Morgunblaðið - 08.02.2019, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Velkomin heim er annar ein-leikurinn sem listahóp-urinn Trigger Warningsetur upp á skömmum
tíma. Fyrri einleikurinn, Hún pabbi,
sem frumsýndur var í Borgarleik-
húsinu fyrir tveimur árum vakti
verðskuldaða athygli fyrir mikil-
vægt umfjöllunarefni. Þar fjallaði
Hannes Óli Ágústsson um föður
sinn, transkonuna Önnu Margréti
Ágústsdóttur, sem hóf kynleiðrétt-
ingarferli þegar hún var komin fast
að sextugu.
Velkomin heim á það sameig-
inlegt með Hún pabbi að ungur leik-
ari segir fjölskyldusögu sína með
áherslu á annað foreldrið. María
Thelma Smáradóttir, sem útskrif-
aðist með BA-gráðu af leikarabraut
frá Listaháskóla Íslands vorið 2016,
samdi Velkomin heim sem ein-
staklingsverkefni á lokaári sínu í
náminu í áfanga þar sem unnið var
með leikarann sem höfund, en upp-
taka af þeirri sýningu er aðgengileg
á vefslóðinni vimeo.com/156102376.
Í framhaldinu bauðst henni að sýna
verkið í Kassanum og í samvinnu við
Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur og
Köru Hergils lengdi hún verkið um-
talsvert og endursviðsetti.
Í Velkomin heim segir María
Thelma sögu móður sinnar, Ruam
eða Völu Rúnar Tuankrathok, sem
fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi
um miðja 20. öld einhvern tímann á
monsúntímabilinu því sjálf þekkir
hún ekki nákvæman fæðingardag
sinn. Barnung varð hún munaðar-
laus og lærði því snemma að standa
á eigin fótum. Hálfsystur hennar
sem hún leitaði ásjár hjá virðast
fyrst og fremst hafa séð hana sem
ódýrt vinnuafl og neituðu henni um
tækifæri til að mennta sig. Lýsing-
arnar á því hvernig Vala Rún lá á
hleri við barnaskólann til að læra
það sem hægt væri voru áhrifaríkar
og til marks um einbeitta sjálfs-
bjargarviðleitni hennar. Einnig var
áhugavert að fá leiftur af tilveru
Völu Rúnar áður en hún hitti föður
Maríu Thelmu og flutti með honum
til Íslands sem hún hefur síðan kall-
að heimili sitt.
Af lýsingum að dæma lagði hún
mikið á sig við erfiðar aðstæður til
að tryggja elsta barni sínu, hálf-
bróður Maríu Thelmu, menntun auk
þess sem henni tókst að yfirgefa of-
beldisfullan barnsföður áður en hún
kynntist stóru ástinni sinni og fylgdi
lífsförunaut sínum norður á bóginn
fyrir tæpum þremur áratugum.
María Thelma fór óþarflega hratt
yfir þessa sögu í ljósi þess hversu
áhugaverður efniviðurinn er og
hefði að ósekju mátt gefa upp-
vaxtar- og þroskasögu Völu Rúnar
mun meira rými í sýningunni. Í
kynningu á uppfærslunni kom fram
að höfundar væru að skoða hvað það
merki að eiga heima einhvers stað-
ar, sérstaklega út frá sjónarhóli inn-
flytjenda, og hvað felist í því að eiga
heimaland. Þetta eru forvitnilegar
og þarfar pælingar sem hefðu mátt
fá mun meira rými á sviðinu.
Í sýningunni bregður María
Thelma sér bæði í hlutverk móður
sinnar og móðurömmu ásamt því að
fjalla um sjálfa sig sem leikkonu og
þær áskoranir sem hún stendur þar
frammi fyrir. Í flakki sínu á milli
hinna ólíku sögumanna hefði María
Thelma þurft að skerpa betur á því
hvaða „ég“ væri að tala hverju sinni.
Slíkt hefði mátt markera með breyt-
ingu á lýsingu, staðsetningu á svið-
inu eða líkamsstöðu því leikkonan
velur að breyta ekki röddinni sem
neinu nemur nema þegar hún leyfir
áhorfendum að heyra nokkrar vel
valdar setningar á taílensku sem
hún þýðir jafnóðum.
