Morgunblaðið - 08.02.2019, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2019
Kvikmyndin Lof mér að falla eftir Baldvin Z
hlýtur flestar tilnefningar til Edduverð-
launanna í ár, samtals 12. Myndin er tilnefnd
sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn og
handrit. Elín Sif Halldórsdóttir er tilnefnd
fyrir leik í aðalhlutverki og Kristín Þóra Har-
aldsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttur og Þor-
steinn Bachmann fyrir leik í aukahlutverki.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson
hlýtur næstflestar tilnefningar, samtals 10.
Myndin er tilnefnd sem kvikmynd ársins,
fyrir leikstjórn og handrit. Halldóra Geir-
harðsdóttir er tilnefnd fyrir leik í aðal-
hlutverki.
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlýt-
ur níu tilnefningar, en myndin er tilnefnd sem
kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn og handrit.
Kristín Þóra Haraldsdóttir er tilnefnd fyrir
bestan leik í aðalhlutverki og Babetida Sadjo
fyrir bestan leik í aukahlutverki.
Þetta kom fram í gær þegar Íslenska kvik-
mynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA)
kynnti tilnefningar ársins. Alls verða veitt
verðlaun í 26 flokkum auk heiðursverðlauna á
Edduhátíðinni 2019 sem fram fer í Austurbæ
22. febrúar og sýnd beint á RÚV, en útsend-
ing hefst kl. 20.55. Í ár eru liðin 20 ár frá því
Edduverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn.
Alls voru 118 verk send inn í keppnina í ár,
auk þess sem 214 innsendingar voru í fagverð-
laun Eddunnar. Af innsendum verkum eru
sjónvarpsverk alls 78 talsins, kvikmyndir eru
sjö, stuttmyndir 16, heimildarmyndir 17 og 13
verk flokkast undir barna- og unglingaefni.
Gjaldgeng voru sjónvarps- og kvikmyndaverk
sem voru sýnd opinberlega á tímabilinu 1. jan-
úar 2018 til 31. desember 2018.
Kosning akademíumeðlima hefst 12. febr-
úar og stendur í rúma viku. Að vanda gefst al-
menningi kostur á að kjósa um sjónvarpsefni
ársins á vefnum ruv.is.
Kvikmynd
Kona fer í stríð
Andið eðlilega
Lof mér að falla
Leikstjórn
Baldvin Z fyrir Lof mér að falla
Benedikt Erlingsson fyrir Kona fer í stríð
Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega
Handrit
Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson fyrir Lof
mér að falla
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson
fyrir Kona fer í stríð
Ísold Uggadóttir fyrir Andið eðlilega
Leikkona í aðalhlutverki
Elín Sif Halldórsdóttir fyrir Lof mér að falla
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Andið eðlilega
Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kona fer í stríð
Leikari í aðalhlutverki
Eysteinn Sigurðarson fyrir Mannasiði
Gísli Örn Garðarsson fyrir Varg
Paaru Oja fyrir Undir halastjörnu
Leikkona í aukahlutverki
Babetida Sadjo fyrir Andið eðlilega
Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Lof mér að
falla
Lára Jóhanna Jónsdóttir fyrir Lof mér að falla
Leikari í aukahlutverki
Kaspar Velberg fyrir Undir halastjörnu
Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Mannasiði
Þorsteinn Bachmann fyrir Lof mér að falla
Kvikmyndataka
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Kona fer í stríð
Ita Zbroniec-Zajt og Ásgrímur Guðbjartsson
fyrir Andið eðlilega
Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Lof mér að falla
Klipping
Davíð Alexander Corno fyrir Kona fer í stríð
Elísabet Ronaldsdóttir og Sigvaldi J. Kárason
fyrir Varg
