferill rakinn.
Í dulargervi einn fer inn,
annar á heimleið nakinn.
Það er gamla sagan, – Ingólfur
Ómar Ármannsson yrkir á Boðn-
armiði:
Flest er núna fram á við
fjarri nautnalindum.
Verst er þó að finna ei frið
fyrir gömlum syndum.
Sigrún Haraldsdóttir svarar að
bragði: „Hvaða hvaða … þetta er
ekki rétta viðhorfið:“
Veitir bæði fró og frið,
fögnuð gjarnan kyndir,
gott finnst mér að gæla við
gamlar, ljótar syndir.
Og Ágúst H. Bjarnason:
Séu mínar syndirnar
saman-bornar þínum,
lýsi’ eg þínar léttvægar,
en líkast blý í mínum.
Að síðustu Jón Gissurarson:
Flestum yndi blíðar binda
bernsku myndirnar.
Undir lindum unaðs kynda
æskusyndirnar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hrafninn, ævitíminn
og syndirnar
Í klípu
„tja, einhver lokaÐi ekki dyrunum –
og nú er kötturinn horfinn.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„þær eru dýrar en þær ná allt aÐ 140
orÐum á mínútu.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þú ert ekki hér
og heimurinn virðist
tómur.
ÁI!
ÉG HELLTI KAFFI Í
KJÖLTUNA Á MÉR!
SYKUR?
ATLI HÚNAKONUNGUR ER Á LEIÐ HEIM TIL MÖMMU
MINNAR!
GERÐU
EITTHVAÐ!
ALDREI HÉLT ÉG NÚ AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ BJARGA
ATLA HÚNAKONUNGI!!
Þurfum við allt og hvenær eigumvið nóg? Slíkum spurningum er
ekki auðvelt að svara. Víkverji hefur
í gegnum tíðina lagt metnað sinn í að
svara áleitnum spurningum og mun
halda því áfram. Skiptir þá engu
hvort svör við þeim spurningum séu
gerð opinber eða geymdar í huga
Víkverja.
x x x
Til þess að svara upphafsspurning-unni er ekki úr vegi að kanna
hvort og þá hvernig hægt er að skil-
greina allt. Eftir nokkra yfirlegu
komst Víkverji að þeirri niðurstöðu
að það væri ekki hægt að skilgreina
orðið allt og þá varla hægt að svara
spurningunni hvenær eigum við nóg.
x x x
Víkverji hefur undanfarin ár veriðá miklu breytingaskeiði og
skiptir þá engu hvort Víkverji er
karl eða kona. Allir geta farið á
breytingaskeið óháð kyni og aldri. Á
breytingaskeiði Víkverja sem staðið
hefur yfir á sjöunda ár hefur hann
meðal annars minnkað við sig hús-
næði svo um munar.
x x x
Það vita þeir sem reynt hafa aðþað er þrautin þyngri að flytja í
minna húsnæði. Þrátt fyrir að fjöl-
skyldumeðlimir séu færri en áður
fækkar ekki heimilismunum í sama
mæli. Reyndar tekur það stundum
nokkuð langan tíma fyrir þá brott
fluttu að flytja endanlega með sitt
hafurtask og oftar en ekki sitja ýms-
ir hlutir eftir.
x x x
Þegar flutningum er lokið færastyfir alls konar tilfinningar. Til-
finningar uppgjörs og hreinsunar,
söknuðar eftir því sem var, en er nú
liðið, tilhlökkunar á nýjum stað og
nýjar áskoranir.
x x x
Það sem Víkverji hefur grætt mestá því að flytja í minna húsnæði
er að ef Víkverja langar í eitthvað
verður annað að fara í staðinn. Ef
það má ekki fara þá er niðurstaðan
sú að Víkverji þarf ekki allt og í
rauninni á hann nóg.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Þannig skuluð og þið álíta sjálf ykkur
vera dáin frá syndinni en lifandi Guði
í Kristi Jesú.
(Rómverjabréfið 6.11)