Líkt og María Thelma bendir á
hafa leikarar af blönduðum uppruna
aldrei verið áberandi á íslensku leik-
sviði og helst brugðið fyrir þegar
leiktextinn hefur augljóslega krafist
þess, samanber uppfærslu Þjóðleik-
hússins á Ketti á heitu blikkþaki eft-
ir Tennessee Williams fyrir rúmum
tuttugu árum þar sem þeldökk leik-
kona fór með hlutverk þjónustu-
stúlkunnar á suðurríkjaheimili
verksins. Sem betur fer hefur þetta
verið að breytast á allra síðustu
misserum, enda nauðsynlegt að leik-
húsin endurspegli breytt samfélag
með aukinni fjölmenningu. Í þessu
samhengi má nefna að hæfileikaríkir
leikarar á borð við Jónmund Grét-
arsson, Aldísi Amah Hamilton og
Davíð Þór Katrínarson hafa öll látið
til sín taka á íslensku leiksviði að
undanförnu, enda ætti húðlitur leik-
ara ekki að skipta meira máli en
hár- eða augnlitur nema samhengi
verksins krefjist annars. Sjálf mun
María Thelma vera fyrsta konan af
asískum uppruna sem útskrifast af
leikarabraut LHÍ.
Þótt ábending Maríu Thelmu um
skort á lituðum leikurum á íslensku
leiksviði sé algjörlega réttmæt yfir-
skyggði hún að nokkru meginsögu
verksins og datt að lokum niður í
óþarflega mikla melódramatík.
Besta leiðin til að sannfæra áhorf-
endur um ágæti sitt sem leikkonu er
að sýna okkur það í verki fremur en
að segja með orðum. Hér hefðu höf-
undarnir og leikstjórar líka þurft að
hafa skýrari fókus í frásögn sinni.
Sem dæmi var það sérkennilegur
úrúrdúr að flytja þakkarræðu Violu
Davis frá árinu 2015 þegar hún fyrst
blökkukvenna hlaut Emmy-
verðlaun fyrir bestan leik í aðal-
hlutverki – og það á ensku. Ef höf-
undum fannst ómissandi að hafa
ræðuna með hefði verið eðlilegt að
þýða hana, enda alls ekki sjálfgefið
að allir leikhúsgestir skilji ensku.
Búningur og sviðsmynd Eleni
Podara er afar áferðarfalleg í ein-
faldleika sínum. Háglansandi gólfið
veitti leikkonunni tækifæri til að
vinna með speglun sem kallaðist á
við rýni hennar á eigin fortíð og leit
að sjálfsmynd á unglingsárum – leit
sem margir kannast vafalítið við
óháð blönduðum uppruna. Flest ef
ekki öll deilum við nefnilega þeirri
grunnþörf að vita hvaðan við kom-
um og úr hverju við erum samsett.
Þrjár snyrtilegar hrúgur af hrís-
grjónum mættu áhorfendum á svið-
inu í upphafi kvöldsins, en María
Thelma notaði grjónin til að hvíla sig
á, teikna í og þyrla um sig í samspili
við textann – en fallegasta mynd
kvöldsins var þegar hrísgrjónin voru
notuð sem lágstemmd rigning.
Þegar áhorfendur gengu í salinn
tók María Thelma dansandi á móti
okkur með langar gylltar málm-
neglur sem notaðar eru í ákveðinni
tegund taílenskra dansa. Fljótlega
eftir að allir voru sestir hóf hún að
rifja upp þegar hún var send í taí-
lenska dansa sem barn og útskýrði í
framhaldinu merkingu ólíkra hand-
arhreyfinga sem var afar fróðlegt.
Rýnir saknaði þess á öðrum stöðum
í sýningunni að María Thelma nýtti
tækifærið til að útskýra merkingu
hluta sem gera má ráð fyrir að al-
mennir áhorfendur hérlendis þekki
ekki. Sem dæmi kom fram að vegg-
irnir á æskuheimili Maríu Thelmu
væru fölgulir og að það væri mjög
taílenskt, en engin útskýring fylgdi
á merkingu gula litarins sem einnig
var áberandi í klæðnaði leikkon-
unnar. Hún valdi að lýsa heilmiklu
og óvenjulegu plöntusafni móður
sinnar án þess að fara í saumana á
því hvers vegna móðirin leggur
svona mikla rækt við plönturnar.
Rýnir saknaði þess líka að fá nánari
upplýsingar um hvers konar postu-
línsdúkkur prýða plöntusafnið og
hvaða þýðingu úthugsuð uppstilling
móðurinnar á dúkkum og fílum,
þjóðartákni Taílands, hafi.
Húmor er notaður markvisst til
að brjóta ísinn snemma í sýningunni
með það að markmiði að vinna
áhorfendur á band leikkonunnar.
Skröksagan um hlutverk skeiða í
taílenskri menningu fær eðlilega
hlátur, en fórnarkostnaðurinn er sá
að sögumanneskja verður í fram-
haldinu óáreiðanleg enda aldrei að
vita hvenær hún er bara að bulla í
okkur. Gengið er út frá því sem vísu
að áhorfendur séu fordómafullir í
garð framandi menningar og til-
búnir að trúa hverju sem er í stað
þess að líta á þá sem fróðleiksfúsa
og forvitna.
María Thelma hefur frá útskrift
getið sér gott orð sem leikkona. Hún
fór með lítið hlutverk í sjónvarps-
þáttaröðinni Föngum, lék á móti
Mads Mikkelsen í kvikmyndinni
Arctic sem nýverið var frumsýnd
hérlendis auk þess sem hún stóð sig
með stakri prýði í barnasýningunni
Ég get og Risaeðlunum, þar sem
hún lék húshjálp af asískum upp-
runa, sem sýndar voru í Þjóðleik-
húsinu leikárið 2017-18. Það er
meira en að segja það að leika ein-
leik og ekki síst þegar sú sem sýn-
ingin fjallar um situr á fremsta
bekk. Vonandi eflist María Thelma
áfram sem leikkona við þessa eld-
raun og vonandi fáum við tækifæri
til að sjá hana takast á við meira
krefjandi hlutverk á íslensku leik-
sviði í framtíðinni.
Í leit að samastað
Ljósmynd/Owen Fiene
Eldraun „Það er meira en að segja það að leika einleik og ekki síst þegar sú
sem sýningin fjallar um situr á fremsta bekk. Vonandi eflist María Thelma
áfram sem leikkona við þessa eldraun,“ segir í rýni um Velkomin heim.
Þjóðleikhúsið
Velkomin heim bbmnn
Eftir Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur, Köru
Hergils og Maríu Thelmu Smáradóttur.
Leikstjórn og dramatúrgía: Andrea Elín
Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils. Leik-
mynd og búningar: Eleni Podara. Tónlist
og hljóðmynd: Ragnheiður Erla Björns-
dóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðins-
dóttir. Lýsing: Hafliði Emil Barðason og
Kjartan Darri Kristjánsson. Trigger
Warning frumsýndi í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu 2. febrúar 2019.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 22/2 kl. 19:30 Auka Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn
Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn
Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn
Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn
Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn
Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Fim 28/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 7.sýn
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 17/2 kl. 19:30 7.sýn
Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 6.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 8/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30
Fös 8/2 kl. 22:00 Lau 16/2 kl. 19:30 Lau 23/2 kl. 22:00
Lau 9/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00 Sun 24/2 kl. 21:00
Lau 9/2 kl. 22:00 Fim 21/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00
Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30 Fim 28/2 kl. 19:30
Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 17/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Miðasalan er hafin!
Elly (Stóra sviðið)
Lau 9/2 kl. 20:00 200. s Fös 22/2 kl. 20:00 203. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s
Fös 15/2 kl. 20:00 201. s Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s
Lau 16/2 kl. 20:00 202. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s
Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Athugið, takmarkaður sýningafjöldi.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Fim 14/2 kl. 20:00 31. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s
Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fös 15/2 kl. 20:00 10. s
Síðustu sýningar.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!