Úlfur Teitur Traustason fyrir Lof mér að falla
Hljóð
Emmanuel De Boissieu og Frédéric Meert fyrir
Andið eðlilega
Aymeric Devoldere, Francois De Morant,
Raphael Sohier og Vincent Cosson fyrir Kona
fer í stríð
Huldar Freyr Arnarson fyrir Varg
Tónlist
Atli Örvarsson fyrir Lói – þú flýgur aldrei einn
Davíð Þór Jónsson fyrir Kona fer í stríð
Gyða Valtýsdóttir fyrir Undir halastjörnu
Brellur
Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle
Zoellin fyrir Kona fer í stríð
GunHil fyrir Lói – þú flýgur aldrei einn
Kontrast og GunHil fyrir Flateyjargátuna
Leikmynd
Gunnar Pálsson og Marta Luiza Macuga fyrir
Lof mér að falla
Heimir Sverrisson fyrir Varg
Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Kona fer í stríð
Gervi
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Andið eðlilega
Kristín Júlla Kristjánsd. fyrir Lof mér að falla
Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Varg
Búningar
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Andið eðlilega
Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Lof mér að falla
Margrét Einarsdóttir fyrir Flateyjargátuna
Heimildamynd
UseLess
Svona fólk 1970-1985
690 Vopnafjörður
Stuttmynd
Islandia
Nýr dagur í Eyjafirði
To Plant a Flag
Frétta- eða viðtalsþáttur
Krakkafréttir
Kveikur
Fósturbörn
Mannlífsþáttur
Andstæðingar Íslands
Hæpið
Veröld sem var
Sítengd
Líf kviknar
Menningarþáttur
Kiljan
Með okkar augum
Fullveldisöldin
Skemmtiþáttur
Stundin okkar
Heimilistónajól
Áramótaskaupið 2018
Sjónvarpsmaður
Alma Ómarsdóttir fyrir Fréttaannál 2018
Sigríður Halldórsdóttir fyrir Kveik
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fyrir Allir geta
dansað
Sigyn Blöndal fyrir Stundina okkar og Sögur –
þættir um sköpun, skrif og lestur
Viktoría Hermannsdóttir fyrir Sítengd
Upptöku- eða útsendingarstjórn
Björgvin Harðarson fyrir Pál Óskar í Höllinni
Björgvin Harðarson fyrir Allir geta dansað
Þór Freysson fyrir Jólagesti Björgvins
Barna- og unglingaefni
Víti í Vestmannaeyjum
Lói – þú flýgur aldrei einn
Stundin okkar
Leikið sjónvarpsefni
Venjulegt fólk
Mannasiðir
Steypustöðin
Sjónvarpsefni
Kveikur
Líf kviknar
Með okkar augum
Áramótaskaupið 2018
Kiljan
Mannasiðir
Sorgmædd Babetida Sadjo í Andið eðlilega. Ákveðin Halldóra Geirharðsdóttir í Kona fer í stríð. Undir áhrifum Kristín Þóra Haraldsdóttir í Lof mér að falla.
Lof mér að falla með 12 tilnefningar
Kona fer í stríð með tíu tilnefningar til Eddunnar og Andið eðlilega með níu Afhending 22. febrúar
Íslensk-bandaríska kvikmynd-in Arctic sem var tekin upphér á landi, nánar tiltekið áNesjavöllum, í Bláfjöllum og
við Fellsendavatn, ef marka má
kvikmyndavefinn Klapptré, er það
sem á ensku er kallað „star ve-
hicle“, kvikmynd sem ein stjarna
heldur algjörlega uppi, Mads Mikk-
elsen hinn danski í þessu tilfelli.
Mikkelsen er miklum leikhæfi-
leikum gæddur og jafnvígur þegar
kemur að gamanleik og drama.
Hrollvekjandi var hann sem ill-
menni í James Bond-myndinni Cas-
ino Royale hér um árið en líklega
hefur hann þó aldrei verið betri en í
dramanu Jagten þar sem hann
sýndi algjöran stórleik.
Verri leikari en Mikkelsen hefði
varla getað haldið uppi kvikmynd
eins og Arctic sem krefst mikils af
leikaranum þegar kemur að sann-
færandi svipbrigðum og líkamstján-
ingu í nístandi kulda. Mikkelsen
hefur enda látið þau ummæli falla
að tökur kvikmyndarinnar hafi ver-
ið þær erfiðustu á ferli hans en þær
stóðu yfir í 19 daga.
Í myndinni segir af flugmanni
sem brotlent hefur einhvers staðar
á norðurpólnum, ef marka má titil
myndarinnar. Áhorfandinn fær ekk-
ert að vita annað um manninn en að
hann er flugmaður sem heitir Over-
gård (það stendur á úlpunni hans)
og hefur þurft að dvelja ansi lengi,
kaldur og hrakinn, í flaki flugvélar
sinnar. Hann er kalinn á nokkrum
tám og fingurnir eru næstir.
Í byrjun myndar er Overgård að
skrifa stafina S O S í snjóinn í von
um að til hans sjáist úr lofti og á
milli þess að veiða sjóbirting í gegn-
um ís og éta hann hráan gengur
hann upp á næstu hæð og sendir
þar neyðarmerki með handsnúnu
apparati. Engin kemur hjálpin og
svona heldur þetta áfram, dag eftir
dag, mínútu eftir mínútu. Við fylgj-
umst með þjáðu og veðurbörðu and-
liti Mikkelsens sem missir ekki von-
ina í þessum óhugnanlegu
aðstæðum.
Dag einn kemur flugmaður þyrlu
auga á Overgård en brotlendir þyrl-
unni og lætur lífið. Ung kona sem
er með í för kemst hins vegar af við
illan leik. Overgård gerir að ljótu
sári sem hún hefur fengið á kviðinn
og dregur hana svo rænulausa með
sér í flugvélarflakið. Þar hlúir hann
að henni dögum saman en konan
kemst í raun aldrei til meðvitundar,
tekst aðeins að gefa frá sér nokkur
hljóð og kreista hönd bjargvættar-
ins. Konuna leikur hin íslenska
María Thelma.
Ástandið versnar svo til muna –
og var það þó vont fyrir – þegar
Overgård ákveður að yfirgefa
flugvélarflakið og freista gæfunnar,
ganga í átt að óvissunni og mögu-
legri björgun með landakort í hendi.
Og enn kárnar gamanið þegar hann
slasast illa á fæti í þeim leiðangri og
öll von virðist endanlega úti. Sem er
að vísu heldur lítil breyting frá
fyrra ástandi.
Arctic sver sig í ætt við myndir á
borð við 27 Hours og Touching the
Void sem segja af ótrúlegri baráttu
manna við að halda lífi, nú eða
Djúpið sem líkt og þær er byggð á
sannri sögu um ótrúlega baráttu
mannsins við náttúruöflin. En þær
eru, nota bene, sannsögulegar sem
gefur þeim aukna vigt. Arctic er
hreinn skáldskapur, eftir því sem ég
kemst næst, en engu að síður mjög
trúverðug, mikið raunsæisverk og
þar skiptir líka miklu máli förðun
og búningar sem Íslendingar sáu
um. Myndatakan er einnig fyrirtak
og íslensk náttúra nýtur sín vel,
snjór svo langt sem augað eygir
mestallan tímann. Íslendingur líka
þar á ferð, líkt og í svo mörgum
öðrum stöðum.
Leikstjórinn Penna, sem er líka
annar tveggja handritshöfunda, hef-
ur kosið leið einfaldleikans, að veita
sem allra minnstar upplýsingar og
útiloka nánast allan texta og tal í
myndinni. Við fáum ekkert að vita
um aðalpersónuna en mótum hana
þess í stað út frá gjörðum hennar
og baráttuþreki. En það gerist lítið
sem ekkert í myndinni, hún er að
mestu röð endurtekninga sem leiðir
óhjákvæmilega til þess að manni fer
að leiðast þegar á hanan líður, þrátt
fyrir allan sársauka Mikkelsens og
vandaðan leik. Auðvitað er alltaf
gaman að horfa á Mikkelsen, en öllu
má nú ofgera. Engu að síður ágæt-
ismynd og vel þess virði að sjá.
Andlit norðursins
Þjáður Mads Mikkelsen í kvikmyndinni Arctic sem fjöldi Íslendinga kom að.
Sambíóin
Arctic bbbnn
Leikstjórn: Joe Penna. Handrit: Joe
Penna og Ryan Morrisson. Aðalleikarar:
Mads Mikkelsen og María Thelma
Smáradóttir. Ísland og Bandaríkin,
2018. 97 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR